Morgunblaðið - 01.08.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
23
Verzlunarráð Islands hvet-
ur fyrirtæki til að kæra
álagningu fasteignaskatta
- Telur þá vera frádráttarbæra
VERZLUNARRÁÐ íslands hefur
hvatt fyrirtæki, sem greiða 1,4%
skatt af fasteignamati verzlunar-
og skrifstofuhúsnæðis, til að
kæra skattlagningu þessa til
skattstjóra og síðan ríkisskatta-
nefndar, þar sem ekki hafi verið
tekið tillit til þess að þessi skatt-
ur er að mati Verzlunarráðs
frádráttarbær til tekju- og eigna-
skatts vegna tekna og eigna á
árinu 1978.
Hjalti Geir Kristjánsson for-
maður Verzlunarráös íslands
sagði í samtali við Mbl. að hér
væri um mikið hagsmunarmál að
ræða, sem talið hefði verið rétt að
benda forráðamönnum fyrir-
tækja á m.a. þar sem t.d. endur-
skoðendur hefðu ekki áttað sig á
að skatt þennan ætti að telja
frádráttarbæran, og sagði hann
að þarna gæti numið töluverðum
fjárhæðum. Segir verzlunarráðið
m.a. svo um mál þetta:
Að mati Verzlunarráðs telst
þessi sérstaki skattur til frádrátt-
ar til tekju- og eignaskatts vegna
tekna og eigna á árinu 1978, þar
sem skatturinn hefur myndað
skuld hjá eigendum þessara fast-
eigna í árslok 1978. Þessi skoðun
Verzlunarráðsins byggir á 11. gr.
A lið og 22. gr. B lið í lögum nr.
68/1971 um tekju- og eignarskatt.
Er þessi sérstaki skattur þar með
lagður að jöfnu við aðstöðugjald,
landsútsvar, launaskatt og trygg-
ingagjöld, sem eru frádráttarbær
á því tekjuári, er þau myndast,
sem er almenn regla, enda er
sérstaklega tekið fram í 12. gr.
laganna um tekju- og eignarskatt
(nr. 68/1971), að um eignarskatt
gildi sú sérregla, að einungis sá
eignarskattur félaga, sem greidd-
ur hefur verið á árinu sé frádrátt-
arbær.
Við útkomu skattskrár hefur
komið í ljós, að skattyfirvöld hafa
ekki heimilað, að þessi sérstaki
skattur væri frádráttarbær á
árinu 1978. Þar sem hér er um
töluverðar fjárhæðir að ræða, t.d.
allt að 712.000 króna hækkun
tekju- og eignarskatts af 100
milljóna króna fasteign og um-
deilt vafaatriði, vill Verzlunarráð-
ið hvetja þá aðila, sem gert er að
greiða þennan sérstaka 1,4% skatt
að kæra þessa málsmeðferð til
skattstjóra og síðan ríkisskatta-
nefndar.
Kæruna má byggja á þeim
röksemdum, er hér koma fram og
giidir einu hvort skatturinn hefur
verið færður til gjalda eður ei.
Kærufrestur til skattstjóra er 14
dagar frá því, er skattskrá var
lögð fram. Kærufrestur til ríkis-
skattanefndar er hins vegar 21
dagur frá uppkvaðningu úrskurð-
ar skattstjóra, þeir eigi að úr-
skurða kærur innan tveggja
mánaða frá lokum 14 daga kæru-
frestsins. Loks má geta þess, að sé
fasteign að 75% rúmmáls notuð til
annarra starfsemi en verzlunar-
og skrifstofurekstrar (t.d sem
vörugeymsla eða til iðnaðar) er
hún öll undanþegin skattskyld-
unni. í greinargerð frumverpsins
um þennan 1,4% skatt, var til þess
ætlast, að fyrning fasteignar
ákvarðaði skattskyldu, en verk-
smiðju-, verkstæðis- og vöru-
geymsluhús bera tvöfalt hærri
fyrningu en verzlunar- og skrif-
stofuhúsnæði (Reglugerð nr.
257/1974). Skattyfirvöld virðast
hins vegar hafa skattlagt vöru-
geymslur, jafnvel þótt þær væru
sjálfstætt húsnæði. Því er einnig
nauðsynlegt að kæra þennan hluta
skattlagningarinnar til niðurfell-
ingar í viðkomandi tilvikum.
P0LAR M0HR
■ 1
Útvegum þessar heimsþekktu pappírs-
skurðarvélar beint frá verksmiðju.
Sturlaugur Jónsson, & Co s.f.
Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680.
símanúmer
RlTSTJÍRi og
SKR1FST0FUR:
10100
UGLYSINGAR:
22480
ft* ÖÍIlöllvlilli
83033
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl Al'CLYSIR l'.M ALLT I.AND ÞEGAR
Þl Al (iI.YSIR I MORCIMILADIM'
Hvers vegna
fótlaga skór?
í fótlagaskóm fá tærnar eölilegt rými til aö gegna
hlutverki sínu. Þaö dregur úr hættu á tábergssigi og
ilsigi. Svo líöur okkur best í skóm meö sama laqi oq
fæturnir.
Pilar skórnir eru meö fótlagi, úr góöu skinni og meö
ekta leðurbindisóla. Auk sterkra hrágúmísóla. Tvær
vinsælar geröir.
Teg:3416
í lit natur.
verð frá 19-23 kr. 7.785-
verð frá 24-27 kr. 8.269,-
verð frá 28-30 kr. 8.865-
veróffá 31-33 kr. 9.590.-
verð frá 34-39 kr. 10.800.-
ATH:
Skórnir eru stórir í
númeri.
Teg:3367
í litum natur og rautt
Póstsendum samdægurs
Domus Medica
Sími 18519
Af hverju VE
ASEA mótorar eru sterkir og
endingargóðir.
ASEA mótorar þola erfiðar
aðstæður.
ASEA mótorar eru 15—20% létt-
51 Sundaborg
Hr. Simi 84000 - 104 ReyKtavlk