Morgunblaðið - 01.08.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
• borvaldur Ásgeirsson golfkennari, eini íslenski atvinnumaðurinn í
golfi. í baksýn má sjá golfsett frá John Lettersfyrirtækinu, það eina
sem til er þessarar tegundar hér á landi. Ljósmynd.RAX.
Útimót í
körfu
Körfuknattleikssambandið
gengst í ár fyrir útimóti í körfu-
knattleik. Mótið verður haldið í
Njarðvík 17. —19. ágúst n.k.
UMFN hefur tekið að sér fram-
kvæmd mótsins fyrir sambandið.
Útimótið er nýjung í starfi
KKÍ. Með því að hefja keppni í
körfubolta utanhúss viljum við
fyrst og fremst leggja áherslu á
að hann er íþrótt sem auðvelt er
að stunda allt árið um kring.
Mörg af bestu körfuknattleiks-
liðum okkar taka sér sífellt
styttri sumarfrí. Keppnin í úr-
valsdeild er hörð og á miklu ríður
að liðin séu í fullri þjálfun frá
upphafi keppnistfmabils.
Einstök félög eru jafnvel farin
að leita eftir þátttöku f mótum
utan iandsteinanna á haustin til
að vanda enn betur undirbúning-
inn.
bátttaka f útimóti á þessum
tfma getur þvf vonandi orðið
liður f undirbúningi félagslið-
anna fyrir veturinn.
Tilkynningum um þátttöku
óskast skilað til Gunnars bor-
varðssonar, Holtsgötu 27,
Ytri-Njarðvík, s. 92/3073, eða
skrifstofu KKÍ, íþróttamiðstöð-
inni í Laugardai.
• Hugi S. Harðarson Selfossi setti nýtt lslandsmet f baksundi.
Bjarni vann besta afrekið
Huai setti islandsmet
Sundmeistaramóti Islands
• Bjarni Björnsson sigraði f fjórum greinum á sundmeistaramótinu.
Her sést hann fyrir miðju taka á móti verðlaunum.
Ljósmynd Guðjón B.
MEISTARAMÓT íslands í sundi
fór fram um sfðustu helgi f
sundlauginni f Laugardal. Held-
ur var hljótt um mótið og for-
ráðamenn þess iétu ekki einu
sinni fjölmiðla vita um að það
ætti að fara fram. bað er varla
nema von að deyfð sé yfir sund-
fþróttinni ef svona er á málum
haldið.
Árangur á mótinu var í heild
frekar slakur. Eitt íslandsmet
var þó sett. Hugi S. Harðarson
frá Selfossi bætti met sitt í 200 m
baksundi og synti á 2,20,1 mfn.
Ólafur Einarsson, Ægi, setti
unglingamet f 400 m fjórsundi og
800 m skriðsundi.
Besta afrek mótsins vann
Bjarni Björnsson, Ægi, er hann
synti 400 metra skriðsund á
4,25,4 mfn. og hlaut hann Páls-
Þorvaldur með samning
við John Letters
bORVALDUR Ásgeirsson golf-
kennari gerði fyrir skömmu
samning við skoska golfvörufyr-
irtækið John Letters og umboðs-
menn þess her á landi, Tak h/f.
Er þessi samningur að mörgu
leyti athyglisverður. borvaldur
er annar atvinnumaðurinn f golfi
á Norðurlöndum sem gerir slfkan
samning við hið skoska fyrir-
tæki, en þeir hafa um 200 at-
vinnumenn á samningum úti um
allan heim á sfnum snærum. bað
er þvf mikil viðurkenning sem
felst f þvf að komast á samning
hjá fyrirtækinu.
Samningur Þorvalds við fyrir-
tækið gildir í tvö ár og fær
Þorvaldur ákveðna þóknun árlega
auk þess sem Letters-fyrirtækið
útvegar honum golfkylfur og ann-
að tilheyrandi golfi af bestu teg-
und. Hann mun þess í stað auglýsa
vöruna. Margir frægir golfleikar-
ar eru á samningi hjá John Lett-
ers-fyrirtækinu en þeirra frægast-
ur mun þó vera bandaríski golf-
leikarinn Lee Trevino, og þess má
geta, að nafn hans er á öllum
kylfum sem framleiddar eru hjá
fyrirtækinu. Einkaumboð Letters
hér á landi, Tak h/f, hefur gefið
öllum íslenskum kylfingum, sem
farið hafa holu í höggi á mótti,
pútter, og hefur gefið 15 mönnum
síðan árið 1975.
Þorvaldur Ásgeirsson er á
samningi hjá GSÍ sem farkennari
sambandsins. í sumar hefur hann
kennt golf á sjö stöðum á landinu
og verið með alls 254 nemendur,
þar af eru 128 nýliðar. Vinsældir
golfíþróttarinnar eru alls staðar
að aukast. —þr.
bikarinn fyrir afrekið. Bjarni
sigraði í fjórum greinum á mót-
inu. Ingólfur Gissurarson frá
Akranesi sigraði í þremur grein-
um og Hugi Harðarson í tveimur
greinum.
Úrslit í meistaramóti ís-
lands í sundi:
íslandsmeistarar í einstök-
um greinum urðu:
1500 m skriðsund karla:
Bjarni Björnss. Ægi, 17.22,7 mín.
800 m skriðsund kvenna:
Ólöf Sigurðard. Self., 10.04,4 mín.
400 m bringusund karla:
Ingólfur Gissurars. ÍA, 5.38,0 mín.
400 m fjórsund karla:
Ingólfur Gissurars. í A, 5.11,5 mín.
100 m flugsund kvenna:
Margrét Sigurðard. UBK, 1.13,4
mín.
200 m baksund karla:
Hugi Harðarson 2.20,1 mín., ísl.m
400 m skriðsund kvenna:
Ólöf Sigurðard. Self., 2.44,5 mín.
200 m bringusund karla:
Ingólfur Gissurars. ÍA, 2.44,5 mín.
100 m bringusund kvenna:
Margrét Sigurðard. 1.27,4 mín.
100 m skriðsund karla:
Bjarni Björnsson, Ægi, 56,7 sek.
100 m baksund kvenna:
Margrét Sigurðard. UBK, 1.19,1
mín.
200 m flugsund karla:
Bjarni Björnsson, Ægi, 2.44,0 mín.
4x100 m skriðsund kvenna:
A-sveit Ægis 4.44,4 mín.
4x100 m fjórsund karla:
Sveit Ægis 4.33,2 mín.
400 m fjórsund kvenna:
Ólöf Sigurðard. Self., 5.45,7 mín.
100 m flugsund karla:
Brynjólfur Björnsson 1.05,7 mín.
200 m baksund kvenna:
Anna Jónsd. Ægi, 2.51,9 mín.
400 m skriðsund karla:
Bjarni Björnsson, Ægi, 4.25,4 mín.
200 m bringusund kvenna:
Elín Unnarsd. Ægi, 3.08,2 mín.
100 m bringusund karla:
Ari Haraldsson, KR, 1.15,7 mín.
100 m skriðsund kvenna:
Ólöf Sigurðard. Self., 1.07,8 mín.
100 m baksund karla:
Hugi S. Harðars. Self., 1.06,4 mín.
200 m flugsund kvenna:
Anna Gunnarsd. Ægi, 2.49,6 mín.
4x200 m skriðsund karla:
Sveit Ægis 9.20,0 mín.
4x100 m fjórsund kvenna:
A-sveit Ægis 5.18,7 mín.
- ÞR.
Brynjolfur
bætir
BRYNJÓLFUR Hilmarsson.
hinn ungi og efnilegi millivega-
lengdahlaupari úr UÍA, er býr í
Gautaborg í Svíþjóð. náði um
helgina sínum langbezta árangri
í 800 metra hlaupi. Hljóp Brynj-
ólfur á 1:57,3 mínútum og bætti
sinn fyrri árangur því um fimm
sekúndur. Brynjólfur hefur stór-
bætt sig á öllum vegalengdum í
sumar, og eflaust lætur hann
ekki hér við sitja, heldur bætir
sig enn meir. Brynjólfur keppir
með unglingalandsliðinu í frjáls-
íþróttum í Ósló um helgina.
Lilja Guðmundsdóttir IR, sem
sig
einnig dvelst í Svíþjóð, náði sínum
bezta árangri í 800 m í ár miðviku-
daginn fyrir Kalott-keppnina, en
þá hljóp hún á 2:10,6 mínútum á
móti í Gautaborg og sigraði með
yfirburðum. Guðrún Sveinsdóttir
UÍA tók einnig þátt í hlaupinu og
varð fjórða á rúmlega 2:20 mínút-
um. Á sama móti setti Brynjólfur
nýtt íslenzkt drengjamet í 1,500
metra hlaupi, 4:00,9 mínútur, eins
og komið hefur fram í Mbl.
Friðisar (bróttir
Kðrfuknaltlelkur