Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 45

Morgunblaðið - 04.08.1979, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1979 45 kf TB'W"" Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI MdJAmtasaH'U If sami geitnahirðir hafi haft þessa reynslu sína af uppeldinu meðal ferfætlinganna að leiðarljósi í samskiptum borgarstjórnar við bóndann í Laugardal. Það er vonandi að öðrum farist betur listin að læra af reynslunni. • Togaraskylda I lok greinar sinnar talar Ellert um nokkuð sem ég verð að taka undir og vona að aðrir séu sama sinnis. Þar segir hann að sjómennskan hafi verið mikil reynsla fyrir sig. Síðan segir hann: „Reynsla sem ætti raunar að vera skylda hvers íslendings að öðlast. í staðinn fyrir herskyldu mætti koma togaraskylda." Eg held að þarna sé komið að þungamiðju málsins. Það er ekki nóg að segja að íslendingar byggi afkomu sína á sjávarútvegi og útflutningi sjáv- arafurða. Það er ekki nóg þegar við vitum það að mikill hluti þjoðarinnar veit næsta lítið um sjávarútveg og iðnað, sem honum er tengdur. Það ætti ekki endilega að skylda hvern íslending til að veltast í togara heldur er af nógum störf- um að taka sem fólki væri bæði hollt og gott að kynnast. Ef fólk hefði tækifæri til að kynnast fiskveiðum, fiskvinnslu, viðhaldi fiskiskipaflotans eða framleiðslu veiðarfæra þá er ég næsta viss um að okkar þjóð væri nær sannleik- anum í rekstri þjóðarbúsins vegna þeirrar reynslu sem það fengi í gegnum þau störf. Sérstaklega skyldi kappkosta að sjá okkar þingmönnum fyrir þess- ari reynslu sem fæstir hverjir hafa kynnst sjávarútvegi nema af tölum um aflabrögð og afkomu á skrifborðinu. Slíkt telst ekki með þegar rætt er um reynslu við- sjávarútveg. Þeim væri bæði holt og nauðsynlegt að „kassera" jakkafötunum og taka upp vinnu- gallann. Það gerði ekki einungis þeim gott og færði þeim reynslu. Miklu fremur mundi það leiða til skyn- samlegri stjórnunar þjóðarskút- unnar. • Áhugamaður Ein er sú stofnun hér í bæ, sem okkur Iangar til að vekja athygli á, en það er Heilsuræktin í Glæsibæ. Þetta er mjög hljóðlátur, falleg- ur og þrifalegur staður, vel búinn þjálfunartækjum og hreinlætis- aðstöðu (sauna og heitum kerj- um), ásamt góðri þjálfun og þjón- ustu. Það er þangað, sem við höfum sótt okkar heilbrigði, við kvillum svo sem ofþyngd, migreni, bak- veiki, stirðleika, streitu og fleiru sem margir eru haldnir. Er þetta jafnt fyrir konur sem karla, á öllum aldri og einnig upplagðir hjónatímar. Erum við undrandi á að fólk skuli ekki nota sér þessa frábæru aðstöðu til að auka heilbrigði sitt, mitt í sjálfri Reykjavík. Væri ekki vert að reyna? Eufemína Kristinsdóttir, Örnólfur Hall, Guðmundur Þorkelsson, Selma Hannesdóttir. Þessir hringdu . . . • Seðlar fyrir blinda Eríka Friðriksdóttir sagðist vilja upplýsa um það í tilefni lesendabréfs nú fyrir skömmu um seðla fyrir blint fólk, að siíkir seðlar væru nú í notkun víða um lönd. Hún sagðist hafa undir höndum ísraelskan seðil sem væri með slíkum auðkenningum til hægðarauka fyrir blint fólk. Hún sagðist taka undir að nauðsyn krefðist þess að það yrði hugsað fyrir þessum hlutum. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Banja Luka í Júgóslavíu í vor kom þessi staða upp í skák stórmeist- aranna Guillermo Carcia, Kúbu, sem hafði hvítt og átti leik, og Walthers Browne, Bandaríkjun- um. Síðasti leikur svarts, var hrikalegur afleikur, 37. Bd5xa2. Browne gafst upp um leið og hann varð mistaka sinna var, þannig að Carcia tókst ekki að koma bráðskemmtilegri hugmynd sinni í framkvæmd: 38. Hxe4+! - fxe4 39. Bh3 Mát. HÖGNI HREKKVÍSI IV ^ . t>röe>vA0oPe&vruAj/M.../Vý' ^rbef^Érr... ...HeejD/iSMj/b xárrvcaamptm&w&&£... Afhenti trúnaðarbréf sitt Nýskipaður sendiherra Sovétríkjanna, hr. Mikhail Nikolaevich Streltsov, afhenti 2. ágúst forseta Islands trúnaðar- bréf sitt að viðstöddum utanríkisráðherra Benedikt Gröndal. Síðdegis þáði sendiherrann ásamt nokkrum fleiri gestum síðdegisboð forsetahjónanna að Bessastöðum. Cessna^ Getum útvegaö Cessna varahluti beint frá framleiöenda. Hafiö samband sem fyrst. Sverrir Þóroddsson, ______________Fellsmúla 26, sími 82377. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1979. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur 15. ágúst R-45201 til 16. ágúst R-45601 til 17. ágúst R-46001 til 20. ágúst R-46501 til 21. ágúst R-47001 til 23. ágúst R-48001 til 24. ágúst R-48501 til 27. ágúst R-49001 til 28. ágúst R-49501 til 29. ágúst R-50001 til 30. ágúst R-50501 til 31. ágúst R-51001 til R-45600 R-46000 R-46500 R-47000 R-48000 R-48500 R-49000 R-49500 R-50000 R-50500 R-51000 R-51500 Bifreiðaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sínar til bifreiöaeftirlits ríkisins, Bíldshöföa 8 og verður skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Viö skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskýrteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi. Athygli skal vakin á því, aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir í leigubifreiöum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiöum til mannflutn- inga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum L. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni tii skoðunar á augiýstum tíma veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiöaeftirlitiö er lokaö á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 1. ágúst 1979. Sigurjón Sigurösson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.