Morgunblaðið - 16.08.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
15
Þrátt fyrir að ekki kæmi
dropi úr lofti í Fróðá í heiian
mánuð, gekk laxinn af miklum
krafti í ána. Var hún orðin eins
og tíkarlegasti bæjarlækur. Um
helgina síðustu kom svo sterk
ganga.
Veiðin hefur verið góð eftir
atvikum, en oft hefur laxinn
tekið illa. Um 200 laxar eru
komnir á land þrátt fyrir afleit
skilyrði. Um mánuður er eftir af
veiðitímanum og veiðihorfur
góðar, þar sem deigir dropar
hafa sést öðru hvoru upp á
síðkastið.
Laxinn í Fróðá í sumar er
smærri heldur en áður og hafa
svipaðar fréttir reyndar borist
víðar að. I fyrra var fjórði hver
lax 10 pund eða þyngri, en
meðalþunginn er nú miklu
minni. Þó hafa tveir 15 punda
fiskar verið dregnir. Þá má geta
þess, áð um 100 vænar bleikjur
hafa veiðst í Fróðá í sumar. Það
gæti hæglega orðið metveiði í
Fróðá í sumar, því að áður hafa
mest veiðst 254 laxar á einu
sumri.
Reykjadalsá og
Eyvindarlækur
gefa vel
Halldór Valdemarsson veiði-
vörður sendi Mbl. eftirfarandi
upplýsingar.
1. ágúst höfðu 230 laxar veiðst
á 4 stangir í Reykjadalsá og
Eyvindarlæk, S-Þing. Veiði hófst
14. júní og var treg framan af.
Nú upp á síðkastið hefur veiði
verið mjög þokkaleg. í Vest-
mannsvatni stunda bændur
silungsveiði í net. 1. ágúst hafði
121 lax fengist í net þessi. Á
vatnasvæði Reykjadalsár og
Eyvindarlækjar eru því komnir
á land um 351 lax. Þetta er
heldur minna en á sama tíma í
fyrra, en þá var metveiði á
vatnasvæðinu. Leigutaki er
Stangveiðifélag Húsavíkur.
• Ánamaðkar hafa tekið að
skríða upp á yfirborð jarðar á
nýjan leik eftir að tók að rigna af
og til. Og um leið lækka þeir í
verði. Hafði Mbi. spurnir af því að
verð ánamaðka hefði farið allt
upp í 120 krónur stykkið, eða
jafnvel meira meðan þurrast var
og minnst um maðkana.
Ferlíkið á myndinni var gómað
í fyrrinótt í skjólsælum garði í
Reykjavík. Lengdin á dýrinu er
með ólíkindum og var stundum
enn meiri heldur en myndin sýnir.
Slikir risar eru afar sjaldgæfir og
maðkatínslumaðurinn taldi f
fyrstu að hann hefði gripið um
rótarhnyðju.
Ljósm. Emilía
Grein um íslensk-
ar bókmenntir í
Dagens Nyheter
Frá önnu Bjarnadottur fréttarltara Mbl.'i
Svfþjóð. v
Sænska dagblaðið Dagens Nyheter
birti á mánudag á menningarsfðu
sinni grein ym fslenskar bókmenntir
eftir Harald Gústafsson, fil. cand.
Greinin ber nafnið Ný kynslóð rithöf-
unda á íslandi lýsir Iffi f iðnaðarþjóð-
féiagi (Ny Forfattargeneration pá
Island skiidrar industrisamhallets
vardag). í henni er sagt frá viðfangs-
efnum ungra fslenskra rithöfunda og
bent á að verk þeirra eigi fullt erindi
til annarra en Islendinga.
Greinin hefst þannig: „Nýjungar
eiga sér stað í íslenskum bókmenntum.
Að undanfprnu hafa ungir rithöfundar
vakið mikla athygli með raunveruleg-
um lýsingum á vandamálum nútímans.
Þeir lýsa lífinu í úthverfum Reykjavik-
ur án þess að bera það saman við
heilbrigt sveitalíf eins og áður tíðkað-
ist. Þeir fást við vandamál, sem þurfa
annarra skýringa við en að það sé
bandarískur her í Keflavík.
Síðan á striðsárunum hefur íslenskt
þjóðfélag þróast mjög ört. Nýmóðins-
borg í iðnaðar- og velferðarríki hefur
risið og íbúarnir hafa unnið myrkr-
anna á milli til þess að verða ekki á
eftir í velferðarkapphlaupinu.
En á 8. áratugnum hefur velferðinni
verið ógnað af olíuvanda og fallandi
fiskverði. Hversdagsleiki iðnaðarþjóð-
féiagsins hefur hafið innreið sína á
íslandi með þau vandamál og félags-
lega skipan sem því fylgir. Hlutverka-
skiptingunni milli húsmóður, verka-
manns og framkvæmdastjóra er lokið
og rithöfundarnir hlaupa til og leikur-
inn getur hafist."
Haraldur Gústafsson nefnir í grein
sinni sex höfunda og bækur þeirra:
Vatn á myllu kölska eftir ólaf Hauk
Símonarson, Milljón prósent menn
eftir Ólaf Gunnarsson, Einkamál
Stefaníu eftir Ásu Sólveigu, Eldhús-
mellur eftir Guðlaug Arason, Sálu-
messu eftir Þorsteinn Antonsson og
Leið 12 Hlemmur-Fell eftir Hafliða
Vi%helmsson. Hann segir söguþráð
bókanna og leggur eigin dóm á þær
fáum orðum. Hrifnastur er hann af
bókum Ólafs Gunnarssonar, Ásu Sól-
veigar og Þorsteins Antonssonar sem
hann segir með mjög góðan stíl og
eftirtektarverðu viðfangsefni og geri
það að verkum, að „full ástæða sé til að
hafa vakandi auga með nýjum merkj-
um frá íslandi", á bókmenntasviðinu.
Þad sem ryd-
fellir meitilinn
SVART Á HVÍTU
1. tbl. 3. árg. 1979.
Ábyrgðarmaður.
Þórleifur V. Friðriksson.
Hönnun og frágangur:
Þórleifur V. Friðriksson
og Björn Jónasson.
Utgefandi:
Gallerí Suðurgata 7 Reykjavík.
Það hefur ekki þótt heiglum
hent úr hópi þýðenda að glíma við
Ezra Pound. Engu að síður hafa
nokkrir ofurhugar látið til skarar
skríða: Kristinn Björnsson sendi
frá sér bók með Poundþýðingum,
Helgi Hálfdanarson þýddi Pound,
Málfríður Einarsdóttir líka og
Sigurður A. Magnússon: eflaust
einhverjir fleiri sem ég man ekki
eftir í svipinn.
Sérhver tilraun til að þýða ljóð
höfuðskálda samtímans eins og
Ezra Pounds hlýtur að vekja
athygli. í nýjasta tölublaði Svarts
á hvítu er þýðing eftir Sverri
Hólmarsson á Canto XLV úr
Cantos eftir Pound. Ljóðaþýðingar
eftir Sverri hafa áður birst í
tímaritum, m.a. á verkum banda-
rísku skáldanna Roberts Lowells
og Sylvíu Plath. Á sínum tíma
þýddi Magnús Ásgeirsson ljóð
bandarískra skálda og skildu þær
þýðingar eftir sig spor í íslenskri
ljóðlist. Á undanförnum áratugum
hefur verið mikill lífskraftur í
bandarískri ljóðlist og er af nógu
að taka fyrir áræðna þýðendur.
Satt er það að Cantos er erfið
bók, bæði lesendum og þýðendum.
En margir kaflar hennar eru tær
skáldskapur. Canto XLV eða Við
okur eins og kaflinn nefnist öðru
nafni er með því aðgengilegasta í
Cantos. Mér virðist Sverri
Hólmarssyni hafa tekist vel að
túlka þetta verk og vonandi lætur
hann ekki staðar numið.
Poundaðdáanda er þessi þýðing
kærkominn endurfundur, til að
mynda þessar línur.
Okríð ryðfellir meitilinn
það ryðfellir iðn o* meiatara
það nagar þráð f vefatól
emrinn lærir að sauma gullþráð
f mynstur þess;
asúrhlátt fölnar við okur;
akarlatspell er án útsaums
smaraxðar finna engan Memlinx
Ezra Pound
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
okrið deyðir barn f móðurkviði
það dvelur biðilsför ynirissveins
leiðir uppdráttarsýki til sænKur. liggur
milli unxrar brúðar og brúðxuma
CONTRA NATURA
Hórur eru leiddar til Eleusis
Lfk eru Iökó á veisluborð
f nafni okurs.
Svart á hvítu er fjölbreytt tíma-
rit. I því er m.a. grein um
Reggaetónlist sem upþrunnin er á
Jamaica og hefur orðið þáttur í
uppreisn gegn kerfinu. Viðtal er
við Jon Teta tilraunaleikhúsmann
í New York sem setti upp
Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs-
son í off-off Broadway leikhúsi
sínu The Open Space. Einnig er
Gallerí með myndum eftir unga
listamenn: Svölu Sigurleifsdóttur,
Birgi Andrésson, Hannes Lárus-
son og Bjarna Þórisson. Fjallað er
um kvikmyndasögu. Birt er viða-
mikil grein eftir Hans Magnus
Enzensberger: Drög að fjölmiðla-
fræðum. Svona grein skrifa aðeins
Þjóðverjar. Ymsar upplýsingar
sem fram koma í greininni eru
gagnlegar og ályktanir höfundar
eru langt frá því að vera vanaleg-
ar. Rökvíslega eru ýmsir marx-
ískir spámenn teknir til bæna.
Þýdd er smásagan Svarthöltið
eftir Bandarikjamanninn Bernard
Malamud. Þetta er smellin saga
eins og vænta mátti og er ekki
vanþörf á að kynna íslenskum
lesendum bandaríska sagnagerð.
Fáir íslendingar munu víst hafa
þekkt verk Saul Bellows þegar
hann fékk Nóbelsverðlaunin um
árið. Þýðendur Svartholsins eru
Einar Kárason og Pétur Örn
Björnsson og bendir sá fyrrnefndi
á að margt ungt fólk á íslandi
sæki „andlegt viðurværi" til
bandarískra höfunda (Kurt
Vonnegut, Jerzy Kosinski, Willi-
am Burroughs, John Updike).
Af öðru bókmenntaefni í tíma-
ritinu staðnæmist lesandi við nýtt
ljóð eftir Guðberg Bergsson: Það
nægir náttúrunni að vera nafn-
laus. Ljóðið hefst á þessum orðum:
Þcir breyta ok umhverfa sem óánæKju
skapa.
En ég umxenKst hlutina eins ok nýfæddir
væru.