Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 11

Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 11 Kaþólski presturinn (fyrir miðju) Le Mgoc Trieu hefur af löndum sínum verið kosinn leiðtogi Luu Moc Vien talar bara kínversku. en börnin hans keppast við að flottamannanna í búðunum á Pulau Bidon. Það er hressilegur maður og alltaf virðist kátt í kringum hann. læra ensku í flóttamannabúðunum. til að búa sig undir að setjast að í nýju landi, þar sem hann vonast til að fá að halda áfram að aka trukk. Það er áberandi hve mikið er af ungu fólki meðal flóttamannanna. Þessi hópur tók sig saman og flúði á litlum báti, og heldur hópinn í búðunum. Mennirnir þrír vinstra megin fremst á myndinni eru fiskimenn. Nguyen Huvnh Cain stjórnar skólanum í flóttamannabuðunum.enda jfll i !ÍÉk fSÉSSfljfl var hann háskólakennari heima i Víet Nam. Nú situr hann WÍmitm flóttamaður i bambushreysi með konu og þrjú börn. Aðeins eitt þeirra MHIj r flL var heima, er blaðamann Mbl. bar þar að garði, hin i skólanum. Tieu Quann De flúði með móður sinni og 7 systkinum. setið í fangelsi a.m.k. einu sinni. Það var ákaflega erfitt að draga fram lífið í Víet Nam eftir 1975. Flestir höfðu misst allt og fengu ekkert starf. Eftir tveggja sólarhringa siglingu tók hópurinn land í þorpi í Malasíu, eftir að sjóræningjar höfðu stöðvað bátinn þrisvar sinn- um og rænt öllu af fólkinu, sem nýtilegt var. í 20 daga Var flótta- fólkið í haldi hjá Malasíu-mönn- um, áður en tekið var við því í flóttamannabúðirnar í Pulau Bidon. Nú rekur Nguyen Huynh Cain skólann í flóttamannabúðun- um. Nemendur eru 4200, fullorðnir og börn. Flóttamennirnir hrófluðu sér sjálfir upp skólahúsi, eins og Vestur-íslendingarnir létu verða sitt fyrsta verk eftir að þeir komu á sínum tíma í nýlendu sína við Winnipegvatn. Vita að það skiptir höfuðmáli. — Við reyndum að skipuleggja okkur þannig að hver hafi ábyrgðarstarfi að gegna. Og nú orðið er þetta komið í allgott horf hér hjá okkur, segir hann. Allir vinna í sjálfboðavinnu það sem þeir mega. — Ástandið hefur lagast mikið. Nú höfum við vatn. Djúpir brunn- ar hafa verið grafnir til að fá þvottavatn, en drykkjarvatn er flutt úr landi, 25 lítrar á fjöl- skyldu í 3 daga. Það er líka nóg að borða, þótt maður verði leiður á hrísgrjónum með nokkrum sardínum í að morgni og hrís- grjónum með grænmetis- eða kjúklingakássu á kvöldin á hverjum degi í 6 mánuði. Um miðjan daginn? Nei, okkur nægja tvær máltíðir á dag, segir skóla- stjórinn og hlær. — Hvað okkur dreymir um? Við förum hvert sem er og ég fer í hvaða vinnu sem býðst. Maður velur ekki við þessar aðstæður. Með útungunar- vélinni brustu lífsskilyrðin • Kínverjinn Van Guong er bú- inn að bíða lengi eftir hæli með sinni stóru fjölskyldu, sem kom í flóttamannaþúðirnar í Pulau Bid- on eyju í október 1978, öll á einum báti. Þarna var afinn og amman, tengdasonur og dóttir og fimm börn. Mér var aldrei almennilega ljóst hve margir ættingjarnir eru, enda áttum við í tungumálaerfið- leikum og margir með mismun- andi getu að hjálpa til. Enska, franska, víetnamska og kínverska gengu á víxl. Fjölskyldan hafði öll lifað á lítilli útungunarstöð í Saigon,. keypti egg og ól upp kjúklingana. En nýju stjórnarherrarnir tóku húsið, útungunarvélina og kjúkl- ingana. Eftir það höfðu þau ekkert til að lifa á. Þau söfnuðust því saman og sigldu út á Suður-Kína- haf, 82 talsins á 13 m löngum báti. Þau voru heppin, bátinn bar til Malasíu á 3 dögum. Malasíumenn reyndu að draga bátinn út aftur, til að senda hann burt, en hann var að sökkva undan þeim og þeim var sleppt í land. Systir og bróðir Cuongs höfðu áður flúið til Filippseyja og fengið hæli í Bretlandi. Því kaus fjöl- skyldan helst að komast þangað. Fyrir sex mánuðum höfðu Bretar raunar lofað að taka við þeim, sögðu þau. Og skildu ekkert í hvað gat tafið. Og biðin er löng á eyju flóttamannanna. Tóku með lækni og prest • Eftir að hafa rætt við skóla- stjórann í flóttamannabúðunum gekk ég á fund búðastjórans, sem flóttamennirnir hafa valið úr sínum hópi. Það reyndist vera ákaflega hressilegur kaþólskur prestur, sr. Le Mgoc Trieu. Hann kom þangað 21. marz og var kjörinn leiðtogi landa sinna á Pulau-eyju 5. maí. Hann lét vel yfir viðurværinu, en sagði að ekkert kjöt hefði borist lengi þar til daginn áður, er svolítið kom af kjúklingum og svo þennan dag hið langþráða hvítkál. — Ef við gæí um fengið einu sinni í viku ferska ávexti, grænmeti eða kjötmat, þá væri það gott. Mjólk hefur ekki sést í marga mánuði, nema þurr mjólk handa börnum innan eins árs. Hann hló að spurningunni um það hvort hann hefði átt fyrir greiðslunni til að komast úr landi. — Ég er prestur, svo að flóttafólk- ið vildi hafa mig með. Buðu mér með, svo að ég gæti gefið hinstu smurninguna, ef á þyrfti að halda. Á bátnum voru 69 manns, og þeir tóku með sér bæði lækni og prest. Annan til að sjá um sálina, hinn til að sjá um líkamann. Hann kvaðst hafa orðið feginn, þar sem samstarfsmenn Norður-Víetnama hefðu varað hann við, að ætlunin væri að taka hann fastan. Þeir kölluðu mig CIA-agent af því einu að ég hafði á sínum tíma numið í Bandaríkjunum, sagði hann til skýringar. Ég fór til náms í París 1953 og útskrifaðist þar prestur 1958. Tók svo meistaragráðu við bandarískan háskóla áður en ég fór heim 1966 og gerðist forstöðu- maður kaþólska safnaðarins í Víet Nam 1966. Eftir fall Saigon 1975 voru þrír menn settir til að fylgjast með honum, sagði hann. Einn sat messur og hlustaði á hvert orð sem hann predikaði, til að vita hvort þar væri ekki að finna gagnrýni á stjórnvöld. Annar hafði það með höndum að fylgjast með heimili hans og sá þriðji átti að fylgja honum eftir og gefa skýrslu um við hvern hann talaði og hve lengi. Ekki mátti tala við óæskilegan mann, hvað þá útlend- ing án þess að lenda í fangelsi. En nú verða allir að fá sérstakt leyfi til að tala við útlending í Víet Nam. Þegar aðvörunin kom, gat hann ekki lengur orðið söfnuðinum að liði. Biskup kaþólsku kirkjunnar hefur verið hnepptur í fangelsi svo og um 300 prestar, og séð er um að námskeið til að þjálfa nýja presta, séu ekki sótt. Það er gert á þann hátt, að ekki er veitt leyfi til búsetuskipta, en leyfi þarf til að skipta um heimilisfang í landinu. Eða þá að námskeiðunum er breytt í þjálfunarnámskeið á veg- um stjórnvalda, sem kenna kommúnisma í stað trúfræði. Og ríkið hefur tekið skólana og allt starf, sem kirkjan hafði á sínum vegum. — Við vissum að við hefðum 50% möguleika á að sleppa burtu, og komast í annað land. Én flestir vilja taka þá áhættu. Sjálfur átti ég ekki mikla möguleika á að fá að lifa i Víet Nam, sagði sr. Ngoc Trieu. Og hér get ég orðið sam- löndum mínum að liði. Söfnuður- inn hefur reist sér guðshús, stóran hjall sem hangir uppi í fjallshlíð- inni og sækir þangað huggun. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.