Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
27
Hermenn „Rauðu kmeranna“ berjast við Víetnama um allt land — hér í norðvesturhluta
landsins.
Sameinuðu þjóðanna, þegar hann
kom í heimsókn, að Kampútseu-
málið væri alveg sérstakt, sértil-
felli. Eiga menn að sætta sig við
„sértilfelli" í alþjóðasamskiptum?
Og ef Kampútseumálið er alveg
sérstakt, hví verður þá ekki Thai-
land að sérmálefni — og Malasía
og Singapor?
Flóttamenn
Ef við berum saman hlut-
fallstölu flóttamanna frá Víet-
nam, Laos og Kapútseu fyrir
innrás Víetnama, kemur greini-
lega í ljós að frá Kampútseu komu
tiltölulega fæstir.
Eftir innrásina hefur fólk verið
hrakið úr landi tugþúsundum
saman, hundelt, og í staðinn setja
Víetnamar niður eigið fólk eins og
um nýlendu þeirra væri að ræða. I
suðausturhluta landsins hafa þeir
flutt um 200 þúsund Víetnama.
Ef Víetnam hefði virkjað alla
krafta, fólk sitt og efnaleg gæði —
auk erlendrar aðstoðar sem land-
inu hefur borist í ríkum mæli,
virkjað alla krafta til að byggja
upp landið, bæta hag fólksins í
stað þess að nota þá til að ráðast á
nágranna sína, þá væru ekki öll
þessi vandamál fyrir hendi.
Það er þrennt sem vakir fyrir
Víetnömum með því að skapa
þetta flöttamannavandamál.
í fyrsta lagi að fylla „Indókína-
sambandið" með Víetnömum. Þeir
hrekja Kamptúseubúa af kín-
verskum ættum úr Kampútseu á
sama hátt og þeir koma kínversk-
ættuðum Víetnömum úr sínu
landi. Þeir stefna að því að „víet-
namisera" Laos og Kampútseu
smám saman, þannig að ekki verði
eftir nema Víetnamar að nokkrum
kynslóðum liðnum.
í öðru lagi krefjast þeir 3—4
þús. dollara af hverjum flótta-
manni á eins konar markaði (eins
og eitt sinn voru til þrælamarkað-
ir). Á þennan hátt hafa þeir rakað
saman hundruðum þúsunda doll-
ara sem þeir leggja í landvinn-
ingastríð sín.
I þriðja lagi verður þessi flótta-
mannastraumur til annarra landa
Suðaustur-Asíu til að raska ríkj-
unum, efnahag þeirra, auk stjórn-
málalegra og félagslegra áhrifa.
Eina lausnin á þessum vanda er
að grípa til þeirra ráða sem hefta
landvinningadrauma Víetnams.
Við styðjum flóttamannaráðstefn-
una í Genf og tökum þátt í henni.
En við álítum nauðsynlegt að
finna upptökin að þessu meini og
reyna að lækna það. Það er út af
fyrir sig ágætt að hvert land bæti
fleiri flóttamönnum á sig, en það
er ekki nóg, því að straumurinn
heldur áfram. Þau ríki sem hafa
veitt Víetnam efnahagsaðstoð
hafa hér sterkt tæki í höndum.
Baráttuhorfur
Við gerum ráð fyrir að barátta
okkar standi lengi. Gagnvart óvini
sem hefur alið á landvinninga-
draumum um langan aldur verður
sóknin hörð og löng. Við erum
undir það búin að heyja langvinnt
alþýðustríð. Við samþykkjum
aldrei að lifa við undirokun Víet-
nama eða annarra. Fólk okkar
fórnaði blóði fyrir sjálfstæði og
frelsi.
Tíminn vinnur með okkur. Víet-
namar eiga við geypivanda að
stríða í atvinnulífi, stjórnmálum
og hermálum. Yfirburðir þeirra
eru aðeins fólgnir í einu atriði —
sovéskum hergögnum. Þessir yfir-
burðir eru þó aðeins skammgóður
vermir. Þeir duga ekki gegn þjóð í
frelsisstríði. Ef við lítum aðeins á
söguna allt frá dögum Napóleons,
þá hafa öll árásarstríð mistekist.
Þjóð okkar er auk þess reynslu-
rík í slíkri baráttu og stolt af
þjóðerni sínu og menningu. Hún
vill vissulega lifa í friði, en í friði
með fullum heiðri og sóma. Hvers
virði er líf í undirokun, frelsis-
snautt og í smán?
Island og
Kampútsea
Nauðsyn er, að allar ríkisstjórn-
ir fordæmi innrás Víetnama og
krefjist þess að herlið þeirra verði
á brott frá Kampútseu, að þær
viðurkenni ekki leppstjórnina í
Phnom Penh. Þetta gildir sérstak-
lega um Sameinuðu þjóðirnar, þar
sem íslenska ríkisstjórnin á sinn
fulltrúa, vegna þess að viðurkenn-
ing á leppstjórninni jafngildir
löggildingu á innrás Víetnama og
samþykki við því að sáttmáli
Sameinuðu þjóðanna sé brotinn.
Á þennan hátt geta stjórnvöld
og þjóðir veitt okkur mikilsverðan
stuðning og styrkt tengsl og skiln-
ing milli þjóðanna. ísland og
Kampútsea eru aðskilin lönd en þó
nákomin, vegna þess að við stönd-
um vörð um sama málstað —
sjálfstæði þjóða, réttinn til að lifa
í þjóðlegri reisn og virðingu.
Indókína áriö 1500
KINA
BURMA
SIAM
(Thailand)
vVCAMBODjÁ1
Bílaleigu Akureyrar
Vantar íbúö í Reykjavík fyrir starfsmann,
fyrirframgreiösla.
Upplýsingar í símum 86915, Reykjavík eöa
21715, Akureyri.
óskar eftir
blaðburðarfólki
Austurbær:
□ Laugavegur 1—33
□ Hverfisgata 4—62
□ Laufásvegur 2—57
□ Þingholtsstræti
Úthverfi
□ Ármúli
□ Laugarnesvegur 34
—85.
□ Selvogsgrunnur
□ Austurbrún frá 8
Vesturbær
^ □ Skerjafjörður
fVg sunnan flugvallar
V
Uppl. í síma
35408
b □ Tómasarhagi
Svariö við
auknum
benzín-
kostnaði
er:
sparneytmn
F / A T
-bíll
í sýningarsal okkar höfum við nú úrval
notaðra bíla s.s. Tegund Árg. Verö
Fiat 132 2000 GLS '78 5.000.000-
Fiat 132 2000 sjálfsk. ’78 5.200.000-
Fiat 132 1600 GLS '77 3.500.000-
Fiat 125 P '78 2.150.000-
Fiat 125 P station ’78 2.500.000-
Fiat 125 P '77 1.900.000-
Fiat 131 '77 3.000.000-
Fiat 131 S '77 3.200.000-
Fiat 128 '78 2.900.000-
Fiat 128 Sp. '76 2.300.000-
Fiat 128 Sp. '76 2.000.000-
Fiat 128 CL '78 3.200.000-
Fiat 130 3200 sjálfsk. ’75 6.000.000-
Höfum kaupendur að
Fiat 127 árg. ’75 — ’76 — 125 P '77 — ’78 — ’79. '77 — '78 — ’79 og Fiat
FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANOI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf
SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855
711