Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 35

Morgunblaðið - 04.08.1979, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 35 i Bæn Góði Guð. Fyrirgef mér, hvað ég gleymi þér oft í daglegu lífi. Kenn mér að hugsa til þín og minnast þín við dagleg störf. Iljálpa mér að þekkja sjálfan mig, skilja náungann og rétta honum hjálparhönd. Kenn mér að gleðja aðra, svo á ég geti sjálfur glaðst í einlægni. I>. HVAÐ VEISTU UM HÁKARLINN? Veistu, að hákarlinn er eini fiskurinn, sem getur lokað auyunum? Enyinn fiskur hefur eins sterka mayasýru oy hákarlinn. Hún er svo sterk, að hún yetur leyst upp járn! Það eru dæmi til þess, að járnhlekkir hafi tærst upp í sýru hákarlsins! REGNHLÍFAR Árið 1882 fluttu Eny- lendinyar út 3.580.055 reynhlífar til Indlands! Árið 1966 fluttu Enylendinyar aðeins út 26.000 reynhlífar í allt! Japanir tóku við af Enylendinyum oy fram- leiða nú um helminy allra reynhlífa i heimin- um. í handaríkjunum m innkaði fra mleiðslan á sama ári um 12 milljón- ir. ANDINN í FLÖSKUNNI Mörg ykkar hafa lesið um Aladín og lampann og önnur ævintýri, þar sem „andinn“ uppfyllir óskir eigandans. Nú geturðu reynt að framleiða „anda“! Settu tóma flösku andartak inn í ísskáp. Taktu hana síðan út aftur og leggðu rakan pening ofan á op flöskunnar. Taktu síðan utan um flöskuna og athugaðu vand- lega, hvernig „andinn“ ýtir á peninginn og reynir að þrýsta sér út! (Þú getur reynt að óska þér einhvers! Það sakar ekki að reyna!) — Hins vegar þarftu að vita, að „andinn" er hitinn frá höndum þínum þenur kalda loftið út í flöskunni. Gátur gátur, sem við ætlum ekki að gefa svör við. Við erum alveg viss um, að eitthvert ykkar getur svarað þeim. Við reynum að minnsta kosti! 1. Tveir bílar lögðu af stað samtímis frá Hafnarfirði og Reykja- vík, klukkan tólf að hádegi nákvæmlega. Bíllinn, sem fór frá Reykjavík ók með ólög- legum hraða og fór með 80 km meðalhraða alla leið — en hinn, sem fór frá Hafnarfirði, fór aðeins með 65 km hraða að meðaltali. Vegalengd- in milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er um 12 km. Hvor bíllinn var nú nær Hafnarfirði, þegar þeir mættust? 2. Hvort heldurðu að sé þyngra, eitt kg af fiðri eða eitt kg af blýi? 3. Hvort er réttara að segja: Fimm og sjö eru þrettán eða fimm og sjö er þréttán? Lesið nú gáturnar vel og vandlega og látið ekki plata ykkur! Skoðun mín Ef þér finnst allt ómögulegt í þessum heimi, sem við lifum í skaltu minnast þess, að það er fólk alveg eins og þú, sem hefur gert hann eins og hann er. Gandhi. Þeir sem hafa lítið að gera eru þeir einu, sem hafa tíma til að móðgast. Ekki segja, að þú sért syndari — það er alltof auðvelt, og orðið er næsta ofnotað. Segðu heldur, að þú sért lygari, raggeit, átvagl eða eitthvað því um líkt. Ef þú rannsakar nákvæmlega, hvernig þér líður og hvers þú nýtur, muntu sennilega hætta að kvarta yfir vesaldómi þínum á óraunhæfan hátt og á rósamáli. Ruskin. Tvö vitni Einu sinni fann maður nokkur veski fullt af peningum. Hann vissi, hver átti peningana og kom þeim til skila. „Mikill bjáni varstu að fara þannig að ráði þínu,“ sagði kunningi hans við hann. „Þú gast vel hirt peningana sjálfur, því að enginn sá, að þú fannst þá. „Jú, það voru tvö vitni að því, að ég fann peningana,“ svaraði maðurinn. „Annað vitnið var Guð, en hinn var mín eigin samviska.“ Sumar og sveit Teikning: Ulrika, 9 ára, Kópavogi. a a óá.\\\a pá .—Va g i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.