Morgunblaðið - 04.08.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979
29
Frá norrænni prestastefnu:
Fólk lítur á mig sem prest,
en ekki aðeins kvenprestinn
vandamál, og átt okkar samfé-
lag. Það er alltaf mikils virði að
hitta starfsbræður sína frá öðr-
um löndum og ræða ólík vanda-
mál þrátt fyrir ólíka siði og
venjur.
— Ég vildi að lokum flytja
íslendingunum mínar beztu
þakkir fyrir allt skipulag þeirra
á prestastefnunni, sérstaklega
Ólafi Skúlasyni og það hefur
einmitt verið mjög gaman að fá
að koma út í söfnuðina og hitta
forráðamenn þeirra og fræðast
af þeim um safnaðarlífið eins og
við fengum tækifæri til eitt
kvöldið.
Einn hinna 39 þátttakenda frá
Finnlandi er Henrik Andersén
og starfar hann við söfnuð
sænskumælandi Finna í Hels-
inki:
— Sænskumælandi Finnar
hafa sinn eigin söfnuð og sína
eigin skóla og hefi ég verið
prestur hjá þessum söfnuði í
Helsinki í 9 ár eða frá því ég
lauk guðfræðiprófi. Söfnuðurinn
í Helsinki nær yfir mjög stórt
svæði og eru 11 kirkjur í okkar
söfnuði. Þess vegna er kannski
nokkuð erfitt fyrir okkur að
safna saman sérstaklega t.d.
unglingum eða ákveðnum hópum
úr söfnuðinum.
Finnska kirkjan
mjög sjálfstæð
— Finnska kirkjan er mjög
sjálfstæð stofnun hvað varðar
öll ytri mál, skipulagningu og
fjármál. Þannig reisa söfnuðirn-
ir sjálfir kirkjur sínar og hafa
verið byggðar í Helsinki mjög
margar kirkjur eftir stríðið, ég
held einar 25—30. Þá er kirkjan
valdamikil hvað varðar laga-
setningu er hana sjálfa varðar
og þegar þingið hefur lagafrum-
vörp er snerta kirkjuna til með-
ferðar, verður það annað hvort
að hafna þeim eða samþykkja,
það getur ekki breytt þeim nema
að samþykki kirkjuyfirvaldanna
komi til.
— Það hefur verið mjög fróð-
legt að koma hingað til íslands,
fyrirlestrar hafa verið góðir og
mikilvægt er fyrir okkur að
— segir Karen Horsens
Undanfarna daga hefur staðið yfir í Reykjavík
norræn prestastefna. Er hún haldin hérlendis öðru
sinni, en var hér áður árið 1956. Sitja hana nú
kringum 250 prestar frá Norðurlöndunum ásamt um
50 starfsbræðrum þeirra íslenzkum. Mbl. ræddi við
nokkra þeirra erlendu gesta, sem prestastefnuna
sitja, en henni lauk að kvöldi fimmtudags. Halda
flestir þeirra síðan eitthvað út um landið í skoðunar-
ferðir, en hverfa til síns heima í næstu viku.
— Við erum hér ein 45 frá
Noregi, þ.e. prestar ásamt mök-
um, og óhætt er að segja að allir
eru mjög ánægðir með að hafa
farið þessa ferð til íslands, sagði
Fredrik Gönningsæter, sem er
prestur við Dómkirkjuna í Osló.
Mættu vera
fleiri þátttakendur
— Okkur finnst mikilvægt að
koma saman á þennan hátt öðru
hverju, hlusta hvert á annað,
skiptast á skoðunum og læra
hvert af annars reynslu. Mættu
gjarnan vera hér fleiri norskir
prestar, því móttökur allar hafa
verið hinar hlýlegustu.
— I Noregi eru starfandi
kringum 1.100 prestar við alls
kyns opinbera þjónustu, en auk
þeirra má telja nokkur hundruð
sem starfa hjá hinum ýmsu
félögum svo sem heimatrúboði,
sjómannastarfi o.fl. Síðustu árin
hefur verið skortur á prestum
heima, en nú má segja að við
séum orðnir nokkuð vel settir og
er því næsta verkefni að finna
fleiri verkefni fyrir presta okk-
ar, finna ný störf og ný tækifæri
þar sem prests er þörf, en sem
við höfum ekki getað annað fram
til þessa.
Fredrik Grönningsæter var í
mörg ár formaður prestafélags-
ins norska og hefur tekið mikinn
þátt í norrænu samstarfi. Áður
en hann gerðist prestur við
Dómkirkjuna í Osló hefur hann
þjónað í fámennum bæjum, sem
fjölmennum, víðs vegar um Nor-
eg og var hann spurður hvort
mikill munur væri að starfa á
þessum stöðum:
— Ég hefi alltaf lagt áherzlu
á að þjónustan sjálf er aðalatrið-
ið umhverfið er mjög mismun-
andi og prestur verður að lifa sig
inn í starf sitt og umhverfið þar
sem hann starfar. Hann á fyrst
og fremst að vera til þjónustu í
söfnuði sínum, starf hans er
meðal fólksins og því þarf hann
oft að mæta í mismunandi um-
hverfi, en grundvöllur starfsins
er alltaf hinn sami, sagði Grönn-
ingsæter að lokum.
Sænski presturinn Olof Erics-
son starfar í Anundsjö, en hann
er núverandi formaður Svenska
kyrkans personalforbund, sem er
félag presta og annarra starfs-
manna sænsku kirkjunnar:
— Félagið okkar hét áður
sænska prestafélagið, en fyrir
nokkrum árum þótti rétt að
breyta nafninu ekki sízt þar sem
kirkjan hefur nú svo marga aðra
starfsmenn en einungis prest-
ana. Við mjög margar kirkjur
starfa safnaðarsystur og ýmiss
konar starfsmenn sem hafa sér-
stökum verkefnum að sinna inn-
an safnaðanna, kennslu- og
þjónustustörf o.fl.
Er mikill munur á starfsemi
kirknanna á Norðurlöndum?
— Kirkjurnar á Norðurlönd-
Olof Ericsson
frá Svíþjóð
Umræðuhópur að starfi í 1. kennslustofu Háskólans.
unum eru mjög mismunandi
hvað snertir ytri starfshætti og
ýmiss konar siði og venjur.
Skipulagið er nokkuð ólíkt, en
vitanlega er boðunin hin sama
og segja má að t.d. samband
ríkis og kirkju sé nokkuð ólíkt. I
Finnlandi er kirkjan sennilega
hvað sjálfstæðust af kirkjum
Norðurlandanna, en í Svíþjóð er
hún aftur mjög fast bundin
ríkinu. Samband ríkis og kirkju
var mjög til umræðu á síðasta
kirkjuþingi okkar í febrúar sl.,
en þar var ekki meirihluti fyrir
því að slíta sambandinu við
ríkið. Ég geri hins vegar ráð
fyrir að það atriði komi til
umræðu á næsta kirkjuþingi
árið 1981 eða ’82.
Viljum auk-
ið samstarf
Olof Ericsson upplýsti að í
Svíþjóð væru starfandi kringum
4 þúsund prestar og væru tæp-
lega 50 þátttakendur í mótinu
hér að þessu sinni. Næst verður
það haldið í Svíþjóð. Ericsson
hefur starfað í félagi sænskra
kirkjustarfsmanna frá 1951 og
var hann spurður hvort sam-
starf presta á Norðurlöndum
væri meira en innan hins nor-
ræna sambands sem heldur
prestastefnur sínar þriðja hvert
ár:
— Norræna prestasambandið
hefur ekki á sínum snærum
fleiri ráðstefnur en þessa al-
mennu, sem er á þriggja ára
fresti, en hins vegar eru stund-
um haldnar minni ráðstefnur
fyrir hinar ýmsu sérgreinar
innan prestsstarfanna. Við vilj-
um vissulega aukið samstarf
m.a. við íslendinga, því við get-
um sótt til nágrannalandanna
hjálp og hvatningu og rætt
Henrik Andersén
frá Finnlandi
-. -
vm m
■
Karen Horsens
frá Danmörku
skiptast þannig á reynslu og
leita lausnar á sameiginlegum
vanda okkar. Þá hefur verið
mjög fróðlegt fyrir okkur, sem
komum langt að, að kynnast
landinu og sögunni og hlökkum
við til að komast út á land og sjá
meira, sagði Henrik Andersén að
lokum.
Að síðustu var rætt við Karen
Horsens, en hún hefur verið
formaður í Det danske præste-
forening frá því í janúar 1978:
— Um 2.600 meðlimir eru nú í
sambandi okkar, en ég geri ráð
fyrir að þjónandi prestar í Dan-
mörku séu kringum tvö þúsund.
Við erum 120 með mökum sem
komum á prestastefnuna í
Reykjavík og höfum átt alveg
frábæra daga hér, enda skilst
mér að íslendingar hafi geymt
góða veðrið þangað til við kom-
um. Við bjuggumst við miklu af
Islandsferðinni og höfum sann-
arlega fengið óskir okkar upp-
fylltar og vel það.
Karen Horsens var spurð um
hlutfail kvenna í danskri presta-
stétt:
— Við erum eitthvað nálægt 160
konur, sem gegnum prestsemb-
ættum í Danmörku og hygg ég
að það sé eitt hæsta hlutfall á
Norðurlöndum. Árið 1958 var
breytt lögum á þann veg að
konur gátu tekið við embætti
prests og það ár tóku 3 konur við
embætti.
Karen Horsens hefur verið
prestur í Kaupmannahöfn í 17 ár
og var hún spurð hver hefði
verið reynsla hennar fyrst þegar
hún hóf störf:
— Fólki fannst mjög spenn-
andi fyrst í stað að koma og sjá
kvenprestinn. Það var einhvers
konar nýjabrum í kringum þetta
og varð ég mikið vör við það
fyrstu vikurnar, en strax og ég
var komin á kaf í starfið hvarf
það og fólk tók að líta á mig sem
prest, en ekki sem kvenprest.
Systir hennar er einnig prest-
ur og kvað Horsens sig e.t.v.
hafa hvatt hana nokkuð til þess
að fara út í það starf, en hún hóf
guðfræðinám á miðjum aldri og
starfar nú á Jótlandi. Þá má
nefna að maður hennar er
organisti við kirkjuna, sem hún
starfar við.
— Við kirkju okkar eru 3
prestar og skiptum við sókninni
á milli okkar, en höfum ekki
verkaskiptingu, þannig að hvert
okkar sinnir hvers kyns prests-
þjónustu í sínum hluta sóknar-
innar.
— Ég vil fá að endurtaka
hversu ánægð ég er með dvölina
hérna og má t.d. nefna að þeir
Islendingar sem við höfum rætt
við eru mjög vel heima í tungum
Norðurlandaþjóða. Hefur það
komið margoft fyrir í umræðun-
um að menn skipta yfir frá
dönsku í norsku eða sænsku eða
öfugt að því er virðist fyrirhafn-
arlaust og finnst mér það mjög
vel af sér vikið. Þessi presta-
stefna ýtir mjög undir frekari
samskipti presta milli landa,
eins og aðrar norrænar presta-
stefnur, þær eru haldnar á
þriggja ára fresti, en án efa fara
menn í heimsókn hver til annars
þess á milli og höfum við hjónin
þegar ákveðið að koma aftur til
Islands að ári og býst ég við að
margir fleiri af okkur, sem sótt-
um prestastefnuna frá Norður-
löndunum muni einnig leggja
leið sína hingað aftur fyrr eða
seinna, sagði Karen Horsens að
lokum.