Morgunblaðið - 20.09.1979, Side 15

Morgunblaðið - 20.09.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 15 Staldrað við um borð í kanadísku freigátunni Nipigon og spjallað við skipherrann, Pick Waller „NEI, ekki þið lxka,“ sagði Dick Waller skipherra og fórnaði höndum. ,flandaríkjamenn segja að vetrarveðrin þeirra komi frá okkur og líkar Kanadamönnum það illa. En nú er tólfunum fyrst kastað þegar þið segið að kuldinn hér sé tilkominn vegna lægða sem við sendum ykkur.“ Þannig mælti Dick Waller skipherra á kanadisku freigátunni Nipigon er hann leiddi hlm. Mbl. um ranghala um borð i skipi sínu til setustofu sinnar i brú skipsins, þar sem það lá við oliubryggju NATO í Hvalfirði i fyrradag. Að hœtti enskumælandi manna byrjaði Waller að tala um veðrið er hann hafði boðið blm. velkominn um borð. Kvartaði skipherra undan loftkuldanum í hauststillunni, en sagðist þó vera ýmsu vanur úr sinni heimabyggð i vesturhluta Kanada. Nipigon. Þyrla skipsins „Seaking“, sem er óvenjulega stór, stendur á dekkinu, en hún er búin til kafbátaleitar. Freigátan er vel búin til að leita uppi kafbáta og granda þeim. ( ó m MM _ Þótt venjulega hvíli hálf- gerð leynd yfir hernaðartækj- um var vandalaust að fá spjall við Waller. „Með ánægju segir hann“, glumdi í talstöðinni í dráttarbátnum Magna á sigl- ingu inn Hvalfjörðinn á þriðjudagsmorguninn, augna- bliki eftir að Jóhannes Ingólfsson skipstjóri á Magna hafði kallað upp Sigurð Þor- grímsson hafnsögumann um borð í Nipigon, og beðið hann að þreifa á því við skipherra hvort hann vildi taka á móti blaðamanni um borð meðan olía væri sett á geyma skips- ins. Waller skipherra sagði þetta vera fyrstu ferð sína til Islands, og að því er hann bezt vissi væri þetta í fyrsta sinn sem Nipigon kæmi til íslands. Hann sagði skipið vera 15 ára gamalt og „eitt það síðasta af gömlu gerðinni" þar sem það væri knúið gufuvélum. Það væri fyrst og fremst smíðað til kafbátaleitar, og væri vel búið til að sinna því hlutverki sem því væri ætlað á stríðstíma. Skipið væri um 3.000 tonn að stærð og ganghraði þess 28 sjómílur. (Stærstu íslenzku varðskipin eru um 1.200 tonn og gnga 19 sjómílur). í áhöfn Nipigon eru um það bil 250 manns. „Áður en þú spyrð um það, er bezt að taka fram að í áhöfninni eru engar konur," sagði Waller. Liðsfor- ingjar um borð eru 28 og sagði Waller það vera óvenjulega háa tölu fyrir ekki stærra skip. Þá væru um borð um 50 manns er væru í þann mund að vinna sig upp í liðsforingja- stöðu. Hluti áhafnarinnar hafði ekki migið í saltan sjó er Nipigon lagði upp frá St. John’s á Nýfundnalandi, og sagði Waller, er á hann var gengið, að margir þeirra hefðu orðið illa sjóveikir, þegar skipalestin lenti í „venjulegum Atlantshafsstormi", eins og skipherra orðaði það, á leið sinni til íslands. Sjálfur hefur Waller verið í kanadíska sjóhernum í 22 ár, byrjaði sem léttadrengur, vann sig síðan upp öll þrepin og hefur verið skipherra í nokkur ár. Hann sagði að 'Birgðaskipið Green Rover frá Lundúnum. Skipið er rúm 11 þúsund tonn að stærð. Frá Green Rover geta freigátur og önnur skip fengið olíu á siglingu, en til þess þurfti m.a. að gripa á leið flotadeildarinnar til íslands. Skipið er 11 ára og flytur, auk oliu, ferskvatn, hraðfrystar vörur og annan varning. Dick Waller skipherra kanadisku freigátunni. Hollenzka freigátan Isaac Sweers við oliubryggju i Ilvalfirði. Freigátan er tæp 3.000 tonn að stærð, búið fullkomnum rafeindatækjum og vopnum til að verjast flugvélum og kafbátum. fyrir 12 árum. Belgíumenn lögðu fyrst til skip í janúar síðastliðnum en Grikkir og Tyrkir eru venjulega ekki með, þar sem umsvif deildarinnar eru fyrst og fremst miðuð við Atlantshaf. Þá koma Norð- menn venjulega aðeins inn í deildina þegar hún er við strendur Evrópu. Þeir koma t.d. til móts við deildina hér þar sem skipin hafa verið við strendur Norður-Ameríku, sum allt niður við Flórída. Hvert skip er ekki í flota- deildinni nema skamman tíma í senn, að sögn Wallers. Þá er reglulega skipt um yfirfor- ingja, en að-þessu sinni er hann frá Bandaríkjunum. Þegar æfingar standa yfir ganga yfirmenn og undirmenn milli skipa svo að þeir fái sem bezta mynd af getu og hæfni annarra skipa en eigin. í þau 12 ár sem flotadeildin hefur starfað hafa þúsundir gengið þannig á milli skipa. „Með þessu móti höfum við kynnst hver öðrum og skapast hefur góður andi,“ sagði Waller. Þröngt máttu sáttir sitja um borð í Nipigon, því þar voru þægindunum ekki fyrir að fara. Engar klæðningar voru á veggjum, alls staðar bert járnið. Þá var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Skipverjar voru misjafnlega margir í hverjum klefa og kojurnar oft þrjár á hæðina. Nokkur afþreyingarherbergi voru um borð en í fæstum gat nema um tugur manna verið í „Togarar Rússa virðast hafa öðru hlutverki að gegna en að veiða fisk Kanadaher væri ekki að- greindur eins augljóslega í landher, sjóher og lofther eins og víðast væri, heldur gengju menn á milli deilda og væru t.d. liðsforingjar úr landher í áhöfn þyrlunnar sem að jafn- aði er um borð í Nipigon. Waller sagði að héðan yrði haldið til Noregs þar sem flotadeildin tæki þátt í æfing- um, en þaðan yrði haldið til Skotlands. „Þetta gengur þannig fyrir sig að jafnaði, að flotadeildin siglir milli staða og fer í gegn um æfingaáætl- anir og þess á milli er farið í kurteisisheimsóknir til aðild- arlandanna. Að jafnaði er rúmlega hálf tylft skipa í flotadeildinni sem stofnuð var Ef myndin prentast vel má sjá í daviðunum i skutnum sérstakt tæki sem látið er siga i sjó til þess að leita að kafbátum. senn. En þó var að sjá sem rýmið væri hvarvetna vel not- að og það er ekki heldur vani sjómanna að kvarta og kveina um vistarverur um borð. Þegar herskipin sigldu inn Faxaflóa í beinni röð árla á þriðjudagsmorgun var stór rússneskur togari í farar- broddi og á radarnum um borð í dráttarbátnum Magna var að sjá sem togarinn væri í flota- deildinni, en skipin komu fram sem litlir dílar í beinni línu á radarskerminum. Að- spurður sagði Waller að togar- inn hefði komið til móts við flotadeildina skammt út af íslandi. „Þeir virðast hafa mikinn áhuga á flotadeildinni, Rússar, og fylgjast venjulega náið með ferðum hennar. Það er ekkert óeðlilegt við fram- ferði þeirra, nema að þessir „togarar" virðast flestir hafa allt öðru hlutverki að gegna en að veiða fisk. En þeir eru á alþjóðlegri siglingaleið þar sem öllum er heimilt að sigla um, og við fylgjumst einnig með ferðalagi þeirra her- skipa." — ágás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.