Morgunblaðið - 01.08.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
Sigfúsi Björnssyni, eðlisfræðingi,
er hann var að læra á sama tíma
og ég í Seattle, sem var mín
heimaborg. Það var svo árið 1976
að ég ákvað að láta verða af því að
heimsækja landið með fjölskyldu
minni. Við vorum hér í vikutíma og
skoðum helzta nágrenni höfuð-
borgarinnar. Ég hreifst þá af
landinu og hafði áhuga á að koma
aftur og skoða mig betur um og
taka myndir.
Ég hafði því samband við Sigfús
vin minn. Þá kom fyrst fram sú
hugmynd að ég héidi hér mynda-
sýningu og smátölu um ferðir
mínar hjá Islenzka Alpaklúbbnum,
auk þess að halda jafnvel byrj-
endanámskeið í undirstöðuatriðum
fjallamennsku, og hingað er ég
kominn."
Aðspurður sagði Somner, að
hann væri á ferðinni mikinn hluta
„Fyrst og fremst ævintýramað-
ur, þótt fyigöngur hafi afltaf skip-
að veglegan sess í lífi mínu“
segir William
Q.Somner, heims-
þekktur fjallgöngu-
maður,sem nú dvelst
hér á landi og talar
og sýnir myndir á
kvöldvöku Islenzka
Alpaklúbbsins í
kvöld
„Ég er fyrst og fremst aevin-
týramaður, þó svo að fjallgöngur
hafi alltaf skipað veglegan sess í
lífi mínu," sagði hinn heims-
þekkti bandríski fjailgöngumað-
ur William Q. Somner í samtali
við Morgunblaðið. Somner er nú
staddur hér á landi og mun f
kvöld halda fyrirlestur og sýna
litskyggnur frá ýmsum ferðum
sfnum, þ.á m. ferð á K2 næsthæsta
fjall heims, 8611 m hátt, á kvöld-
vöku íslenzka Alpaklúbbsins, sem
verður á Hótel Borg.
Somner er þekktastur fyrir þátt-
töku sína í leiðangri Bandaríkja-
manna á fjallið K2, en þeir klifu
það á s.l. ári. Fjallið hafði þá
aðeins verið klifið tvívegis, af
ítölum 1954 og Japönum 1975, og
þykir eitt erfiðasta fjall uppgöngu.
Somner hefur ennfremur tekið
þátt í fjölmörgum smærri leið-
öngrum til Himalajafjalla, auk
þess að hafa klifið flesta helztu
tinda Bandaríkjanna.
Hingað kemur Somner beint frá
Sovétríkjunum og við spurðum
hann því fyrst hverra erinda hann
hefði verið þar. „Það sem réð því
að ég fór til Sovétríkjanna er fyrst
og fremst flökkueðlið og ævintýra-
þráin sem er svo sterk. Mig langaði
að kynnast fólkinu þar og skoða
náttúru landsins, auk þess sem ég
hafði auðvitað áhuga á aö klífa
einhverja tinda þar. Ég var þrjár
vikur í ferðinni, sem að mestu leyti
fór í að ferðast um Kákasusfjöllin
og endaði í Georgíuríki. I ferðinni
klifum við svo fjallið Elbrus, sem
að vísu er ekki mjög erfitt upp-
göngu, en mjög skemmtilegt frá
náttúrufræðilegu sjónarmiði. A
leiðinni er mjög fjölbreytt
gróðurlíf, sem ég hef hvergi séð
annars staðar á ferðum mínum um
heiminn."
Þá spurði ég Somner hvað hefði
rekið hann til íslands. „Upphaf-
legu kynni mín af landinu voru
þau, að ég kynntist vini mínum
ársins, sérstaklega væri hann ið-
inn við kolann um helgar, en auk
þess til þess að halda sér í enn
betra líkamlegu formi hlypi hann
um 3 kílómetra á dag. Ég spurði
hann því á hverju hann lifði,
einhverja peninga þyrfti hann til
að stunda þetta flakk. „Ég á góða
konu, sem sér um að vinna fyrir
mér,“ sagði Somner brosandi, „en
grínlaust þá rekum við smáfyrir-
tæki heima í Indes, en þar bý ég.
Við saumum legghlífar, tjöld og
annað þess háttar fyrir fjallmenn.
Til að mynda fór ég með tvö tjöld í
K2-leiðangurinn, sem ég hafði
sjálfur saumað.
Svo tek ég mikið af myndum í
þessum ferðum mínum, sem ég get
selt tímaritum og blöðum. I því
sambandi geri ég mér nokkrar
vonir með að geta selt tímaritinu
National Geography frásögn og
myndir frá Sovétríkjunum."
Hvað með önnur ritstörf? „Ég
hef verið frekar latur við að skrifa
um þessar ferðir, það hefur þó
komið fyrir að ég hafi skrifað
frásagnir sem gefnar hafa verið út,
og um þessar mundir er ég að ljúka
gerð kennslubókar um fjall-
mennsku í ís og snjó og vonast ég
til þess að koma henni út fyrir
næstu áramót," sagði Somner.
Hvað tekur svo næst við? „Ég
verð að drífa mig heim til að vinna
eitthvað upp í kostnað og ljúka við
gerð kennslohnkarinnar. Efst á
blaði er svo að reyna að kornast til
Kína á næsta ári, þá bæði til að
kynnast landi og þjóð og til þess að
klífa þar einhverja tinda, en það er
í fyrsta skipti í ár sem erlendum
fjallgöngumönnum er veitt heimild
til að klífa þarlend fjöll,“ sagði
William Q. Somner að síðustu.
K2, næst hæsta fjall heims, 8611 metra hátt. Somner tók þátt í
leiðangri Bandaríkjamanna þangað á síðasta ári.
SINDRA
Fyrirliggjandi í birgöastöð
plötujárn
STALHF
Þykktir frá 2—50 mm
ýmsar stæröir.
m.a. 1000x2000 mm
1500x3000 mm
1500x5000 mm
1500x6000 mm
1800x6000 mm
Borgartúni31 sími27222
Kreppir að hval-
iðnaði Japana
Tokyo. 30. júlí. Reuter.
„ÞRÁTT fyrir hina hörðu baráttu náttúruverndarmanna þá erum við
staðráðnir í að halda áfram hvalveiðum í lengstu lög," sagði í
tilkynningu sambands hvaliðnaðarins í Japan eftir niðurstöðu fundar
alþjóðahvalveiðiráðsins. Sambandið sagði, að Japanir myndu taka að
fullu þátt í 10 ára rannsóknaáætlun ráðsins á hvalstofnum.
Hvaliðnaður í Japan á nú mjög
í vök að verjast eftir að samþykkt
var að banna hvalveiðar á verk-
smiðjuskipum og bann var lagt á
hvalveiðum í Indlandshafi. Japan-
ir ásamt Sovétmönnum hafa veitt
34 af þeim hvölum, sem veiddir
hafa verið undanfarin ár. Þó
kemur bannið einkum niður á
Sovétmönnum er eingöngu gerðu
út á hvalveiðar frá verksmiðju-
skipum. Hvalveiðar Japana hafa
farið stöðugt minnkandi síðustu
20 árin. Fyrir um 20 árum vann
um ein milljón Japana á einn eða
annan hátt við hvalveiðar og
árlega var landað um 20 þúsund
hvölum. Þá voru gerð út mjög
mörg skip — 10 flotar — en nú er
aðeins einn floti eftir, og um 200
þúsund manns vinna við iðnaðinn.
Hvalkjötsát var snar þáttur í
mataræði Japana og fyrir um tíu
árum nam neysla hvalkjöts um
20% af kjötneyslu Japana. Japan-
ir hafa lengi neytt hvalkjöts og
þar til fyrir um 100 árum var það
trúaratriði í Japan að leggja sér
ekki til munns kjöt af ferfætling-
um.
Þrátt fyrir að það sjái fyrir
endann á hvalveiðum í þeirri
mynd sem þær hafa tíðkast lengi
þá voru niðurstöður fundarins í
London ekki með öllu andstæðar
Japönum. Hrefnukvóti Japana var
verulega aukinn. Þannig mega
Japanir nú veiða árlega 8102
hrefnur í Suður-íshafinu, sem er
fjölgun um tæplega tvö þúsund.
Japanir hafa einkum notað
hrefnukjöt til manneldis en afurð-
ir búrhvela hins vegar hafa eink-
um verið notaðar í efnaiðnaði
ýmisskonar.
Þá er ekki Ijóst til hvaða ráða
Sovétmenn grípa nú en ætli þeir
að halda áfram hvalveiðum, þá
verða þeir að setja upp landstöðv-
ar og fremur ólíklegt er talið að
Sovétmenn grípi til þess ráðs nú,
þar sem það virðist aðeins tíma-
spursmál hvenær hvalveiðar verða
algerlega bannaðar. Fari svo að
Sovétmenn hætti hvalveiðum
alveg þá þýðir það stærri búr-
hvalakóti í Norður-Kyrrahafi.
Japanir hafa verið undir þungri
pressu, einkum frá Bandaríkja-
mönnum, um að binda enda á
hvalveiðar. Á síðasta ári eyddi
samband hvaliðnaðarins í Japan
tæpri hálfri milljón dala í auglýs-
ingaherferð og svipuð tala er
áætluð í ár. Fyrir fundinn í
London bönnuðu Japanir innflutn-
ing hvalafurða frá þjóðum, sem
ekki eru í alþjóðahvalveiðiráðinu.
Þetta var til að friða verndunar-
menn en fyrir fundinn höfðu
Japanir einkum flutt inn hval-
afurðir frá S-Kóreu. Bannið kom
þó ekki að sök þar sem S-Kórea
gerðist aðili að alþjóðahvalveiði-
ráðinu fyrir fundinn í London.
Heimsmet!
Spýtti tæpa
tólf metra
Raleigh, 30. júlf -AP
JEFF nokkur Barber hefur
sett heimsmet í að hrækja.
Yfir fjögur þúsund manns sáu
kappann setja met sitt á móti í
Raleigh í Mississippi. Hann
gekk að marklfnunni, stóð
þar gleiðfættur, setti sig í
stellingar og hrækti síðan
11,86 metra.
Þar með setti hann heims-
met og sigraði í hrákakeppn-
inni. „Ég hef æft stíft,“ sagði
kappinn og „árangurinn þakka
ég því hvernig ég beiti bakinu,
sem ég hef æft mjög vel.“
Marlene nokkur Graham
sigraði í kvennaflokki — spýtti
5,09 metra. „Afi minn kenndi
mér undirstöðuatriðin," sagði
hún. Þau hlutu veglega bikara
að launum og vænan slurk af
munntóbaki.
Þetta gerðist 1. ágúst
1975 — Yfirlýsing um frið í
Evrópu samþykkt á öryggismála-
ráðstefnu Evrópu í Helsinki.
1968 — Rúmlega 300 fórust í
jarðskjálfta í Manila, Filipsseyj-
um.
1966 — Herbylting í Nígeríu.
1960 — Dahomey fær sjálfstæði.
1958 — Hússein konungur leysir
upp ríkjasamband Jórdaníu og
Iraks.
1950 — Leopold III leggur niður
völd í Belgíu og Baldvin prins
tekur við.
1944 — Uppreisnir brjótast út í
Varsjá.
1914 — Þjóðverjar segja Rússum
stríð á hendur — Frakkar hervæð-
ast og ítalir lýsa yfir hlutleysi —
Þjóðverjar semja við Tyrki í
Konstantínópel.
1904 — Japanir segja Kínverjum
stríð á hendur út af Kóreu.
1857 — Garibaldi stofnar ítölsk
þjóðernisfélög til að berjast fyrir
sameiningu Italíu undir forystu
Piedmont.
1834 — Þrælahald afnumið á
öllum brezkum yfirráðasvæðum.
1807 — Jerome Napoleon gerður
að konungi í Westfalen (lendum
Prússa fyrir vestan Saxelfi).
1798 — Orrustan við Níl: Nelson
gersigrar franskan flota við Abou-
kir og einangrar Napóleon frá
Evrópu.
1779 — Franskur floti nær yfir-
ráðum yfir Ermarsundi.
1714 — Georg Loðvík, kjörfursti
af Hannover, verður Georg I
Englandskonungur.
1664 — Tyrkir sigraðir við Raab í
Ungverjalandi.
1560 — Skozka þingið afnemur
lögsögu páfa, samþykkir kalvínska
trúarjátningu eftir Knox og stofn-
ar þar með skozku kirkjuna.
1502 — Kristófer Kólumbus geng-
ur á land þar sem nú er Honduras.
Afmæli — Herman Melville,
bandarískur rithöfundur
(1819—1891) — Richard Henry
Dana, bandarískur rithöfundur
(1815-1882).
Andlát — Hinrik III Frakkakon-
ungur 1589 — Anna Bretadrottn-
ing 1714 — Louis Blériot flugmað-
ur 1936.
Innlent — Stjórnarskrá tekur
gildi 1874 — Sérstakt ráðuneyti
stofnað fyrir ísland 1874 — Ásgeir
Ásgeirsson tekur við embætti
forseta 1952 — Kristján Eldjárn
1968 — Bændafundurinn gegn
símanum í Reykjavík 1905 — d.
Jón Espólín 1836 — Verksmiðju-
hús í Reykjavík boðin upp 1791 —
Reykjavíkurdeild bókmenntafé-
lagsins stofnuð 1816 — Hoppe
stiftamtmaður tekur við embætti
1824 — Lagaskóli tekur til starfa í
Reykjavík 1908 — Sundskáli vígð-
ur við Skerjafjörð 1909 — Opnað
talssamband við útlönd 1935 —
Fyrsti viðskiptasamriingur við
Rússa 1953 — Sjö vikna far-
mannaverkfalli lýkur 1957 —
Frakkar skjóta Dragon-eldflaug
við Vík í Mýrdal 1964 — f. Stefán
Stefánsson 1863 — Bjarni
Ásgeirsson ráðherra 1891 — Guð-
laugur Gíslason 1908.
Orð dagsins — Ef þú vilt ná
árangri skaltu hafa samráð við
þrjá öldunga — Kínverskur máls-
háttur.