Morgunblaðið - 06.07.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 06.07.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979 Selma Jónsdóttir við nokkur verka Bram van Velde. Ljósm.: Kristinn. Listasafn íslands fær veglega listaverkagjöf LISTASAFNI íslands hef- ur borist vegleg lista- verkagjöf. Er hér um að ræða 65 grafísk verk eftir listmálarann Bram van Velde og er gefandinn listamaðurinn sjálfur. Bram van Velde er einn fremstur núlifandi lista- manna. Hann er fæddur í Hollandi árið 1895, en hefur lengst af verið búsettur í París. Sem málari hefur hann sfaðið nærri Cobrahópnum og er stundum talinn einn úr þeirra hópi. í tilefni þessarar merku listaverkagjafar mun Lista- safn íslands efna til sýningar á verkum Bram van Velde og mun listamaðurinn sjálfur verða viðstaddur opnun sýn- ingarinnar, sem verður sunnu- daginn 8. júlí n.k., en þá mun forsætisráðherra, dr. Ólafur Jóhannesson, opna sýninguna formlega að viðstöddum for- seta íslands og frú hans. Sýningin verður opin dag- lega klukkan 13.30—22.00 til 29. júlí. Neskaupstaður fimmtugur: Fjöldi aðkomumanna komnir til að vera við hátíðarhöldin Yfirvinnubann far- manna fyrir félagsdómi MÁLFLUTNINGUR í máii vinnuveitendasambandsins og vinnumálasambandsins gegn far- mönnum vegna yfirvinnubanns- ins hófst fyrir félagsdómi í gær. Á myndinni flytur lögmaður farmanna, Arnmundur Bachman, mál sitt, en hann krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Til hægri sitja Gunnar Guðmundsson lögfræðingur VSÍ, Skúli J. Pálma- son, sem flytur málið fyrir vinnu- málasambandið, og Barði Frið- riksson, sem flytur málið fyrir VSÍ. Félagsdóminn skipa: Guð- mundur Jónsson, borgardómari, sem er dómsforseti, Bjarni Kr. Bjarnason, borgardómari, Þor- steinn Thorarensen, borgarfógeti, Páll S. Pálsson, hrl., og Arni Guðjónsson hrl. Að loknum málflutningi beggja aðila var frávísunarmálið tekið til úrskurðar og er hans að vænta um eða eftir helgina. Hlöðuball á Svínabúi Hljómsveit Stefáns P. ásamt Baldri Brjánssyni, galdramanni, Júlfus Brjánssyni og Randver Þorlákssyni eru um þessa helgi að hefja tveggja mánaða ballferð um landið. Hefst ferðin með alvöru hlöðuballi í hlöðunni að Þórustöð- um sem er rétt fyrir utan Selfoss. Hlöðuballið verður haldið föstu- daginn 6. júlí og byrjar á skemmt- un sem byggist á grín- og söngatr- iðum auk töfrabragða Baldurs. Baldur mun t.d. sýna uppskurðinn fræga og mun hann líka láta staf svífa um loftið svo eitthvað sé nefnt. Hlaðan að Þórustöðum mun vera hin vistlegasta, steinsteypt og gólf góð, en einhver hluti þeirra verður þó klæddur með plötum. Hljóm- sveit Stefáns P. mun síðan halda í landreisuna og leika að Hvoli kvöldið eftir. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Stefán P. Þorbergsson, Sigurður Björgvinsson og Skúli Einarsson. Slagbrandur mun að öllum lík- indum fylgjast með dansleikja- haldinu að Þórustöðum. HÁTÍÐAHÖLD standa nú yfir á Neskaupstað vegna hálfrar aldar afmælis kaupstaðarins. Er mikið um að vera á Norðfirði þessa dagana, og hefur fjöldi fólks lagt þangað leið sfna vfða að af landinu. Einkum eru það brott- fluttir Norðfirðingar sem koma í heimsókn, og er nú langt síðan öll herbergi á Neskaupstað voru upppöntuð. í gærkvöldi var frumflutt hjá Leikfélagi Neskaupstaðar nýtt ís- lenzkt leikrit eftir Kjartan Heið- berg. Leikstjóri er Haukur Gunn- arsson. I dag verður síðan knattspyrna og unglingadansleik- ir. Á morgun, laugardag, hefjast hátíðahöldin síðan með siglingu með gesti um Norðfjarðarflóa, og þá verður útisamkoma í skrúð- LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna Umsóknarf restur um námslán Umsóknarfrestur um haustlán 1979—80 er framlengdur til 1. ágúst n.k. Áætlaöur afgreiöslutími lánanna er: fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1979. fyrir námsmenn á íslandi 1. nóv. 1979. Skilafrestur fylgiskjala er mánuöi fyrir áætlaöan afgreiöslutíma. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu sjóösins á Laugavegi 77, afgreiöslutími er frá 1—4 e.h. Sími 25011. Reykjavík, 3. 7. 1979, Lánasjóöur ísl. námsmanna. Heimdallur með útimarkað garði bæjarins. Um kvöldið verður síðan dansleikur í Egilsbúð. Á sunnudaginn verður haldið sundmeistaramót Þróttar, hátíða- guðsþjónusta verður í Norðfjarð- arkirkju, hraðmót í handknatt- leik, leiksýning í Egilsbúð og fleira. Þá verða sýningar opnar alla daga, sundlaugin verður opin og fjölmargt verður gert til skemmtunar á þessu 50 ára af- mæli Neskaupstaðar. Ileimdellingar verða með eitt og annað á hoðstólum á útimarkaðinum á Lakjartorgi í dag. og munu selja þar t.d. bækur. kökur og ýmislegt smádót. Sem kunnugt er hefur Heimdallur nýlega gefið út bókina Sjálfstæðisstefnuna. Itæður og rit- gerðir 1929—1979 i tilefni af 50 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Þessa bók ætla Heimdellingar að selja á útimarkaðnum, auk bókarinnar Uppreisnar í anda frjálshyggju sem 15 ungir sjálfstæðismenn hafa skrif- að, einnig í tilefni 50 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins. Þá verður einnig á boðstólum bókin Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Óiaf Björnsson prófessor. Útimarkaður Heimdellinganna er bæði í fjáröflunar- og kynningarsk.vni fyrir starfsemi félagsins. Færeysku bæjarfulltrúarnir í Þórshöfn, sem hér eru í boði borgarstjórnar Reykjavíkur skoðuðu í gær þjóðminjasafnið og Árnasafn, og snæddu síðan hádegisverð að Kjarvalsstöðum. Var þá þessi mynd tekin. Petur Christiansen bæjarstjóri í Þórshöfn er fjórði frá hægri og bæjarstjórafrúin við hlið hans. Þá er varaforseti bæjarstjórnar Petur i Gong, siðan bæjarfulltrúarnir Finnur Johansen, Ebbe Mortensen og Ingi Mohr og á mvndinni eru einnig konur þeirra og börn, sem með eru í ferðinni. í gærkvöldi fóru bæjarfulltrúarnir í siglingu um Sundin með báti Slysavarnafélagsins og út í Viðey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.