Morgunblaðið - 13.07.1979, Page 8

Morgunblaðið - 13.07.1979, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 kvrópu- þingið Hvað skyldu nýkjörnir fulltrúar til Evrópuþingsins í Strassborg eiga sameiginlegt: t.d. fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands, Willy Brandt, franski heilbrigðismálaráðherrann Simone Veil, brezki sósíalistinn Barbara Castle, mótmælendaklerkurinn Ian Paisley frá Clster og elzti sonur síðasta keisara Austurríkis-Ungverjalands, Otti von Habsburg? Svarið er: harla fátt. Nema hvað ofanskráð hafa öll verið kjörin til Evrópuþingsins í Strassborg sem er fyrsta alþjóðlega stofnunin sem kjörnir eru fulltrúar til á lýðræðislegan hátt. Það eru engin smástirni úr pólitíkinni sem sitja þetta þing. Má nefna fleiri en hér á undan, svo sem Enrico Berlinguer leiðtoga ítalska kommúnistaflokksins, Francois Mitterand leiðtoga franskra sósíalista og Jacques Chirac leiðtoga Gaullistar í Frakklandi. Til Evrópuþings eru kosnir 410 fulltrúar. Þing þetta er arftaki þingsins sem níu lönd efnahags- bandalagsins settu á fót. Löglega séð hafa bæði þessi þing takmark- að ráðgjafavald. Hitt er annað mál að mögulegt vald Evrópu- þingsins nýja er mikið. Felst það í opinberum yfirheyrslum og fjár- veitingavaldi. Kosningar til Evrópuþingsins nú um daginn endurspegluðu af- staðnar þingkosningar í ýmsum aðildarríkjum, t.d. Bretlandi og Ítalíu. Sveiflan í pólitíkinni er til miðjuflokka en ekki til vinstri flokka með ákveðinn hugmynda- fræðilegan bakgrunn eins og til- hneigingin hefur verið undanfarin ár. Flestar ríkisstjórnir Evrópu- landa s.l. þrjú ár hafa verið sprottnar úr meirihlutafylgi sós- íalista sem síðan hafa myndað samsteypur sem orðið hafa annað hvort, miðju og hægri samsteypur eða miðju og vinstri samsteypur. Annars forðast stjórnmálafræð- ingar að draga ákveðnar ályktanir af nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Flestir flokkanna sem tóku þátt í kosningunum höfðu það sameiginlegt á stefnu- skrá sinni að Evrópuþingið yrði virkt pólitískt afl og samvinna yrði góð. Kosningaþátttaka var almennt minni til þessa þings en þjóðþing- anna heima fyrir, sbr. nýafstaðn- ar þingkosningar í Bretlandi og á Ítalíu. Telja sérfræðingar orsökina fyrir minni kosningaþátttöku til þessa nýstofnaða þings vera van- þekkingu kjósenda í viðkomandi löndum á eðli og tilgangi þingsins. Fulltrúar úr sósíalískum flokk- um á Evrópuþingi eru 111 talsins. Miðju og hægri flokkar mynda meirihluta á þinginu og koma því til með að hafa mest áhrif næsta kjörtímabilið, fimm ár. Kommún- istar eru 44 og neituðu sósíalist- arnir að mynda meirihluta með þeim. Flokkavægið á þinginu hefur mikil áhrif á styrk flokka í viðkomandi löndum. Flokkur Giscards d’Estaing græddi mikið á því að Simone Veil, einn vinsæl- asti pólitíkus Frakka var kjörinn. Hins vegar fór Gaullistaflokkur Chiracs flatt á kosningunum öfugt við síðustu þingkosningar þar sem Gaullistar fengu meira fylgi en lýðveldisflokkur Giscards. Italskir kommúnistar töpuðu 1,4 af hundraði miðað við 30 af hundraði í nýafstöðnum þingkosn- ingum. Þá fékk Kristilegi Demó- krataflokkurinn í V-Þýzkalandi Vett- vangur póli- tískra stjarna — með ólík sjónar- mið Sir Peter Vanneck minna fylgi í þessum kosningum en heima fyrir. Brezki verkamannaflokkurinn hefur eflaust ekki gert sér háar hugmyndir um mikið fylgi í þess- um kosningum vegna tvísýnnar afstöðu sinnar til Efnahagsbanda- lagsins á umliðnum árum. Eins og Harold Wilson sagði, hefur megin- baráttugrundvöllur ýmissa leið- toga verkamannaflokksins verið „aðskilnaður Bretlands og Evr- ópu“. íhaldsflokkur Thatchers fékk sextíu sæti af áttatíu og einu. Fyrsta verkefni Evrópuþingsins í Strassborg 17. júlí n.k. er að kjósa forseta. Willy Brandt hefur þótt líklegur en hin sívinsæla Simone Veil þykir frekar koma til greina þar sem hún er nær miðju í pólitíkinni en Brandt. Leo Tindeman leiðtogi Kristi- legra Demókrata hefur sótzt eftir leiðtogastöðu meirihluta samstöð- unnar innan þingsins. Efnahagsbandalagsþingið fyrra kom saman tíu til tólf sinnum á ári. Nýja þingið hyggst starfa af meiri krafti. Fulltrúar fá sömu laun og'þingmenn landa þeirra (laun þeirra eru æði misjöfn). Allur ferðakostnaður þeirra verð- ur greiddur. Getur hann orðið mikill ef þingið heldur helming fundanna í Strassborg, hinn helm- inginn í Luxemborg og nefndar- fundi í Brussel. Deilur standa um þessa áætlun. Willy Brandt sagði að þingið réði sínum samastað sjálft, sbr. að það væri réttur hverrar fjölskydu að fá að ráða bústað sínum. Nýir fulltrúar — samt ekki nýliðar Þegar Willy Brandt lýsti mögu- legum áhrifamætti Evrópuþings- ins nýja notaði hann orð Jean Monnets, eins frumkvöðla EBE, að þegar skipt væri um húsgögn ætti að skipta um fólk. Hitt er svo önnur saga að nýja fólkið er ekki allt stórbokkar úr pólitíkinni á borð við Brandt, Tindeman og Debré fyrrum for- sætisráðherra Frakka. Flestir vilja þó eflaust staðfesta kenningu Monnets. Hér verður rætt stutt- lega um nokkra þeirra. Bretland Barbara Castle, 67 ára fer ekkert í launkofa með vantraust sitt á efnahagsbandalaginu. Hún er gallharður sósíalisti og hefur alltaf verið lengst til vinstri í brezka verkamannaflokknum. „Stjórnmálaskoðanir mínar eru eins á litinn og rautt hárið á mér“ sagði hún eitt sinn. Castle hefur tvisvar gegnt ráðherraembætti og verið þingmaður í 34 ár en var ekki í framborði í síðustu kosning- um. I kosningu til Evrópuþings fékk hún 17 þúsund sinnum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar úr íhaldsflokknum. Castle er mjög ákveðin í afstöðu sinni sem kvenréttindakona. „Karlmenn tala um konur í pólitík eins og þær væru bleikar kanín- ur“. Hún er tortryggin á of nána samvinnu efnahagsbandalagsríkja og algerlega andvíg hugmyndinni um sameinaða Evrópu. Sir Peter Vanneck, 57 ára, fyrrum yfirborgarstjóri í Lundún- um. Þykir hlýlegúr og aðlaðandi kaupsýslumaður. Hann hlaut menntuh sína í Tririity, Cam- bridge og Harward. Var flugmað- ur í sjóhernum á stríðsárunum. Vanneck er íhaldsmaður og berzt fyrir auknum vörnum Evrópu og vopnastöðlun. Segist hann þó gera sér grein fyrir að fyrsta starf þingsins verði að koma á skipu- lagningu. „Við vitum að það verð- ur ekki allt framkvæmt á hundrað dögurn." Winifred Ewing, 49 ára. Komst fyrst á þing fyrir skozka þjóðern- isflokkinn 1967 og þíti auka vin- sældir flokksins mjög. Þar sem málefni Skota sitja í fyrirrúmi hjá henni, tapaði hún sæti sínu fyrir íhaldsmönnum í síðustu þingkosn- ingum. Hún hefur setið á Efna- hagsbandalagsþingum frá 1975 og er eini fulltrúi smærri flokkanna í Bretlandi. Búizt er við því að hún berjist fyrir fiskveiðiréttindum Skota og að Evrópuþingið temji sér skoska sparsemi í fjármálum. John Hume, 42 ára, er eindreg- inn Evrópusinni. Hann er vara- leiðtogi Sósíaldemókrata í Úlster og komst á þing vegna eindregins stuðnings þeirra 500 þúsund ka- þólikka sem búsettir eru í N-ír- landi. Hann var leiðtogi kaþólikka í mótmælum þeirra gegn almennri mismunun fyrir áratug síðan. Hume var viðskiptaráðherra í stjórninni sem ríkti í sex mánuði 1974. Sú stjórn féll vegna allsherj- arverkfalls sem mótmælenda- klerkurinn Ian Paisley stóð fyrir. Hume vonast til þess að Evrópu- þingið geti stuðlað að sameiningu Irlands. írland Sile de Valera er 24 ára og yngsti fulltrúi þingsins. Hún er ógift og hefur starfað sem kenn- ari. Hún er barnabarn Eamon de Valera, stofnanda írska lýðveldis- ins. Sila de Valera sat írska þingið sem fulltrúi Finanna Fail flokks- ins sem verið hefur í stjórn s.l. tvö ár. Sagt er að aðlaðandi framkoma hennar svo og bakgrunnur hafi stuðlað að því að hún ein fimm flokksframbjóðenda komst á þing- ið. Fianna Fail flokkurinn á hins vegar nú um sárt að binda vegna ásakana út af olíuskorti og al- mennra verkfalla. Frakkland Simone Veil, 51 árs og fyrrum heilbrigðismálaráðherra. Hún studdi Giscard forseta dyggilega i baráttunni fyrir Evrópusamvinnu á móti þjóðernissinnum eins og flokki Chiracs, helzta keppinauts Giscards. Kaldhæðni örlaganna má kalla það að Chirac átti Winnifred Ewing John Hume Sile de Valera

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.