Morgunblaðið - 13.07.1979, Side 18

Morgunblaðið - 13.07.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1979 Rússnesku skipin hafa fært sig norðar EINS og greint er frá í frétt á baksíðu blaðsins í dag kom flug- vél Landhelgisgæzlunnar að flota rússneskra kolmunnaskipa rétt Verzlunar- mannafélag Suðurnesja endurnýj- ar verkf alls- heimild VERZLUNARMANNAFÉLAG Suðurnesja hélt f gær almennan félagsfund þar sem rætt var um deilu þá er verzlunar- og skrif- stofufólk, sem starfar hjá Varn- arliðinu á Keflavfkurflugvelli hefur átt í vegna túlkunar Varn- arliðsins á niðurstöðum kjara- dóms um kjör verzlunarmanna. Samþykkti fundurinn að endur- nýja fyrri heimild til stjórnar féiagsins um boðun verkfalls skrifstofu- og verzlunarfólks hjá Varnarliðinu og var stjórninni falið að boða verkfall næstkom- andi mánudag með viku fyrir- vara, ef deilan hefði ekki verið leyst. En jafnframt hefur félagið boðað yfirvinnubann hjá Varn- arliðinu frá og með næstkomandi þriðjudegi. Valgarður Kristmundsson, for- maður Verzlunarmannafélagsins, sagði að kaupskrárnefnd ríkisins ynni að lausn máisins og það væri von hans að félagið þyrfti ekki að grípa til frekari aðgerða vegna þessarar deilu. Á fundinum hefði jafnframt verið rætt um valdsvið starfsmannastjóra Varnarliðsins en stjórn félagsins hefði rætt málefni félaga sinna við utanrík- isráðherra er hefði óskað eftir greinargerð frá félaginu um þessi mál. Hallgrímur Dalberg formaður kaupskrárnefndar ríkisins sagði nefndina vera að vinna að lausn þessarar deilu Varnarliðsins og Verzlunarmannafélagsins og væri gert ráð fyrir að niðurstaða nefnd- arinnar yrði birt fyrir helgina. Þetta verk væri tímafrekt, því að um væri að ræða að ákveða flokkun hvers og eins starfsmanns í launaflokk. við 200 mflna fiskveiðilögsögu íslands norð-austur af landinu í gær. Á kortinu sést hvar þessi floti var en samkvæmt radartaln- ingu voru 7 eða 8 skip innan 200 mflna markanna en milli 60 og 70 skip á litlu svæði utan við mörk- in. Rússnesku skipin sáust fyrst um síðustu helgi er Dalborgin, sem var að koma frá Noregi, sigldi í gegnum flotann, þar sem hann vai þá 300 mílur aust-norðaustur aí Langanesi. Á mánudag flugu vélar frá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugyelli yfir svæðið og töldu í radar milli 70 og 80 skip og voru þau þá á stað 67 gráður norður 5 gráður og 30 mín. vestur. í gær var flotinn sem í voru um 60 skip á stað 67 gráður 44 norður og 0,6 gráður 32 mínútur vestur og hefur flotinn því fært sig norðar sem svarar um 40 mílum og er nú eins og fyrr sagði við 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands. James Fox, Jane Fonda og Robert Redford f kvikmyndinni „Dæmdur saklaus“ Stjörnubíó: Þrjár stórstjörnur STJÖRNUBÍÓ hefur í dag sýningar á bandarísku kvik- myndinni „Dæmdur saklaus“, (The Chase). Framleiðandi er Sam Spiegei, leikstjóri er Arthur Penn en handritið er eftir Lilliam Hellman. í „Dæmdur saklaus“ leika þrjár stórstjörnur, þau Marlon Brando, Jane Fonda og Robert Redford. Bebber Reeves er ungur maður sem lendir í ýmiskonar klandri og er loks dæmdur í fengelsi. Hann er langt kominn með að afplána sök sína er honum býðst færi til að strjúka og stenst hann ekki freist- inguna. I sömu svifum og Bubber strýkur brýst annar maður út úr fangelsi og fremur morð. Afglöp Bubbers eru í fersku minni manna í heimaborg hans og eru ýmsir fljótir að slá því föstu að Bubber sé morðinginn. Skemmtiferðaskipið Func- hal úr leik fyrir íslendinga Sunna hættir vid Evrópusiglingu vegna olíuhækkana €> INNLENT Ferðaskrifstofan Sunna hefur hætt við hópferð með portúgalska skemmti- ferðaskipinu Funchal vegna gífurlegra hækkana á fargjaldi, en vegna olíu- hækkunar og 14% gengis- sigs hækkaði fargjaldið með skipinu um 400 þús. kr., þ.e. meðalgjald úr 650 þús. í 1 millj. og 50 þús. Funchal átti að sækja far- þegana til Reykjavíkur 12. ágúst. Sunna hefur nú samkvæmt upplýsingum Guðna Þórðarsonar boðið þeim 300 farþegum sem áttu pantað með skipinu að fá endurgreiddar inn- borganir á fargjaldinu, breyta pöntuninni í skemmtisiglingu með 18 þús. tonna skipi, Britanis, en Funchal er 12 þús. tonn, eða færa pöntunina yfir á aðrar ferðir Sunnu í sumar eða vetur. I greinargerð frá Sunnu segir að í september s.l. hafi ferðaskrif- stofan leitað eftir leigu á skemmtiferðaskipinu Funchal við útgerðaraðila þess í Portúgal. „Sá maður, sem hafði þá alfarið með leigu skipsins að gera hvatti til þess að skipið yrði leigt í gegnum sænskan aðila, Fritidsbus. En sænska fyrirtækið óskaði eftir því að leigusamningurinn yrði gerður við skipamiðlara í Aþenu, og var bráðabirgðasamkomulag um Ieigu skipsins undirritað þar í byrjun október. Var þá fengið leyfi yfir- valda til leigu skipsins. Einhverra hluta vegna dróst að fá endanlegan leigusamning í smáatriðum sendan undirritaðan af leigusala. í janúarlok kom grískur skipamiðlari og fulltrúi frá Fritidsbus með samninginn til undirritunar í Reykjavík. Þá höfðu verið gerðar ýmsar breyt- ingar á honum frá fyrra samkomulagi. Hafði Sunna þá samdægurs samband við útgerð skipsins í Lissabon. Varð þá ljóst Framkvæmdastjóri EFTA á íslandi: „Undirstaðahinnagóðu lífskjara á íslandi er mikill útflutningur” „íslenzkur þjóðarbúskapur er gott dæmi um, hvernig lítil þjóð, sem ekki á kost á að skapa sér breitt og fjölþætt atvinnulff vegna smæðar sinnar, getur samt sem áður skapað sér góð lffskdjör með því að sérhæfa sig í ákveðnum atvinnugreinum og selja afurðir þeirra utan í skipt- um fyrir vörur, sem aðrar þjóðir eru hæfari til að framleiða“, sagði Charles Mllller aðalfram- kvæmdastjóri EFTA, Frfverzlunarsamtaka Evrópu, í ræðu er hann flutti á hádegis- verðarfundi að Hótel Loftleiðum, sem haldinn var í tilefni veru MUllers hér á landinu um þessar mundir. Múltler sagði ennfremur að íslendingar flyttu út um 40 af hundraði þjóðarf ramleiðslunnar, sem væri nokkuð yfir meðaltali nágrannalandanna og þetta háa hlutfall útflutnings væri örugglega undirstaða hinna góðu lífskjara íslenzku þjóðarinnar. — „Því er það íslenzku þjóðinni mikilvægt að halda uppi sterkum viðskiptasamböndum við aðrar þjóðir, en í því samhengi má skoða inngöngu íslands í EFTA fyrir níu árum. Inogangan fól í sér hvatn- ingu til íslendinga að euka fjöl- breytni atvinnulífsins og hlut annarra veara en sjávarafurða í útflutningi", sagði Múller. Að sögn Múllers, er aðaltilefni komu hans hingað til lands að þessu sinni það, að islenzk stjórn- völd hafa forsæti í EFTA-ráðinu á síðara misseri þessa árs, en hann hefði það að venju að heimsækja stjórnvöld þess lands, sem væri í forsæti á hverjum tíma. Að síðustu fór Múller nokkrum orðum um stöðu EFTA í dag og framtíð samtakeanna. Hann minnti á, að við stofnum EFTA hafi leikið vafi á, hvaða framtíðar- stefnu samtökin ættu að taka, en þó hafi það verið ljóst frá upphafi, að stefnan hafi verið í átt til nánari samskiptea innan Evrópu. Til hádegisverðarfundarins var boðað af aðildarseamtökum þeim sem eiga fulltrúa í ráðgjafanefnd EFTA, þ.e. Atlþýðusambandi íslands, Félagi íslenzkra iðnrek- enda, Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga og Vinnuveitenda- sambandi íslands. að upp var komin deila milli Svíanna og griska skipamiðlarans annars vegar og útgerð skipsins hins vegar. Vildu Portúgalarnir, að Sunna leigði skipið beint af þeim án milligöngu Svíanna og gríska skipamiðlarans. I þessari deilu kom í ljós, að Svíarnir töldu sig hafa skipið á leigu til 18. ágúst, og lýstu sig ófúsa til að gefa það eftir. Þeir gerðu það að tillögu sinni, að Sunna leigði skipið af þeim fyrri viku ferðarinnar, en seinni vikuna beint af Portúgölunum. Portúgal- arnir mótmæltu þessu og sögðust hafa full tök á því að taka skipið af Svíunum á tilsettum tíma, Sunnu fannst því ráðlegast að eiga alla samninga við Portúgalana, enda um að ræða útgerð eiganda skipsins. Margir farþegar hafa fylgst með þessum hækkunarmöguleik- um á síðustu vikum vegna olíu- hækkana og gengissigs og af þeim ástæðum hafa fjölmargir af þeim liðlega 300 manns, sem bókaðir voru í skipið, breytt bókunum sínum í aðrar ferðir eða fengið endurgreitt, það sem þeir höfðu greitt inn á. Farþegum hefur því fækkað svo, að ekki er lengur grundvöllur fyrir leigu skipsins með þeim gífurlegu hækkunum, sem á hafa orðið, nema með því eina móti að þeir fáu farþegar, sem eftir eru yrðu þá að borga gífurlega hátt fargj>ald. Hins vegar hefur Sunna gert ráðstafanir fyrir þessa farþega, til þess að þeim gefist kostur á 15 Hafnarfjördur: daga siglingu um svipaðar slóðir og hefur pantað með 18.000 smá- lesta skemmtiferðaskipi ferð þar sem siglt er 1. sept. frá Amster- dam til Stokkhólms, Helsinki, Leningrad, Gdynia, Kaupmanna- hafnar, Óslóar, og Tilbury (Lond- on). Hefur tekist að fá þessa ferð frá Islandi á verði, sem er almennt ekkert hærra, en það verð sem upphaflega var áætlað á siglingu Funchal. Hefur öllum þeim, sem eftir voru bókaðir með Funchal nú nýlega verið skrifað og sent bréf um þetta mál.“ Frakkinn á ferðinni SEM kunnugt er úrskuröaði bæj- arfógetinn á fsafirði franska ferðamanninn, sem ók flugvél á flugstöðvarbygginguna á fsafirði, f farbann, en samkvæmt þvf má hann ferðast um fsland en ekki fara úr landi að sinni. Útiendinga- eftirlitið hefur eftirlit með þvf að Frakkinn haldi þetta bann og f gærmorgun barst því tilkynning frá Keflavfkurflugvelli um að Frakkinn væri staddur þar. Fór maður frá eftirlitinu til Keflavfkur og gaf Frakkinn þær skýringar á ferðum sfnum að hann hefði verið að fylgja vini sfnum. sem væri að fara utan, en kynni aðeins sitt móðurmál, spönsku, og hefði þurft að fá breytt farseðli. Sjálfur hefði hann ekki ætlað að fara úr landi. Flutti Útlendinga- eftirlitið manninn til Reykjavfkur og ftrekaði við hann þýðingu farbannsúrskurðarins. Vill meira af heitu vatni frá Reykjavík fyrir Setbergsland Á SÍÐASTA fundi borgarráðs var lagt fram erindi Hafnarfjarðarbæj- ar varðandi hitaveitulagnir í Set- bergslandi í Hafnarfirði. Var tillög- unni vísað til umsagnar hitaveitu- stjóra og sagði Albert Guðmundsson sem sæti á í borgarráði að erindi þetta fæli í sér ósk frá Hafnarfjarð- arbæ um að kaupa meira af heitu vatni til að hita megi upp hús f Setbergslandi í Hafnarfirði, en ekki hefði verið rætt um að selja heitt vatn á þetta svæði þegar samið var milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um sölu á heitu vatni. Albert sagði það einnig skoðun sína að þeir íbúar í Reykjavík, sem ekki nytu hitaveitu, t.d. við Elliðaárnar, ættu til þess fullan rétt, þeir hefðu greitt sín gjöld rétt eins og aðrir Reykvíkingar og ættu til þess fullan rétt að fá hitaveitu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.