Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 21

Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 21 Alþýðuleikhúsið tekur til starfa STARFSEMI Alþýðulcikhússins leikárið 1979—1981 er hafin í Lindarbæ. en leikhúsið hefur tekið hann á leigu annað leikárið í röð. Fyrsta sýning vetrarins var siðastliðið fimmtudagskvöld. en þá hófust að nýju sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonarson- ar „Blómarósum“, sem frumsýnt var siðastliðið vor. Leikstjóri Blómarósa er Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikmynd gerir Þorbjörg Höskuldsdóttir og búningar eru eftir Valgerði Bergs- dóttur. Leikarar á sýningunni eru 12 talsins. Jón Júliusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leikhússins í vetur og ýmsar nýjungar eru á döfinni. Má þar til nefna sérstak- an barnaleikhóp sem tekinn er til starfa á vegum Alþýðuleikhússins og mun vinna ásamt höfundum að tveimur barnasýningum á leikár- inu. Þá eru fyrirhugaðar miðnætur- sýningar í Austurbæjarbíói á leikriti Dario Fos, „Við borgum ekki — við borgum ekki“. Um þessar mundir standa yfir æfingar á nýju leikriti eftir Böðvar Guð- mundsson sem að öllum líkindum verður frumsýnt í nóvember. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Landsþing Þroskahjálpar LANDSÞING Landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardag og sunnudag 22. og 23. september n.k. Þingið, sem er hið annað í röðinni, hefst kl. 10 f.h. á laugardag að Hótel Loftleiðum, Kristalsal. Landssamtökin hafa í tilefni þingsins boðið hingað, Dr. Peter Mittler, prófessor frá Manchester háskóla og mun hann flytja fyrirlestur f.h. á laugardag um þátttöku foreldra í kennslu og þjálfun þroskaheftra barna. Prófessor Peter Mittler er m.a. forseti alþjóðasambands foreldra þroskaheftra barna, ennfremur er hann stofnandi og veitir for- stöðu rannsóknarstofnun á veg- um Háskólans í Manchester, þar sem unnið er að gerð þjálfunar- áætlana og framkvæmd þeirra í samvinnu við foreldra þroska- heftra barna. Á laugardag verða ennfremur flutt erindi um löggjöf um aðstoð við þroskahefta og framkvæmd hennar. Um þetta efni munu fjalla Ingimar Sigurðsson deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneyti og Jón Sævar Alfonsson varaformaður Þroskahjálpar. Þá munu þau Þorsteinn Sigurðsson og María Kjeld flytja erindi um málörvun þroskaheftra barna á forskólaaldri, en námskeið um þetta efni, er að hefjast um þessar mundir á vegum Námsflokka Reykjavíkur undir stjórn þeirra Þorsteins og Maríu. Að loknum framsöguerindum á laugardag starfa umræðuhópar. Það skal tekið fram að öllum er heimilt að hlýða á framsöguerind- in á laugardag og taka þátt í umræðuhópum. Landsþinginu verður framhald- ið á sunnudag, en þá verður haldinn aðalfundur Þroskahjálpar og hefst hann kl. 10 árdegis. Þetta er jeppinn, sem fór út af veginum á Fjarðarheiði sl. sunnudag með þeim afleiðingum, að tveir menn biðu bana. Talið er að jeppinn hafi farið þrjár veltur niður bratta brekku og er hann ónýtur eftir. Ljósm. Mbl.: Sveinn. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU P. Sarkar (í miðjunni í hvitum kufli, berhöfðaður). Leiðtogi Ananda Marga á íslandi SHRII P.R. Sarkar, andlegur leiðtogi Ananda Marga-hreyf- ingarinnar, var staddur hér- lendis í vikunni. Kom hann til landsins á þriðjudag og hélt utan í gærmorgun. Hefur hann að undanförnu verið á ferð um ýmis lönd við Miðjarðarhafið þar sem hann hefur átt viðræð- ur við fylgjendur Ananda Marga og haldið fyrirlestra. Guttormur Sigurðsson og Margrét Stefánsdóttir, sem hafa um þriggja ára skeið verið fylgj- endur Ananda Marga-hreyf- ingarinnar og starfað fyrir svo- nefnda Prout-deild, sem er sprottin af kenningum Ananda Marga, sögðu að fátítt væri að P. Sarkar kæmi til lands þar sem ekki væru fleiri fylgismenn, en hér eru, en milli 30 og 40 starfa reglulega. í kynningarbæklingi um P. Sarkar segir m.a., að hann sé andlegur leiðtogi milljóna manna um allan heim, sé höf- undur svonefndrar Framfara- og nýtnikenningar, Prout, sem sé altæk félagsleg kenning grund- völluð á alheimsbundnu viðhorfi. Leggi kenningin til leiðsögu fyr- ir þróttmikið mannlegt samfélag þar sem allar auðlindir muni verða nýttar á framfarasinnað- an hátt. „Ananda Marga og Prout urðu sterk andleg og fé- lagsleg öfl í Indlandi og hafa nú dreifst um allan heim. Vegna andstöðu sinnar við arðrán, and- legs grundvallar þeirra og rækt- arsemi við félagslega þjónustu eru þessi samtök alvarleg ógnun við gróna hagsmuni sem þrífast í spillingu, óréttlæti, arðráni og kúgun", segir einnig í bæklingn- um. íslenzkir fylgismenn Ananda Marga-hreyfingarinnar tóku á móti iærimeistara sínum á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag með söng. Mynd: G.S. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóri 28 ára vélstjóri meö full réttindi, óskar eftir starfi í landi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vélstjóri — 3151“. Afgreiðslustarf Óskum eftir aö ráöa nú þegar vana af- greiöslustúlku í kjötverslun. Uppl. í kjötverslun Tómasar, sími 12112. Trésmiðir Trésmiö eöa mann vanan verkstæðisvinnu vantar strax. Trésmiójan Holt, Urðarholti 3, Mosfellssveit, sími 66440. Óskum eftir að ráða menn til verksmiðjustarfa strax, helst vana polyestervinnu. Lágmarksaldur 20 ár. Upplýsingar í síma 84452. Snyrtivöruverslun viö Laugaveg óskar eftir vönum starfskrafti hálfan eöa allan daginn. Tilboö sendist Mbl. fyrir 25. sept. merkt: „Starfskraftur — 662“. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl AL'GLYSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÍ Al'G- LÝSIR i MORGl'N'BLADINL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.