Morgunblaðið - 01.08.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
31
r,
Sigrar Coe
tvöfatt i
Moskvu 1980?
MESTA míluhlaup til þessa dags íór íram á hinum íræga
írjálsíþróttaleikvangi í Osló, Bislett- leikvanginum, þriðjudaginn 17.
júlí síðastliðinn. Brezki hlauparinn Sebastian Coe sigraði í hlaupinu á
nýju heimsmeti, 3:49,0 mínútum, og sá ágæti árangur 3:55,3 mínútur
dugði aðeins til tíunda sætis. Coe setti heimsmet í 800 metra hlaupi á
sama velli 12 dögum áður og bætti þá fyrrverandi met Kúbumannsins
Alberto Juantorena um heila sekúndu, en mörgum þykir muna um
minna. Met Coe’s í mílunni var 33 heimsmetið í frjálsíþróttum sem sett
var á Bislett. Fyrrverandi heimsmethafi í mílunni, Nýsjálendingurinn
John Walker varð sjötti í hlaupinu á frábærum tíma, 3:52,9 mínútum,
en met hans var 3:49,4 minútur og er hann setti það met varð hann
fyrsti maðurinn til að hlaupa míluna undir 3:50 mínútum. En hver er
þessi Sebastian Coe.
Sebastian Coe er tæplega 23 ára
Breti, fæddur í septemberlok árið
1956 í London, en fluttist snemma
til stálbæjarins Sheffield en faðir
hans starfar þar hjá verksmiðju
er framleiðir silfurmuni. Coe út-
skrifaðist í sumar með B.A. próf í
hagfræði frá háskólanum í Lough-
borough, en maðal skólabræðra
hans þar og félaga var Vilmundur
Vilhjálmsson spretthlaupari, sem
einnig brautskráðist frá þeim
skóla í sumar. Peter Coe, faðir
Sebastians, hefur verið þjálfari
hans frá upphafi og segir Coe að
samband þeirra hafi verið alla tíð
gott, þótt venjulega þyki það ekki
góðri lukku að stýra að feður
þjálfi afsprengi sín.
„Faðir minn hefur aldrei verið
of kappsfullur. Marga foreldra
dreymir um að börn þeirra slái í
gegn og ofgera þeim þar af leið-
andi, en það þekki ég ekki af eigin
raun. Við höfum byggt upp í
rökréttu framhaldi, ár frá ári,“
sagði Seb, eins og hann er gjarnar
kallaður skömmu eftir heimsmet-
ið í mílunni.
„Ég gerði mér það ljóst, er Seb
var 13 ára gamall, að hann ætti
eftir að setja heimsmet í milli-
vegalengdahlaupum. Drengurinn
sýndi þá þegar ótrúlega hæfileika.
Það var aðeins spurning hvort
tækist, og hvernig væri bezt, að
vinna úr hæfileikum hans, „lét
Peter Coe ummælt á dögunum.
Peter sagði að styrk sinn hefði Seb
fyrst og fremst fengið með
æfingahlaupum í brekkum og
hæðum í nágrenni heimilis síns,
en nóg væri af slíkum aðstæðum í
dölum Jórvíkurskíris.
Ekki var Coe sérstaklega sigur-
sæll á fyrstu árum sínum á
hlaupabrautinni. Efnilegur þótti
hann þó er hann hljóp 800 metra á
1:56 mínútum og 1,500 m á 3:55 17
ára gamall.Árið eftir héldu
meiðsli Seb þó að miklu leyti frá
æfingum. En er hann var á 19.
aldursári, þ.e. sumarið 1975 fór
gæfan að snúast við honum. Hlaut
hann þá bronz-verðlaun í 1,500
metra hlaupi á Evrópumeistara-
móti unglinga. Allt frá því móti
hefur hann verið mjög sigursæll
og bætt árangur sinn ár frá ári.
Eftir unglingameistaramótið ein-
beitti hann sér þó fyrst og fremst
að 800 metra hlaupi.
Á Evrópumeistaramótinu í
Prag á síðasta ári varð Coe í
þriðja aæti í 800 metra hlaupi. „Ég
varð fyrir áfalli í Prag. Þangað fór
ég til að sigra, en ég fór aðeins of
geist af stað og kom það mér í koll
á síðustu 100 metrunum er tveir
andstæðinganna fóru fram úr,“
sagði Coe eitt sinn í viðtali. Hann
hljóp fyrri 400 metrana undir 50
sekúndum og kom í mark á 1:44,8
mínútum. Seinna það sumar hljóp
hann á 1:44,0 mínútum og setti
nýtt brezkt met, og aðeins sigur-
tími Austur-þjóðverjans Olafs
Beyer frá Evrópumótinu, 1:43,8
mínútur, var betri í himinum það
ár. Er Coe setti heimsmetið í 800 í
Osló á dögunum hljóp hann fyrstu
400 metrana á 50,8 sekúndum ( þá
seinni á 51,6) og segir hann það
hafa hentað séð vel, því hann gat
þá hlaupið af krafti alla leiðina í
gegn í stað þess að hann slakaði
talsvert á á síðustu metrunum í
Prag vegna byrjunarhraðans þar.
Hyggur á lengri
hlaup
„Takmarkið var að byggja upp
sem mestan hraða," sagði Seb er
hann var spurður af hverju hann
hefði einbeitt sér að 800 metra
hlaupi.
„Með því að tileinka mér sem
mestan hraða var ég að leggja
grunninn að framtíðinni. Nú virð-
ist sem þessi grunnur sé sem næst
fullbyggður, en ég taldi hann
nauðsynlegan vegna keppna í
l,5oo metrum og lengri hlaupum í
framtíðinni". Óhætt er að segja að
• Sebastian Coe ásamt föður sínum.
Ljósm.:ÞR.
Coe búi yfir góðum hægileikum til
að leggja fyrir sig lengri hlaup en
800 metra, því fjórum dögum áður
en hann setti heimsmetið í míl-
unni varð hann í öðru sæti í 400
metra hlaupi á opna brezka meist-
aramótinu, fyrstur allra Breta, á
46,87 sekúndum.
Coe er hvorki hár í lofti, né
sterklega byggður. Hann er aðeins
1,76 metrar á hæð og vegur 56
kílógrömm og er því talsvert
frábrugðinn Alberto Juantorena
og John Walker í útliti. Coe þykir
af mörgum hinn fullkomni 800
metra hlaupari. Þegar hann
hleypur eftir brautinni er eins og
það valdi honum ekki miklum
erfiðleikum að hlaupa á frábærum
tímum. Limaburður hans þykir
hreint frábær, en sjálfur hefur
Coe sagt að það sé æfingunum
fyrst og fremst að þakka hversu
langt hann hefur náð. Árangur
hans í ár væri rökrétt framhald af
æfingum undanfarinna ára. Sjálf-
ur segist Seb ekki hlaupa nema
um 80 kílómetra að jafnaði á viku,
útfærsla æfinganna, sem hafa
einkennst af miklum hlaupshraða,
hafi skipt hann öllu meira máli en
mikið magn kílómetra.
Kom til að sigra
Coe sagði eftir heimsmetshlaup-
ið í mílunni að hlaupið hefði ekki
verið eins erfitt og hann átti von
á. „Ég bjóst við að ég mundi
springa í keppni við þá góðu
hlaupara sem þarna voru saman
komnir. En takmark mitt var að
haida mig sem næst þeim sem
fremst fór og færa mér sprett
minn í nyt í lokin ef ég yrði í
fremstu röð á síðasta hring. Hing-
að kom ég ekki til að setja met,
heldur fyrst og fremst til að sigra,
og hlaupið fannst mér ekki erfitt.
Það kom mér í raun og veru á
óvart hversu létt það var,“ sagði
Coe. Hann bætti því við að hvergi
í heimi væri betra að hlaupa en á
Bislett, völlurinn væri sérlega
góður og áhorfendur hefðu skapað
stemmningu sem ætti sér enga
líka. Bezti árangur Coe’s á vega-
lengdinni fyrir methlaupið var
3:57,7 mínútur, en á þeim tíma
hljóp Coe er hann sigraði Gilbert
Bayi fyrrum heimsmethafa í mílu-
hlaupi og núverandi methafa í
1,500 metra hlaupi, á móti í
Lundúnum fyrir tveimur árum. Og
tekinn var opinber tími er Coe
hljóp fram hjá 1,500 metra mark-
inu í methlaupinu og fékk hann
þar tímann 3:32,8 mínútur, sem er
nýtt Evrópumet. Fyrra metið átti
Frakkinn Jazy og var það 3:34,0
mínútur. Jón Diðriksson, ís-
landsmethafi í millivegalengda-
hlaupum, var meðal áhorfenda á
Bislett er Coe setti metið í míl-
unni. Jón trúði á sigur Coe’s og tók
millitíma hans í hlaupinu. Fyrstu
400 hljóp Coe á 53,6 sekúndum,
framhjá 800 metra markjnu hljóp
hann á 1:53,1 mínútu og er hringur
var eftir var tíminn 2:50,8 mínútur
og stefndi þá allt í heimsmet, en
síðasta hringinn hefur Coe því
hlaupið á 58,2 sekúndum.
í skugga Ovetts
Seb Coe hefur undanfarin ár
verið í skugga enn frægari landa
síns, hins frábæra hlaupara Steve
Ovett’s. Þremur dögum fyrir met-
hlaupið í Osló sagðist Ovett ekki
ætla að vera með, væri orðinn
leiður á að eltast við hlaupara út
um allar jarðir, þeir gætu komið
og átt kappi við hann í Englandi.
Sá er sigraði í Osló færi ekki nema
með hálfan sigur af hólmi þar sem
sig vantaði, en fáir bera á móti því
að Ovett hafi verið í öðrum flokki
en allir aðrir hlauparar síðustu
2—3 árin. Er Ovett heyrði af meti
Coe’s sagði hann: „Stórkostlega
útfært hlaup hjá Coe“.
Fyrir skömmu sagðist Coe að-
eins myndu keppa einu sinni til
viðbótar í sumar. Það yrði í 800
metra hlaupi í úrslitum Evrópu-
bikarkeppninnar er fram færu í
Tórínó á Ítalíu 4.-5. ágúst næst-
komandi. Heimsbikarkeppnin í
Montreal þremur vikum síðar félli
ekki inn í áætlanir hans og yrði
hann þar af leiðandi ólíklega
meðal keppenda þar. Eftir mótið í
Tórínó hæfist hann handa við
undirbúning fyrir Ólympíuleikana
í Moskvu á næsta ári. Hefur hann
ekki gert upp hugann og ákveðið
hvaða greinum hann einbeitir sér
að þar. „Það getur orðið allt frá
800 metrum og upp í 5,000 metra,"
sagði hann, fyrir fáeinum dögum,
en ýmsir eru þegar farnir að gera
úr því skóna að Coe hlaupi bæði
800 og 1,500 í Moskvu og feti í
fótspor Peter Snell og fleiri kappa
og sigri tvöfalt.
„Sebastian stormur“
Ef Sebastina Coe hefði ekki
snemma sýnt sérstakan áhuga á
frjálsíþróttum og notið stuðnings
föður síns, hefði hann að öllum
líkindum verið hvattur til þess að
verða leikari, grínisti, eða eitthvað
þvíumlíkt. Móðuramma hans var
atvinnudansari og móðir hans var
atvinnuleikkona í Lundúnum áður
en hún gekk í það heilaga. Systir
hans er atvinnudansari í Las
Vegas og heitir Maranda, en hún
og Seb voru skýrð í höfuðið á
tveimur persónum í verki Shake-
speares, „The Temptest" eða „Of-
viðrið", eins og Helgi Hálfdanar-
son hefur þýtt verkið, eða „Storm-
urinn“, eins og Eiríkur Magnússon
í Cambridge þýddi það á sínum
tíma. — ágás.
Fylkir fylgir
toppnum eftir
FYLKIR vann verðskuldaðan sig-
ur gegn Austra í 2. deildinni á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Úrslitin urðu 2:0 og voru bæði
mörkin skoruð í síðari hálfleikn-
um. Með þessum sigri sínum held-
ur Fylkisliðið Blikunum við efnið,
en þessi félög ásamt toppliði FH
berjast á toppi deildarinnar.
Austri er hins vegar í jafnvel enn
harðari baráttu í hinum enda
deildarinnar og þar getur allt
gerzt.
Fyrra mark Fylkis gerði Hörður
Antonsson beint úr hornspyrnu
þegar á 2. mínútu seinni hálfleiksins
og kom það mark sem köld vatns-
gusa á fylgismenn Austra. Smiðs-
höggið á verkið rak síðan Hilmar
Sighvatsson á 13. mínútu hálfleiks-
ins með þrumuskoti í slá og inn úr
mjög þröngri aðstöðu. Varnarmenn
Austra og markvörður hefðu átt að
geta komið í veg fyrir bæði þessi
mörk, en hins vegar átti Fylkisliðið
að skora allt önnur mörk í leiknum,
því mikið var um tækifæri.
Fylkismenn fengu að spila sinn
netta fótbolta í þessum leik og
sköpuðu sér nokkur færi eftir lag-
lega uppbyggðar sóknarlotur.
Kristján Steingrímsson miðvörð-
ur gætti Bjarna Kristjánssonar
helzta markaskorara Austra eins og
sjáaldurs auga síns og var jafnbezti
Fram—Þróttur
í kvöld
Einn leikur fer fram í 1. deild í
kvöld Fram og Þróttur leika í
Laugardal kl. 20.00.
Nýtt íslandsmet
í stangarstökki
SIGURÐUR T. Sigurðsson KR setti í gærkvöldi nýtt íslandsmet í
stangarstökki í frjálsíþróttamóti Ármanns í Laugardal, stökk 4,51
metra.
Fyrra metið átti Valbjörn Þorláksson, nýbakaður heimsmeistari
öldunga í greininni. Metið var 4.50 metrar, sett fyrir 18 árum síðan.
Sigurður hefur verið í mikilli framför í stangastökkinu í sumar og má
telja víst að hann eigi eftir að bæta metið enn betur. -ágás/SS
Sigurbjörn Marinósson þjálfari og leikmaður Austra sækir að Ögmundi
markverði Kristinssyni í leiknum í gærkvöldi. (Ljósmynd Emilía).
maður liðs síns. Allir leikmenn
Fylkis gerðu góða hluti í leiknum og
liðið er ekki auðsigrað. Austri átti
þau nýttust ekki að þessu sinni, en
þetta var þó alls ekki dagur Aust-
firðinganna. Einna beztur var Björn
r