Morgunblaðið - 13.07.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1979
15
r
Astralíu-
menn í
Skylab-
leit
Perth. ÁstraKu, 12. Júlí. AP.
MARGIR Ástralíumenn leituðu
í dag að hlutum úr Skylab og
fundu ýmsa sviðna búta í út-
jaðri eyðimerkurinnar í suð-
vestanverðri Átralíu þar sem
rauðglóandi stykki úr geimvís-
indastöðinni dreifðust yfir stórt
svæði eins og flugeidar.
Margir aðrir Ástralíumenn
hafa hringt til bandarísku ræð-
ismannsskrifstofunnar í Perth
til þess að mótmæla því að
hlutar vísindastöðvarinnar skuli
hafa hafnað í Ástralíu. Húsmóð-
ir sem hringdi í dagblað í Perth
gagnrýndi það að falli Skylabs
hefði verið frestað í 18 mínútur
svo að stöðin lenti ekki á Banda-
ríkjunum heldur Ástralíu.
Sex ára ferð geimvísinda-
stöðvarinnar lauk á einhverju
eyðilegasta svæði heimsins, en
engar fréttir hafa borizt um
manntjón eða eignatjón.
Þrír menn vöknuðu upp við
mikinn dynk í afskekktum bæ,
Rawlinna, og voru meðal hinna
fyrstu sem tilkynntu að þeir
hefðu fundið bút úr Skylab. Bill
Norton og tveir félagar hans sáu
eins og hálfs metra langt og
tæplega eins metra breitt hylki
úr geimfarinu um tíu kílómetra
suður af Rawlinna sem er 550
mílur austur af Perth. Nota varð
tvo bíla með drif á öllum hjólum
til þess að draga hylkið sem var
sett á aftaníkerru.
Annar hlutur fannst rúmlega
600 km í suðvestri, í bænum
Jerramungup þar sem ókunnur
íbúi kom með klump úr sviðnu
trefjaefni til lögreglustöðvar
bæjarins. Maður nokkur í
strandbænum Albany tilkynnti
fyrstur manna að hann hefði
fundið bút úr Skylab, en það
reyndist gabb. Hann vildi
„hefna" sín á bandarískum
geimvísindamönnum þar sem
þeir hefðu vísvitandi beint
geimstöðinni til Ástralíu.
Geimrannsóknastofnunin
NASA neitar því að hún hafi
„miðað" stöðinni á Ástralíu, en
tilraun sem var gerð á síðustu
stundu til að stýra geimfarinu
getur hafa orðið til þess að það
fór lengra í fallinu en ætlazt var
til.
Blaðið San Francisco Examin-
er hefur heitið 10.000 dollara
verðlaun hverjum þeim sem
kemur til blaðsins með fyrsta
stykkið úr vísindastöðinni. Ýmis
fyrirtæki um allan heim eru
sögð reiðubúin að greiða háar
upphæðir fyrir búta úr geim-
stöðinni sem væri hægt að selja
sem minjagripi.
Talsmaður NASA segir að
hugsanlegt sé að stofnuin sendi
sérfræðinga til Vestur-Ástralíu
til að kanna hvort þeir hlutar
sem sagt hafi verið að séu úr
geimstöðinni séu raunverulega
úr henni.
Yfirvöld álíta að flestar leifar
geimstöðvarinnar hafi lent á
strjálbýlu svæði 530 mílur aust-
ur af Perth þar sem Balladonia
sé miðsvæðis.
Berlin^
aðild a<
Róm. 12. júlí. AP.
ÍTALSKI kommúnistaflokkurinn
ítrekaði í dag kröfu sína um
ráðherrastóla og settu hana sem
skilyrði fyrir stuðningi við ríkis-
stjórn undir forsæti sósíalistans
Bettino Craxi sem hefur verið
falin stjórnarmyndun.
Kommúnistaleiðtoginn Enrico
Berlinguer sagði þó eftir tveggja
tíma fund með Craxi að þessi
afstaða kynni að verða endurskoð-
uð en það færi eftir framvindunni.
Þetta er túlkað þannig að afstaða
kommúnista hafi mildazt þar sem
þeir hafa harðlega neitað að
styðja kristilega demókratann
Giulio Andreotti.
uer vill
> stjórn
Craxi tókst ekki að tryggja sér
stuðning kristilegra demókrata í
viðræðum við þá í gær. Sandro
Pertino forseti fól Craxi
stjórnarmyndun fyrstum manna
úr öðrum flokki en Kristilega
demókrataflokknum eftir heims-
styrjöldina þegar tilraun Giulio
Andreottis forsætisráðherra til
myndunar samsteypustjórnar fór
út um þúfur.
Craxi ræddi einnig í dag við
sósíaldemókratann Pietro Longi
sem sagðist hlynntur samsteypu-
stjórn kristilegra demókrata, sós-
íalistaflokks hans sjálfs og lýð-
veldissinna. Lýðveldissinnar og
sósíaldemókratar eiga sæti í
stjórn Andreottis.
Khadafy bægt
frá Líbanon
' Beirút. 12. júlí. AP.
MÚHAMEÐSTRÚARMENN af
Shita-trúflokknum í Líbanon komu
í veg fyrir það í dag að líbýski
þjóðarleiðtoginn Moammar Khad-
afy kæmi í heimsókn og hleyptu af
vélbyssum og kveiktu í hjólbörðum
á götum Beirút til að leggja áherzlu
á mótmæli sfn.
Khadafy hefur verið á ferð um 10
Arabaríki og ætlaði að koma við í
Líbanon á leið sinni heim frá
Sýrlandi, en varð að hætta við það
og fór rakleiðis heim frá Damaskus.
Götuvígi voru reist í nokkrum
úthverfum Beirút og lýst var yfir
allsherjarverkfalli í Bekaa-héraði í
Austur-Líbanon þar sem Shítar eru í
meirihluta eins og víða annars
staðar í landinu. Leiðtogi þeirra
imaminn Mousa Al-Sadr, er náinn
trúnaðarvinur íranska byltingar-
leiðtogans Khomeini, en hans hefur
verið saknað síðan hann fór í
opinbera heimsókn til Líbýu í ágúst í
fyrra.
Shíta-leiðtoga í Líbanon og íran
grunar að Sadr sé fangi líbýsku
stjórnarinnar. Margir þeirra hafa
vísað á bug þeirri staðhæfingu
Líbýumanna að Sadr hafi farið frá
Líbýu í septemberbyrjun með flug-
vél sem ætlaði til Rómar.
Áður en Khadafy fór frá Damask-
us lofaði hann að útvega Sýrlending-
um herflugvélar í stað allra her-
flugvéla sem þeir misstu í loftbar-
dögum við ísraelsmenn. Hann sagði
að ráðgerðar væru sameiginlegar
aðgerðir Araba til að herða bannið á
Egypta og grafa undan friðarsamn-
jngi þeirra og ísraelsmanna.
Arabískur
réttarsigur
gegn Israel
Tel Aviv, 12. júlí. AP:
Hæstiréttur ísraels úrskurðaði
í dag að hætt yrði vinnu á stóru
svæði sem stjórn ísraels tók
eignarnámi á vesturbakka
Jórdanárinnar.
Þetta er sigur fyrir 13 arabíska
landeigendur í þorpinu Salfit sem
hafa reynt að stöðva eignarupp-
tökuna sem miðar að því að
stækka nálæga Gyðingabyggð,
Ariel.
I síðasta mánuði stöðvaði
Hæstiréttur vinnu í hinni um-
deildu byggð Elon Moreh á vestur-
bakkanum þar til sannað vaéri að
eignaupptaka arabísks lands væri
nauðsynleg öryggi ísraels. Dómur-
inn í dag byggir á sömu forsendu.
Keypti pels
og brenndi
London, 12. júlí, AP.
FAY Funnell húsmóðir
sparaði í f jóra mánuði til að
kaupa minkapels á sumarút-
sölu, stóð í biðröð í níu daga
til að fá hann og brenndi
hann á götu úti.
Vegfarendur í Oxford
Street horfðu á þetta furðu
lostnir, en frú Funnell, 36
ára, sagði fréttamanni: „Ég
er hæstánægð. Ég hata loð-
feldaiðnaðinn og grimmd
hans við dýr.“
Pelsinn hafði kostað 795
pund og fékkst á 79 pund á
útsölunni í Debenham’s
verzluninni þar sem hann var
einn eftirsóttasti varningur-
inn.
t&Cafttk.
LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7