Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 Veður víða um heim Akureyri 7 skýjað Amsterdam 25 skýjað Apena 30 bjart Barcelona 27 skýjað Berlin 27 sólskin Brussel 24 skýjað Chicago 19 bjart Denpasar, Bali 32 bjart Feneyjar 26 heiðríkt Frankturt 29 skýjað Genf 25 mistur Helsinki 23 bjart Hong Kong 33 bjart Jerúsalem 26 skýjað Jóhannesarborg 18 skýjaö Kaupmannahöfn 20 rigning Las Palmas 24 lóttakýjað Lissabon 26 sólskin London 20 sólskin Los Angeles 26 skýjað Madrid 36 sólskin Majorka 32 heiðríkt Malaga 30 heiðríkt Miami 30 skýjað Montreal 22 skýjað Moskva 21 bjart Nýja Dehli 34 skýjað New York 28 skýjað Osló 19 skýjað París 24 bjart Rio de Janeiro 28 bjart Rómaborg 28 bjart Reykjavík 11 léttakýjað San Francísco 18 bjart Stokkhólmur 22 sólskin Sydney 33 rigning Teheran 35 bjart Tel Aviv 29 skýjað Tókíó 32 akýjað Vancouver 15 akýjað Vínarborg 28 sólskin Ventura verði framseldur Rómaborg, 15. ág. AP. Reuter. ÍTALSKA stjórnin mun fara þess á ieit við stjórn Argentfnu, að framseldur verði þaðan hægri- sinnaður nýfasisti og hryðju- verkamaður, Giovani Ventura, sem var handtekinn í Buenos Aires í dag, en hann hafði verið dæmdur í lifstíðarfangelsi á ítalfu fyrir hryðjuverk. Hann var aðili að mörgum mannskæðum hryðjuverkum á ítaifu en slapp úr haldi f janúar sl. Ventura var forsprakki sprengjutilræðis í banka í Mílanó fyrir tíu árum, þar sem 16 manns létust og níutíu manns slösuðust. Innanríkisráðherra Ítalíu, Rognoni, skýrði frá þessu í dag og lét þess þá ekki getið hvort vitað væri um afdrif annars hryðju- verkamanns, Franco Freda, sem slapp úr gæzluvarðhaldi nokkru fyrr en Ventura. 99 Guð var með mér” Velktist í sjónum í 24 tíma Miami, Norfolk. 15. ágást AP — Reuter „ÉG HÉLT að þetta væri mitt sfðasta, en reyndi þó að vera rólegur og halda mér á floti, oft fannst mér sem ég væri búinn að tapa allri skynjun, og þegar kafbáturinn birtist taldi ég mér trú um, að ég væri orðinn brjálaður og farinn að sjá of- sjónir. En guð hlýtur að hafa verið með mér fyrst ég er enn í lifenda tölu.“ . „ Þannig mæltist finnska sjómanninum Antti An- tero Kamppuri í viðtali við fréttamenn er hann kom til Flórída í dag eftir óvenjulega lffsreynslu, 24 klukkustunda volk f sjó án björgunarvestis. Kamppuri féll fyrir borð af finnska fragtskipinu Finnbea- ver, er skipið var statt suður af Bimini á Bahamaeyjum, að því er talið er. Það var á sunnudag, en síðla mánudgs var honum bjargað um borð í bandarískan kjarnorkukafbát er var við æf- ingar í Karíbahafi, um 60 sjómíl- ur í austur frá Fort Lauderdale á Florida. Ekki var bandarísku strand- gæzlunni tilkynnt um hvarf Kamppuri fyrr en um sólarhring eftir að hans var saknað af skipinu. Talsmaður strandgæzl- unnar sagði í dag, að Kamppuri hefði verið óvenjulega hress eftir volkið, og ómeiddur ef frá væri talin smá skráma. Bátur strand- gæzlunnar sótti Kamppuri um borð í kafbátinn og færði hann til hafnar í Miami. Olíuinnflutningur til Vestur-Þýska- lands hefur vaxið Wiesbaden, Vestur-Þýzkalandi, 15. ágúst, Reuter. Olíuinnflutningur til Vestur-Þýzkalands jókst um 21 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir eindregnar hvatning- ar um að menn spöruðu orku eftir því sem þeir lífsins lifandi gætu. Var greint frá þessu í opinberri skýrslu í dag og þar vakin athygli á því enn sem fyrr að Vest- ur-Þýzkaland væri mesta olíuinn- flutningsland í Evrópu. Innflutn- ingurinn var á þessum ofan- greinda tíma 52.8 milljón tonn af olíu, níu milljón tonnum meira en samtíma 1978. Um var að ræða 110 prósent aukningu á innflutningi frá Nígeríu og frá Bretlandi um 79 prósent. íranir hafa fram að falli Olíu- hækkun í Færeyjum Þórahöfn. 15. ágÚBt, frá fréttaritara Mbl. VERÐ Á húshitunarolíu var í gær hækkað og kost- ar lítrinn nú 1,32 krónur, eða um 90 krónur íslenzk- ar. Aldrei hefur olíuverð verið hærra í Færeyjum og olíufyrirtækin hafa boðað frekari hækkanir seinna 1 mánuðinum. Verð á ben- zíni í Færeyjum er nú krónur 2,86, eða um 200 íslenzkar. Herir NATO í Tyrklandi veikir WaxhinKton — 15. ágúst — Reuter, TALSMAÐUR banda rískrar þingnefndar, sem nýverið kom úr ferð um Evrópu þar sem nefndin athugaði styrk herja NATO í álfunni, sagði í dag, að máttur herjanna í suðurhluta álfunnar, eink- um og sér í lagi í Tyrk- landi, væri hættulega lítill. Bæði skorti herina þar vopn og æfingu. Talsmaðurinn sagði, að ástæðan væri fyrst og fremst sú, að of takmörkuðu fjármagni hefði verið varið til að endurnýja vopn og til æfinga. Stæði bandalaginu hætta af þessari þróun, sem rekja mætti til örðugleika Tyrkja í efnahags- og varnarmálum. Herafli NATO í Tyrklandi er talinn mjög mikilvægur, einkum með tilliti til bandarískra hags- muna í olíuríkjum Miðaustur- landa. Fangelsi fyrir vikið Austur-Berlín, 15. ágÚBt. Reuter. VESTUR-Berlínarbúi einn, Peter Adolph að nafni, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Austur-Berlín í dag fyrir að reyna ð hjálpa Aust- ur-Þjóðverjum til þess að flýja yíir til Vestur-Þýzkalands, að því er ADN fréttastofa A-Þýzkalands greindi frá í dag. keisara selt V-Þjóðverjum mesta olíu, og dró nú úr henni um 42 prósent. Saudi Arabia seldi V-Þýzkalandi mesta olíu og síðan komu Libya, Nígería og Bretland. ERLENT Frá Morvi í Indlandi eftir að flóðin um helgina sjötnuðu. Sjá má járnbrautarteina sem rifnað hafa upp og þykka eðjuhrauka, en í flóðunum barst mikil eðja til bæjarins, sums staðar margir metrar að þykkt, og grófust hundruð íbúa, ef ekki þúsundir, í þykkri eðjunni. Símamynd- -AP. Vinnufærum í þróunarlöndunum fjölgar um 550 millj. á 20 árum Washington. 15. ágúst. Reuter. VINNUBÆRUM mönnum í þróunarlöndunum mun fjölga um 550 milljónir á næstu tuttugu árum og við það munu skapast ófyrir- sjáanleg vandamál viðvíkj- andi viðvarandi fátækt og atvinnuleysi í þessum löndum, segir í ársskýrslu Alþjóðabankans, sem birt var í dag. Segir þar að viðfangsefnið í þessu sam- bandi sé svo risavaxið að ekki sé hægt að gera of mikið úr því, og skuli þessar staðreyndir æ í huga hafðar. I skýrslunni segir að árið 2000 muni vera fleiri en 5 milljónir íbúa í 40 borgum í þróun- arlöndunum, í samanburði við aðeins tylft í iðnaðar- ríkjunum. Svo kunni að fara að árið 2000 búi til dæmis 30 milljónir í Mex- icoborg. Skriðan í þeirri útþenslu sem Sjóliði tekinn fyrir njósnir , Waðhingrton, 15. ágúst. AP. Reuter. BANDARÍSK stjórnvöld hand- tóku í dag bandarískan sjóliða, sem vann í Pentagon, og ákærðu hann fyrir njósnir í þágu erlends ríkis. Ekki var tilgreint hvaða ríki hér væri um að ræða en sjóliðinn, Lee Eugene Madsen, er ákærður fyrir að hafa selt mikil- væg hernaðarleyndarmál. | Sjóliðinn er hinn fyrsti úr sjóhernum sem hefur verið ákærð- ur í meir en tíu ár. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og háar sektir, verði hann sekur fundinn. hafin sé í þessu sambandi sé óstöðvandi, jafnvel þótt beitt verði harðskeyttri miðstýringarstefnu, segir í skýrslunni, og varað er við aðgerðum sem miði að því að bæta hag þeirra stétta sem skár séu settar á kostnað lágtekjufólks þróunarheimsins. I skýrslunni er hvatt mjög eindregið til að umhverfisvernd verði efld hvarvetna og ekki verði nógsamlega bent á hversu alvar- legt ástand kunni að skapast vegna orkuskorts í heiminum. Lagt er til að reynt verði með öllum ráðum að efla akuryrkju og landbúnað í þróunarlöndunum, bæði til að afla þeirrar fæðu sem ljóst sé að skortur kunni að verða á og til að reyna að halda í skefjum geigvænlegu atvinnuleysi sem við blasi, enda séu 70% vinnufærra manna í þróunarlönd- unum háðir landbúnaði. Nauðsynlegt sé að marka vit- legri stefnu í þróunarlöndunum varðandi takmörkun fólksfjölgun- ar, einkum í ýmsum löndum Suður-Ameríku og Norður-Afríku þar sem fólksfjölgun er um þrjú prósent á ári og takmörkuð við- leitni hafi verið uppi höfð til að stemma stigu við henni. Þetta gerðist 1977: Elvis Presley andast að heimili sínu í Memphis. 1976: Tanaka, fyrrv. forsætis- ráðherra Japans, er ákærður fyrir að þiggja 1.6 millj. dollara í mútur til að tryggja viðskipti Japana við Lockheed-flugvéla- verksmiðjurnar. 1973: Líbanskri vél með 125 farþegum og áhöfn er rænt og snúið til ísraels. Flugræninginn er drukkinn Líbýubúi sem segist vilja sannfæra Israela um að ekki séu allir Arabar fjendur þeirra. 1972: Hassan II Marokkókon- úngi sýnt banatilræði. 1964: Nguyen Khan hershöfðingi tekur við forsetaembætti í Suð- ur-Víetnam af Duong Van Minh sem ýtt er þar með úr valdastóli. 1960: Bretar veita Kýpur sjálf- stæði og Makarios erkibiskúp veröur forseti. 1953: Nasses Egyptalandsforseti hundsar fyrsta fundinn sem haldinn er vegna Súezskurðar- ins. 1953: Keisarasinnar undirbúa aðgerðir í Persíu til að koma Reza Pahlavi keisara aftur til valda. 1827: Súltaninn af Tyrklandi neitar orðsendingum frá Rúss- landi, Frakklandi og Bretlandi þar sem þess er krafizt, að vopnahlé verði samið í stríðinu við Grikki. 1717: Her undir stjórn Eugene prins af Savoy sigrar Tyrki við Belgrad og prinsinn hertekur borgina. Afmæli: Jean dé Lanbunere, franskur ritgerðasmiður, Wil- helm Wundt, þýzkur heimspek- ingur. Andlát: Andrew Marvell, skáld, 1678. Innlent. Sveinn Björnsson verð- ur sendiherra í Danmörku 1920=Sighvatur kemur með lið sitt í Skagafjörð 12I18=Prestsetr- ið í Saufbæ á Hvalfjarðarströnd brennur til kaldra kola 1662=Winston Churchill kemur til Reykjavíkur 1941=Kristján Eldjárn felur Lúðvík Jósefssyni stjórnarmyndun 1978=f. ólafur Friðriksson 1886=Róbert Arn- finnsson 1923=Fyrsta banaslys í falihlífastökki hér 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.