Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 19 Guðjón F. Teitsson: Kaupfar — kaupskip verzlunarskip—f arskip Orðið farskip um skip, sem um aldaraðir hafði yfirleitt verið nefnt kaupfar eða kaupskip, en á málum nágranna og frændþjóða Handelsskib, Hanselsschiff og Merchant-ship, er tiltölulega nýtt í íslenzku máli, varla eldra en frá árunum 1950—60. Er því t.d. ekki í orðabók Blöndals og komst ekki heldur í orðabók Menningarsjóðs 1963, þótt slæðst hefði inn í lög um lífeyrissjóð sjómanna 1962. Löngu fyrr hafði hins vegar verið tekið upp og gert algengt í lagamáli orðið verzlunarskip, lengra og stirðara orð en hin eldri, kaupfar og kaupskip. Orðið farskip er stutt og fer vel í munni, en virðist skorta rökrænan grundvöll og samsvörun við mál frændþjóðanna. An umhugsunar mun ýmsum finnast, að farmaður og farskip fari vel saman, en við nánari athugun sýnist farmaður þýða hið sama og skipsmaður, því að væri ekki svo, myndi hver sá, sem ferðaðist mikið á einhvern hátt og án ráðningar í skipsrúm, geta kallast farmaður, en slíkt hefir aldrei tíðkast. Ekkert virðist at- hugavert við það að tala um farmenn á fleiri skipum en kaup- skipum, svo sem á fiskiskipum, varðskipum og hafrannsóknaskip- um, þar sem menn starfa og búa um borð á sjóferðum. En lítum á samsvörun við orðið farfugl. Hugsanlega er það til orðið af því að menn fyrr á öldum hafi tekið eftir því að þessir fuglar settust til hvíldar á skip (far) þeirra á ferðum milli landa. Hitt Guðjón F. Teitsson er þó líklegra, að orðið farfugl hafi frá öndverðu haft merkinguna ferðafugl, í raun og veru lang- ferðafugl, sem skiptir um dvalar- staði á hnettinum eftir árstíðum, og yrði þá samsvörunin sú, að orðið farskip tæki aðeins til skipa (kaupskipa?) í langleiðasiglingum milli landa, en næði ekki til skipa yfirleitt eða eingöngu í stuttleiða- siglingum eða strandferðum á heimaslóðum. Þessi skilningur virðist samt ekki ríkja hjá þeim, sem nota orðið farskip, og heim- færa þeir það jafnt upp á skip í millilandaferðum sem strandferð- um. Má því spyrja, er ekki jafnrök- rænt að kalla hrafninn farfugl eins og strandferðaskip og flóa- báta farskip? Ég er sammála málfræðingum, sem eru yfirleitt á móti því að flækja málið með nýyrðum, þar sem góð og gild orð eru fyrir, og frá því sjónarmiði er hér með lagt til, að fólk hætti að nota hið langa orð verzlunarskip og hið órökræna orð farskip, en haldi sig við hin áðurnefndu upprunalegri orð, sem ágreiningslaust eiga jafnvel við skip í siglingum milli landa sem á heimaslóðum. Til gamans skal því bætt við framanritað, að nýlega bar svo við, að kunningi minn, sem nokkuð hefir fengizt við skáldskap, tjáði mér, að hann væri að hugsa um að nota orðið farvindúr sem heiti á næstu bók sinni og spurði hvernig mér litist á það. Svaraði ég, að mér þætti óljóst hvað slíkt bókarheiti ætti að boða, því að allur vindur væri í raun farvindur, það er loft á mismun- andi hraðri og langdrægri hreyf- ingu, en þegar ekki væri vindur kallaðist logn. Ætti farvindur í umræddu til- viki að tákna hagstæð skilyrði til að koma skáldskapnum á fram- færi, samanber hagstæðan vind fyrir skip að sigla, þá virtist ástæðulaust að boða slíkt í bókar- heitinu, enda önnur orð þá tiltæk- ari, svo sem byr, meðbyr eða meðvindur. Sýnir þetta, að orðið far sem tengiorð þykir freistandi til ný- smíða, en slíkar ber að vanda. Guðjón F. Teigsson Jens í Kaldalóni: Skvettuskrugga gjálfraði inn miðskipa Bæjum 23. júní. '79. I DAG kom hingað flóabáturinn Baldur með síðustu ferð sína af þremur hér í Djúp nú í vor með áburð á Djúphafnir. Er skipið þá búið að flytja hingað um 600 tonn af áburði, eða um 200 tonn í ferð. Eru Djúpbændur þar með búnir að fá þann áburð sem þeir þurfa á að halda að þessu sinni. Ég spurði skipstjórann á Baldri Jón Dalbú, hvernig veðrið hefði verið síðastliðna nótt, er þeir voru á leið hér vestur. Það var komin þreyfandi bylur þegar við komum að bjargi, sagði hann, og 9 vindstig og fjöll og hlíðar hvít í sjó af snjókomu. Það hefur þá skvettuskrugga gjálfrað inn miðskipa? Hann var allur í kafi og kom aldrei upp, við lokuðum bara augonum og héldum svo áfram, um annað var ekki að gera. Það verður ekki ofsagt, að það reynir ekki á kappann fyrr en á hólminn er komið, og mér dettur svona í hug, að þeir hefðu gott af því sumir Háskólaprófessorarn- ir, þegar þeir eru að bera saman launin sín við sjómennina, að fara nokkra túra í svipuðu veðri, Gjöf til Bakka- gerðiskirkju Nýlega bárust Bakkagerðis- kirkju í Borgarfirði kr. 100.000- frá systkinunum Svavari, Þuríði, Margréti Lilju og Ólafíu, sem þau gáfu til minningar um for- eldra sína, hjónin Láru Stefáns- dóttur og Árna Sigurðsson, sem um árabil bjuggu hér í Bakka- gerðisþorpi. Lára Stefánsdóttir fæddist 14. júní 1883 og andaðist 18. maí 1976, en Árni fæddist 14. ág. 1886 og lést 24. apr. 1937. Nafn Láru hefur áður tengst Bakkagerðiskirkju, því að kirkjan á tvo frábærlega vel unna altaris- dúka eftir hana, en Lára var sérstök hannyrðakona. Fyrir hönd Bakkagerðiskirkju þakka ég hina höfðinglegu gjöf og þann hlýhug er að baki hennar býr og sendi gefendunum hlýjustu árnaðar- og þakkarkveðjur. Sverrir Haraldsson sóknarprestur. Lára Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson og og með álika hleðslu, þegar í logni að svipað sýnist og að stýrishúsið og brúinn á Baldri sigli ein sér á sjónum, en milli hvalbaks og brúar sjáist örmjó ræma, sem segja má að saman tengi báða enda, en geta má þá nærri, að hann vissi hvað hann sagði skipstjórinn, er hann gat þess að lokað hefði augunum, þótt í gamni væri í roki og sjó. En Baldur skilar sér, sagði gamall Reykvíkingur, er eitt sinn ekki til hans purðist, og svo mun hann áfram gera, enda traustum höndum þar um haldið stýrisvölinn. Á ísafirði voru öll húsþök hvít af snjó í morgun sa^ði Pétur Bjarnason, stýrimaður, sem nú var lóðs á m.s. Baldri hér um Djúpið, og hér á Snæfjallaströnd var öll jörð snjóhvít niður að sjó í morgun, sem þó fljótleg tók upp, en fjöll eru gráhvít niður á brúnir. Ungmennafélagar í Djúpverja örkuðu hér snemma morguns upp á Þorskafjarðarheiði, þar sem þeir tóku á móti lands- hlaupakeflinu og voru langt á undan áætlun komnir með það í hendur ísfirðinga inn í ísa- fjarðarbotn, og mun nú langt komið til ísafjarðar keflið í kvöld. Ekki dróg það heldur úr áhuga okkar manna, að keflið góða er útskorið af innfæddum sveitunga okkar hér í Snæfjalla- hreppi hinum snjalla tréskurðarmeistara Halldóri Sigurðssyni frá Bæjum, en snemma dró til hagleiksins í höndum drengsins þess arna, er hann ungir samansetti hvern listagripinn öðrum fegurri, og mátti þar með sanni segja, að snemma beygðist krókurinn að því, sem verða vildi. Jens f Kaldalóni. ELLEN BETRIX 1. flokks snyrtivörur EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Það úrval Caterpillar lyftara sem nú er á markaðnum gerir þér fært að aðlaga vélarval eftir þörfum — inni sem úti - og tryggir ennfremur mestu vinnuafköst. Mjög fjölbreytt úrval af möstrum, hreyflum, skiptingum, > göfflum og hjólbarðagerðum. Gafflar, snúningar, skóflur, grip, armar, krókar og fjöldi annarra fylgihluta og tækja eru fáanleg til þess að veita sem fjölbreyttasta möguleika og tryggja að sú fjárfesting sem í lyftarakaupum liggur verði arðvænleg. Hekla hf., véladeild, veitir fúslega allar upplýsingar varðandi lyftarana og þá þjónustu er fyrst og fremst mun tryggja hagkvæman rekstur og arðvæna fjárfestingu. __ □ CATERPILLAR SALA & ÞJCTMUSTA HEKLA hr Cottpéa. Grt. 09 (B eru iliróseO vorumefki ■ Laugavegi 170-172, - Simi 21240 gæoin ofar öllu sending komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.