Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 12

Morgunblaðið - 06.07.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Þrjú þúsund sinnum meiri hætta á að verða fyrir eld- ingu en hlutum úr Skylab / J ■■ ■ > ■M r ■ mmimm Af>töðumynd er sýnir svæði í Norður- o>? Suður-Ameríku sem í hættu eru frá hrapandi hlutum úr Skylah-vísindastöðinni. Við hverja hringferð um jörðina fær- ist Skylah 100 metra nær. en nýjustu útreikninjíar NASA benda til þess. að stöðin hrapi til jarðar 12. júlí næstkomandi. Astæðan fyrir hrapinu eru rang- ír útreikningar vísindamanna N ASA á tíðni sólgosa. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) leggja um þessar mund- ir nótt við dag við að reikna út hvernær og hvar geimvísinda- stöðin Skylab falli til jarðar. Samkvæmt nýjustu útreikning- um er gert ráð fyrir að Skylab falli til jarðar 12. júlí næstkom- andi, en hvar hlutar stöðvarinn- ar koma niður er hins vegar ekki vitað með vissu, enda má lítið út af bera til að hlutar stöðvarinn- ar komi niður í annarri heims- álfu en ráð var fyrir gert. Vísindamenn NASA segja þó, að möguleikarnir á að 'einhver hljóti meiðsli af hrapandi hlut- um Skylabs séu aðeins einn á móti 150. Hvað er það sem veldur því að Skylab er í þann mund að hrap'a til jarðar, eftir aðeins sex ár úti í geimnum, en í upphafi gerði NASA ráð fyrir því að stöðin yrði a.m.k. 10 ár í notkun? Sérfræðingar NASA hafa við- urkennt að þeim hafi orðið á mistök í útreikningum sínum á tíðni sólgosa, sem hafa mikil áhrif á yztu lög gufuhvolsins. Reiknuðu þeir með hlutfallslega lítilli tíðni sólgosa, og Skylab því skotið á braut í aðeins 200 mílna fjarlægð frá jörðu. í reynd urðu sólgosin fleiri en gert var ráð fyrir og mótstaðan því meiri. Hefui- geimvísindastöðin þar af leiðandi færst hægt og rólega í átt til jarðar, eða um 100 metra i hverri hringferð hennar um jörðu. Þrátt fyrir ábendingar bandaríska loftferðaeftirlitsins og rússnekra vísindamanna um að sólgos yrðu meiri en reiknað hefði verið með héldu vísinda- menn NASA fast við fyrri spár sínar og þegar afleiðingarnar urðu ljósar var um seinan að koma í veg fyrir hrap Skylabs. Urðu vísindamenn NASA þess áskynja í marz 1978 að Skylab var „á niðurleið" og lét lítt að stjórn. Afdrif Skyiabs eru þegar orðin álitshnekkir fyrir vísindamenn- ina. Þegar Skylab var skotið á loft bentu brezkir vísindamenn einnig á röngu forsendurnar varðandi sólgosin og spáðu því að Skylab félli til jarðar að sex árum liðnum, sem og raunin er að verða á. Bretarnir spáðu því einnig að Skylab hrapaði 14. júlí, eða tveimur dögum seinna en NASA. Ennfremur halda brezku vísindamennirnir því fram að fólk verði ekki fyrir hlutum úr Skylab, þar sem hlutirnir kæmu niður á hafi úti eða á óbyggðu landi. Bentu þeir á að í mánuði hverjum hröpuðu til jarðar fimm tonn af geimrusli sem sent hefði verið út í geiminn frá jörðu. „Við fáum því bara fjög- urra mánaða skammt í einu,“ sagði talsmaður brezku vísinda- mannanna. Indverskir-stjörnu- fræðingar hafa spáð því að Skylab hrapi til jarðar í Síberíu frá 9.—13. júlí og að engin slys verði á mönnum, né skemmdir á mannvirkjum. í spádómum sínum segir NASA að möguleikarnir á því að hlutar Skylabs falli á borgir með fleiri en 100.000 íbúa séu einn á móti sjö. Alls vegur Skylab 77 tonn og er á hæð við 12 hæða íbúðarblokk. Talið er að stöðin brotni upp í allt að 500 hluta í hrapinu og að hlutirnir dreifist á svæði á jörðinni sem verður um 160 km breitt og 6.500 km langt. Sérstakar áhyggjur hefur NASA af stærstu hlutunum, en reiknað er með að 10 stærstu partarnir verði a.m.k. 500 kílógrömm að þyngd. Tveir hlutanna eru tvö tonn að þyngd og komi þeir niður á landi á 500 km hraða á klukkustund skilja þeir eftir sig 30 metra djúpa gíga. Efasemda- menn hafa sagt NASA vanmeta hættuna af hrapandi hlutum úr Skylab og að stærstu hlutarnir gætu skilið eftir sig giga er væru rúmur kílómetri á breidd þar sem þeir hröpuðu til jarðar með allt að 2.500 km hraða á klst. í stöðvum NASA keppast menn við að reikna út hvenær Skylab hefji hið eiginlega hrap, því komi í ljós að þá sé hætta á að stöðin hrapi niður á byggð ból verður þess freistað að snúa stöðinni og breyta þannig loft- viðnáminu að hún hefji hrapið ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna, en möguleikarnir til að ráða innkomunni að öðru leyti eru mjög takmarkaðir, að sögn NASA. Verði alvarleg slys af hrap- andi hlutum úr Skylab liggur sökin að einhverju leyti hjá bandarískum stjórnmálamönn- um, því snemma á þessum ára- tug voru fjárveitingar til NASA vegna geimskutlunnar skornar við nögl. Dróst gerð skutlunnar því á langinn, en henni var einmitt ætlað að færa Skylab fjær jörðu. Einkum á Richard Nixon fyrrum forseti hlut að máli, því hann beitti sér fyrir takmörkunum á fjárframlögum til NASA og þóttist með því vera að fara að vilja þjóðarinnar. Braut Skylabs liggur yfir mörg þéttbýlustu svæði jarðar- innar, en þar á meðal eru Bandaríkin öll, hlutar Kanada, mestur hluti Suður-Ameríku, Afríka, Ástralía og Nýja-Sjá- land og Asía. Einu borgirnar í Evrópu sem virðast ekki vera í hættu eru þær borgir sem eru norðar en Brússel (þ.á m. Lond- on, Berlín og Moskva). Eins og áður er vikið að, er þó ógjörning- ur að segja að svo komnu máli fyrir um hvar hlutar Skylabs koma niður. Það verður hægt að gera með sæmilegri nákvæmni klukkustundu áður en þeir hrapa til jarðar. . Bandarísk flugmálayfirvöld hafa ákveðið að fara þess á leit við flugfélög að flugvélar verði ekki látnar fljúga yfir þeim svæðum þar sem líklegast veður talið að hlutir Skylab falli niður. Þrátt fyrir að alvarleg hætta sé á ferðum í sambandi við hrap Skylab hefur NASA bent á að fólki undir braut Skylabs er um þrjú þúsund sinnum hættara við að verða fyrir eldingu en hlutum úr Skylab. Ur Observer, New York Times, AP, Reuter. Skylab yfir borginni Yuba í Kaliforníu 20. júní sl. Ljósmyndarinn, sem tók myndina á vél með 50 mm linsu við ljósop f 1,8 á Tri-X filmu, hafði ljósopið opið í eina mínútu og því kemur Skylab fram sem strik. Af jörðu niðri líkist Skylab einna helzt hraðfleygri flugvél.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.