Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 10

Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Nautastöðin á Hvanneyri: Nautin eignast afkomendur löngu eftir að þeirra eigin jarðvist lýkur Búnaðarfélag íslands rekur nautastöð á Hvanneyri í Borgar- firði, og er hún í mýrinni austan við þjóðveginn. Þar eru að jafnaði um 20 til 25 naut, sem notuð eru til sæðistöku. Á síðasta ári voru djúpfrystir um 130 þúsund skammtar, og frá stöðinni eru sæddar um 19 þúsund kýr á ári. Við nautastöðina starfa nú tveir fastráðnir menn, en frá síðustu áramótum hafa öll húnaðarsambönd landsins skipt við stöðina. Framkvæmdastjóri stöðvar- innar er Diðrik Jóhannsson, og sýndi hann blaðamanni og ljós- myndara Morgunblaðsins nauta- stöðina þegar minnst var 90 ára afmælis bændaskólans á Hvanneyri. Nú í sumar eru liðin tíu ár frá því nautastöðin tók til starfa. Sem fyrr segir er þetta nú eina sæðingarstöðin á land- inu, en áður voru starfandi fleiri stöðvar, sú fyrsta í Eyjafirði frá 1946, og síðan kom djúp- frystingarstöð í Laugardælum 1972. Raunar er enn rekin sæðingarstöð frá Laugardælum, og mun svo verða á meðan birgðir þar endast, en að því loknu flyst starfsemin alfarið til Hvanneyrar. Er Morgunblaðsmenn bar að garði í nautastöðina hjá Diðrik voru þar 15 naut. Allt voru það ung naut, enda sagði Diðrik að þeim væri fargað þegar búið væri að taka úr þeim ákveðið magn sæðis, þar sem mun ódýr- ara er að geyma það djúpfryst heldur en að halda fullorðnum törfum á gjöf. í nautastöðina koma nautin því yfirleitt um eins árs gömul, og eru þar uns þau hafa náð tveggja ára aldri, en þá eru þau felld. Sagði Diðrik að sæði nautanna væri geymd djúpfryst, í um það bil 196 gráðu frosti, en teknir eru um það bil 7 þúsund skammtar úr hverju nauti. Diðrik kvað 6 þúsund þessara skammta vera setta í geymslu, en rösklega eitt þúsund er sent út til notkunar. Afgangurinn er síðan geymdur í 4 til 5 ár, og ræðst það þá af þeirri reynslu sem fengin er af viðkomandi nauti, hvort meira er notað. Ekki þarf að taka fram að viðkomandi naut er löngu FORKUR 76010, f. 30. apríl 1976 á félagsbúinu Grof, Ong- ulsstaðarhreppi, Eyjafirði. 44. Forkur 76010. Lýsing: Dökkkolóttur og krossóttur: kollottur; sterk yfirllna; gleitt sett rif; útlögur vel I meðal- lagi, djúpur bolur; jafnar, breiðar malir; fremur háfættur með frem- ur þykk læri; lausbyggður. þroskamikill grípur (1.11. '77 °9 — breytt 2.5. 78). Umsögn: I Forkur var felldur 5. sept. 1978 , eftir að tilskildu saeðismagni hafði verið náð úr honum. i sept- emberlok var búið að senda út I til dreifingar 1121 skammt. Móðurætt: MÓÐIR: Húfa 33, f. 26. mars 1965, Gröf, Öng. Mf. Gautur 61016. Mm. Hjálma 10. Mff. Ægir 53024. Mfm. Lukka 34, Gautsst. II, Svalb. Mmf. Sjóli 49023. Mmm. Skrauta 3. Umsögn: Forkur 76010 er annar kálfurinn, sem val- inn er undan Húfu 33 á Nautastöð.na. Hmn var Virkir 75008. i árslok 1977 hafSi Hufa 33 mjólkað að meðaltali I 10,7 ér 6239 kg með 4,07% fitu, þ.e. 253,9 kg mjólkurf.ta, Húfa 33 hefur hlotið I. verðlaun á sýmngum 1969. 72 og 76. 45. Húfa 33, Gröf. lafn og nr. móður: lúfa 33 ..... Afurðaeinkunn »j. ára kg, mjólk Meðal- frávik á fitu % Dómur við skoðun: (1976) . Skap- Skrokkur Júgur Spenar Mjöltun gerð 28,0 13,0 13,5 15,0 Sýnishorn einnar síðu úr skýrslu Búnaðarfélags íslands um Nautastöðina, en hún er gefin út sem sérprentun úr búnaðarblað- inu Frey. Hér getur að líta ítarlegar upplýsingar um kynbótanaut eins og sjá má. Ljósm. Mbl: Emilía. Diðrik við eitt nautanna í Nautastöðinni. Nautin eru öll ung að árum, enda eru þau felld þegar tiltekið sæði hefur verið tekið úr þeim, en mun ódýrara er að geyma sæðið djúpfryst en að hafa á fóðrum mörg fullvaxin naut. komið til feðra sinna þegar full reynsla er komin á afkvæmi þess. Diðrik sagði það aðeins vera tiltölulega fá naut sem stæðust þær kröfur sem gerðar væru til nauta til undaneldis, og kvaðst hann halda að um það bil tvö naut af hverjum tíu sem reynd væru, stæðust þær kröfur sem gerðar væru. í þessum tanki er sæðið geymt, djúpfryst, við 196 gráðu frost á Celcius. Eftir því sem auknar kröfur eru gerðar til gæða nautgrip- anna, bæði hvað varðar bygg- ingu og afurðamagn, þá verður það nauðsynlegt að beita sífellt markvissari aðferðum við rækt- un stofnsins, og er nautastöðin á Hvanneyri einmitt rekin með slík sjónarmið í huga. Eftir því sem ræktunin heldur áfram og þróast, þá fylgir í kjölfarið mikil skýrslugerð, og meðal annars haldið til haga miklum upplýs- ingum um kynbótagripi, bæði kýr og tarfa. Eru í þessum tilgangi færðar miklar ættbæk- ur, þar sem finna má hinar fjölbreytilegustu upplýsingar um nautpening landsmanna. í fjósinu heima á Hvanneyri eru þessi naut höfð á bás, og raunar alls óskyld nautunum á Nautastöðinni hinum megin við þjóðveg- inn. Þetta eru blendingar af Gallowayholdanautum, en talsverð hjörð holdagripa er á Hvanneyri. Sumar á Kjarvalsstöðum - f jölbreytt dagskrá verður á K jarvalsstöðum í sumar I SUMAR verður tekin upp sú nýbreytni á Kjarvalsstöð- um að bjóða ýmsum lista- mönnum að sýna verk sín þar undir nafninu „Sumar á Kjarvalsstöðum“, með það fyrir augum að kynna ferða- mönnum í borginni íslenska list, jafnframt því sem borg- arbúar geta haft ánægju og fróðleik af. I sumar sýna þrír hópar listamanna verk sín á Kjarvalsstöðum, í vestursal sýnir Septem-hópurinn, Gallerí Langbrók sýnir í kaffi- stofu og á göngum, og Mynd- höggvarafélagið setur upp sýningu umhverfis húsið og í anddyri. í austursal, Kjarvals- sal, verða sýnd málverk eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu Reykjavíkurborgar. Samtals verða í sumar á Kjarvalsstöð- um verk eftir um 35 lista- menn. Um þessar mundir er í und- irbúningi Reykjavíkurvika, sem halda á dagana 13.—19. ágúst. Þar er ráðgert að kynna ýmsar stofnanir Reykjavíkur- borgar og í tengslum við þá kynningu verður m.a. sett upp sýning frá Þróunarstofnun á skipulagi þriggja hverfa í Reykjavík. Fyrirlestrar og umræðufundir eru ennfremur ráðgerðir í tengslum við skipulagssýninguna svo og kynnisferðir í þessi tilteknu hverfi. Sýningin verður sett upp í fundarsal Kjarvalsstaða og fellur þannig inn í ramma sumarsýningarinnar. Með haustinu eru margar sýningar ráðgerðar á Kjarvalsstöðum. Um mánaða- mótin ágúst—september verða tvær bandarískar sýningar í vestursal, MÍR gengst fyrir tónleikum og listmunasýningu frá sovéska ríkinu Kazakstan um miðjan september og um svipað leyti verður Haustsýn- ing Félags íslenskra myndlist- armanna. í byrjun október SUMAR á KjarvalsstöÓum T verður alþjóðleg barnabóka- sýning á vegum Bókavarðafé- lags Islands, Rithöfundasam- bands og fleiri aðila, og eru ýmis dagskráratriði ráðgerð í tengslum við þá sýningu. í október setur Rafn Hafnfjörð upp ljósmyndasýningu og að henni lokinni heldur Einar Hákonarson einkasýningu. í nóvember verða nýlistamenn- irnir Ólafur Lárusson, Þór Vigfússón, Kristinn Harðar- son og fleiri með sýningu. Nýr veitingamaður hefur tekið við rekstri veitingastof- unnar á Kjarvalsstöðum, en það er Huld H. Goethe í samvinnu við Eið Valgarðs- son. Um leið hafa verið gerðar þar nokkrar breytingar og tekin upp sjálfsafgreiðsla. Þegar vel viðrar er fyrirhugað að setja borð út á stéttina, og geta menn þá borið út með sér veitingarnar. Stefnt er að því að opna veitingastofuna á hádegi og hafa þar á boðstól- um létta smárétti, en ekki er ennþá búið að ákveða hvenær sú nýbreytni verður tekin upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.