Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 Páll Kolbeins fyrrv. aðalféhirðir - Minning Fæddur 14. maí 1908 Dáinn 7. ágúst 1979 Við fráfall Páls Kolbeins fyrr- verandi aðalféhirðis hverfur úr vinahópnum einn af þeim sam- ferðamönnum, sem ég mun einna lengst minnast. Upphaf kynna okkar var árið 1944 er hann tók við starfi yfir- bókara hjá Eimskipafélaginu. Var ég þá nýbyrjaður að starfa í bókhaldi félagsins. Upp frá því hafa kynni okkar haldist. Páll lét af störfum sökum aldurs árið 1976. Var heilsu hans þá tekið að hnigna. Hafði hann starfað í 32 ár í vandasömum trúnaðarstörfum hjá Eimskipafélaginu; til ársins 1963 var hann yfirbókari, en eftir það aðalféhirðir. Skilaði hann störfum sínum af stakri sam- viskusemi og áhuga. Páli Kolbeins verður tæplega lýst fullkomlega með orðum og þaðan af síður fáum kveðjuorðum, því hann var á margan hátt sérstæður maður. Hér er ekki heldur ætlunin sú, því til þess að þekkja nokkur deili á þessum ágæta manni, þurfti persónuleg samskipti við hann. Er mér það ánægjuefni að hafa notið þeirra. Víst má þó láta þess getið, að hann var góðum gáfum gæddur og miklum mannkostum. Og ýmislegt var honum áskapað af andlegu atgervi umfram það, sem almennt getur talist. Þess vegna eru þeir ótaldir, sem minnast mikilsverðr- ar aðstoðar frá honum og styrks, er hann veitti, oft þegar mest, þurfti við.Fyrir það á hann miklar þakkir skildar. Af öllum var hann vel látinn, bæði meðal starfsfélag- anna og annarra, sem honum kynntust. Þrátt fyrir erfitt starf lét Páll talsvert að sér kveða í félagsmál- um, einkum meðal bindindis- manna og í líknarmálum. Innan félagssamtaka skrifstofufólksins hjá Eimskip, skipaði hann þann sess í hugum allra, að eigi gat annar komið í hans stað. Glaður og hress var hann á góðum stund- um og kunni sér jafnan hóf á flestum sviðum. Slíkra manna er ævinlega minnst sem hinna traustu máttarstólpa í samfélag- inu. Mér var hann kær húsbóndi um árabil. Á ég honum ógoldna þakkarskuld fyrir margvíslegan stuðning og hollar leiðbeiningar í lífi og starfi. Þegar litið er til baka, sé ég betur en áður, hve einstakiega góðar minningar eru frá liðnum samverustundum, enda þótt fátt verði hér talið. Hinar góðu minningar eru verðmæti sem geymast vel þó fá orð séu nú um þær höfð. Um leið og ég kveð Pál Kolbeins og þakka samfylgdina, votta ég eiginkonu hans, börnum og tengdabörnum innilegustu samúð mína. Friður fylgi minningu Páls Kol- beins. S. Þorkelsson Mér brá óneitanlega nokkuð við er ég frétti, að minn gamli vinur og skólabróðir Páll Kolbeins væri látinn. Reyndar kom mér það ekki alveg á óvart, því ég vissi, að hann hafði átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða í nokkur ár, sem hann þó bar með karlmennsku. Páll var fæddur að Melstað í Miðfirði 14. maí 1908, sonur séra Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar og Þóreyjar Bjarnadóttur konu hans og var hann yngstur af 10 systkin- um. Föður sinn missti hann er hann var 3 ára. Eftir það dvaldi hann alllengi hjá séra Halldóri Kolbeins, sem var prestur á Stað í Súgandafirði. Vann hann, er hann óx upp, við verzlunar og útgerðar- störf um skeið. Við innrituðumst samtímis í Verzlunarskóla íslands haustið 1927 og lukum þaðan brottfarar- prófi vorið 1930. Með okkur hófust góð kynni í skólanum og vorum við sessunautar tvo síðstu veturna og mjög samrýmdir á þeim árum. Hann var ágætur námsmaður og félagi, lífsglaður að eðlisfari og stóð framarlega í öllum fél- agsskap nemenda, enda var hann mjög vinsæll meðal skólafélaga sinna. Hann var aðaldriffjöðurin fyrir þátttöku okkar árgangs síðar í nemendamótum skólans og gekkst fyrir þátttöku í þeim af miklum dugnaði. Eftir brottfararpróf fór hann vestur til Súgandafjarðar og starfaði þar um hríð við verzlun' Örnólfs Valdimarssonar. Þaðan hélt hann svo til Englands og Þýzkalands til frekara náms. Skömmu eftir að hann kom heim gerðist hann skrifstofustjóri hjá Prentsmiðjunni Eddu og starfaði þar um alllangt skeið eða til ársins 1944 er hann réðst sem aðalbókari til Eimskipafélags íslands h.f. og tók síðar við starfi þar sem aðalféhirðir félagsins. Eftir að Páll kom heim frá námi kvæntist hann heitmey sinni Laufeyju Valdimarsdóttur, ágætis konu og eignuðust þau 3 mann- vænleg börn. Hann var hamingju- samur maður, mun lífsgleði hans vafalaust hafa létt honum lífs- störfin. Margvísleg önnur störf hvíldu á herðum Páls um dagana. Séstaklega voru mannúðarmál hans aðaláhugamál og helgaði hann þeim krafta sína hverja frístund. í stjórn Barnaheimil- isins Skálatúns var hann frá upphafi. Bindindismaður var hann alla æfi og mjög virkur meðlimur í Góðtemplarareglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Ennfremur var hann mjög virkur meðlimur í Oddfellowreglunni. Um leið og ég sendi Páli mína hinztu kveðju með þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir á skólaárum okkar, bið ég honum Guðs blessunar á þeirri leið, sem hann nú hefir lagt út á. Ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðar kveðjur. Bjarni R. Jónsson. Við töluðum saman kvöldið áður en Páll lagði af stað í ferðalagið „hringferð um landið" sem hann hlakkaði svo til að fara og þó meira vegna þess, að þá fengi hans ágæta eiginkona einnig að njóta þess að fara og sjá sig um, en Guð ræður. ferðin tók enda á óvæntan hátt. Við vissum öll að hann var ekki heill heilsu en óbifanlegt viljaþrek hans gerði það að verk- um, að stundum var eins og ekkert væri að. Páll vildi hvers manns vanda leysa. Stundum vorum við ósam- mála um ýmislegt vegna þess að við vorum þó nokkuð lík í okkur enn samt skildum við alltaf sátt. Ég geymi í minningu áranna ferð okkar Steina og Páls að Melstað í Miðfirði, heim til æsku- stöðva hans á fæðingardegi bróður hans, Þorvalds. Ég saknaði þess að eiginkona hans var eftir heima en svo glöð var hún yfir ferðinni að stór rósavöndur beið okkar er heim kom. Ekki er hægt að hugsa um Pál nema Laufey væri líka. Páll Kolbeins var fæddur að Melstað í Miðfirði 14. maí 1908, sonur frú Þóreyjar Bjarnadóttur og séra Eyjólfs Kolbeins Eyjólfs- sonar. Hann var yngstur 10 syst- kina, en nú er aðeins á lífi bróðir hans Bjarni. Er ég kynntist Páli árið 1953 var hann yfirbókari hjá Eimskipa- félagi íslands. Hann tók við starfi aðalféhirðis þess félags árið 1963 en lét af störfum vegna heilsu- brests um áramót 1975—76. Hann var í stjórn Skálatúnsheimilis fyrir bindindishreyfinguna og hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum öðrum á félagssviðinu auk þjóðnýtra starfa annarra fyrr á æviferli sínum. Páll var hamingjumaður í einkalífi. Hann var kvæntur Laufeyju Þorvarðardóttur. Þau eiga 3 uppkomin börn, Kristjón, kvæntan Ingibjörgu Sigurðar- dóttur og eiga þau 3 börn, Margréti, gifta Gunnari Jökli og eiga þau 1 dreng, Eyjólf náms- mann er dvelur í heimahúsum og hefur alltaf verið stoð foreldra sinna, ekki minnst eftir að Páll varð fyrir heilsuáfalli. Við höfum margt að þakka, börn og tengda- börn Hildar Kolbeins, að leiðar- lokum. Við biðjum góðan Guð að varðveita sál Páls Kolbeins og vera konu hans og fjölskyldu ljós á framtíðarvegi. Rósa. Með fáeinum kveðjuorðum lang- ar mig til að minnast vinar míns og nafna Páls Eyjólfssonar Kol- beins, sem nú hefur verið kallaður burtu af okkar lífssviði. Kynni okkar hófust nær strax, er hann vorið 1926 fluttist að Stað í Súgandafirði með bróður sínum séra Halldóri Kolbeins, er tók við prestskap í Staðarsókn, og konu hans, frú Láru Ólafsdóttur Kol- beins. Páll byrjaði nær strax eftir komu sína í byggðina að vinna við verzlun Örnólfs Valdemarssonar, sem lengi rak þar verzlun og útgerð. Ég hafði verið starfsmað- ur hjá Örnólfi um nokkurra ára skeið, eða frá því hann stofnsetti fyrirtæki sitt á Suðureyri. Við Páll unnum saman, utan- sem innanbúðar, við verzlun Örn- ólfs, og margt unnum við líka í sameiningu að félagsmálum og því er til heilla mátti horfa í byggð- inni. Hann nafni minn var einstak- lega skemmtilegur í samstarfi, duglegur og vandaður. Hann var sífellt glaður í lund og með svo bjart bros á vör, að af öðrum bar. Okkur varð ekki sundurorða í hinum margþættu verkum er okk- ur voru falin að annast og sjá um. Ég flutti til Reykjavíkur 1930 og byrjaði þar verzlun m.m. Svo láu leiðir okkar nafna aftur saman. Hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist skrifstofustjóri hjá prent- smiðjunni Eddu við Lindargötu, síðar varð hann aðalbókari hjá Eimskipafél. íslands. Á þessum tíma rak ég umfangs- mikil fyrirtæki, ásamt fleirum: Harðfisksöluna s.f., Reykhús og kjötsölu í stórum stíl. Þar sem ég annaðist bókhald og framtöl fyrir þessi fyrirtæki og eigin verzlanir líka, þurfti ég að fá mér aðstoð. Þá var það, að nafni minn semsagt kom upp í hendur mínar. Hann var vel lærður í bókhaldi og tölulegum fræðum. Svo urðu það í kringum tuttugu ár að þessi ágæti og glaðværi drengur sat á móti mér við skrifborð mitt að Leifs- götu 32. ÖH var þessi vinna unnin á kvöldum, eftir fullan vinnudag beggja í öðrum störfum, svo að oft varð vinnudagurinn tíu til tólf klukkustundir á dag. Konu minni og börnum þótti vænt um þennan kæra vin, sem bar með sér í bæinn inn tónagleði og skemmtilegheit. Því þótt Páll væri í önn í starfi sínu, varð hann oft hvað kátastur þegar litlu strákarnir mínir höfðu klifrað upp á bak hans og héldu sér þar föstum, þá veltist Palli um í gamanlátum og hlátri. Það er gott að eiga samleið með slíkum mönn- um. Ég þakka þessum horfna vini ágæt kynni og samstörf á liðnum tíma. Sólveig, kona mín og börn okkar hjóna þakka honum fyrir vinsemd hans og trygglyndi og biðja hon- um biessunar Guðs í hinum ókunna heimi. Páll var gæfumaður. Hann naut trausts og virðingar samferða- manna sinna. Eignaðist indæla konu, Laufeyju Þorvarðardóttur, prests að Stað í Súgandafirði. Þau hjón eignuðust þrjú mannvænleg börn. Frú Laufey bjó manni sínum fallegt heimili í húsi þeirra á Túngötu 31 hér í borg. Ég votta henni og börnunum innilega samúð okkar hjóna. Páll Hallbjörnsson. Kveðja frá tengdadóttur Hann hefur kvatt þessa tilvist tengdafaðir minn, Páll Kolbeins. Hann var allur eftir sólarhrings- legu — snöggt og óvænt — og þó hafði hann átt við vanheilsu að stríða, sem hann lét hvorki beygja sig né buga. Þetta var líkt lífsstíl hans. Allt, sem Páll tók sér fyrir hendur, var gert strax og þoldi litla bið. Hann var einn af þessum litríku mannverum eldri kynslóðarinnar sem létu ekki fallast inn í hvers- dagsleika meðalmennskunnar og hrifust ekki með fjöldanum. — Hann kom fram eins og honum einum var lagið — og honum fékk ekkert breytt. Hann var hrein- skiptinn, heiðarlegur og hispurs- laus. Hann var mannvinur, hafði yndi af að hafa fólk í kringum sig, og átti ótölulegan fjölda vina og kunningja. — Af gleði fylltu þau hjón hús sitt af vinum og ætt- mönnum, og engan mann vissi ég frændræknari. Hann vann óeigingjarnt starf í þágu vangefinna og lagði mörgum góðum málefnum lið, — um það var aldrei rætt. Hann var skapríkur og stjórn- samur, en samt svo blíður og hlýr. Ég mat hann alitaf meira og meira þennan mann, sem átti ekki til fals né yfirborðsmennsku, átti svo auðvelt með að fyrirgefa og hafði trú á hinu góða í mannver- unni, en leitaði ekki að ókostum hennar. Það var reisn yfir Páli Kolbeins alla tíð og nafni hans. Við munum sakna hans í dag- legu lífi okkar, vegna þess, hversu annt hann lét sér um okkur, og heiðra minningu hans eins og hann verðskuldaði. Ingibjörg Kveðja írá Skálatúnsheimilinu Góður drengur er genginn. Holl- um málum lagði hann lið og sparaði þá ekki krafta sína. Eitt af aðaláhugamálum hans var velferð Skálatúnsheimilisins og vist- manna þar. Þegar Skálatúnsheimilið tók til starfa í ársbyrjun 1954 voru and- lega þroskaheftir og aðstandendur þeirra að heita má einir með sín vandamál, Styrktarfélag vangef- inna og Styrktarsjóðurinn ekki til, og löggjafarvaldið ekki enn farið að tryggja vangefnum sama rétt og öðrum þjóðfélagsþegnum til með ferðar, kennslu og þjálfunar, né til vistunar á nauðsynlegum stofnunum. Á þeim tíma þurfti því mikla bjartsýni, djörfung og eldlegan áhuga til að ráðast í það fjár- hættu-fyrirtæki að setja á stofn vistheimili fyrir andlega þroska- hefta og reka það sem sjálfseign- arstofnun. Þetta gerðu samt nokkrir félagar í Umdæmisstúku Góðtemplara nr. 1, sem ekki gátu horft aðgerðarlausir á það vand- ræðaástand, sem skapast hafði hér á landi í málefnum vangef- inna. Einn þessara félaga var Páll Kolbeins. Þegar í upphafi féll það í hans hlut að sjá um fjárhag Skálatúnsheimilisins og var hann gjaldkeri heimilisstjórnar alla tíð, fram í andlátið. Það kostaði Pál feiknmikla vinnu og oft miklar áhyggjur, einkum fyrstu árin, að fleyta heimilinu yfir fjárhagsörðugleika þess. Eiginleikar Páls, samvizku- semi, ráðvendni og útsjónarsemi, komu heimilinu í góðar þarfir. Einbeitni hans við að sjá því farborða, létt skap hans og gáski, áttu sinn þátt í að afla heimilinu velvildar og margra góðra gjafa, en þær hafa alla tíð verið stofnun- inni drjúg búbót. Til þessa mikla og óeigingjarna starfs og til góðr- ar samvinnu er hugsað með inni- legu þakklæti. I stjórnarsamstarfi var Páll jákvæður, glöggur á tölur og fjárhag heimilisins, góður félagi, kátur og glettinn. Fyrir fjórum árum varð hann fyrir alvarlegu sjúkdómsáfalli og bar ekki sitt barr eftir það. Ekki dró það þó úr vilja hans til að leggja Skálatúns- heimilinu lið. Fráfarandi stjórn Skálatúns- heimilisins og einnig hin nýkjörna senda eiginkonu Páls Kolbeins og fjölskyldu hlýjar samúðarkveðjur og þakka jafnframt stuðning við og þátttöku í starfi hans fyrir Skálatúnsheimilið. Jón Sigurðsson. Jóhanna Þorvalds- dóttir—Minning Þegar ég lít til baka yfir liðinn áratug, hef ég mörgum kynnzt, og langtum fleirum en fyrr á ævinni á jafn löngum tíma. Eru sumir að vonum horfnir yfir móðuna miklu. Að kveldi þriðjudagsins 7. ágúst s.l. andaðist frú Jóhanna Þor- valdsdóttir, Hjarðarhaga 28 hér í borg, í Borgarspítalanum í Foss- vogi. Hún hafði gengið undir uppskurð við innanmeinsemd fyrir nokkrum árum. Virtist þá sem komizt hefði verið fyrir mein- ið, en á s.l. ári tók það sig upp, og var Jóhanna þá á sjúkrahúsi um skeið. Um tíma þar á eftir dvaldi hún á heimili sínu. En lokaáfang- inn var á Borgarsjúkrahúsinu, og dvaldi hún þar á annan mánuð. Annars eru aðalatriðin í ævi Jóhönnu sál. á þessa leið: Hún fæddist hinn 9. jan. 1926 að Holti á Barðaströnd, dóttir hjónanna Þorvalds Bjarnasonar og konu hans Ólafar Dagbjartsdóttur. Hún giftist Gunnari Sigurðssyni kenn- ara við Austurbæjarskólann 9. nóv. 1946. Eignuðust þau tvö börn: Sigurð Atla, bæjartæknifræðing á Seyðisfirði, og Ragnheiði Maríu fóstru, sem er gift og á tvö börn. Kynni mín og Jóhönnu hófust, er ég fluttist í fjölbýlishús í Reykjavík, en þar bjuggu þau Jóhanna og fjölskylda lengi. Hún var myndarkona bæði í sjón og reynd. Há vexti, ljóshærð, og varðveitti fram undir það síðasta æskuyfirbragðið, sem margir glata snemma, því miður. í verkum sínum var Jóhanna myndarleg. Á heimili hennar var hver hlutur á sínum stað. Get ég um það borið af eigin reynd, því að oft kom ég á heimili þeirra hjóna. Mér er ljúft að minnast Jóhönnu Þorvaldsdóttur. Og nú sendi ég og fjölskylda mín samúð- arkveðjur til nánustu aðstandenda hennar. Hún skilur eftir sig góðar minningar. Hvíli hún í friði. Friður Guðs hana blessi. Auðunn Bragi Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.