Morgunblaðið - 06.07.1979, Side 14

Morgunblaðið - 06.07.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Ben Bella Um hann hefur löng- um leikiö hetjuljómi íaugum landa hans AHMED Ben Bella sem var einna frægastur hálfgleymdra pólitískra fanga f heimi, hefur nú fyrirvaralaust verið sleppt úr haldi. Hann var f augum margra landa sinna holdtekja þeirra drauma sem voru undir- rót langrar og harðvítugrar frelsisbaráttu sem Alsírbúar háðu við Frakka og hann var einn f hópi nfu amnna sem stofnuðu þjóðlegu frelsisfylk- inguna árið 1949 og hófu frelsisstríðið gegn Frökkum. Hópurinn var illa vopnum bú- inn í fyrstu, en fylgismenn samtaka þessara voru einarðir og svifust einskis og frelsis- stríðið í Alsír varð bæði grimmiiegt og langvinnt. Löngu áður en því lauk og Ben Bella tók við áhrifastöðu lék um hann hetjuljómi og landar hans höfðu á honum mikið dálæti. Sjálfur mun hann aldrei hafa óskað þess að verða slíkt goð og hann reyndi eftir megni að komast hjá opinberu umtali og lifði fábrotnu Iifi. Hann var forsætisráðherra í eitt ár og síðan forseti í tvö ár. í valdaráni Houari Boumedienne árið 1965 var Ben Bella dreginn í dögun út úr rúmi sínu og síðan haldið í einangrun og stofufangelsi f fjórtán ár. Fangavist var honum ekki ný reynsla því að meðan hann stóð í sjálfstæðisbaráttunni hafði hann margsinnis verið í fang- elsi og þegar frelsisstríðið komst í' hámark var Ben Bella frægastur fangi Frakka og sá þeirra sem bezt var gætt. Ahmed Ben Bella fæddist þann 25. desember 1916 í Marnia í Vestur-Alsír. í heimsstyrjöld- inni síðari barðist hann í franska hernum og fékk heiðurs- merki fyrir vasklega framgöngu. Það sem skipti sköpum fyrir Ben Beila var atburður sem gerðist meðan hann beið þess í Frakklandi að vera leystur úr herþjónustu. Fréttir bárust af uppreisnartilraun þjóðernis- sinna í Austur-Alsír í maí 1945 og jafnframt af þeirri ógurlegu grimmd sem sýnd var til þess að bæla hana niður. Til þess að hefna 200 land- nema gáfu evrópskir borgarar sig fram til þjónustu í sérstökum sveitum, sem aðstoðuðu franska landherinn, flugherinn og flot- ann við að eyða þorpum og slátra rúmlega 10 þúsund múhameðs- trúarmönnum. Þjóðernissinnar töldu að mannfallið hefði '-erið langtum meira, eða allt að 40 þúsund. Frá þeirri stundu var Ben Bella sarifærður um að allar vonir um nýja skipan mála í Alsír með friðsamlegum hætti væru byggðar á sandi og eina vonin væri vopnuð uppreisn. Dirfska hans vakti oftsinnis athygli. Einhverju sinni brauzt hann ásamt tveimur félögum sínum inn í pósthús í Oran í Vestur-Alsír og hafði á braut með sér þrjár milljónir franka (hér er átt við gamalfranka) og var þeim varið til uppbyggingar byltingarsveitunum. Hann var handtekinn og varpað í fangelsi en hann slapp þaðan 1952 og komst undan til Kairó og stjórn- aði þaðan baráttunni við Frakka af harðfylgi og kænsku. Með brögðum tókst Frökkum síðan að hafa hendur í hári hans fjórum árum síðar og sat Ben Bella síðan í fangelsi unz vopna- hlé var loks samið. Vegur hans til æðstu valda var þó ekki átakalaus vegna þess, að samkvæmt Eviansamkomulag- inu höfðu Frakkar gert samning við útlagastjórn Alsírmanna í Túnis og héldu forsvarsmenn þeirrar stjórnar nú til Algeirs- borgar að taka þar við stjórnar- taumum. Ben Bella var ekki dús Ben Bella við þetta og réðst til inngöngu í Vestur-Alsír frá Marokkó og fljótlega kom í ljós, að allur þorri manna studdi hann til valda svo að hann varð síðan forsætisráðherra 1962 og síðan forseti án þess nokkur byði sig fram á móti honum. Hann naut mikillar lýðhylli á þessum árum og fábrotnir lifnaðarhættir hans hugnuðust löndum hans mjög vel. Hann vildi vinna af kappi að félagslegum umbótum í landinu, reisa úr rúst atvinnuvegina og efla sjálfsvirðingu landa sinna. Hann var lítt mannblendinn og kærði sig sem minnst um að vera í sviðsljósinu en hann gat verið harðskeyttur og hann lét hand- taka ýmsa andstæðinga sína og reka aðra í útlegð. Ben Bella var einlægur múhameðstrúarmaður. Kallaður sósíalisti en lét kenni- setningar ekki blinda sig. Hann var andsnúinn kommúnisma, að sögn ekki af trúarlegum eða hugsjónarlegum rökum, heldur vegna fyrri kynna og reynslu af kommúnistaflokknum í Frakk- landi og Alsír. Fáir treystu sér tl að draga í efa að hann hefði viljað af alhug og einlægni vinna landi sínu gagn og skapa íbúunum mann- sæmandi kjör og betra líf en áður. Þegar kunngert var að Ben Bella hefði verið leystur úr haldi hófust samstundis vangaveltur um hvort hann myndi á ný hefja afskipti af stjórnmálum. Úm það hefur ekkert verið sagt endan- legt en talsmaður NLF, eina stjórnmálaflokks Alsírs, sagði Ben Bella væri alténd heimilt að gerast félagi í flokknum. h.k. Berlinguer neitar Andreotti stuðningi Rómaborg, 5. júlí. AP. ENRICO Berlinguer, for- maður ítalska kommúnista- flokksins, skýrði Andreotti, forsætisráðherraefni lands- ins, frá því í dag að það væri afdráttarlaus ákvörð- un flokks hans að fara í stjórnarandstöðu þar sem kommúnistum hefði verið neitað um að fá sæti í ríkisstjórn. Berlinguer hafði minnst Svíar hækka forvexti Stokkhólmi, 5. júlí. AP. LANDSBANKI Svíþjóðar -til- kynnti í dag, að ákveðin hefði verið hækkun á forvöxtum um hálft prósent eða í sjö prósent, og er þá rétt ár síðan vextir voru hækkaðir um ámóta prósentu- tölu. á þetta fyrr en ítrekaði það í viðræðum sem Andreotti hóf í dag við formenn stjórnmálaflokkanna eftir að Pertini forseti fól honum að mynda 38. ríkisstjórn Ítalíu síðustu þrjátíu og f jögur ár. Berlinguer sagði að kommúnistar myndu ekki taka þátt í neinum samtölum um huganlegan sam- starfssamning fyrir ríkisstjórn- ina, en Andreotti er að reyna að draga upp slíkan samning. Kommúnistar hættu stuðningi við stjórnina í janúar og varð það til þess að síðan varð að efna til kosninga í landinu, tveimur árum fyrr en áætlað hafði verið. í kosningunum misstu kommúnist- ar veruiegt fylgi í fyrsta sinn um langa hríð og njóta nú stuðnings 30 prósenta í stað 34 próscnta áður. Andreotti ræddi við leiðtoga Lýðræðislegra sósíalista og re- públikana flokka sem ásamt Kristilegum demókrötum áttu að- ild að síðustu stjórn. Munu þeir hafa gefið góð orð um að styðja hann til ríkisstjórnarmyndunar svo fremi hann fáist til að taka það inn á áætlun sína að leysa ýmis aðkallandi vandamál, þar á meðal atvinnuleysi í landinu og fjárhagsvandræði af ýmsum toga sem m.a. má reka til olíukrepp- unnar. Fjársjóða- leit í sorp- ræsunum Tanfield Lea, Englandi, 5. júlí — AP. LÖGREGLA í námabæn- um Tanfield Lea á Norð- ur-Englandi leitar nú ákaft aö manni sem virðist haldinn þeirri sérstæðu áráttu að sturta peningum í skolpræsi. Verkamenn, sem voru við störf niðri í slíkum ræsum, ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar þeir fóru að finna slitrur af 5 og 10 punda seðlum í eðjunni. Hafa nú fundist um 300 sterlingspund og lögreglan segir að hún sé áfjáð í að hafa upp á þeim sem hefur iðkað þetta og kveðst óttast að barn gæti hafa komizt í spariskilding foreldra sinna ellegar launaumslag. ERLENT Þetta gerdist 1972 — Suður-Víetnamar taka Quang Tri. 1967 — Borgarastríð brýzt út í Nígeríu. 1964 — Malawi fær sjálfstæði. 1950 — Oder-Neisse-línan lýst vananleg landamæri Þýzkalands og Póllands (af Austur-Þjóðverj- um og Pólverjum) 1923 — Sovétríkin formlega stofnuð. 1908 — Uppreisn Ung-Tyrkja hefst í Makedóníu. 1827 — Stórveldin samþykkja skv. Lundúna-sáttmálanum að viður- kenna sjálfstjórn Grikkja. 1809 — Orrustan um Wagram: Napoleon sigrar Austurríkismenn — Frakkar taka Pál páfa VV til Perlinguer Frumútgáfa kommúnista ávarpsins á 24 milljónir Parfa, 5. júlí AP. FRUMÚTGÁFA kommúnistaávarpsins, sem gefið var út í London árið 1848 af Marx og Engels, var í dag seld á uppboði fyrir um það bil 67 þúsund dollara, eða sem svarar rúmlega 24 milljónum íslenzkra króna. Þetta er eitt af tíu eintökum sem vitað er að til séu af frumútgáfunni, sem var á þýzku og 23 bls. að stærð. Ekki hefur verið sagt hver kaupandi var, en hann mun vera Frakki. Veður víða um heim Akureyri 14 skýjaó Amsterdam 20 skýjaó Barcelona 24 skýjaó BerKn 18 skýjaó BrUssel 23 bjart Chicago 22 bjart Denpasar, Bali 31 skýjaó Feneyjar 22 heiðskírt Frankfurt 24 skýjaó Genf 24 sólskin Helsinki * 17 rigning Hong Kong 33 skýjaó Jerúsalem 31 bjart Jóhannesarb. 13 sólskin Kaupmannah. 20 sólskin Kairó 37 bjart Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 27 skýjað London 25 sólskin Los Angeles 23 skýjað Madríd 28 sólskin Majorka 25 skýjaó Malaga 25 léttskýjað Moskva 22 rigning Nýja Delhi 37 skýjaó New York 21 úrkoma Ósló 23 sólskin París 22 sólskin Reykjavík 9 alskýjað Rio de Janeiro 31 skýjaó Rómaborg 27 sólskin San Francisco 17 skýjaó Stokkhólmur 19 skýjað Sydney 17 bjart Teheran 36 bjart Tel Aviv 31 skýjaó Tókíó 28 bjart Vancouver 21 skýjaö Vínarborg 16 skýjað 6. júlí fanga fyrir að bannfæra Napoleon. 1782 — Sjóorrusta milli Breta og Frakka við Madras, Indlandi. 1770 — Rússneskur floti sigrar tyrkneska sjóherinn við Cheshme, Tyrklandi. 1747 — Frakkar og Spánverjar rjúfa hafnbann Breta og Austur- ríkismanna á Genúa. 1699 — Sjóræninginn kapteinn Kidd settur í varðhald í Boston (seinna hengdur í Englandi). 1685 — Orrustan um Sedgemoor. 1673 — Fjórða Húgenotta-stríðinu lýkur með friðun Boulogne. 1560 — Edinborgar-sáttmáli Eng- lendinga og Skota: Lið Frakka flutt burt og tilkall Maríu Skota- drottningar til ensku krúnunnar ógilt. 1535 — Sir Thomas More tekinn af lífi. 1553 — Lafði Jane Grey verður drottning Englands. 1415 — Jóhann Húss brenndur á báli. Afmæli. Bernardino Baldi, ítalsk- ur stærðfræðingur (1535—1617)=John Paul Jones, bandarískur flotaforingi (1747—1792)=John Flaxman, ensk- ur myndhöggvari (1755—1826)=Janet Leigh, banda- rísk leikkona (1927—)=Maximilian Mexíkókeisari(1832—1867). Andlát. Hinrik II Englandskon- ungur 1189=Játvarður VI Eng- landskonungur, Sigismund II Pól- landskonungur 1572=Guy de Maupassant, rithöfundur, Louis Armstrong, tónlistarmaður, 1971. Innlent. „Flóra" skotin í kaf 1917=síra Ólafur Egilsson kemur heim úr ánauð í Algeirsborg 1620=Embættismannanefndin fundar um stofnun Alþingis í Reykjavík 1841=Eyjólfur Jónsson syndir úr Selsvör til Akraness á 13 klst. 1958=„Northern Dawn“ reyn- ir að kafsigla „Gullborgar" Binna í Gröf 1960=Öskjuferð geimfara 1967=f. Þóra Borg 1907=Eggert G. Þorsteinsson 1925. Orð dagsins. Hlutskipti gagnrýn- enda er það, að þeirra er minnzt fyrir það sem þeir gátu ekki skilið — George Moore, írskur rithöf- undur (1852—1933).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.