Morgunblaðið - 16.08.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
5
Garyrkjuskóli ríkisins fertugur:
Fjölbreytt sýning í
tilefni af mælisins
GARÐYRKJUSÝNING verður
opnuð sunnudaginn 19. ágúst í
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði og stendur sýningin til
sunnudagsins 29. ágúst. Garð-
yrkjuskólinn er fjörutíu ára um
þessar mundir. en hann var
stofnaður árið 1939. Með þessari
afmælissýningu er m.a. ætlað að
sýna almenningi hvað áunnist
hefur á undanförnum árum og
hvernig hægt er að tæknivæða
garðyrkju á íslandi.
Á liðnum árum, sérstaklega
síðasta áratug, hefur orðið mikil
þróun á ýmsum sviðum garðyrkj-
unnar. Þessar framfarir byggjast
á auknum undirstöðurannsóknum
og betri hagnýtingu þeirrar þekk-
ingar sem fyrir er um þessar
mundir, ásamt skipulögðum rækt-
unaráætlunum. Allir þeir, sem
vinna að garðyrkjumálum, þurfa
að fylgjast með á þessu sviði og
hagnýta sér þá tækni sem völ er á
til að standast harðnandi sam-
keppni.
Á undanförnum árum hefur
skólinn átt mikið og gott samstarf
við ýmis samtök sem tengjast
garðyrkjunni og aðra, bæði ein-
staklinga og stofnanir. Ýmis fé-
lagasamtök, félög og stofnanir
taka þátt í sýningunni og má þar
Borgarráð mótmæl-
ir synjun á hækk-
unarbeiðni SVR
Fóru fram á 28% hækkun en
samgönguráðuneytið synjaði
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti á þriðjudag að mótmæla
mjög eindregið synjun
stjórnvalda á beiðnum á hækkun
fargjalda Strætisvagna Reykja-
víkur. Farið hafði verið fram á að
fargjöld strætisvagnanna yrðu
hækkuð um 28% en í bréfi, sem
lagt var fram í borgarráði hafn-
aði samgönguráðupeytið þessari
beiðni og sagði að það væri gert í
samráði við gjaldskrárnefnd.
Björgvin Guðmundsson, formað-
ur borgarráðs sagði að borgar-
ráð teldi að þessi hækkunar-
beiðni hefði ekki fengið faglega
meðhöndlun hjá ráðuneytinu og
sýnt væri að borgarsjóður þyrfti
í ár að greiða um 1 milljarð
króna með rekstri Strætisvagna
Reykjavíkur.
Ályktun borgarráðs hljóðar svo:
„Borgarráð mótmælir mjög ein-
dregið synjun stjórnvalda á beiðn-
um um hækkun strætisvagna-
fargjalda og telur hana í algjöru
ósamræmi við þarfir strætisvagn-
anna til að geta haldið uppi
nauðsynlegu almenningsvagna-
kerfi. Telur borgarráð enn' brýnna
nú vegna síhækkandi bensínsverðs
að strætisvagnarnir geti rekið sem
besta þjónustu. Fáist ekki eðlileg
hækkun á fargjöldum strætis-
vagnanna til samræmis við aðrar
hækkanir hlýtur það óhjákvæmi-
lega að valda samdrætti í rekstri
þessa nauðsynlega þjónustufyrir-
tækis."
Björgvin Guðmundsson sagði að
vegna rekstrarhalla strætisvagn-
anna væri mikilvægt að fá hækk-
un á fargjöldunum en þar til
viðbótar kæmi að borgarráðsmenn
teldu þessa afgreiðslu samgöngur-
áðuneytisins vera í andstöðu við
þá stefnu, sem stuðla bæri að á
tímum hækkaðs bnensínsverðs, að
auka þjónustu strætisvagnanna
við borgarbúa, þannig að fólk geti
í auknum mæli notað strætisvagn-
ana í stað einkabíla.
Leiðrétting
Á blaðsíðu tvö í Morgunblaðinu
á sunnudaginn hefur slæðst inn
villa í frétt um umsækjendur um
bæjarfógetaembættið í Kópavogi.
Hefur föðurnafn eins umsækjanda
brenglast, þar sem Rúnar Guð-
jónsson er sagður Gíslason. Hið
rétta er að hann heitir Rúnar
Guðjónsson, sýslumaður í Hólma-
vík.
Viðkomandi eru beðnir velvirð-
ingar á meinlegri villu.
100 kennarar áendur-
menntunarnámskeiði
KENNARAHÁSKÓLI íslands
gengst í sumar að vertju fyrir
mörgum námskeiðum fyrir starf-
andi grunnskólakennara. Á öllu
landinu eru um 3000 kennarar
starfandi á grunnskólastigi,
þriðjungur þeirra sækir endur-
menntunarnámskeið í sumar.
Nýlokið er námskeiði í dönsku
og ensku. Nú standa yfir námskeið
í kristnum fræðum, námskeið
fyrir æfingakennara, námskeið í
sjóvinnu og námskeið um breytta
starfshætti í skólum vegna
kennslu í blönduðum bekkjum,
samkennslu árganga og samþætt-
ingar. í byrjun næstu viku hefjast
Leiðrétting
Föðurnafn Aðalbjargar Guðnýj-
ar Guðnadóttur Kúld misritaðist í
fyrirsögn á minningargrein í blað-
inu í gær. — Eru viðkomandi
beðnir afsökunar á þeim mistök-
um.
námskeið í stærðfræði og sam-
félagsfræði í Reykjavík og nám-
skeið í íslensku sem haldið verður
á Hallormsstað.
Olíustyrkur
hækkar í 15
þús. krónur
ÁKVEÐIÐ hefur verið í samræmi
við samþykkt rfkisstjórnarinnar
að hækka olfustyrk. Styrkur þessi
hefur verið 8.500 á mann á 2.
ársfjórðungi 1979, en var kr.
5.000 á fyrsta f jórðungi þessa árs.
Samkvæmt hinni nýju samþykkt
ríkisstjórnarinnar verður olíu-
styrkur hins vegar kr. 15.000 á
mann á 3. fjórðungi ársins 1979 og
fyrir síðasta fjórðung ársins
verður olíustyrkur á mann nokkru
hærri en á þriðja fjórðungi ársins.
í undirbúningi er nú endurskoð-
un á reglugerð um olíustyrk.
nefna Búnaðarfélag íslands, Félag
blómasala, Félag garðyrkju-
manna, Félag skrúðgarðyrkju-
meistara, Félag íslenskra garð-
miðstöðva, Garðyrkjufélag ís-
lands, Samband garðyrkjubænda
og Sölufélag garðyrkjumanna.
Sýningarsvæðið er stórt og
munu nemendur skólans veita
gestunum leiðsögn um svæðið. Þá
verða kaffiveitingar á boðstólum
og verða þær í svokallaðri Fífil-
brekku. I nýja skólahúsinu verður
upplýsingaþjónusta og jafnframt
því verður blóma- og grænmetis-
sýning í gróðurskála sem er í
miðju húsinu. Einnig vérður garð-
yrkjustöðin opin almenningi, en
þar eru mörg gróðurhús og kennir
margra grasa.
Garðyrkjuskólinn er þriggja ára
skóli, bóklegur og verklegur.
Námsbrautir eru þrjár, ylrækt,
skrúðgarðyrkja og plöntunáms-
braut. Nýir nemendur eru teknir í
skólann annað hvert ár og næst
verða teknir í skólann nemendur
haustið 1980. Þá eru fræðslunám-
skeið vaxandi liður í starfsemi
skólans, en á þeim námskeiðum
fer m.a. fram tilsögn í ræktun
algengra matjurta og garðagróð-
urs. Þá er einnig tilraunastarf-
semi ríkur þáttur í starfseminni,
og hefur nýlega verið sett upp
tilraunagróðurhús við skólann
með fjölbreyttum tæknibúnaði og
verður sýningargestum m.a. gef-
inn kostur á að kynna sér það.
Á barnum nýja í Hótel Stykkishólmi.
Ljósm. Mbl. F.P.
Bar opnaðurí
Hótel Stykkishólmi
NU NYVERIÐ var opnaður
bar í Hótel Stykkishólmi.
Að sögn hótelstjórans, Guð-
rúnar Þorsteinsdóttur, er
með opnun barsins hægt að
veita gestum hótelsins, sem
eru að meiri hluta til út-
lendingar mun betri þjón-
ustu.
Guðrún sagði, að aðsókn
að hótelinu í sumar hefði
verið mjög góð. Taldi hún, að
breyting hefði orðið á ferða-
háttum landsmanna, þannig
að nú væru mun fleiri farnir
að uppgötva Snæfellsnesið,
eins og hún orðaði það.
Hringvegsferðirnar, sem
hefðu verið mjög vinsælar
allt frá árinu 1974, væru nú
ekki lengur allsráðandi. Hún
sagði einnig, að útlendingum
á hótelinu færi fjölgandi og
hefði hún orðið vör við undr-
un þeirra á, að ekki væri
hægt að fá vín með mat á
hótelinu. „En nú er það
vandamál úr sögunni," sagði
Guðrún í lokin.
HOOVER
ekki bara ryksuga...
Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins
ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því
margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær
ekki eins og t.d. • Klistur •Þráðarenda
• Dýrahár • Sand úr botni
• Bakteriumyndandi sveppa- og gerlagróður
Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætið
sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um
snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta.
Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur.
HOOVER
ég banka,bursta
ogsýg...
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670