Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 10

Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 „Ég gat ekki haldið áfram að lifa við þetta” Viðtöl og myndir eftir ELINU PALMADOTTUR Kuala Lumpur, 19. ágúst. flóttamannaeyjunni Pulau Bidon verður maður að gæta að hvar maður Astígur niður. Þegar fyrstu flóttamennirnir lentu þar fyrir rúmu ári, var ströndin vaxin skógi. En yfir 40 þúsund manna byggð á litlum bletti hefur fyrir löngu notað allan gróður upp til agna og í lausum sandinum og upp eftir hlíðunum. hvar sem nokkurt hús getur hangið, er nú búið á hverjum lófastórum bletti. Ég gekk þarna um í 2 daga undir miskunnarlausri hitabeltissólinni og stækjunni af 32 þúsund manna byggð með takmarkað vatn og nær engar hreinlætisaðstæður. Ruddi mér braut gegnum mannfjöldann, er rétta lýsingin. Þennan kurteisa fólksskara, sem þrengdi sér í kring, hvar sem maður stanzaði, svo varla var hægt að fá svigrúm til að taka mynd af viðmælendum, eða skipta um filmu í myndavélinni öðruvísi en að hafa vegg við bakið. Svo þröngt er bekkurinn setinn. Og hvar sem ég fór, mætti ég engu öðru en ljúfmennsku. Stanzaði ég til að ávarpa einhvern í hreysunum — sem maður sér beint inn í — var umsvifalaust boðið inn og gestinum boðið sæti á f jalabekk í þessum tiltölulega hreinu vistarverum. Það vekur aðdáun hve hreint fólkið er og snyrtilegt við þessar erfiðu aðstæður. Ég talaði við fjölda manns, og birti hér nokkrar glefsur úr nokkrum viðtölum. Flestir þeir sem ég talaði við höfðu farið, af því þeir sáu ekki fram á að geta lifað í heimalandinu, allt hafði verið af þeim tekið, og þeir áttu ekki möguleika á að afla sér lífsviðurværis í landi, þar sem lítið er um matvæli og ekkert fyrir þá, sem ekki eru í náðinni. Margir höfðu verið í fangelsi eða „endurhæfingabúðum“, og aðrir verið sendir með haka til að vinna land á „nýju efnahagssvæðunum.“ Ég minnist orða víetnömsku iðnverkakonunnar, sem unnið hafði á tágaverkstæði, en flúði með tvær systurdætur sínar: — Ég fór af því ég er búin að fá nóg af stríðum, endurhæfingarbúðum, fangelsum og hrakningum. Og nú er hafið enn eitt stríðið í Kambódíu og við Kína. Ég get ekki haldið áfram að lifa við þetta. Ég vil vera í friði. Því varð ég að fara, hvað sem það kynni að kosta, og hjálpa systurdætrum mínum til að eignast einhverja framtíð. Við höfum lifað við ófrið og hörmung í 30—40 ár. Nú er enn farið af stað og ungt fólk kallað í herinn, í þetta sinn til að berjast við önnur lönd. Flóttafólkið hefur komið sér upp skýlum. Viðarbútar hnýttir saman oíí plastpokar breiddir yfir. Eina bótin að þarna er ekki kalt. En ekki halda þessi hús vatni, þegar regntíminn kemur í október. Kínverjinn Va Guong hafði beðið í flóttamannabúðunum með sinni stóru fjölskyldu eftir að fú hæli i þriðja landinu síðan í október 1978. Hcr er hann með hluta fjölskyldunnar. konu, syni og tengdadóttur og barnabörnum. Verðum að vinna vel ínýja landinu • Nokkrar konur talaði ég við í flóttamannabúðunum. Til dæmis kínversku stúlkuna Tieu Quann De, sem hafði komið fyrir 9 mánuðum með móður sinni og 7 systkinum á báti með 276 manns. Báturinn var farinn að leka áður en hann náði eynni Pulau Bidon og var rennt þar á land. Malasíu- menn ætluðu að draga hann út aftur, en fólk úr landi sá að hann var að sökkva undir fólkinu og blandaði sér í málið. Quann De sagði mér að faðir sinn hefði látist fyrir 5 árum. Hann átti lítið vélaviðgerðaverk- stæði, og systkinin höfðu ætlað að reka það áfram með móður sinni. En stjórnvöld tóku það af þeim. — Þeir borguðu okkur ekki fyrir það, sagði hún, heldur létu þeir okkur að auki samþykkja að fara úr landi og borga allt sem við áttum eftir fyrir það. Nú loks hafði fjölskyldan fengið loforð fyrir landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hafði fengið að vita það þennan dag. En í eynni voru einmitt fulltrúar Bnadaríkj- anna að ræða við stóru fjölskyld- urnar, sem lengst höfðu beðið og veittu nú sumum þeirra ásjá. Tieu sagðist vonast til að fá að vinna þar við vélar, og bæta á kvöldin menntun sína, sem ekki væri nógu góð fyrir Ameríku. — Allir flóttamenn vita að þeir verða að vinna vel í nýja landinu, þar sem þeir setjast að, sagði hún ákveðin. Við verðum að leggja okkur fram og koma okkur vel í nýja landinu. Við erum þakklát fyrir að fá að koma þangað. Það er svo erfitt að vera lengi í flótta- mannabúðum. Fiskimenn frá Víetnam í flótta- mannabúðum • Efst í fjallshlíðinni á Pulau Bidon, þar sem helst er andvara að vænta, heldur enn hópinn bátsfarmur af ungu fólki með börn sín. 19 manns, sem hafði lagt allt sitt í útbúnað á 10 metra löngum báti með afllítilli vél og komist yfir hafið. Allt vinir og systkini. I hópnum eru tveir fiskimenn, Nguyn Vanhieu frá fiskiþorpinu Vung Tan og Nguyeu Van Hvong frá þorpinu Longson. Hann kvaðst ekki lengur hafa fengið olíu á bátskriflið sitt og því ekki komist á sjó frá Víet Nam. Nú dreymir hann um að verða fiskimaður í Ameríku og læra í vélskóla á kvöldin. Hann á enga ættingja til að taka ábyrgð á honum þar í landi, en vinur hans hefur reynt að skrifa systur sinni í Ameríku, og beðið hans ásjár. Sá er sýnilega driffjöðrin í hópnum, enda hafði hann lært í Bandaríkjunum, og hefði af þeim sökum ekki fengið vinnu í Víet Nam nútímans, sögðu þeir félagarnir. Hinn fiskimaðurinn sýndi mér stoltur 2ja vikna anga, sem kona hans hafði fætt á eynni. Hann vissi ekkert á hvaða sjó hann fengi að róa. Vill bara fá að aka trukk • Luu Moc Vien talar bara kínversku, þótt synir hans séu farnir að læra ensku til að búa sig undir að setjast að í nýju landi. Hann og fjölskylda hans búa á afgirtu svæði á trépalli í einu landhúsinu í búðunum, rétt nægi- lega stóru fyrir fjölskylduna að sofa á. Luu Moc Vien var vörubílstjóri í Víet Nam. En eftir 1975 tóku nýju stjórnvöldin af honum bílinn hans og sendu hann til „nýju efna- hagssvæðanna" að vinna með haka nýtt land. Hann vissi ekki einu sinni hvað þorpið hét. En þaðan flúði hann með alla sína fjölskyldu, fyrst til Saigon, og svo áfram til þorps úti við ströndina. Ættingjar og vinir slógu saman og tókst að safna nægilegu fé til að greiða fyrir þau hjónin og börn þeirra fjögur á báti með 300 flóttamönnum. Þau fóru frá Víet Nam í nóvembei 1978, lentu tvisv- ar í höndum sjóræningja, stönz- uðu 4 daga á eyðieyju og komust svo þaðan til Malasíu á fjórum dögum. Síðan hafa þau öll beðið í flóttamannabúðunum eftir að ein- hver tæki við þeim, þar til Banda- ríkjamenn ákváðu vikunni áður að veita þeim landvistarleyfi, þegar þeir gerðu sérstakt átak til að taka við fjölskyldum sem lengi höfðu verið í búðunum, þótt þær féllu ekki í rammann sem þeir höfðu sett um málakunnáttu og fleira. Þau voru því öll ákaflega glöð og hlökkuðu til að byrja nýtt líf. Helst dreymdi Moc Vien um að fá að aka trukk í nýja landinu. Annars skipti það ekki máli, sagði hann. Þau verða öll saman, börnin hans og giftu synirnir með sínar fjölskyldur. Sluppu í þriðju tilraun 0 — VIÐ vorum hundelt og urðum að bjarga okkur burt, sagði Nguyen Huynh Cain, fyrsti Víetnaminn sem ég ræddi við í flóttamannabúðunum. Hann hafði verið kennari í Viet Nam. — í Dalat, sem er falleg eyja með háskóla, útskýrir hann. Þar kenndi hann stjörnufræði. Nú situr hann þarna í bambushreysi, flóttamaður með konu og þrjú börn þeirra á aldrin- um 8—11 ára í kring um sig. — Við reyndum að fá hæli í Banda- ríkjunum, en þeir tóku 'ekki við okkur, sagði hann. Þá höfum við reynt Ástralíu og ég veit ekki hvernig það fer. Flóttamaður á ekki kröfu á neinni skýringu og hefur ekkert val. Á meðan hefur fjölskyldan setið þarna í búðunum í sex mánuði. — Ég hafði áður verið í her lands míns, eins og svo margir aðrir, segir hann. Þess vegna var ég fangelsaður eftir stríðslok og sendur í endurhæfingarbúðir. Við misstum allt, starfið, húsið og ríkisborgararéttinn, og gátum á engan hátt séð fyrir okkur. Svo við reyndum að flýja frá Saigon. Fyrsta tilraunin mistókst, og við vorum öll sett í fangelsi í 5 mánuði. Konan og börnin voru saman, en ég lenti í Tígrisbúrun- um. Þú hefur heyrt um þau? Þau eru við lýði enn. Þessi svokallaða endurhæfing er ekkert annað en þrælkun og misþyrming. — Jú, við reyndum aftur. Átt- um ekki annars úrkosta. Við urð- um að lifa á ættingjunum á víxl, þar til við í þriðju tilraun sluppum úr landi. Flóttann skipulögðum við sjálfir. Tókum okkur saman, söfnuðum fé og sigldum, 200 manns á báti. Flest okkar höfðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.