Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JIJLÍ 1979 31 Ragnar Gíslason Víkingi reynir að krækja boltanum frá Guðpiundi Þorbjörnssyni Val. Valsmenn áfram MARK Inga Björns Albertssonar á 70. mi'nútu í leik Vals og Víkings kom Val áfram í bikar- keppninni. Það var ólafur Dani- valsson sem átti mikinn heiður af markinu, hann náði að gefa góða sendingu inn á Inga inn í vítateig Víkings og skot hans fór í Magn- ús varnarmann Víkings og þaðan í netið. Ekkert glæsimark er þó. Reyndar voru marktækifærin í leiknum teljandi á fingrum ann- arar handar, svo fá voru þau. Bæði liðin ióku þokkalega úti á vellinum en er nær dró markinu virtist allt renna út í sandinn. Valsmenn voru þó öllu brattari og áttu fleiri tækifæri. Framlína Víkings átti sárasjaldan hættu- leg marktækifæri í leiknum. í fyrri hálfleiknum komu reynd- ar ekki nema tvö góð markskot og átti Atli Eðvaldsson þau bæði. Hið fyrra var á 2. mínútu leiksins eftir hornspyrnu og það síðara var á 11. mínútu. Guðmundur Þorbjörnsson skallaði boltann út til Atla sem kom á fullri ferð og skaut þrumu^ skoti rétt utan við stöngina. í síðari hálfelik var mikið um miðjuþóf á vellinum og þrátt fyrir ágætan samleik á köflum voru fyrirgjafir og skot oftast mis- heppnuð hjá báðum liðunum. Leikurinn var nokkuð harður og fengu fjórir gult spjald, þeir Hörður Hilmarsson, Atli Eðvalds- son og Ólafur Danivalsson úr Val og Heimir Karlsson Víkingi. Varnarleikur beggja liða var góð- ur, og lítið gefið eftir. Leikmenn Vals voru ákaflega jafnir að getu og erfitt að gera upp á milli þeirra. Miðjuspil Vals var traust, og ekki er annað að sjá en að framlínan sé að braggast. Hefur það mikið að segja að Guðmundur Þorbjörnsson hefur nú verið færður fram og leikur sem fremsti maður. Lið Víkings hefur sýnt miklar framfarir frá því í vor, og á sjálfsagt eftir að ná sér enn betur á strik. Sigurlás er ávallt hættu- legur í framlínunni, þá er vörn liðsins sterk barátta góð, þrátt fyrir að á stundum sé leikið full fast. -þr. Þorsteinn krækti í silfurverðlaunin ÞÓRSTEINN Þórsson, tugþraut- armaðurinn efnilegi, krækti f silfurverðlaunin á unglinga- meistaramóti Norðurlanda f fjöl- þrautum, en ni&tinu lauk f fyrra- kvöld í Kaupmannahöfn. Þor- steinn hlaut 6,087 stig f keppn- inni, en það er nýtt fslenzkt unglingamet. Átti Þorsteinn KORNUNGUR Breti Sebastian Coe setti stórglæsilegt heimsmet í 800 metra hlaupi í Oslo í gær- kvöldi. Hljóp hann á 1,42,33 mfn og bætti heimsmet Kúbumanns- fyrra metið, sett í vor í Reykja- vík. Sigurvegari í keppninni varð Norðmaðurinn Olsen er hlaut 7,060 stig. Eftir fyrri dag keppninnar var Þorsteinn aðeins 50 stigum á eftir Olsen og flest benti til þess að Þorsteinn næði 7,000 stigum. Hon- um tókst ekki vel upp í kastgrein- ins Juantorena um meira en heila sekúndu. Gamla metið var 1,43,4 mín, sett árið 1977. Það hjálpað- ist allt að, brautin var góð, réttur millitfmi og loks var ég velupp- lagður sagði Coe eftir hlaupið. 14.000 áhorfendur hvöttu hann ákaft f lokin. Annar f hlaupinu varð Evans White Bandarfkjun- um á 1,45,75 mín og þriðji Gary Cook Bretlandi á 1,46,28 mín. Millitfminn í hlaupinu fyrstu 400 metrana var 50,5 sek. unum seinni daginn, kastaði kringlu 35,43 metra og spjóti 50,07 metra, en í þeirri grein á hann öllu betri árangur. Þorsteinn jafnaði sinn bezta árangur í stangar- stökki, stökk 3,90 metra, Mljóp á 16,1 sekúndu í 110 m grindahlaupi og á 4:37,7 mín. í 1,500 metra hlaupi. í þriðja sæti varð finnskur íþróttamaður, Esa Vutasalo, með sömu stigatölu og Þorsteinn, en Þorsteinn sigraði Vutasalo í fleiri greinum, og hlaut því silfrið. Dregið í bikarn- um í HÁLFLEIK í gærkvöldi í leik Vals og Víkings var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni KSÍ og dróg- ust eftirtalin lið saman: ÍBV—Þróttur ÍA-ÍBK KR-Valur Fram-UBK Glæsilegt heimsmet Sækir FH stig til Akureyrar? TVEIR mikilvægir leikir fara í kvöld fram í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Á Akureyri mætast Þór og FH og má vænta hörkuleiks. Viðbúið er að FH-liðið verði til muna veikara heldur en verið hefur til þessa. þar sem Janus Guðlaugsson leikur að öllum lfkindum ekki með FII. Leikurinn hefst klukkan 20.00 Fylkismenn fá síðan ÍBÍ í heimsókn á Laugardalsvöllinn og hefst leikur liðanna klukkan 20.00. Nokkrir leikir fara einnig fram í 3. deildinni. en þeir eru eftirfarandi: B-riðill óðinn — Léttir á Melavelli kl. 20.00 E-riðill Reynir —Dagsbrún á Árskógsströnd kl. 20.00. E-riðill Völsungur —Árroðinn á Húsavík kl. 20.00 Kvennaflokkur Fram —UBK á Framvelli kl. 20.00. Golf á Grafar- holtsvelli N.K. laugardag, 7. júlí, fara fram tvö opin golfmót á Grafarholtsvelli. en það eru: ÖLDUNGAMÓT G.R. Hefst kl. 10:00. Mótið er opið kylfingum 50 ára og eldri. Leiknar verða 18 holur. Keppt er um glæsilegan farandgrip auk þess verða veitt þrenn verðlaun, með og án forgjafar. OPIN KVENNAKEPPNI Hefst kl. 13:30. Leiknar verða 18 holur og veitt þrenn verðlaun m. og án forgjafar. Þátttaka í bæði mótin tilkynnist á þátttökulista í skálanum. eða í síma 84735. Stórsigur Tindastóls EINN leikur fór fram í D-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Tindastóll vann þá stórsigur, 7 —1, á Höfðstrendingi, en staðan í hálfleik var 3—0. Gústaf Björnsson skoraði þrennu í leiknum og þeir Sigurjón Magnússon og Björn Sverrisson skoruðu tvö mörk hvor. Hólmgeir Einarsson skoraði eina mark Höfðstrendinga. Óvæntar sölur í Englandi ÞRÍR KUNNIR enskir knattspyrnumenn hafa flutzt búferlum frá fyrri félögum sínum til nýrra heimkynna að undanförnu. Er ekki laust við að allar sölurnar hafi komið töluvert á óvart. Fyrst ber að nefna hæstu söluna. en þar seldi Aston Villa einn af snjallari leikmönnum sínum, Brian Little, til nágrannaliðsins Birmingham fyrir 600.000 sterlingspund. Ýmislegt er athyglisvert við sölu þessa, t.d. að Villa skuli geta séð af Little, einnig að Little skyldi samþykkja að fara til félags sem leikur í 2. deild, ekki síst þar sem liðin leika bæði í Birmingham og áhangendur taka þeim oft illa sem fara á milii félaga f sömu borg eða héraði. Little hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðustu mánuðina og hann gat lítið leikið sfðasta vetur. Hann er þó enn kornungur og á sín beztu ár eftir. Hann hefur leikið einn landsleik, gegn Wales fyrir 3 árum síðan. Aston Villa kom einnig við sögu í annarri stórsölu, en félagið lét einnig óvænt frá sér fara John Gregory. Brighton borgaði fyrir hann 300.000 sterlingspund. Gregory var „altmuligman" hjá Villa og á einu og hálfu keppnistímabili sfnu með Villa lék hann allar stöður nema í marki. Og þó að yfirleitt léki hann í vörninni eða sem miðjuleikmaður. var hann jafnan með markhæstu leikmönnum liðsins. Þriðja meiri háttar salan, sem fram hefur farið í vikunni, var einnig óvænt, en þar keypti Arsenal til sín hinn 32 ára gamla fyrirliða QPR, John Hollins, áður Ieikmann með Chelsea. Var kaupverðið 75.000 pund. Ekki er nokkur vafi, að fjörugt verður á markaðinum á næstunni, það er venjan. • John Gregory skorar hér fyrir Aston Villa gegn Arsenal. Hann var seldur til Brighton f vikunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.