Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
2 íslendingar um borð
í brezkri úthafsskútu
Brezka úthafsskútan Francis
Drake kom í höfn á Seyðisfirði á
mánudagskvöld. Um borð voru
14 ungmenni á aldrinum 17—25
ára, þar af voru tveir íslenzkir
strákar frá Siglingaklúbbi
Reykjavíkur, en þeim var boðið
að vera með í siglingunni til
íslands.
Að sögn Þorvalds Jóhannssonar
skólastjóra á Seyðisfirði, en hann
á tók á móti hópnum við komuna
til Seýðisfjarðar, fór hópurinn
strax morguninn eftir til Skafta-
fells og var ráðgert að fara upp á
Vatnajökul og jafnvel að klífa
Hvannadalshnjúk. Sá hópur mun
síðan halda áfram ferðalagi um
Suðurland og fljúga til baka að því
loknu, en í dag leggur skútan af
stað til Færeyja með nýjan hóp
ungmenna, sem hefur verið á
ferðalagi um ísland síðustu daga.
Skútan er gerð út af Ocean
Youth Club í Englandi og kemur
hingað í samvinnu við Brathaey,
ensk náttúruverndarsamtök, sem
hafa það að markmiði að vinna
með ungu fólki að náttúrurann-
sóknum og náttúruskoðun. Sagði
Þorvaldur að auk ungmennanna
væru um borð fjórir þaulvanir
sigiingamenn, sem leiðbeina unga
fólkinu og hafa umsjón með
siglingunni.
I gær gafst fjölmörgum ungum
Seyðfirðingum tækifæri til þess
að fara í stutta siglingu með
skútunni og vakti það mikla
ánægju, að sögn Þorvalds.
Hússt j órnarskólanum
á Varmalandi slitið
Hússtjórnarskólanum á
Varmalandi var slitið þann 1.
júní síðastliðinn að viðstöddum
kennurum, nemendum og gest-
um.
Skólinn starfaði í níu mánuði og
sóttu hann 36 nemendur víðsvegar
að af landinu. Prófi luku 32 og
hlaut Vilborg Eiríksdóttir frá
Brimnesi, Fáskrúðsfirði, hæstu
einkunn. Skólinn sá einnig um
kennslu í heimilisfræðum fyrir
unglinga úr Grunnskólanum á
Varmalandi og einn hópur nem-
enda úr Bændaskólanum á
Hvanneyri sótti þar einnig
námskeið í matreiðslu.
I vor sóttu eldri nemendur
skólann heim og færðu honum
gjafir.
Hússtjórnarskólinn á Varma-
landi mun starfa áfram með
svipuðu móti og verið hefur en
námið verður þó samræmt námi á
hússtjórnarbrautum fjölbrautar-
skóla, eftir því sem unnt reynist,
svo að auðveldara verði að meta
það til framhaldsnáms.
Hlutafélag áhuga-
manna um kvikmyndalist
STOFNUN hlutafélags áhuga-
manna um kvikmyndalist er f
Áfram bann
í Norðursjó
London. 4. júlí. Reuter.
BRETAR tilkynntu í dag að bann
þeirra við sfldveiðum (Norðursjó
yrði áfram í gildi út þetta ár.
George Younger Skotlands-
málaráðherra sagði í Neðri mál-
stofunni að „yfirgnæfandi vísinda-
legar líkur" bentu til þess að
nauðsynlegt væri að halda áfram
að vernda síldarstofna á brezkum
miðum.
Bretar settu fyrst bann við
síldveiði í júlí í fyrra þrátt fyrir
harða andstöðu Efnahagsbanda-
lagsins sem mótmælti einhliða
stefnu brezku stjórnarinnar í fisk-
veiðimálum.
Mokveiði í
EUiðaánum
LAXVEIÐIN í Eiliðaánum tók
gríðarlegan kipp í fyrradag og
veiddust þá hvorki fleiri né
færri en 40 laxar fyrir hádegið,
en eitthvað minna eftir hádegið.
Á hádegi í gær voru þá komnir
202 laxar á land úr ánum, en til
samanburðar höfðu veiðst 195
laxar um mánaðamót júní/ júlí
í fyrra.
Hér er því um svipaða veiði að
ræða, en munurinn liggur að
sjálfsögðu í hinum mikla morg-
unafla í gær, en þá fylltu tveir
eða þrír veiðimenn kvóta sinn,
eða drógu á land 8 laxa. Veiðin
hefur nefnilega verið afar dræm
til þessa og verið allt frá 15
löxum á dag og niður í engan
fisk tvo daga.
Helmingur laxanna í gær-
morgun veiddur í Fossinum, 11 á
Breiðunni, hinir dreifðust nokk-
uð. Flestir voru smáir, en gang-
an var þeim mun stærri.
undirbúningi og verður stofn-
fundur haldinn á Hótel Esju 12.
júlí n.k. kl. 20.30.
Hlutverk félagsins verður að
kynna kvikmyndir og efla áhuga
fólks á þeim. Einnig er í ráði að
félagið standi fyrir sýningum og
útgáfu rita er varða kvikmyndir.
Ennfremur mun eitt af hlutverk-
um félagsins verða að styrkja og
standa að gerð og dreifingu kvik-
mynda. Áætlað er að fyrsta verk-
efni félagsins verði að dreifa og
framleiða kvikmyndina Sóley og
mun stefnt að því að byrjað verði
á upptökum ekki síðar en um
miðjan ágúst.
Brauzt inn
í íjorar
íbúðir
BROTIST var inn í fjórar
íbúðir í Þingholtunum í
Reykjavík í fyrrakvöld og
stolið þaðan ýmsum smá-
hlutum svo sem úri, kveikj-
ara, silfurhring auk áfeng-
is. Farið var inn um glugga
og svalahurðir. í fyrrinótt
handtók lögreglan ölvaðan
mann í nágrenni innbrots-
staðanna og fundust í fór-
um hans ýmsir hlutir, sem
rekja mátti til þeirra. Við-
urkenndi maðurinn að hafa
farið inn í íbúðirnar en
lögreglan hefur áður orðið
að hafa afskipti af honum
vegna ýmissa mála.
INNLENT
Alfreð Jónsson og kona hans Ragnhildur Einarsdóttir, taka við lyklum að glæstum farkosti sem þau
hrepptu í vinning í happdrætti Slysavarnafélagsins. Alfreð er formaður slysavarnadeildarinnar í
Grímsey og að sögn forráðamanna happdrættisins meðal ötulustu umboðsmanna þess.
Lyklana afhenti Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ og einnig voru viðstaddir forráðamenn
happdrættisins.
/
„ Anægjan launar erfiðið
margfaldlega þegar
mannslífum er bjargað”
— spjallað við Alfreð Jonsson oddvita í Grímsey
„Þegar ég fór til Grímseyjar
leiddi það af sjálfu sér, að ég
hélt áfram afskiptum af slysa-
varnarmálum. Svo atvikaðist,
að ég var ekki búinn að vera
nema 1 ár í Grímsey þegar búið
var að dubba mig upp í oddvita
og það hefi ég verið síðan.
Félagslíf hefur því miður aldrei
staðið með miklum blóma í
Grímsey og minnkaði til muna
eftir að sjónvarpið kom til
sögunnar. En Grímseyingar eru
eins og ein fjölskylda í sorg og
gleði,“ sagði Alfreð Jónsson,
oddviti Grímseyinga og vinn-
ingshafi í happdrætti SVFÍ.
Alfreð sagðist vera fæddur og
uppalinn í Siglufirði en fluttist
til Grímseyjar árið 1957. „Á
þessum tíma gerðu allir eins og
þeir gátu til að styðja við björg-
unarstörf og úr. mörgum var að
velja til starfa. Þá þótti enginn
maður með mönnum nema hann
tæki þátt í sem flestum íþrótta-
greinum. Ég var í íþróttunum og
setti mér snemma það mark að
vinna 100 verðlaunapeninga. Það
tókst mér og rúmlega það.“
Þegar talið barst að björgun-
arstörfum sagðist Alfreð minn-
ast þess þegar færeyska skipið
„Haffrugvin" strandaði við
Sauðanes árið 1949 og þegar
Þormóður rammi varð sömu
örlögum að bráð árið 1950. Fær-
eyska skipið strandaði vestan við
Sauðanes. „Við komum á strand-
staðinn í náttmyrkri og stórsjór
torveldaði okkur öll björgunar-
störf. Við gátum hvergi fest
björgunartaug í landi svo við
urðum að halda í hana í bröttum
aurskriðum þar sem erfitt var að
fóta sig. En allt gekk vel að
lokum og allir 18 skipverjarnir
björguðust."
Eftir þessa björgungáfu Fær-
eyingar Slysavarnafélaginu fé
sem notað var til'að endurnýja
björgunarútbúnað.
„Þegar Þormóður rammi
strandaði þá var yfir fjall að
fara frá Siglufirði í krapahríð og
roki. En þegar við vorum komnir
upp í fjall þá gerði hörkufrost og
rok. Allt okkar hafurtask fraus
og við urðum að skríða þegar
verstu hryðjurnar gengu yfir.“
Varð þarna mannbjörg þrátt
fyrir erfiðar aðstæður á leið á
strandstað og sömuleiðis þegar
þangað var komið.
„Þegar kall kemur um að þörf
sé björgunar þá er aldrei spurt
að því hvað sé verið að gera þá
stundina, heldur er farið af stað
til að koma nauðstöddum til
hjálpar. En allur sá tími og
fyrirhöfn sem fer í þessi störf
fær maður margfalt til baka í
áfciægju þegar upp er staðið og
mannslífum hefur verið bjargað.
Það eru bestu laun sem nokkur
getur kosið sér.
Þegar er staðið í ströngu við
björgunarstörf er eins og manni
áskotnist viðbótarorka. Við
gömlu mennirnir þurfum ungt
fólk til-að leysa okkur af hólmi
og beisla eigin orku til góðra
starfa. Þjóð eins og íslendingar
sem hafa allt frá öndverðu stað-
ið í ströngu við náttúruöflin
þarfnast þess að allir leggi sitt
af mörkum.
Ég held áfram þangað til ég
verð orðinn til trafala — þá
hætti ég, á meðan ég get orðið að
einhverju liði þá læt ég mitt ekki
eftir liggja," sagði Alfreð Jóns-
son að lokum.
Eins og sjá má komust ekki allir sem vildu í Eskifjarðarkirkju er þar
fór fram minningarathöfn um sjómennina, sem fórust með vélbátnum
Hrönn í lok aprfl.
Fjölmenni við
minningarathöfn
Eskifirði
FYRIR nokkru fór fram frá Eski-
fjarðarkirkju minningarathöfn
um skipverjana sex, sem fórust
með vélbátnum Hrönn á Reyðar-
firði utanverðum í lok aprílmán-
aðar. Mikið fjölmenni var við
athöfnina og rúmaði kirkjan eng-
an veginn alla þá, sem komu til að
votta hinum látnu virðingu sína.
Séra Davíð Baldursson annaðist
minningarathöfnina. — Ævar
Þykkvibær:
Kartöflugrös
að byrja að
koma upp á
stöku stað
„ÞETTA er hreinn fimbulkuldi og
það er ekki nema á stöku stað, sem
kartöflugrös eru að byrja að koma
upp,“ sagði Magnús Sigurlásson,
fréttaritari Morgunblaðsins í
Þykkvabæ, er blaðið ræddi við
hann. Sagði Magnús, að ekki væri
ofsagt, að kartöfluspretta og öll
vinna við þær væri nú mánuði
seinna en venja væri til. Seint
hefði verið sett niður og það væri
allt undir haustinu komið, hvernig
uppskeran yrði og þá sérstaklega
hvenær næsturfrost færu að hafa
áhrif. Magnús sagði að útlitið væri
ekki bjart hjá kartöflubændum en
hins vegar hefði verið sæmileg
grasspretta.
JASÍMINN ER:
22480 kjSJ
JRorxsimhlíibiti