Morgunblaðið - 16.08.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979
MORöJK/
KAF r/NU
®c>n5L_
GRANI GÖSLARI
— Gættu þess að hitta ekki Göslarann, þegar þú kastar
handklæðinu hans inn í hringinn, hann gæti oltið um koll.
— Vertu ekki að tef ja þig á að
reyna að hitta skráargatið,
eldhúsglugginn er opinn.
Hvað er frelsi?
Ég hélt að ég yrði ekki eldri
þegar ég hlustaði á útvarpsþátt
þar sem stjórnandinn fór niður á
svokallað Hallærisplan og heimt-
aði að krakkarnir sem þar voru að
skemmta sér skilgreindu það á
stundinni hvað frelsi væri. Það
eru að vísu margir áratugir síðan
ég var fermd en þá þegar maður
var að skemmta sér var maður
ekki með neinar vangaveltur um
lífið og tilveruna.
Ég sá í nýútkomnu „Úrvali"
þessa speki: „Sá maður hefur
aldrei fæðst sem ekki þarfnast
þess að vera þjálfaður, agaður og
þróaður í eitthvað hærra og göf-
ugra og betra heldur en hann er
frá náttúrunnar hendi.“
Kipling lætur Mogli vera siðað-
an eftir ströngustu uppeldisregl-
um úlfanna og fá voru villidýrin
eftir í frumskóginum, hefði ung-
viðið aldrei þurft að hlýða foreldr-
um sínum. Algjört frelsi er ekki til
nema kannski hjá Palla sem var
einn í heiminum. Ég gleymi aldrei
þegar einhver lærður í Skandi-
naviu sagði í útvarpinu fyrir
nokkrum árum að með því fyrsta
sem krakkarnir ættu að segja við
kennarann þegar þau kæmu í
skólann væri að þessi bók væri svo
leiðinleg að þau vildu einhverja
skemmtilegri bók. Við vorum víst
ekki svona gáfuð í mínum barna-
skóla enda hefði engum dottið
svona lagað í hug. Við vorum líka
látin læra íslensku á Njálu sem
enginn íslensku kennari hefði
grætt á að taka saman.
Ég vil skilgreina frelsi sem það
að vera við aðra eins og maður vill
að aðrir séu í sinn garð. Þetta er
auðvelt að kenna krökkum strax
áður en þau fara í skóla þar sem
þau eiga að taka tillit til annarra
og hlýða kennaranum vegna þess
að hann er lærðari en þau. Það er
eitt af höfuðeinkennum sósíalism-
ans að uppfræðararnir ala aga-
leysið upp í unglingum á meðan
þeir eru að kenna þeim sósíalísk
fræði. En í honum finnst ekkert
frelsi og þeir sem búa við það kerfi
eiga aðeins eina ósk og hún er sú
að fá að lifa við okkar vestræna
frelsi.
Húsmóðir
• Kattavinafélagið
Fer nú ekki kattaeigendum að
finnast mál til komið að ganga i
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Irar komu mjög á óvart á
Evrópumótinu í Sviss á dögunum.
Voru í hópi efstu þjóða allt mótið
en enduðu í þriðja sæti. Margir
töldu írana heppna en aðrir sögðu
þá skapa sína heppni sjálfir og
segja má, að spilið í dag sé
skemmtilegt dæmi. Er frá leik
þeirra við Svíþjóð og lesendur
ættu að leggja fingurgómana yfir
spil austurs-vesturs en suður gaf
og N-S voru á hættu.
Vestur
S. KG63
H. KG94
T. -
L. D10763
Norður
S. 84
H. D52
T. DG765
L. KG8
Suður
S. Á52
H. 76
T. Á109843
L. Á4
Austur
S. D1097
H. Á1083
T. K2
L. 952
Allt var í háalofti í sögnunum.
Og reyndar voru Svíarnir Anders'
Morath og Hans Göthe með spil
austurs og vesturs en þeir voru
einmitt gestir og sigurvegarar á
Stórmóti B.R. 1977.
Suður Vestur Norður Auwtur
1 Tfg. Dobl. Redobl. Pa«8
Pa«« lSp. 3 Tíg. i Sp.
5 Tfglar og
allir pa«H.
Með spil suðurs var Pigot, fastur
maður í írska liðinu og hann hefði
ekki átt minnstu vinningsmögu-
leika hefði vörnin byrjað á að taka
hjartaslagina. En vestur spilaði út
lágum spaða og suður sá, að ætti
vestur laufdrottninguna mætti
vinna spilið, gæfi hann ekki slag á
tromp. En mistækist laufsvíning
gæti hann tapað 500 eða jafnvel
800. Hvernig myndir þú fara að?
Eftir sögnum að dæma hlutu
spaðarnir að skiptast 4—4. Þar
sem vestur hafði ekki sagt hjörtu
hlaut hann að eiga mörg lauf. En
minnst 10 punkta hlaut hann að
eiga fyrir úttektardobli, sem skildi
of lítið eftir handa austri nema að
hann ætti hjartaásinn og tígul-
kónginn. En það þýddi, að austur,
sem hafði látið spaðadrottninguna
í fyrsta slag, gat ekki átt lauf-
drottninguna.
Þetta var nóg. Pigot svínaði
bæði laufi og trompi og lét hjarta
af hendinni í laufkónginn. Unnið
spil og góð sveifla stiga. Á hinu
borðinu fengu írarnir að spila
þrjú hjörtu og töpuðu aðeins 50.
COSPER
Skrifaðu sem oftast, því hann litli bróðir minn safnar
frímerkjum!
I
Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelvn Anthony
Júhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
47
— Komdu hingað og sittu
hér stundarkorn.
beir skiptu um sæti. Resnais
hlammaði sér niður í sætið hjá
Eileen og sneri sér síðan í
hálfhring og horfði ögrandi á
hana. Hún varð hrædd og henni
var hálf illt, en samt var hún
heiiiandi. Honum fannst af-
skaplega gaman að reyna að
hræða hana sem allra mest.
Hún reyndi að ýta sér eins langt
f burtu frá honum og þrengslin
gáfu möguleika á.
— Ég er Resnais, sagði hann.
— Ég kem tii með að passa upp
á þig.
Peters kom til þeirra aftur og
um hríð var Eileen dauðhrædd
við að hann myndi láta svo
vera. Hún vissi það ekki sjálí en
hún horfði biðjandi augum á
Bandarfkjamanninn.
— Þakka þér fyrir. Hann
stóð og gnæfði yfir þau f sætinu
og Frakkinn stóð upp og íór á
sinn fyrri stað. Peters leit ekki
á hana. Resnais hafði sýnilega
komið henni f uppnám og hann
var argur yfir því. Ekki myndi
það hjálpa að hún fengi tauga-
áfall á fluginu. Hann ávarpaði
Resnais.
— Ertu með flöskuna með
þér?
— Já. Hún er hér.
— Láttu mig fá hana.
Hann skrúfaði tappann og
rétti til Eileen.
— Þetta er konfak. Drekkið
sopa.
— Ég vil það ekki.
Hún sneri sér frá og hristi
höfuðið.
— Þetta er ekki hættulegt,
sagði Peters. — Það róar yður.
Gerið eins og ég segi.
Hún dreypti á vfninu og
kyngdi. Hann tók sföan flösk-
una og saup sjálfur á.
— Hvert erum við að fara?
spurði hún hann.
— Til Frakklands, sagði Pet-
ers. — Meira fáið þér ekki að
vita svo að það borgar sig ekki
að vera að ergja sig á að bera
upp fleiri spurningar. Og flug-
maðurinn vinnur fyrir okkur
svo að yður er bezt að hafa
engar kúnstir f frammi. Þér
skuluð reyna að slaka á, frú
Field. Reyna að skilja, því að ef
þér sýnið samstarfsvilja mun
enginn gera yður mein.
Hann talaði rólega. Konfakið
hafði einnig gert sitt gagn. Hún
var ekki jafn sjúklega hvft og
áður. Hann vissi ekki hvort hún
trúði honum og lét sér einnig á
sama standa. Að sumu leyti
varð hann að viðurkenna að
hann dáðist að snarræði hennar
við að bjarga barni sfnu. En
auðvitað óheppilegt fyrir hana
sjálfa að hafa verið svona hug-
prúð. .
5. kafli
Ardalan hershöfðingi las
skýrsluna öðru sinni. Hún var
stuttorð, og sagði honum aöeins
að sfmanúmer það sem fannst í
vasa hins myrta Ebrahimis
hafði verið rakið til íbúðar-
blokkar á Thorshab Road. íbúð-
in hafði verið í leigu baHdarfsks
fornleifafræðings, Peters að
nafni. Hann hafði búið þar
ásamt kvenmanni en f sfðustu
viku hafði hann gert upp leig-
una og flutt á brott. Nágrann-
arnir sögðu rannsóknarmann-
inum að þau hefðu stöku sinn-
um fengið gesti, flestir virtust
vera íranir, en ein konan mundi
eftir að hafa séð bíl með sendi-
ráðsmerki. Þetta voru alls eng-
ar svallsamkundur og höfðu
ekki vakið grunsemdir. Allt var '
snyrtilegt og vel um gengið.
Full snyrtileg og vel um gengið.
Það var eins og þessi óþekkti
Bandarfkjamaður hefði lagt á
sig töluvert erfiði til að forðast
að athygiin beindist að honum.
Adralan blés frá sér reykjar-
hringjum og fitlaði hugsi við
blaðið. Flestir gesta hans voru
íranir. Nema bfllinn með sendi-
ráðsmerkinu. Hann hringdi nið-
ur f aðstoðarmann sinn og bað
um að bíll sinn yrði tilbúinn.
Hálfri klukkustund sfðar sátu
þeim í hjá fólkinu sem taldi sig
hafa séð sendiráðsbflinn.