Morgunblaðið - 06.07.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 06.07.1979, Síða 32
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINE \l sl\(. \ SIMINN KH. 22480 EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \i i.nsi\(. \ SIMIW KH: 22480 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 RALLBÁTURINN Inga kom til Akureyrar um hádegisbilið í gær og hinn báturinn, Signý, siðdegis. Þegar stig höfðu verið reiknuð út og dómnefnd fellt niður leiðina Hornafjörður— Neskaupstaður, en til kæru- máls kom vegna hennar, kom í ijós að Inga er með 37 stig og Signý 31. Frá Akureyri áttu bátarnir að halda árla í dag og er næsti áfangi til ísafjarðar. Sjá bls. 16-17. Unnar kjöt- vörur hækka um 16-22% RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu verðlags- nefndar um 16 til 22% hækkun á verði unninna kjötvara og gaf verðlags- stjóri út í gær tilkynningu um nýtt hámarksverð á þessum vörutegundum en nýja verðið tekur gildi í dag. Hækkunin er mismikil á hinum einstðku tegundum unninna kjöt- vara og hækka þær vörur, sem einkum eru unnar úr kindakjöti, mest. Þessi hækkun stafar af hækkun á kjöti 1. júní sl. en hins vegar eru í þessari hækkun hvorki teknar með launahækkan- ir vegna síðustu kjarasamninga né hækkun á verði kjöts, sem varð 1. júlí sl. vegna lækkunar á niðurgreiðslum. Valkostir um stjórnar- skrárbreytingar fyrir þingflokkana í haust „VARÐANDI kjördæma- málið, sem er erfiðast og viðkvæmast, geri ég ráð fyrir að stjórnarskrár- nefndin leggi fyrir þing- flokkana í haust nokkra valkosti með upplýsingum, útreikningum og rök- stuðningi,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen, al- þingismaður og formaður stjórnarskrárnefndar, í viðtali við Mbl. í gær. Gunnar sagði að ætlunin væri áð á næstunni yrðu undirbúnar tillögur um ákveðin endurskoð- unaratriði og valkosti, til dæmis varðandi kjördæmamálið, og stefnt væri að því að geta lagt fyrir þingflokkana í haust hugsanlegar breytingar og grein- argerðir um ýmis atriði stjórnar- skrárinnar. Hann sagði að nefnd- in yrði að hafa samráð við þingflokkana um mikilvægustu atriðin í endurskoðun stjórnar- skrárinnar, áður en hún skilar endanlegum tillögum. Að sögn Gunnars hefur nefndin haldið marga fundi frá því hún var skipuð síðastliðið haust, en hún á að hafa lokið störfum fyrir árs- lok 1980. Nýlega fóru Gunnar og ráðunautur nefndarinnar dr. Gunnar G. Schram, prófessor, til Norðurlandanna í kynnisferð og gagnaöflun fyrir nefndina og skiluðu þeir skýrslu um ferð sína á fundi nefndarinnar í gær. Sjá nánar „Leggjum val- kosti fyrir ...“ bls. 16—17. SLATTUMAÐURINN — Vélknúnar sláttuvélar af ýmsum gerðum hafa nú í flestum tilvikum leyst orfið og ljáinn af hólmi. En á stöku stað verður hinni nýju tækni iíla beitt og þá koma hin gömlu tól í góðar þarfir. Ljósm. RAX. Loónuveiðar við Jan Mayen: Byrja Norðmenn 23. júlí án tiltekins hámarks? Oaló, 5. júlí. Frá (réttaritara Mbl. Jan Erik-Lauré. NORSKA ríkisstjórnin mun að öllum líkindum tilkynna í dag, að norskir sjómenn hefji loðnuveiðar Ráðningu forstöðumanns Laufásborgar frestað ÁKVEÐIÐ var á borgarstjórnar- fundi í gærkveldi að fresta ráðn- ingu forstöðumanns að dagheim- ilinu Laufásborg. en á fundi Félagsmálaráðs fyrir nokkru hafði verið samþykkt að ráða Elínu Torfadóttur til starfans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins töldu að ekki hefðu öll gögn málsins verið könnuð til hlítar og því bæri að fresta ákvarðanatöku. Sjöfn Sigur- björnsdóttir var sammála borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þessu efni. Var tillaga þessa efnis borin undir atkvæði og hún sam- þykkt með 14 samhljóða atkvæð- við Jan Mayen 23. júlí, án tiltekins hámarksafla. Knut Frydenlund utanríkisráðherra sagði f samtali við Mbl. f kvöld, að hann harmaði það, að ekki skyldi hafa náðst samkomulag við íslendinga, en Iagði jafnframt áherzlu á að stöð- ugt samband yrði milli norsku og fslenzku rfkisstjórnanna til að tryggja, að ekki komi til deilna, þótt samkomulag sé ekki fyrir hendi. Frydenlund tók fram, að norska ríkisstjórnin gæti illa takmarkað afla norskra sjómanna meðan óvíst væri um aðgerðir gegn nýjum veiðiþjóðum á Jan Mayen svæðinu, sem að mati Norðmanna geta að- eins falist í norskri fiskveiðilögsögu og samkomulagi við íslendinga. Síðasta málaleitan Frydenlunds sem Íslendingar höfnuðu í gær, var, hvort íslendingar gætu hugsað sér að fallast á norska fiskveiðilögsögu við Jan Mayen, ef af Norðmanna hálfu væri jafnframt sagt, að það þýddi ekki viðurkenningu íslend- inga á rétti Norðmanna til efna- hagslögsögu við Jan Mayen. Viðtal norska blaðsins Aftenpost- en við Benedikt Gröndal vakti vonir Norðmanna um að íslendingar gætu sætt sig við norska fiskveiði- lögsögu við Jan Mayen, en þar gaf hann í skyn, að hún fæli í sér mögulega lausn málsins og sagði að Islendingar myndu taka slíka mála- leitan til eins velviljaðrar athugun- ar og unnt yrði. Haukur varð efstur við sjöunda mann HAUKUR Angantýsson varð efstur við sjöunda mann á World Open skákmótinu f Philadelphiu, „Tókst ad henda mér út með- an bíllinn vó salt á brúninni” „í RAUN og veru gerði ég mér ekki grein fyrir því, hvað væri að gerast, en mér tókst að henda mér út meðan bfllinn vó salt á brúninni“, sagði Einar Stefáns- son, ungur Ólafsfirðingur, f sam- tali við Mbl. f gær, en hann bjargaðist í gær út úr bíl sfnum áður en hann fór út af veginum í Ólafsfjarðarmúla og steyptist eina 180 metra niður í sjó. Einar var einn á ferð. „Ég var á heimleið til Ólafs- fjarðar um hálfeittleytið", sagði Einar. „Og var að koma út úr Ófærugjánni. Ég var rétt búinn að mæta bíl, ók hægt og hélt mig nálægt brúninni fyrir klettanefið, því ég vissi ekki nema annar bíll kæmi á móti. Eitthvað hlýtur svo að hafa farið úr sambandi í stýrinu, því allt í einu fór bíllinn að skrika og ætli hann hafi ekki farið þannig eina fimm metra eftir brúninni, unz hann stoppaði og vó salt. Það næsta sem ég vissi var að ég var kominn út og svo horfði ég á eftir bílnum fram af og niður.“ Einar sagðist hafa farið síðar og þá týnt ýmislegt úr bílnum, sem hefði hafnað hálfur í kafi á kletta- nös. „Hann er alveg ónýtur, allur samanvafinn og hann hefur slegizt utan í á niðurleiðinni og týnt ýmsu af sér“, sagði Stefán. „Þetta var Plymouth 1974, sem ég keypti fyrir um mánuði síðan". „Eiginlega get ég ekki lýst þessum augnablikum", sagði Ein- ar, er Mbl. spurði hann nánar um það, þegar hann henti sér út úr bílnum. „Það er ekki fyrr en eftir á, sem maður getur reynt að gera sér grein fyrir þessu og því að hafa horft á eftir bílnum niður“. sem lauk i fyrrinótt og fengu þeir 8 vinninga af 10 mögulegum. Margeir Pétursson varð í 8.—14. sæti með 7,5 vinninga og Sævar Bjarnason hlaut 6,5 vinninga. Haukur tefldi við Georghiu í síðustu umferð og lauk skákinni með jafntefli, en jafnir þeim að vinningum urðu Browne, Bisquir, Miles, Zukerman og Fedorovic. Margeir gerði jafntefli við Weinstein í síðustu umferðinni, en Sævar Bjarnason vann sinn and- stæðing. Þeir Haukur og Margeir taka þátt í Philadelphia Open skákmót- inu, sem hefst á mánudaginn. Um 600 þúsund krónur koma í hlut Hauks fyrir sigurinn, en sem kunnugt er varð Ingvar Ásmunds- son efstur á þessu móti í fyrra og deildi þá líka sigrinum með 6 öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.