Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
heldur allt tekið með, sem inn
kemur og rými er fyrir. Þetta
gerir sýningar þeirra félaga
einatt öllu fremur sundurlausar
en fjölbreytilegar. Sýningarnar
hefðu meiri þunga og slagkraft,
ef þær væru grisjaðar og hinum
léttvægari vinnubrögðum hafn-
að — slíkt skapar einmitt nauð-
synlegan metnað, sem er undir-
staða átaka við efniviðinn og þá
jafnframt allra framfara. Því
vandaðri sem sýningarnar eru,
hvað val verka snertir, frágang
og uppsetningu, þeim mun meiri
tiltrú fær fólk á viðleitni lista-
mannanna og þeim mun fleiri
leggja leið sína á þær.
Skyldi það máske vera hin
lýðræðislega þróun framtíðar-
innar að hafa allt með á öllum
sýningum, hversu rislágt sem
það er? Algjör uppgjöf sýningar-
nefndar FIM á sl. ári gat bent í
átt til þess. öll myndlistarfélög
verða að gæta þess, að eins lök
félagssýning gerir meira illt en
margra ára þrotlaus vinna við
uppbyggingu slíkra sýninga. Það
er öðruvísi staðið að hinum
rismiklu úti- og innisýningum
erlendis en t.d. götumörkuðum á
myndlist, en þeir eru árviss
viðburður í ýmsum stórborgum
og eiga fullan rétt á sér, en er
stofnað til útfrá allt öðrum
viðhorfum.
Þessar hugleiðingar eru fram
settar vegna þess að undirrituð-
um finnst að betur hefði mátt
vera staðið að sýningu Mynd-
höggvarafélagsins, og raun er
að, er menn sem eiga að vera
mjög vel menntaðir í högg-
myndalist, virðast kasta höndum
til verka sinna, — eða geta þeir
ekki betur? Víst eiga þeir að geta
betur og hafa gert miklu betur.
Þótt unnið sé í margvíslegum
efnivið á sýningunni, þá virðist
takmarkaður áhugi vera fyrir
hendi til umbúðalausra átaka
við sérkenni efniviðarins, eins og
t.d. Sigurjón Ólafsson er meist-
ari í, léttfengnar lausnir eru
miklu nærtækari, þvæld form og
takmörkuð alvara og næsta lítil
sköpunargleði.
Myndhöggvarafélagið hefur
sýnt mikinn dug og fram-
kvæmdagleði, frá því að það var
stofnað fyrir fáeinum árum. Þeir
félagar fengu inni á Korpúlfs-
stöðum, svo sem kunnugt er, og
þar hafa nokkrir þeirra vinnuað-
stöðu. Jafnframt er unnið að
frekari innréttingum í húsnæð-
inu, m.a. íbúð, sem hægt verður
að nota sem bústað fyrir útlenda
myndlistarmenn, er koma hing-
að til að miðla af þekkingu sinni.
Framkvæmdirnar á Korpúlfs-
stöðum hafa gefið góða raun, svo
sem við mátti búast, því að
skortur á aðstöðu hefur löngum
háð myndhöggvurum sem öðrum
myndlistarmönnum og hefur
óþarflega mikil orka farið í það
hjá sumum að koma þaki yfir
höfuð sér. Orka, sem farsælla
hefði verið fyrir alla aðila að
virkja við gerð myndlistarverka.
— Þriðji hluti sýningarinnar
„Sumar á Kjarvalsstöðum" er
framlag Myndhöggvarafélags-
ins, og sýna þar 15 félagsmenn
31 verk unnin í margvísleg efni.
Það er allgóð aðstaða til að
sýna höggmyndir að Kjarvals-
stöðum að sumarlagi, einkum í
tengigangi milli sala, þar sem
kaffistofan er nú staðsett, og í
bjartari hluta ganganna með-
fram vestri og eystri sal, stétt-
inni bak við húsið og raunar
einnig á sjálfu túninu. En í
dimmunni við aðalinnganginn ætti
enga höggmynd að staðsetja, því
að hvergi er jafn skuggsýnt og
hafa margar höggmyndir orðið
illa úti, er þar hafa verið stað-
settar.
Sýningar myndhöggvara-
félagsins eru settar upp eftir
ankannalegu fyrirkomulagi og
samkvæmt undarlegu lýðræði,
en myndir virðast ekki vera
valdar sérstaklega á sýningar,
SUMAR
á Kjarvalsstöóum
- % júlí og ágúst 1979t. ,
Þessi ádrepa er til komin
vegna þess, að nýverið skoðaði ég
frábæra inni- og útisýningu
skúlptúrverka í Veksölund í
nágrenni Kaupmannahafnar og
er samanburðurinn hér næsta
Sýning
Mvndhöggvara-
félagsms
" sÉaHB
óhagstæður á vinnubrögðum og
efnislegri tilfinningu. Eg á að
sjálfsögðu við heildaráhrifin
frekar en einstök verk, en ýmsir
standa sig ágætlega á sýning-
unni svo s'ém Níels Hafstein, er
kemur mjög á óvart með
klassískum, en þó um leið „últra
móderne" vinnubrögðum.
Jóhann Eyfells, Jón Gunnar
Árnason og Guðmundur Bene-
diktsson staðfesta allir styrk
sinn og stöðu sem listamenn á
alþjóðamælikvarða. ívar Helga-
son á vel unna en mjög ófrum-
lega uppröðun fjörusteina. Mað-
ur er búinn að sjá þetta ótal
sinnum á undanförnum árum.
Performans Rúrí sýnist ekki
hafa verið jafn áhrifaríkur og
fyrri framtök hennar á því sviði.
Sverrir Ólafsson hefur gert
miklu sterkari verk og skemmti-
legri. Mynd Snorra Sveins er
snotur, en ég var furðu lengi að
koma auga á hana eftir að hafa
skoðað magnaðar myndir Sigur-
jóns á Septem-sýningunni.
Snorri er óskrifað blað á þessum
vettvangi. Það er of stutt síðan
Nató-hreiður Bjarna H. Þór-
arinssonar var á sýningu á
Kjarvalsstöðum, til þess að
endursýning sé réttlætanleg.
Verk Þorbjargar Pálsdóttur eru
illa staðsett og þau hefðu notið
Tekjur bænda hækk-
uðu um 100% milli ára
TEKJUR bænda árið 1978 voru í
krónum taldar mun hærri en árið
1977 og er hækkun milli ára um og
yfir 100% eftir búgreinum. Kemur
þetta fram í yfirliti yfir búreikn-
inga, sem færðir voru f samvinnu
við Búreikningastofu landbúnaðar-
ins á árinu en alls færðu 220
bændur búreikninga árið 1978.
Eftir niðurstöðum búreikninganna
hefur afkoma í landbúnaði sjaldan
verið betri en árið 1978 að því er
segir í frétt frá Búreikningastof-
unni. Mjólkurframieiðslan jókst
um 9.6% á búreikningabúunum og
sauðfjárinnlegg um 2.7% Áburðar-
notkun jókst um 5.82% og kjarnfóð-
urnotkun um 2%, en búin stækkuðu
um 5%.
Árið 1977 var veltan um 7.089
þúsund kr. en árið 1978 um 12.173
þúsund kr. og nemur sú hækkun um
72%, en framleiðslukostnaður hækk-
aði um 50%. Áburður og kjarnfóður
eru stærstu kostnaðarliðir við bú-
reksturinn og þeir liðir hækkuðu
minna eða um 37%.
Af framleiðslutekjum áttu bænd-
ur 43,3% eftir fyrir vinnu fjölskyld-
unnar og vexti af eigin fé. Hagstæð-
ara hlutfall útgjalda og tekna í
búrekstri hefur ekki verið frá árinu
1967 eða eftir að búreikningar voru
gerðir upp á þennan hátt.
Árið 1965 var hagstætt bændum
og ekki er ólíklegt að árið 1978 sé
nokkuð sambærilegt, eða jafnvel enn
betra.
Sem fyrr sagði færðu 1978 220
bændur búreikninga en til lokaupp-
gjörs voru tekin 152 bú. Þau 68 bú,
sem ekki eru tekin með teljast
afbrigðileg t.d. þar sem tekjur koma
frá öðru en landbúnaði eða af öðrum
búgreinum en sauðfjár- og naut-
griparækt. Af búunum 152 voru
kúabú 66, sauðfjárbúin 42 og blönd-
uðu búin 44. Stærð búanna er metin í
ærgildum og er ein kýr sögð jafn-
gilda 20 kindum eða 20 ærgildum.
Meðalstærð búreikningabúanna árið
1977 reyndist vera 608 ærgildi eða
5% stærri en árið 1977. Kúabúin eru
stærst eða 797 ærgildi, blönduðu
búin 531 og sauðfjárbúin minnst 403
ærgildi.
Meðal fjölskyldulaun af landbún-
aði og vextir af eigin fé reyndust
vera 5.280 þúsund kr., þegar eignir
hafa verið afskrifaðar um 990 þús.
kr. Að krónutölu eru þetta mun
hærri tekjur en árið 1977 eða 110%
hækkun. Launatekjur fyrir aðra
vinnu eru að auki 247 þúsund kr.
Kúabúin sýndu hæstar fjölskyldu-
tekjur eða kr. 5.888 þús. kr. (hækkun
um 100%) en sauðfjárbúin sýndu að
meðaltali 4754 þús. kr. (hækkun
113%) og blönduðu búin 4.868 þús.
kr. (hækkun um 110%).
Á undanförnum árum hafa orðið
nokkrar sveiflur í tekjum eftir bú-
tegundum. Árið 1969 til og með
árinu 1973 skipa kúabúin efsta sæti
en árin 1974 og 1975 skipa sauðfjár-
búin efsta sæti. Árið 1976 eru
svipaðar fjölskyldutekjur hjá þess-
um þremur bútegundum, en árið
1977 og 1978 skipa sauðfjárbúin
neðsta sæti. Ein aðalástæða fyrir
þessum breytingum eru sveiflur í
afurðamagni eftir árskú og kind frá
ári til árs. Meðalnyt hefur hækkað
síðustu þrjú árin en afurðir eftir
kind staðið í stað. Kjarnfóður hefur
einnig hækkað minna en aðrir liðir,
en sá liður er langstærstur á kúabú-
unum. Að jafnaði seldu bændur
afurðir fyrir 12.173 þús. kr. en af því
fara 6.894 þús. kr. í greiðslur fyrir
áburð, kjarnfóður þ.e.a.s. fram-
leiðslukostnað annan en vinnu fjöl-
skyldu og vexti af eigin fé, er nemur
þá 5.280 þús. kr. eins og að ofan
greinir. Samsvarar það 1254 kr. á
klst.
Meðal framleiðslumagn mjólkur á
býli var 51.545 lítrar, en var 47.040 I
árið 1977. Árskýr voru 15,16 og
meðalnyt því 3.400 1 og er það 2%
hærri meðalnyt en árið 1977, sem
var 3.332 1. Innlagt nautakjöt var 923
kg á býli. Framleiðslutekjur á árskú
voru 461.772 en breytilegur kostnað-
ur 176.218 kr. og framlegð því
285.554 kr. og er það 124% hækkun
f.f. ári. 7 bændur sýndu framlegtð á
árskú yfir 400 þúsund kr. en 10 undir
200 þúsund kr. Kjarnfóðurmagn á
árskú var 1.020 kg og hafði minnkað
um 74 kg en graskögglar voru 121 kg
og höfðu aukist um 44 kg.
Meðalinnlegg kindakjöts var 3.929
kg en var 3.826 kg árið 1977. Vetrar-
fóðraðar kindur voru 121 eða jafn
margar og árið áður. Innlagðir voru
229 dilkar eða 1,08 dilkar eftir
vetrarfóðraða kind. Meðal fallþungi
var 14.68 kg og reiknað dilkakjöt
eftir vetrarfóðraða kind 18,1 kg en
var 18 kg árið áður. Reiknaður
kjötþungi eftir á (meðtalin gemsa-
lömb) var 22,19 kg en var 22,17 kg
árið áður. Kjarnfóðurmagn á kind
var 20,3 kg og 5,3 kg graskögglar.
Meðalframlegð á kind var 16.568 kg
en árið áður 8.822 kg og er það 88%
hækkun. Framleiðslutekjur á kind
voru 22.623 kg en breytilegur kostn-
aður 6057 kr. 25 býli sýndu framlegð
á kind yfir 20.000 kr. en 8 neðan við
10.000 kr.