Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.08.1979, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1979 39 r, • Hart barist, en Fram hafði betur oií mætir til leiks í úrsiitaleikinn gegn Val Víking- ur—KR í kvöld EINN leikur fer fram í íslandsmótinu í knatt- spyrnu í kvöld og er það viðureign Víkinga og KR sem hefst á Laugardalsvell- inum klukkan 19.00. Mesta spennan er rokin úr mótinu, en það gæti enn orðið mikil keppni um næst- efsta sætið í deildinni sem gæfi UEFA-bikarsæti. Það gæti líka gerst, að Valur tapaði öllum sínum leikjum sem eftir eru en þá yrði þetta einn af úrslitaleikjum ís- landsmótsins, en tapi Vík- ingur gæti liðið sogast í fallbaráttuna. Undanúrslit bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi: Fram sló út Þrótt! ÞAÐ VERÐA Fram og Valur sem mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni KSÍ sunnudaginn 27. ágúst næstkomandi. Fram tókst að knýja fram sigur gegn Þrótti í annarri viðureign félaganna. vann 2 — 0 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Sá sigur var verðskuldaður, því að Framarar léku bærilega knattspyrnu á köflum á sama tíma og Þróttararnir gerðu það ekki. Þetta var líka áfangi hjá Frám. því að loks tókst liðinu að sigra Þrótt. en þetta var f jórða viðureign iiðanna í sumar. Leikurinn bar líka oft keim af því, að liðin voru orðin meira en þreytt hvort á öðru. Harka var stundum leiðinlega mikil og voru sökudólgarnir í báðum liðunum. Staðan í hálfleik var 2—0. Þetta virtist allt vera að koma hjá Fram í fyrri hálfleik, en þá náði liðið mörgum fallegum sóknarrispum. Fram gekk til þessa leiks með fjögur töp, eitt jafntefli og liðsanda á núllpunkti eftir síðustu leiki sína. Hér var hins vegar hugsanlega að Evrópusæti að keppa og því tóku Framarar sig á. Þróttarar á hinn bóginn virtust ekki þola álagið og léku leikinn illa svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Guðmundur Steinsson skoraði fyrra markið þegar á 12. mínútu. Við það virtist allur vindur úr Þróttur- um og var þó engin ástæða til, því að í fyrri viðureign liðanna í bikarnum, náði Fram sams konar forystu snemma leiks, en Þróttur gafst ekki UPP og jafnaði. En þetta var allt annar leikur og Framarar gerðu sér lítið fyrir og yfirspiluðu Þrótt allt til leikhlés. Framarar fengu mýmörg færi til að bæta mörkum við áður en að síðara markið loksins kom. T.d. varði Ólafur Ólafs af stuttu færi skot' Gunnars Guðmundssonar og Fram: Þróttur Ásgeirs Elíassonar, þrumuskot Rafns Rafnssonar fór í þverslá af 25 metra færi og Baldvin Elíasson skaut þrumuskoti naumlega fram hjá markvinklinum. Marteinn Geirsson skoraði annað BANDARÍSKI langhlaup- arinn snjalli, Sebastian Coe, var enn á ferðinni með nýtt heimsmet í gær og fara menn að hætta að kippa sér upp við það. mark Fram á 43. mínútu. Hann fór þá upp í vítateig Þróttar er Pétur Ormslev tók aukaspyrnu frá vinstri, knötturinn barst til hans við mark- teigshornið og hann sendi knöttinn í netið með öruggu hörkuskoti, Ólafur átti enga möguleika á að koma í veg fyrir markið. í síðari hálfleik brá svo við, að farið var að stunda íslenska glímu, að öðru leyti en því að leikmenn létu það eiga sig að fara í siðar nærbræk- Hann setti metið í 1500 metra hlaupi, hljóp á 3:32,10 mínútum. Eldra metið átti Filbert Bai og var það 3:32,2 mínútur. ur með ólum. Undirritaður punktaði ekki mörg minnisatriði í síðari hálfleik ef frá eru taldar bókanirnar og brotin. Það var strax í hálfleikn- um, er Pétur Ormslev skaut fast r stöngina hjá Þrótti. Undir lokin brenndi Gunnar Guðmundsson ótrú- lega af fyrir opnu marki Þróttar. Elstu menn muna vart þegar Gunn- ar skoraði síðast. Það kan því að fyrnast, því að Gunnar fær varla annað jafn opið færi. En sem fyrr segir var glíman í hásætinu í síðari hálfleik, en þeir sterku unnu ekkert nema gult spjald, nokkrir aðrir sluppu þó þeir ættu það ekki skilið. Þróttur átti afleitan dag og erfitt var að sjá að þarna væri sama liðið á ferðinni og undirritaður sá í Kefla- vík á þriðjudagskvöldið. Ágúst Hauksson átti góðan leik, Olafur Ólafsson þokkalegan, svo og lllfar sterki Hróarsson, aðrir voru slakir. Ekki einn einasti Framari skaraði fram úr i síðari hálfleik, en í þeitn f.vrri áttu margir góða spretti, As- geir, Pétur, Guðmundur Steinsson. Rafn o.fl. Guðmundur Steinsson barðist vel allan leikinn. Dómari var Villi Þór og átti hann unt tíma fullt í fangi með að hernja leikmenn. En hann dæntdi allþokkalega. Ahorf- endur voru 10i)S. — gg Goe með heimsmet Allir sterkustu kylfingarnir mæta EITT sterkasta golfmót sem haldið er hérlendis verður haldið á Nesvellinum helgina 18, —19. ágúst. Er hér um að ræða aírekskeppni FÍ, Flugfélags íslands. Keppnin er 72 holur, leiknar 36 holur hvorn dag. Rétt til þátttöku hafa meistarar klúbbanna. sigurvegarar stigamóta, íslandsmeistari. unglingameistari og sigurvegari í keppninni á síðasta ári. Keppendur verða eftirtaldir: SÍKurður HafsteinsHon Sijfurjón R. GfHlanon I*áll Ketilsnon SÍKurður PétursHon Björioin bornteinsHon Björn BjörnsHon Gylfi Garðar.sson Þorbjörn Kjærbo Júlíus JúlfuHHon óskar SæmundsHon Jón H. GuðlauHHon Hannes Eyvindsson Hilmar Björjo'insson Geir Svansson GR HÍKurveKari { Dunlop Open GK sÍKurveKari í botukeppni ok Faxak. GS HÍKurveKari í Pierre Robert GR sÍKurveKari SR Akranesi GA sÍKurveKari í Jaðarsk., meistari GA. GL meÍHtari LeynÍH Akranesi GV meistari GV GS meistari GS GK meistari GK GR meÍNtari GR NK meistari NK GR HÍKurveKari Coca Cola ok ÍHlandsm. GS unKllnKameÍHtari 1979 GR HÍKurveKari í besHari keppni 1978 Keppnin á síðasta ári var mjög tvísýn og spennandi frá upphafi til enda og náðist þá besti árangur sem náðst hefur á golfmóti hér á landi, t.d. léku Sveinn Sigurbergsson og Geir Svansson 18 holur á 66 höggum, sem er vallarmet og Magnús Birgisson, þáverandi unglingameistari lék 9 holur á 31 höggi, sem er frábær árangur. Ef að líkum lætur, verður keppnin í ár ekki síður spennandi, enda keppendur þeir bestu á landinu í dag. Báða dagana hefst keppnin kl 9.00. • Sigurður HafsteinNHon, cinn • íslandsmeistarinn llannes sterkasti kylfingur landsins mæt- Eyvindsson verður meðal kepp- ir til leiks. enda. • Mario Kempes og félagar unnu góðan sigur í Japan. Góður sig- ur Valencia SPÆNSKA liðið Valencia gerði góða ferð til Japans og sigraði þar í 4-liða keppni. þar sem þátt tóku auk Valencia úrvalslið Jap- ans. FC Amsterdam frá Hollandi og Huracan frá Argentínu. Val- encia vann Huracan 4 — 3 í úr- slitaleik. en Amsterdam vann japanska úrvalsliðið 2—0 í keppni um þriðja sætið. Enrique Saura skoraði þrennu fyrir Valencia og Mario Kempes fjórða markið er Huracan féll. en fyrir argentínska liðið svöruðu þeir Babbington, Brindisi og Rene Houseman. Japanska úrvalið sigraði síðan FC Ámsterdam 4—2 í leiknum um þriðja sætið. Örugg- ir Danir DANSKA knattspyrnuliðið B- 1903 sigraði Apoel Nikosia frá Kýpur 6—0 í gærkvöldi. en leik- urinn var liður í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Bengt Kristiansen (2). Poul Tyggesen (2), Niels Haarby og Thomas Larsen skoruðu mörkin. Danska liðið ætti að vera öruggt í næstu umferð. Norðmenn í sigurvímu NORÐMENN unnu sigur á Svíum í landsleik í knattspyrnu í gærkvöldi. en leikurinn var háð- ur í Ósló. Staðan í hálfleik var 0—0. en í þeini síðari skoruðu Arne Okland og Sveinn Mathiesen mörk fyrir Norðmenn, seni tryggðu þeim sig- ur yfir erkióvininum. Opna Chrysl- er golfmótið Ol’NA Chrysler-golfmótið verður haldið á Grafarholtsvelli á laug- ardaginn og hefst það klukkan 9.00. Þeir einir geta tekið þatt i þvi. seni hafa 13 eða ineira 1 forgjöf. Ilivtt verður að taka við þátttöku- tilkynningum á föstudaginn klukkan 18.00, en það imin vera nýlunda. Tilkynna má þátttöku t golfskálamim á Grafarholti. Tap hjá Excelsior HOLLENSKA liðið Excelsior. sem Arni Sveinsson lék með uni tiina á siðasta keppnistiniabili. lék ivfing- arleik við Austiir-þyska laiulsliðið fyrir skömniu. Þyska liðið vann 2—0, en slaðan i hálfleik var l —0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.