Morgunblaðið - 04.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
11
Hitt er staðreynd, að aukin
tíðni sjálfsmorða og sjálfs-
morðstilrauna meðal
kvenna, unglinga og barna
á rætur sínar að rekja til
félagslegra breytinga
undanfarna einn til tvo áratugi. Svo
Bandaríkin séu tekin sem dæmi, er
hlutfallið milli karla og kvenna tveir
karlmenn á móti einni konu, í stað
fjögurra á móti hverri konu áður. Fjöldi
fólks undir tuttugu og fimm ára aldri,
sem framið hefur sjálfsmorð, hefur
tvöfaldast, þetta kom fram í fyrirlestri
fluttum af Dan. J. Lettieri á alþjóða-
þingi geðlækna í Kanada fyrr á þessu
ári. Hin sígildu tölfræðilegu og félags-
fræðilegu einkenni sjálfsmorðstilfella,
sem Durkheim dró upp og hafa staðist í
meir en hálfa öld, hafa nú breytzt mikið
á nokkrum árum. Segir Lettieri að með
tilkomu nýrra hreyfiafla í samfélaginu
eins og uppreisnar unglinga, eiturlyfja-
faraldurs, hagsmunabaráttu alls konar
minnihlutahópa, kvenfrelsisbaráttu,
boðskaparins um frjálsar ástir og síðast
en ekki síst aukins trúleysis, hafi
sjálfsmorðshlutfallið breytzt.
Ástæðurnar fyrir aukinni sjálfs-
morðstíðni meðal unglinga eru meðal
annars sagðar minnkandi mikilvægi
fjölskyldunnar sem og aukið frjálsræði
meðal margra unglinga sem ekki eru
tilbúnir að axla ábyrgðina sem því
fylgir.
I Þýzkalandi er fjöldi barna undir
fimmtán ára aldri, sem fremur sjálfs-
morð, um það bil sjötíu á ári. Þýzkir
unglingar á aldrinum fimmtán ára til
tvítugs sem fyrirfara sér árlega eru um
fimm hundruð. Þá er áætlað að tala
sjálfsvígstilrauna barna og unglinga í
V-Þýzkalandi sé fimm til tíu sinnum
hærri en sjálfsmorðin.
Ótraust fjölskyldulíf og fjarlægðin,
sem myndast oft milli barna á milli
foreldra og unglinga á kynþroskaaldri,
eru talin veigamikil orsök í þessu
sambandi. Hitt er annað mál, að dæmi
eru til um alls konar orsakir, allt frá
vonbrigðum í ástamálum til smávægi-
legra rifrilda eða lágra einkunna í
skóla.
Unglingum, sem hættir við þung-
lyndisköstum, mikilli svartsýni eða
óeðlilegri bjartsýni er einnig hættara
við sjálfsmorðshugleiðingum en öðrum.
Almennt séð eru fimm meg-
inkringumstæður þar sem
fólki er hættara við sjálfs-
morðshugleiðingum en
ella. Þær hugleiðingar líða
oft hjá en á meðan þær
vara er hættan mikil: Skyndileg
sjálfsmorðshegðun sem kemur oft í
kjölfar reiði, vonbrigða eða vonleysis.
Slíkt hugarástand getur varað í skamm-
an eða langan tíma en hjá fljótfærnu
fólki getur það haft afdrifaríkar afleið-
ingar.
Tilfinningin um að lífið sé ekki
lengur þess virði að lifa því getur verið
afleiðing langvarandi þunglyndis, þar
sem einstaklingurinn skilur annaðhvort
ekki eða trúir því ekki, að vonleysi hans
taki enda. Honum finnst hann fyrst nú
sjá hlutina í raunsæju ljósi. Hann gerir
sér engar vonir og finnst hann hjálpar-
laus.
Alvarleg veikindi geta leitt fólk út í
hugleiðinguna um sjálfsmorð, bæði til
að losna við yfirvofandi þjáningar eða
til að forða aðstandendum frá þeim
erfiðleikum sem fólk telur að það eigi
eftir að valda öðrum. Þarna þarf ekki að
vera um alvarleg veikindi að ræða
heldur aðeins skoðun viðkomandi
einstaklings.
Sjálfsvígstilraunir í þeim tilgangi að
ná sambandi við aðra. Nánar verður
fjallað um sjálfsvígstilraunir og rann-
sókn á þeim á íslandi síðar í þessari
grein. I mörgum tilvikum langar
einstaklinginn alls ekkert að deyja en
kýs á þennan afdrifaríka hátt að koma
fram hefndum eða ná fram samúð eða
athygli. Oft hefur verið sagt að fólk,
sem grípur tii svona aðgerða, sé aðeins
að vekja á sér athygli. Þetta er tónn
fordæmingar og jafnframt skilnings-
leysis. Einstaklingur sem grípur til
slíkra örþrifaráða hlýtur að vera mjög
óhamingjusamur.
Fimmta tegund sjálfsvígsatferlis sem
■
þessar kringumstæður lýsa er
„anómískt" ástand,
einangrunartilfinning og óskin um
lausn frá utanaðkomandi kvöðum.
Durkheim talaði um anómísk sjálfs-
morð hjá einstaklingum sem eru í
nokkurs konar ringulreiðarástandi
vegna þess að samfélagslegar aðstæður
þeirra hafa skyndilega breytzt og það
finnur sér engan fastan grunn í tilver-
unni. Bláfátækur maður verður skyndi-
lega vellauðugur en óvíst er að ríkidæm-
ið færi honum nokkra blessun. Dæmið
um Elizu Dolittle úr leikriti Bernards
Shaw er oft notað í þessu sambandi.
Durkheim taldi aukna tíðni sjálfs-
morða á tímum efnahagsörðugleika og
meðal fráskilins fólks styðja þessa
staðhæfingu sína. En sjálfsmorð meðal
einhleypinga eru mun tíðari en hjá
þeim sem eru samvistum við aðra.
Fólk sem þarf að sinna margvíslegum
kvöðum eða skyldum við aðra hlýtur að
búa við það hegðunarmynstur sem
forðar því frá einangrun. Það þarf að
hegða sér í mörgum tilfellum sam-
kvæmt vonum og væntingum annarra.
Því mætti gera ráð fyrir að há þjóð-
félagsleg staða og einangrun færu
saman. Einstaklingur sem tekur allar
ákvarðanir sjálfur án þess að þurfa á
nokkurn hátt að lúta vilja annarra er
samkvæmt þessari skilgreiningu laus
við utanaðkomandi kvaðir. Einstaklingi
með ábyrgð sem hann getur ekki fært
yfir á aðra er líka hætt við þessari
einangrun. Það er til dæmis margsann-
að að sjálfsmorð eru tíð meðal geð-
lækna, yfirmanna lögreglunnar, for-
stjóra, heilaskurðlækna og í stuttu máli
sagt meðal þeirra sem gegna ábyrgðar-
stöðum.
Lettieri sem hér hefur verið vitnað í
leggur sjálfsmorðsatferlið að líku við
aðra eyðileggjandi hegðun, svo sem
eiturlyfjaneyslu, glæpamennsku, of-
drykkju og sumir geðlæknar tala jafn-
vel um offitu. Þegar einstaklingur á í
örðugleikum, er í andlegri lægð eða
líður á annan hátt illa eru margar,
leiðir út. Ein er sjálfsmorð, önnur er
vímugjafar og enn ein ofát, eða það sem
danskurinn kallar „tröstespise". Sú leið
sem maðurinn velur hlýtur að sjálf-
sögðu að endurspegla bakgrunn hans,
uppeldi eða þær varnaraðgerðir sem eru
í samræmi við skoðanir hans og þá að
sjálfsögðu þær skoðanir sem hann hefur
lært.
Hvað hefur þá í sögunnar
rás hamlað því, breytt
eða dregið úr þeirri
ákvörðun fólks að fremja
sjálfsmorð? Þar eru bæði
að verki innri og ytri
hömlur. Trúartilfinning getur verið
dæmi um innri hömlur. Ótti við refs-
ingu eða smán annarra getur verið
dæmi um ytri hömlur.
Það gæti þess vegna útlagst sem
fyrirbyggjandi aðgerð við sjálfsmorðum
af hálfu kaþólsku kirkjunnar að hún
hótar eilífri fordæmingu.
í mótmælendatrú er talað um ábyrgð
og að lífið sé heilagt. Séra Ólafur
Skúlason dómprófastur hefur sem
margir starfsbræður hans bæði kynnst
því að tala við fólk í sjálfsvígshugleið-
ingum sem og aðstandendur þeirra sem
hafa fyrirfarið sér. Hann telur að bæði
samkvæmt eigin trú og reynslu sinni af
ofangreindu fari lífslöngun og trú
saman. „Trúlaust fólk virðist eiga erfitt
með að finna tilgang í lífinu," segir
hann. „Samt er lífslöngunin svo sterk að
mörg dæmi eru um fólk í sjálfsvígshug-
leiðingum sem á síðustu stundu gerir
allt til að bjarga sér. Við prestar fáum
upphringingar á nóttu sem degi frá
fólki í þessum hugleiðingum. Aðeins í
tveimur tilvikum minnist ég þess að
fólk hafi komið til mín hingað á
skrifstofu mína í kirkjunni og tjáð mér
að það hyggðist fremja sjálfsmorð. Til
hvers kom það? Hingað eiga allir rétt á
að leita — hvort sem þeir eru að leita
eftir hjálp eða að leita Guðs síns. Fólk í
sjálfsvígshugleiðingum hefur þörf á að
ræða við einhvern hlutlausan aðila og
það getur oft hjálpað því að sjá hlutina
út frá öðru sjónarhorni.
Aðstandendur þess er framið hafa
sjálfsmorð spyrja mig oft hvort hinum
látna verði refsað. Ég bið fólk að biðja
með mér en segi því ekki að gera það.
Sjálfsmorð eru alvarlegur hlutur og það
er skoðun mín að meðal íbúa hins
vestræna heims sé yfirvofandi tilfinn-
ingalegt svartnætti og það er von mín
að fólk reyni að gera sér grein fyrir
trúarþörf sinni og í gegnum kristna trú
leiti það þeirrar aðstoðar sem kirkjan
veitir. Dæmisögu Jesú um glataða
soninn sem sneri aftur og var fyrirgefið
mega sorgmæddir aðstandendur þeirra
sem hafa stytt sér aldur hafa í huga.
Það er mjög algengt að foreldrar
þeirra sem tekið hafa líf sitt sakfelli
sjálfa sig. Margir átelja sig einnig fyrir
að hafa ekki leitað hjálpar þegar vart
varð við þunglyndiseinkenni. En ástæð-
urnar fyrir sjálfsmorðum geta verið svo
margvíslegar eins og oft kemur fram í
bréfum sem fólk skilur eftir. Þar getur
orsökin legið í djúpri örvæntingu,
miklum einmanaleika og vonbrigðum en
ástæðurnar geta líka verið óskin um að
koma fram hefndum á einhverjum sem
olli þessu fólki vonbrigðum. í bréfunum
koma oft fram afsakanir eða skýringar
og ég minnist eins bréfs, þar sem var
úttekt á öllu æviskeiði þess sem fyrirfór
sér. Það var mjög skýrt bréf en það varð
aldrei ljóst hvenær það var skrifað og
hversu lengi það hafði verið tilbúið.
Samkvæmt rannsókn Guð-
rúnar Jónsdóttur geðlæknis
á sjálfsmorðum skildu 5,3 af
hundraði eftir aðvörun þar
sem þeir staðfestu fyrirætl-
un sína og tiltóku ástæðu.
Hjá rannsóknarlögreglunni gaf Hall-
varður Einvarðsson þær upplýsingar að
bréf sem þessi væru yfirleitt mjög
átakanleg. Af þeim mætti meðal annars
álykta að frá því að ákvörðun væri tekin
færðist ró yfir fólk. Mörg þessara bréfa
eru full þakklætis," segir Haukur
Björnsson starfsmaður rannsóknarlög-
reglunnar um árabil.
Ólafur Skúlason talar um þá sjálfs-
sefjun sem oft er undanfari sjálfsvíga.
Fólk talar um sjálfsmorð og smátt og
smátt sannfærist það um að ekkert liggi
beinna fyrir því en að fyrirfara sér.
„Sjálfsvígum á íslandi hefur ekki
farið fjölgandi á tímabilinu 1881 (frá
því að heilbrigðisskýrslur komu fyrst
út) til ársins 1976. Fimm ára og tíu ára
tímabilssveiflur hafa verið frá 6,1
miðað við hundrað þúsund íbúa á
árunum 1926 til 1930 til 13,0 á árunum
1966 til 1970,“ segir Guðrún Jónsdóttir
geðlæknir sem gerði rannsókn á sjálfs-
morðum á íslandi á árunum 1962 til
1973.
„Sjálfsvígum fer ekki hlutfallslega
fjölgandi hér á landi, sem dæmi má
nefna að á tímabilinu 1891 til 1900 var
tíðni á hundrað þúsund íbúa 8,9 eða sú
sama og á árinu 1976.
Niðurstöður rannsóknar Guðrúnar
Jónsdóttur voru m.a. þær að miðað við
Norðurlandaþjóðir er tíðni sjálfsvíga
lægri á Islandi nema samanborið við
Noreg sem hefði lægsta sjálfsmorðs-
tíðni Norðurlandanna en Danmörk
hæsta hjá konum og Finnland hæsta
hjá körlum. Miðað við önnur Evrópu-
lönd er tíðni sjálfsmorða á íslandi í
meðallagi.
Guðrún Jónsdóttir gerði einnig
rannsókn atsjálfsvígstilraunum árið
1976 ásamt manni sínum Páli Sigurðs-
syni lækni. Niðurstöður þeirrar rann-
sóknar voru að sjálfsvígstilraunir mið-
að við meðaltal sjlafsvíga hér á landi á
árabilinu 1962 til 1973 eru ellefu til
þrettán sinnum fleiri. Konur gera oftar
tilraun til sjálfsmorðs en karlar, þótt
fjórum sinnum fleiri karlmenn en
konur svipti sig lífi. Á tímabilinu 1962
til 1973 fyrirfóru tuttugu og tvær konur
sér á aldrinum 15 til 39 ára eða færri en
tvær á ári.
Hlutfallsleg tíðni sjálfsvíga í aldurs-
flokkum er mest bæði hjá konum og
körlum á aldrinum sextíu til sextíu og
níu ára. En tíðnin hjá konum yfir
sjötugt er mjög lág borið saman við
aðra. Samkvæmt rannsókn Guðrúnar
Jónsdóttur er ekki að finna hærri tíðni
hjá sérstökum stéttum hér á landi og
sérstaklega ekki hjá menntamönnum,
námsmönnum eða unglingum. Tíðni
eftir hjúskaparstétt er tiltölulega mest
hjá ókvæntum körlum og fráskildum
körlum og konum. Tíðni sjálfsmorða
kvenna er áberandi hlutfallslega mest í
Reykjavík og á sama hátt er tíðnin mest
meðal karla í sveitum.
Ekki virðist munur á tíðni sjálfsvígs-
tilrauna eftir búsetu fólks né eru
finnanlegar árstíðasveiflur í
sjálfsvígstilraunum.
Við aldursflokkaskiptingu
kemur hins vegar í ljós að
ungar konur eru í miklum
meirihluta þeirra sem gera
sjálfsvígstilraunir á árinu
1976. Það ár gerðu sjötíu og
fjórar konur á aldrinum tólf til þrjátíu
og níu ára tilraun til að fyrirfara sér.
Niðurstöður rannsókna í Bretlandi
(framkvæmdum af Peter Sainsbury og
fleirum fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unina) sýndu að í fimmtán Evrópulönd-
um var um stóraukna sjálfsmorðstíðni
meðal kvenna og ungra manna að ræða.
Þau lönd þar sem sjálfsmorðstíðni
hefur aukist lang mest meðal þessara
hópa eru Danmörk, Ungverjaland, Pól-
land, írland og Holland. Næst á eftir
koma Tékkóslóvakía, Finnland, Noregur
og Svíþjóð.
Guðrún Jónsdóttir læknir telur megin
orsökina fyrir aukinni sjálfsmorðstíðni
meðal kvenna vera aukna drykkju,
vaxandi tíðni hjónaskilnaða og aukna
ábyrgð kvenna á opinberum vettvangi.
Sumir vilja halda því fram að
það sé ekki sami hópurinn
sem svipti sig lífi og sá sem
geri tilraun til þess. Sam-
kvæmt rannsókn Guðrúnar
Jónsdóttur höfðu þó þrjátíu
og fimm af hundraði kvenna sem sviptu
sig lífi á tímabilinu 1962 til 1973 gert
tilraun til sjálfsmorðs áður.
Algengustu aðferðir við sjálfsvígstil-
raunir er lyfjaát eða í þremur fjórðu
tilvika og skurðir til blæðinga. Öruggari
aðferðir eins óg að skjóta sig og hengja
eru vart reyndar og gæti það bent til
minni alvöru á bak við tilraun en fólk
vill vera láta.
Algengustu aðferðir við
sjálfsvígstilraunir eru
lyfjaát eða í þremur fjórða
tilvika og skurðir til blæð-
inga. Öruggari aðferðir
eins og að skjóta sig og
hengja eru vart reyndar og gæti það
bent til minni alvöru en fólk vill vera
láta.
Algengasta aðferð við sjalfsmorð á
íslandi er notkun skotvopna og eru
íslendingar eina þjóðin af Norð-
ur-Evrópuþjóðum sem nota byssuna
lang oftast til að svipta sig lífi, en
íslendingar eru jafnframt þeir einu af
þessum þjóðum sem ekki hafa hlotið
þjálfun í vopnaburði.
Samkvæmt rannsókn Guðrúnar Jóns-
dóttur var um geðræn vandamál að
ræða í fimmtíu og níu af hundraði
sjálfsmorðstilfella. Þá var talið að um
sautján af hundraði til viðbótar hefðu
þjáðst af þunglyndi án þess að það væri
staðfest með geðskoðun.
Af rúmlega fjögur hundruð sjúkling-
um sem komu á geðdeild Borgar-
spítalans árið 1976, komu rúmlega
fimmtíu þeirra eftir sjálfsvígstilraunir.
„Það er nær alltaf tvíbentur vilji á
bak við sjálfsvígstilraun hvort sem um
geðsjúkdóm eða hugsýki er að ræða,“
segir Guðrún Jónsdóttir. „Það þarf
alltaf að kanna hvort sjúklingurinn er í
sjálfsvígsferli sem geta verið mjög
mismunandi svo sem er um ferli ann-
arra sjúklegra einkenna og sjúkdóma.
Sjálfsvígsferlið getur verið brátt,
blundandi eða hægfara langvarandi og
samkvæmt því getur það spannað yfir
áratugi jafn vel ævi einstaklings en
ferlið er ekki alltaf augljóst. Til-
hneigingin til sjálfsvígs er mismikil í
ferlinu.
Það er ákaflega sjaldgæft að sjálfs-
morð séu framin í stuttu örvæntingar-
æði. Lang oftast er að baki stutt eða
langt sjálfsvígsferli. Við fáum sjúklinga
á öllum stigum þunglyndis.
Fólki sem gert hefur tilraun til
SJÁ NÆSTU SÍÐU