Morgunblaðið - 16.08.1979, Side 2

Morgunblaðið - 16.08.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 Sovéskt skip með kapal 1 eftirdragi SOVÉSKT flutninga- eða birgða- skip var í gær á siglingu um það bil 45 til 50 sjómflur austur af Hornafirði er flugvél Landhelgis- gæslunnar flaug þar yfir. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar í stjórnstöð Gæslunnar var skipið á siglingu í norðausturátt á um það bil 12 sjómflna hraða. Að sögn Þrastar virtist sem skipið drægi á eftir sér kapal eða svert tóg og voru Landhelgis- gæslumenn engu nær um hvað þarna var á ferðinni, en skipið var eitt á ferð. Sagði hann, að Gæslan yrði sovéskra skipa oft vör á þessum slóðum á siglingu til og frá Nýfundnalandi og Mexikóflóa. Guðmundur og Margeir eru í efstu sætum SKÁKMENNIRNIR Guðmundur Sigurjónsson og Margeir Péturs- son eru báðir í fremstu röð á skákmótinu í Gauksdal f Noregi. í gær téfldi Guðmundur við sovézka stórmeistarann Land og synir: Ný aðal- leikkona tekin við KVIKMYNDUN sögunnar „Lands og sonar“ eftir Ind- riða G. Þorsteinsson stendur nú yfir af fullum krafti í Svarfaðardal og á Hjalteyri. Sú breyting hefur orðið á, að nýrri Íeikkonu hefur verið falið aðalhlutverkið í mynd- inni. Ragnhildur Gísladóttir söngkona átti að leika hlut- verkið en þegar til kom þótti leikstjóranum að þau pöss- uðu ekki saman Ragnhildur og Sigurður Sigurjónsson, sem leikur aðalkarlhlutverk- ið. Var gengið frá því í fullri vinsemd, að sögn aðstand- enda myndarinnar, að ný leikkona tæki við hlutverk- inu. Fyrir valinu varð ungur ritari í Útvegsbankanum, Guðný Ragnarsdóttir, og fór hún norður í gær. Mun leik- stjórinn Ágúst Guðmundsson hafa uppgötvað hana á gangi á götu í Reykjavík. Romanizhin, sem er stigahæsti keppandi mótsins, og lauk skák- inni með jafntefli. Margeir tefldi við Stein frá V-Þýzkalandi og vann Margeir sannfærandi sigur. Þá vann Margeir biðskákina gegn Bretanum Tiller. Þegar 4 umferðum er lokið eru Romanizhin og Karlsson efstir með 3Vfe vinning en Guðmundur og Margeir hafa 3 vinninga ásamt nokkrum öðrum skákmönnum. O' INNLENT Sökk út af Tjömesi ÞRÍR menn björguðust í gær- morgun er bátur sökk tæpar 15 sjómflur út af Tjörnesi. Báturinn hét Sporður ÞH 45 og var gerður út frá Kópaskeri. Hann var smíð- aður árið 1939, 13 tonna eikar- bátur. Skipstjóri var Georg Val- entínusson. Laxveiðitímabilið er nú í hámarki og eru hér á landi margir erlendir veiðimenn. Þessir voru að koma af veiðum norður í landi í gær, og sótti þá flugvél Vængja. Þegar til Reykjavíkur kom var vélinni rennt upp að einkaþotu veiðimannanna, og þangað gengu þeir nokkur skref með aflann áður en haldið var af landi brott á ný. Ljósm. ól. K.Mag. Álögð gjöld í Reykjavík: 800 millj. umfram það sem reitnað var með Brunamálið: Kröfu um gæzluvarð- hald synjað VIÐ rannsókn á orsökum brunans í Þingholtsstræti 23 s.l. sunnu- dagskvöld vaknaði sá grunur, að um íkveikju kynni að vera að ræða. Vegna rannsóknarinnar gerði Rannsóknarlögregla ríkisins í gær kröfu um að ákveðinn maður yrði hnepptur í gæzluvarðhald en þeirri kröfu var hafnað af saka- dómi Reykjavíkur. Rannsókn málsins verður haldið áfram að fullum krafti. NIÐURSTAÐA álagning- ar opinberra gjalda í Reykjavík er tæpum 800 milljónum króna hærri en reiknað hafði verið með og er þá búið að taka til greina viss afföll sem væntanlega verða af þess- ari viðbótarálagningu, að sögn Egils Skúla Ingi- bergssonar borgarstjóra. „Þetta kemur sér mjög vel,“ sagði Egill Skúli. „Það var gert ráð fyrir einum milljarði upp í launahækk- anir sem nu er uppurmn miðað við þær hækkanir sem orðið hafa og miðað við þær áætlanir sem við höf- um gert um hækkanir fram til áramóta. Þessi viðbót kemur sér því ákaflega vel til þess að greiðslustaðan versni ekki mikið umfram það sem við höfðum gert ráð fyrir að yrði um ára- mót.“ Snorri fékk gott verð í Englandi Skyndilegur leki kom að bátn- um þar sem skipverjar voru að veiðum og sökk hann á skammri stundu. Skipverjar á Kópi ÞH komu skipsbrotsmönnunum til aðstoðar og sigldu með þá til hafnar á Kópaskeri. Ákvörðun í dag um stað og stund viðræðnanna? UTANRÍKISRÁÐUNEYT- INU barst í gær formlegt svar frá Norðmönnum að þeir væru reiðubúnir til samningaviðræðna. í svari Norðmanna kom einnig fram staðfesting á, að loðnu- veiðarnar yrðu stöðvaðar næstkomandl laugardag, eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvenær við- ræðurnar hefjast og hvar þær verða, en reikna má með að ákvörðun um það verði tekin í dag. SNORRI Sturluson iandaði hiuta afla sfns f Hull f gærdag og fékk mjög gott verð fyrir hann. Hjálp- aðist hvort tveggja að, að fiskur- inn var ferskur og vel með farinn og sömuleiðis að undanfarið hef- ur fiskast illa f Norðursjónum. Snorri Sturluson seldi 135 tonn fyrir tæplega 60 milljónir og fékk að meðaltali 440 krónur fyrir kflóið. í dag verður landað 60—70 tonnum úr togaranum. Á föstudag verður í Reykjavík fundur umboðsmanns fiskkaup- enda í Bretlandi og er það Lands- samband ísl. útvegsmanna, sem Matthías Bjarnason í viðræðurnar Á FUNDI þingflokks Sjálfstæðis- flokksins f gær var ákveðið að tilnefna Matthías Bjarnason al- þingismann fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í viðræðunefndina við Norðmenn um Jan Mayen. stendur fyrir þessum fundi. í fyrrahaust var slíkur fundur einn- ig haldinn hér í Reykjavík og þótti takast vel. Geir Hallgrímsson um sovézku yfirlýsinguna: Sovétmenn eru ekki að hugsa um okkar hagsmuni heldur sína MORGÚNBLAÐIÐ sncri sér í gær til þoirra Gcirs Ilallgrfmssonar formann Sjáifstæðisflokksins og Kjartans Jóhannssonar sjávarút- vegsráðhcrra, scm gcgnir nú störfum utanríkisráðherra, og leitaði álits þcirra á yfirlýsingu Novosti-fréttastofunnar sovézku, sem birt var í hlaðinu í gær. Þar kom fram, að útfærsla lögsögu við Jan Mayen mundi leiða til „aukinnar spennu“ á þessu hafsvæði. Geir Hallgrímsson sagði að þessu tilefni. „Það er augljóst að þessi yfirlýsing sovézkra yfir- valda, ef trúa má fréttum Novosti, er ekki fram borin vegna umhyggju fyrir hagsmun- um okkar, heldur gætir hér eingöngu einhliða sovéskra hagsmuna. Ef til vill sýnir slík yfirlýsing sem þessi bæði Norð- mönnum og íslendingum betur en fiest annað, að við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta á Jan Mayen-svæðinu. Þessir hagsmunir eru fólgnir í því, að þriðji aðili, einn eða fleiri, geri ekki tilkall til auðæfa hafsins, hafsbotnsins eða ann- arrar aðstöðu á þessu svæði. Frá sjónarmiði bæði Islendinga og Norðmanna getur þess vegna verið um að ræða bæði efnahags- og öryggishagsmuni." Kjartan Jóhannsson hafði eftirfarandi um málið að segja: „Ég er þeirrar skoðunar, að samningaumleitanir milli Norð- manna og íslendinga til þess að tryggja hagsmuni Islendinga á þessu svæði eigi ekki á nokkurn hátt að auka spennu varðandi þetta hafsvæði. Mér finnst mikilvægast í þessari yfirlýs- ingu, að þeir lýstu yfir skilningi á hagsmunum íslenzkra sjó- manna er varða þetta hafsvæði og ef vilji er til skilnings í þeim efnum þá hljóta þeir, sem þann skilning sýna, ekki að hafa nein- ar skoðanir á því með hvaða móti við tryggjum hagsmuni okkar.“ Þyrlur fljúga án eldsneyt- istöku yfir Atlantshafið ÞYRLUR frá bandaríska hernum komu í gærkvöldi til Keflavíkurflugvallar frá Grænlandi, og héðan halda þær áfram í dag til megin- lands Evrópu. Eiga þær að fljúga yfir hafið án þess að taka eldsneyti á flugi, og takist það er það í fyrsta sinn sem það tekst. Tilgangurinn með fluginu er að kanna hvort unnt er að fljúga þyrl- unum yfir hafið milli Áme- ríku og Evrópu komi til stríðsátaka. Héðan fara þyrl- urnar til Heidelberg í Þýska- landi um Skotland og Eng- land. Skipstjórinn verður kærður ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja fram kæru á hendur skipstjóranum á vestur— þýska togaranum Darm- stadt frá Cuxhaven, og verður málið rekið fyrir íslenskum dómstólum að því er Þröstur Sigtryggsson skipherra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Flugvél Gæslunnar stóð togarann sem kunnugt er að veiðum á Dornbanka um 5 mílur innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.