Morgunblaðið - 16.08.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
19
Tanzaníumenn eru að útrýma
dýrum í þjóðgörðum Uganda
Kampala, 15. ág. Reuter.
TANZANÍSKIR hermenn
slátra nú í gríð og erg
þúsundum ljóna og ffla og
fleiri villtum dýrum í þjóð-
görðum Úganda og selja
kjötið slátrurum að því er
bandarískur líffræðingur,
Karl von Orsdol, sagði í
dag. Sagðist hann ætla að
hermenn frá Tanzaníu
hefðu drepið allt að tíu
þúsund villt dýr í Úganda
síðan þeir leiddu innrásar-
heri inn í landið sem
steyptu Idi Amin einræðis-
herra af stóli.
Orsdol hefur verið að fylgj-
ast með lifnaðarháttum ljóna í
Ruwenzori þjóðgarðinum við
landamæri Zaire undanfarin
tvö ár og hann sagði að það
sem þarna væri að gerast væri
í svo stórum stíl að mikil
hætta væri á að ýmsum dýra-
tegundum í Úganda myndi
útrýmt með þessu áframhaldi.
Hann sagði að sér og þjóð-
garðsvörðum bæði á þessum
stað og víðar hefði verið hótað
öllu illu ef þeir reyndu að
skipta sér af þessu. Hefði
hann sent áskorun til Nyerere
Tanzaníuforseta um að hann
beitti sér fyrir að þessi ógeð-
felldu dýradráp verði stöðvuð
en engin svör við því fengið.
Kvaðst hann nú mundu fara
til Kenya og reyna að hefja
þar áróðursherferð gegn þess-
um drápum.
Moskvu. 15. ágúst. Reuter.
ÞEKKTUR félagi í forystu sov-
ézka kommúnistaflokksins. Kon-
stantin Chernyenko, sagði í ræðu
í dag að Sovétríkin myndu gera
nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að koma samskiptum Sovétríkj-
anna og Kína í eðlilegt horf, f
viðræðum sem hefjast milli full-
trúa landanna f næstu viku.
Chernyenko sagði þetta í ræðu í
Frunze, ekki ýkjalangt frá kín-
versku landamærunum. Hann
sagði að Sovétmenn væru reiðu-
búnir til að byggja upp samskipti
við Kínverja á grundvelli friðsam-
legrar sambúðar af beggja hálfu.
Chernyenko er félagi í Æðsta
ráðinu og náinn samstarfsmaður
Brezhnevs forseta. Vakin er at-
hygli á að þessi orð sem Cherny-
enko lét falla eru þau fyrstu sem
koma frá svo háttsettum manni í
Sovétríkjunum varðandi viðræð-
urnar við Kínverja í næsta mán-
uði.
Símamynd AP.
Björgunarmaður úr þyrlu breska flughersins hefur sigið í sjóinn og náð tökum á drukknandi
siglingamanni. Komst maðurinn aldrei til meðvitundar og lézt við komuna á sjúkrahús, þrátt fyrir
lífgunartilraunir.
• •
Oldurnar hœrri en
99
99
þriggja hœða hús
Heath stýrði skútu sinni heilu og höldnu til hafnar
Plymouth, 15. ágúst. AP—Reuter.
LJÓST er nú að fjórtán
siglingamenn fórust í
storminum mikla sem
gerði við suðvesturströnd
Englands í gær þegar
keppni á síðasta hluta Að-
mírálsbikarsins stóð yfir.
Tólf þeirra er fórust voru
brezkir en hinir voru frá
Bandaríkjunum og Hol-
landi. Þá var ljóst í kvöld,
að 21 skúta hafði sokkið
eða hvolft og verið yfirgef-
in, en enn var saknað 20
skúta. Alls tóku <rúmlega
300 skútur frá 19 þjóðum
þátt í keppninni. Skip og
þyrlur björguðu 130
manns úr sjónum.
Siglingakapparnir, sem margir
hverjir voru þaulreyndir keppnis-
menn, lýstu sumir hverjir veður-
haminum er þeir komu til hafnar.
„Öldurnar voru hærri en þriggja
hæða hús,“ sagði Alan Bartlett,
kunnur brezkur sægarpur. Hann
komst einn lífs af er björgunar-
fleki, sem hann og þrír félagar
hans voru á, brotnaði í spón í einu
brotinu. Þyrla bjargaði Bartlett,
sem er 53 ára, eftir að hann hafði
verið að velkjast í hafrótinu í sex
klukkustundir. Margir aðrir sigl-
ingamenn höfðu svipaða sögu að
segja, er þeir komu í örugga höfn,
ýmist af eigin rammleik eða í togi.
Edward Heath, fyrrum forsæt-
isráðherra Breta var meðal þátt-
takenda í keppninni, en sigurlíkur
hans urðu að engu er bátur hans
missti stýrið fyrr í keppninni.
Heath tókst að stýra skipi sínu til
hafnar heilu og höldnu, en „þetta
var það versta sem ég hef nokkru
sinni lent í,“ sagði Heath, sem er
þaulvanur siglingagarpur.
„Þessi reynsla var nokkuð sem
enginn vill upplifa aftur,“ sagði
Heath einnig, en hann marðist illa
um allan skokk þegar sjóarnir
riðu yfir. Margir aðrir sægarpar
tóku undir orð Heaths og sögðust
ekki hafa lent í meiri þrekraun á
hafi úti.
Stormar hafa aldrei fyrr gert
eins mikinn usla í siglingakeppni
og að þessu sinni. Kunnugir sögðu,
að það hefði verið mesta mildi að
ekki fórust fleiri, en margar skút-
ur komust við illan leik til hafna
víðs vegar á Englandi, Wales og
Irlandi. Auk manntjónsins hafa
fimm milljón dollara verðmæti
eyðilagst er skipin sukku eða
löskuðust.
í keppninni var siglt um þær
slóðir þar sem Englendingar og
Spánverjar háðu mikla sjóorrustu
í júlí árið 1588. Spánverjar biðu
lægri hlut í viðureigninni við Sir
Francis Drake og hans menn, en
þá setti óveður einnig mark sitt á
leikinn, því dag einn lenti hluti
spánska flotans í stórsjó og fórst
um helmingur sjóliðanna, þúsund-
ir manna.
smtm'1* :!ííl .érií-
Simamynd AP.
Þyrla brezka flugher.sins kemur bresku skútunni Camargue til
aðstoðar, þar scm skútan hrekst löskuð undan suðvesturströnd
Englands. Á dekki skútunnar sést einn úr áhiifn hennar, en
áhöfninni, átta manns, var bjargað um borð í þyrluna.
Elvis Presley, konungur rokksins. Tvö ár éru í dag liðin frá andláti
hans.
Presley aldrei
vinsœlli
TVÖ ÁR ERU í dag, 16. ágúst.
liðin frá því að rokkkóngurinn
Elvis Presley lézt. í lifenda lííi
naut Presley fádæma frægðar, en
frægðarsól hans reis enn hærra
eftir andlátið og njóta sönglög
hans enn meiri hylli nú en
nokkru sinni fyrr.
Hljómplötur með lögum
Presleys hafa verið mjög vinsælar
síðustu tvö árin og hefur hljóm-
plötufyrirtækið RCA vart haft
undan við framleiðsluna. Það sem
af er árinu hafa selzt um 200
milljónir hljómplatna með lögum
Presleys og í allt hefur fyrirtækið
selt um 600 milljónir platna með
lögum hans. Þá berast þær fregnir
frá Memphis, að mikið sé til af
lögum með Presley sem aldrei hafi
verið gefin út, og munu þau nægja
til umfangsmikillar plötuútgáfu
næstu fimm árin.
Kaupsýslumenn margir hafa og
orðið forríkir eftir andlát Pres-
leys. Vinsæll söluvarningur eru
ljósrit af erfðaskrá hans, ökuskír-
teini, hjúskaparskírteini og ýms-
um öðrum skjölum er tilheyrlu
Presley. Þá hefur plakat af forsíðu
blaðsins National Enquirer selzt í
milljónum eintaka, fyrir utan öll
önnur plaköt að sjálfsögðu, en
blaðið birti stóra mynd á forsíðu
af Presley sitjandi í líkkistunni,
sem hann síðar var borinn í til
moldar.
Og nú ætla vínframleiðendur að
njóta góðs af frægð Presleys þar
sem boðað hefur verið sérstakt
Elvis-vín og kappkostað hefur
verið að koma því á markað í
öllum stórmörkuðum og vínútsöl-
um í Bandaríkjunum síðustu daga
svo að landar rokkkóngsins geti
svolgrað það í tilefni dagsins.
Vínið er ítalskt, en átappað í
Kaliforníu. Verður víninu einnig
komið á markað í Evrópu.
Þannig lítur flaska af
Elvis-víninu út.
Chemyenko í ræðu;
Bættri sambúð heit
ið við Kínamenn