Morgunblaðið - 01.08.1979, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
MORöJfv-
WAttlNU
Bókin Verið haminKjusöm í
hjónahandinu er því miður upp-
seld. en éj? vil benda yður á aðra
bók, sem á vaxandi vinsæidum
að fajtna oj{ hcitir Sjálfsvörn.
Með tilliti til þess að ég er
orðinn hærri en þú og meiri
jaki, vænti ég þess að þú hafir
ekkert við það að athuga. þó ég
hafi bflinn í kvöld?
Meðan ég skrepp upp í háskóla,
til þess að segja þeim að ég
komi að vörmu spori, getið þér
sápað mig!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sum spil eru erfið eins og
gengur en um leið eru önnur
auðveldari. Og þessi auðveldari
spil geta verið svo einföid, að
vinningsleiðin iiggur alls ekki í
augum uppi.
Norður
S. 963
H. KD5
T. ÁK4
L. Á942
Suður
S. KG10875
H. G6
T. D82
I. K8
COSPER
Sjávarútvegssýning
og norrænt samstarf
Á þessum tímum þegar sam-
vinna Norðurlanda er efst á baugi
hefur mér dottið í hug að opnuð
verði sjávarútvegssýning hér á
landi, sem öll Norðurlöndin væru
aðilar að.
Sjávarútvegssýning var haldin
hér í borg fyrir allmörgum árum.
Sýningin var vel sótt og þar komu
fram margar nýjungar á sviði
sjávarútvegs.
Ef sjávarútvegssýning yrði
haldin nú, þá væri það ábyggilega
spor í rétta átt í samvinnu Norð-
urlanda á sviði sjávarútvegs. Að
sjálfsögðu yrðu aflakóngar og
aðrir áhugamenn um sjávarútvega
hafðir með í ráðum.
Ég hefi talað við arkitekta og
fagmenn í fiskiðnaði sem telja að
slík sýning væri vel framkvæman-
leg hér á landi. Að sjálfsögðu
þyrftu ríkistjórnir Íslands og ann-
arra Norðurlanda að standa að
baki forráðamanna slíkrar sýn-
ingar.
Ég er viss um að ef vel tekst til
með slíka sjávarútvegssýningu
væri það landsins sómi.
„Nú, það er
góða veðrið“
Nú þegar sólin lætur svo lítið að
skína og veðráttan er góð, þá fer
Suður er sagnhafi í fjórum
spöðum en austur og vestur hafa
alltaf sagt pass. Útspilið er tíg-
ulsjö og hvernig er nú best að
haga úrspilinu?
Þetta virðist einfalt. Tapslag-
irnir virðast vera einn á hjarta og
í mesta lagi tveir á tromp. Og flest
okkar munu umhugsunarlítið taka
útspilið í blindum og fara síðan í
trompið til að ná þeim sem fyrst
af höndum andstæðinganna.
Eða hvað. Er þetta ekki heldur
auðvelt?
Jú, hættan er, að vestur hafi
spilað út frá tvíspili í tíglinum.
Spil hans gætu til dæmis verið
Kpccn lílf'
S. ÁD2, H. 10843, T. 73 L. G763
Hann mun þatspila aftur tígli
þegar hann fær fyrri trompslag-
inn og spiia síðan austri inn á
hjartaás og fá fjórða slag varnar-
innar með trompun þegar austur
spilar tígli til baka.
Hvernig má ráða við þetta?
Ósköp einfalt. Bara að losna við
einn tígulinn af hendi í hjarta
áður en trompunum er spiiað. Við
spilum því lágu hjarta að gosan-
um, aftur hjarta og austur má fá á
ásinn meðan vestur á enn til tígul.
Með því tökum við innkomuna af
hættulegu hendinni nógu snemma.
^ -j- • 1 1 a ^ Eftir Evelvn Anthony
__Lausnargjald 1 Persiu
garAinn. bar getur þú tekið til
óspilitra málanna.
Barnfóstran stikaði áfram.
Það kældi skapsmunina að
finna andvarann á andlitinu.
Hún ýtti kerrunni á undan sér
og stefndi í áttina að St. James
garðinum. Þetta var eftirlæt-
isstaðurinn hennar. Hún horfði
geðiilskulega í ftina til Buck-
ingham hallar þar sem fjöldi
manna var úti fyrir. Hver
heilvita maður vissi að drottn-
ingin var þar ekki um þessar
mundir svo að hún skildi ekki
hvað fólkið var að vilja þarna.
Barnið í kerrunni skynjaði
skapstyggð hennar og spurði
ekki spurninga þvi að það vissi
að önugleg svör ein fengjust.
Litla stúlkan hélt á plastpoka
með brauði því að ætlunin var
að gefa fuglunum f garðinum
að venju.
Hún fann auðan bekk og
settist niður, hún fann þreytu-
merki í fótunum eftir gönguna.
— Fóstra, sagði Lucy Field
— úr kerrunni?
— Eftir smástund, sagði
hún. — Bíddu aðeins. Vertu
góða barnið.
Hún trúði því varla sem hafði
gerzt. Hún hafði farið á fund
frú Field og hafði ætlað sér að
gera henni ljóst í «itt skipti
fyrir öll hver staða hennar væri
og hún hafði búizt við skilyrð-
islausri uppgjöf. Hún gat
hreinlega ekki þolað að mæður
væru ailtaf að koma og vekja
börnin á öllum tímum sólar-
hrings og henni fannst að frúin
hefði mft sýna meiri tillitssemi.
Henni hafði ekki verið gefið
tækifæri til þess að segja neitt
af þvi' sem hún hafði í undirbún-
ingi- Henni var sagt upp störf-
um frá og með næsta degi og
sagt kurteislega að frú Field
væri að fara á burt með barnið
og hún skyodi sjálf flytja dag-
inn eftir og fengi mánaðar-
kaup. Hún var að rifja upp
samtal þeirra og fannst súrt í
broti hvernig útreið hún hafði
fengið. Stúlkan litla beið hnfpin
í kerrunni og beið eftir því að
fóstran lyíti henni upp.
— En hvað þetta er fallegt
barn, heyrði hún konurödd
segja.
Fóstran hrökk við og leit til
hliðar. Hún hafði ekki veitt því
athygli að nokkur hefði nálg-
ast. Að öðru óbreyttu hafði hún
gaman af því að skrafa við fólk
og hún var stolt af því þegar
dðast var að Lucy. Stúlkan var
ung og talaði með erlendum
hreim. Hún var smekklega og
vel klædd og hún brosti til
hennar.
— Svo lagleg, endurtók hún.
— Eruð þér fóstran hennar?
— Já, sagði konan. Reiðin
ólgaði í henni. Að vera rekin út
af heimilinu ... aldrei hafði
hún sætt annarri eins meðferð.
— Þér getið verið stoltar af
henni. Hvað er hún gömui?
— Þriggja ára, sagði hún. —
ég hef annast hana frá því að
hún faddist. Svona komdu til
fóstru vina, þú mátt hlaupa um,
en farðu ekki of nálægt vatn-
inu.
Hún lyfti barninu upp og
strauk niður kápu hennar.
— Leiktu þér í grenndinni
vinan, þar sem ég sé til þín.
Sýndu konunni bangsann þinn.
Madeleine Labouchere hélt
stund á bangsanum. Hún brosti
blfðlega til litlu stúlkunnar sem
brosti á móti. Hún var lítil eftir
aldri, föl í andliti og pasturslftil
að sjá.
— Hún er indælis barn,
sagði fóstran og fann að tárin
voru að koma fram í augu
hennar. Hún vissi hún myndi
sakna Lucy. Og hússins...
þetta var langsamlega glæsileg-
asta heimili sem hún hafði
nokkurn tfma búið á. Hún tók
upp vasaklút og snýtti sér.
— Ekki veit ég hvernig hún
fer að án mín. Ég hef verið
henni eina móðirin sem hún
hcfur átt. veslingurinn litli.
— 0 hamingjan góða, sagði
Madeleine. — Eruð þér að fara
frá þeim?