Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 21 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvín Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áakriftargjald 3500.00 kr. ó mónuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Samstaða um Jan Mayen Jan Mayen-málið er nú komið í réttan farveg. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um umræðugrundvöll við Norðmenn. Sá umræðugrundvöllur er í fullu samræmi við tillögur Matthíasar Bjarnasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í landhelgisnefndinni, þannig að sjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa orðið að stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Þar með er full samstaða komin á milli allra stjórnmálaflokka, sem allir munu eiga fulltrúa í viðræðunefndinni sem væntanlega fer til viðræðna við Norðmenn. Þessi samstaða mun styrkja mjög stöðu okkar í þessum viðræðum. Norðmenn hafa af sinni hálfu brugðizt vel við. Frydenlund, utanríkisráðherra, hefur tilkynnt, að Norð- menn muni hætta veiðum við Jan Mayen n.k. laugardag og að Norðmenn séu tilbúnir til viðræðna við íslendinga á grundvelli tillagna íslenzku ríkisstjórnarinnar. Þetta eru jákvæð viðbrögð af hálfu Norðmanna og gefa vonir um, að viðræður þjóðanna tveggja veröi árangursríkar. Eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar í fyrradag og samráð ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er afstaða okkar skýr. Við erum tilbúnir til að viðurkenna útfærslu Norðmanna við Jan Mayen gegn því að þeir viðurkenni og semji um rétt okkar til nýtingar auðlinda hafs og hafsbotns. Á þessi sjónarmið eiga Norðmenn að geta fallizt og þess vegna ekki ástæða til annars en bjartsýni um niðurstöðu viðræðna. Athyglisvert er að á sama tíma og íslenzku stjórnmála- flokkarnir ná samstöðu um umræðugrundvöll við Norð- menn og jákvæð viðbrögð berast frá Norðmönnum, blanda Sovétríkin sér í þetta mál og hafa uppi hótanir um að til aukinnar spennu muni koma á þessu hafsvæði verði lögsaga sett á við Jan Mayen. Þessi yfirlýsing Sovét- manna er hótun bæði við Norðmenn og íslendinga og óþolandi afskiptasemi Sovétmanna af málefnum, sem öðrum kemur ekki við en þessum tveimur þjóðum. Á hvaða forsendum blanda Sovétmenn sér í þetta mál? Ekki eiga þeir tilkall til Jan Mayen. Jan Mayen er ekki á sovézku landgrunni heldur íslenzku. Ákvæði í uppkasti að hafréttarsáttmála gefa Sovétmönnum engan rétt í þessum efnum. Það er því augljóst að Sovétmenn eru að blanda sér í mál, sem þeim kemur ekki við og eru augljóslega að reyna að koma illu til leiðar milli Islendinga og Norðmanna. Með yfirlýsingu sinni um Jan Mayen eru þeir að gefa í skyn, að það sem fram fer á norðanverðu Norður-Atlantshafi, sé þeirra mál og hótunin sem felst í yfirlýsingu þeirra um aukna spennu á þessu hafsvæði komi til útfærslu við Jan Mayen er ekki einu sinni dulbúin. íslendingar og Norðmenn hljóta að vísa þessari yfirlýsingu Sovétmanna á bug og leggja enn meiri áherzlu en ella á að ná samkomulagi um Jan Mayen-svæðið. Það er hins vegar athyglisvert, að ritstjóri Þjóðviljans túlkar þessa hótun Sovétmanna sem stuðning við íslendinga! Sú túlkun ritstjóra Þjóðviljans er óskiljanleg með öllu og sýnir einungis, að þegar Sovétmenn eru annars vegar hlýða þeir Þjóðviljamenn kallinu þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Þessi viðbrögð málgagns eins stjórnarflokkanna við hótun Sovétmanna eru beinlínis hættuleg og þeim mun furðulegri, sem Alþýðubandalagið hefur tekið upp skynsamlega stefnu í Jan Mayen-málinu og átt samstöðu með Sjálfstæðis- flokknum í því máli, sem athygli hefur vakið. I viðræðunum við Norðmenn hljótum við íslendingar að standa fast á þeim grundvallaratriðum, að við munum ekki viðurkenna 200 mílna Iögsögu við Jan Mayen nema Norðmenn viðurkenni rétt okkar til helmingaskipta á aflamagni og til nýtingar á auðlindum hafsbotns og semji við okkur um þessi atriði. Ennfremur er það auðvitað forsenda samninga af okkar hálfu, að 200 mílna lögsaga okkar gildi að fullu í átt til Jan Mayen þannig að þar komi engin miðlína til greina eða „grátt svæði“. Síldarstemmning í Sandgerði „Rauðátan bendir tilþess að síldin muni staldra við” SÍLDIN ER komin! Hringur og Steinunn frá Ólafsvík komu samtals með 300 tunnur af síld til Sandgerðis í gær, en Matt- hildur frá ólafsvík er á leiðinni á miðin. Þessir þrír bátar hafa stundað reknetaveiðar undan Jökli síðan í byrjun þessa mán- aðar. Sérstakt leyfi var gefið til þessara þriggja báta til að veiða fyrir Norðurstjörnuna í Hafnarfirði. Síldina fengu þeir 8—9 mílur suðsuðvestur af Malarrifi en þangað er 6 tfma sigling frá Sandgerði. Að fengnum niður- stöðum mælinga á fituinnihaldi og ástandi síldarinnar, sem bátarnir lönduðu, verður tekin ákvörðun um það hvort rek- netaveiðar verða leyfðar næst- komandi mánudag. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur stefnt að því að veiðarnar hefjist 20. september. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins er reynslan sú, að sfld, sem veiðist fyrir vestan, hefur verið heldur feitari en Suðurlandssfldin. 70 bátar hafa sótt um leyfi til að stunda reknetaveiðar. 93 skip hafa sótt um leyfi til hringnótaveiða í haust, en að því er stefnt að þær veiðar byrji 20. september. Ljóst er að ekki muni allir, sem sóttu um hring- nótaieyfi, fá það og er miðað við að yfirbyggð loðnuskip fái ekki leyfi til veiðanna f ár og ekki önnur skip en þau sem stund- uðu þessar veiðar í fyrra. Síldarilmur og mannlíf Það var líf og fjör á bryggj- unni í Sandgerði í gær þegar verið var að landa síldinni. Vörubílar að koma með ís fyrir næsta túr og að fara með síld til baka. Skærgulir vinnugallar sem mátti sjá menn inni í ef grannt var leitað. Það var ilmur í loftinu sem hefur meira aðdrátt- arafl en Channel 5 á nöktum kroppi Sophiu Loren. Jú, það var síldarilmur! Síldin glitraði í sólinni. Silfur hafsins var horfið frá sínum heimkynnum til þess hlutskipt- ist sem maðurinn hefur búið því — að verða saltað, niðursoðið og hvaðeina annað. Það var slakað og híft til skiptis, allt var á fullu því enginn vildi vera lengur í landi en þörf var. Það var um að gera að drífa sig út á miðin aftur til að fylla bátinn. Sfldin er alltaf óútreiknanleg „Við vorum búnir að leita að síldinni síðan 1. ágúst en fund- um hana ekki fyrr en nú. Sam- kvæmt fyrri reynslu er maður að vonast til þess að hún haldist fram í septembermánuð. Annars þýðir víst lítið að búast við einu eða neinu af henni. Hún er alveg óútreiknanleg og fer algjörlega sínar eigin leiðir," sagði Leifur Halldórsson skipstjóri á Stein- unni, sem kom með 150 tunnur af síld í gær til Sandgerðis. „í fyrra fannst engin síld nema 2 túra í september og síðan var hún horfin. í hitteðfyrra var aftur á móti mokveiði alveg þangað til hún hvarf alveg með öllu einn daginn. Mér sýnist eins og þetta sé alveg ágætis síld, líklega er mest af þessu sumargotssíld þó að það sé vorgotssíld með. Það er rauð- áta í henni og það bendir til þess, að hún hafi nóg æti og muni staldra við,“ sagði Leifur og var horfinn jafn skyndilega og síldin getur látið sig hverfa. Líklega orðinn óþolinmóður að komast aftur til veiða. Allt að glæðast „Ég held að þetta sé allt að glæðast. Við fundum hana 8—10 mílur út af Malarrifi," sagði Haraldur Guðmundsson skip- stjóri á Hring frá Ólafsvík, sem skilaði á land 150—180 tunnum. „En það veltur allt á fituinni- haldinu hvenær hægt verður að fara að salta síldina. Eins og nú er málum háttað verður hún víst soðin niður, flökuð og fryst. En við erum núna að veiða „verðlausan" fisk því síldarverð- ið hefur ennþá ekki verið ákveð- ið. En það verður að ákveða það fyrir 20. ágúst," sagði Haraldur og svo var hann farinn að ræða við Leif. Líklega voru þeir að samræma aðgerðir í næstu at- lögu að síldinni. Og síldarilmur- inn hefur líklega hleypt í þá eldmóði fyrir darraðadansinn á miðunum. Sg. „Svona er á sfld.“ Strákarnir létu aldeilis hcndur standa fram úr ermum við löndunina, til að komast sem fyrst út aftur. Stund milii striða. Lagt á ráðin um baráttuaðferðir gegn sfldinni í næsta túr. Talið f.v. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði, Leifur Halldórsson, skipstjóri, og Haraldur Guðmundsson, skipstjóri. ,Hífa strákar, látið kranann lyfta með mér' Lyftari í sjóinn SÍÐDEGIS í gær varð það óhapp við Sundahöfn í Reykjavík, að 10 tonna lyft- ari fór í sjóinn. Ökumann- inum tókst að henda sér útaf lyftaranum áður en hann hvarf fram af hafnar- bakkanum og varð honum ekki meint af. Myndin var tekin í gær þegar unnið var að því að ná lyftaranum upp úr höfninni. Ljósm. Mbl. Guðmundur Guðjónsson. Ný skattalög tóku gildi um síðastliðin áramót: Sérsköttun hjóna, breytingar á sölu- hagnaði og fymingum, vaxtafrádráttur 10% af launatekjum helstu breytingar — Ekkert hefur enn verið ákveðið um staðgreiðslukerfi skatta NÝ SKATTALÖG tóku gildi um síðastliðin áramót, þann 1. jan- úar 1979, samkvæmt lögum núm- er 40 1978, og eru landsmenn því byrjaðir að vinna sér inn tekjur „FRAMKVÆMDIR við Þjóðar- bókhlöðuna standa ekki fastar vegna fjárskorts, heldur vegna þess að samráðsnefnd um opin- berar framkvæmdir þarf að leyfa útboð áður en það getur farið fram,“ sagði Ragnar Arnalds Matreiðslumenn: Fá 4.1% launa- hækkun og 25 þúsund fyrir jólin DÓMUR hefur verið kveðinn upp í gerðadómi í kjaradeilu Félags matreiðslumanna og Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda. Niðurstaða dómsins varð sú, að matreiðslumenn fá að meðaltali 4.1% launahækkun og í desember fá þeir 25 þúsund króna launaupp- bót. Enn ekki flogið til Jan Mayen FLUGI því, sem dagblaðið Vísir ætlaði að gangast fyrir til Jan Mayen með fulltrúa stjórnmála- flokkanna, var aftur frestað í gær vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Fluginu var sem kunnugt er einn- ig frestað í fyrradag af sömu ástæðum, en ætlunin er að reyna þegar veður leyfir. sem verða skattlagðar samkvæmt hinum nýju lögum. Gestur Steinþórsson skattstjóri í Reykjavík sagði í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins í gær, menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið er hann var inntur álits á því hversu fram- kvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna hafa dregist. Ragnar sagði það vera rétt sem fram hefði komið, að ekki væru í svipinn afgreiddar aukafjárveit- ingar af hálfu fjármálaráðherra eða heimiluð útboð, á meðan ekki hefði verið gengið frá fjármálum ríkissjóðs á þessu ári, eða teknar nýjar ákvarðanir um tekjuöflun. „Fjármálaráðherra hefur tekið þá afstöðu að fresta öllum slíkum ákvörðunum þar til annað hefur verið ákveðið, og Þjóðarbókhlaðan er bersýnilega ein af þeim fram- kvæmdum sem lendir í því stóra stoppi," sagði menntamálaráð- herra ennfremur. „En ég tel það afar mikilvægt að framkvæmdir haldi áfrarn," sagði Ragnar, „og ég get rifjað það hér upp, að þegar verið var að afgreiða fjárlögin var ekki gert ráð fyrir nema 75 milljón króna framlagi til Þjóðarbókhlöðunnar á þessu ári, en síðar tókst samkomulag um það á síðustu stundu að hækka þá upphæð í 200 milljónir króna. Fluttum við fjármálaráðherra til- lögu um það á Alþingi við þriðju umræðu fjárlaga og var sú tillaga samþykkt. Það er því enginn vafi á því að fjárlagaheimild er fyrir hendi, en fjármálaráðherra telur að taka verði þessar stóru ákvarð- anir í fjármálum ríkisins áður en hann hleypir þessari framkvæmd af stað.“ að helstu breytingarnar frá því sem var væru þær að breytt væri skattlagning hjóna. Tekin væri upp sérsköttun að vissu marki, en þó samsköttun einnig að hluta. Breytt ákvæði um söluhagnað og fyrningar hefðu tekið gildi, en það sem í því efni einkum snýr að almennum skattgreiðanda er að kostnaðarverð af söluhagnaði er framreiknað, og mistnunurinn á framreiknuðu kostnaðarverði og söluverði yrði söluhagnaður. Með þessum nýju lögum sagði skattstjóri að ákvæði um að helm- ingur af tekjum eiginkonu komi ekki til skattaálagningar sé nú afnumið. í staðinn kemur að hjón fá nú persónuafslátt fyrir tvo í staðinn fyrir einn og hálfan áður. Ætti þessi breyting því ekki að leiða til aukinnar skattheimtu á hjón að sögn skattstjóra, en reynslan ein gæti þó skorið þar úr um. Minnti hann á að á sínum tíma hefði fjármálaráðuneytið sett upp mikil og lærð línurit sem sýndu breytingar þessar. ALLS haía 328 aðilar lýst kröf- um á hendur þrotabús fyrirtækis- ins Breiðholts hf. hjá Skiptarétti Reykjavíkur og nema kröfurnar alls rúmlega 661 milljón króna en þar til viðbótar koma vaxta- kröfur og kostnaður. Að sögn Unnsteins Beck borgarfógeta kann eitthvað af kröfunum eða hluti þeirra að vera tvftalinn í höfuðstólnum, því ekki hefur enn verið unnt að bera einstakar kröfur saman. Séu lýstar kröfur alls um 661 milljón króna má gera ráð fyrir að höfuðstóllinn að viðbættum vöxtum og kostnaði nemi um 1 milljarði króna. Skiptafundur verður haldinn í búi Breiðholts á mánudag og verða þá lýstar kröfur lagðar fram. Stærstu kröfuhafar í þrotabú Breiðholts eru Gjaldheimtan í Reykjavík, sem hefur lýst 149 milljón króna kröfu vegna opin- berra gjalda, en þar til viðbótar Vaxtafrádráttur verður áfram, og einnig fá nýgift hjón áfram skattaafslátt vegna heimilisstofn- unar. Breytingar verða hins vegar á námsfrádrætti, þannig að nú verður hann ákveðin prósenta af launatekjum í stað ákveðinnar upphæðar áður. Þó verður það aðeins upp að vissu hámarki. Enn má nefna að í staðinn fyrir vaxtafrádrátt og þann frádrátt sem gefinn hefur verið vegna lífeyrissjóðsframlags og stéttafé- lagsgjalds, verður fólki gefinn kostur á að draga í staðinn frá 10% af launatekjum. Slík heimild getur komið sér vel fyrir þá sem hafa lítil vaxtagjöld. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið með staðgreiðslukerfi skatta að sögn Gests Steinþórs- sonar. Frumvarp þess efnis sem lagt var fram um leið og hin nýju skattalög er að framan greinir dagaði uppi á Alþingi síðastliðinn vetur og kom raunar ekki til umræðu þar. kemur krafa frá Gjaldheimtunni upp á nær 10 milljónir króna vegna opinberra gjalda, sem dreg- in höfðu verið af starfsmönnum en fyrirtækið skilaði ekki. Sements- verksmiðja ríkisins hefur lýst kröfu að upphæð nær 53 milljón- um króna og Raftækjaverksmiðj- an h.f. hefur lýst kröfu að upphæð 40 milljónir króna en talið er að einhver hluti þessara tveggja krafna sé tvítalinn. Tollstjórinn í Reykjavík hefur lýst kröfu upp á rúmar 38 milljnir króna, mest vegna söluskatts og Húsfélagið Krummahólum 8 hefur lýst kröfu upp á tæpar 36 milljónir kr. og er það skaðabótakrafa vegna frá- gangs á byggingu. Guðrún Ein- arsdóttir og synir lýsa kröfu upp á 33 milljónir króna og er hún vegna kaupa á húseign af Breiðholti, sem síðar reyndist vera veðsett. Póst- gíróstofan hefur lýst kröfu að upphæð rúmar 18 milljónir króna vegna vangreidds orlofs. Þjóðarbókhlaðan lendir greinilega í hinu stóra stoppi fj ármálaráðherra segir Ragnar Arnalds menntamálaráðherra 328 hafa lýst kröfum í bú Breiðholts, alls rúml. 661 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.