Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
17
Útgefandí
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Sími83033
Askriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakiö.
„Forkastanleg
valdníðsla mennta-
málaráðherra”
Stöðuveitingar Ragnars
Arnalds, menntamálaráð-
herra, hafa sumar hverjar
þótt ganga þvert á ríkjandi
hefðir og almenna réttlætis-
vitund. Eitt nýjasta og gróf-
asta dæmi þessa er veiting
skólastjóraembættis við
grunnskólann í Grindavík.
Tíminn, málgagn forsætisráð-
herra, birtir forsíðufrétt um
þessa stöðuveitingu í gær
undir fyrirsögninni: „Forkast-
anleg valdníðsla menntamála-
ráðherra — Ragnars Arnalds
bolar í burtu skólastjóra
grunnskóla Grindavíkur en
ræður í hans stað réttinda-
lausan mann“. Hefur Tíminn
eftir skólanefndarmanni í
Grindavík, að málatilbúnaður
allur af hálfu menntamála-
ráðuneytisins hafi verið „hinn
ömurlegasti" og hér sé verið
að „hygla pólitískum banda-
manni á svívirðilegasta hátt“.
Svipað kemur einnig fram í
fréttum í Morgunblaðinu.
Forsaga málsins er sú að
undanfarin þrjú ár hefur
valinkunnur skólamaður verið
settur skólastjóri grunnskól-
ans í Grindavík, í fjarvist
skipaðs skólastjóra, er var við
nám erlendis og í launalausu
leyfi. Er skipaður skólastjóri
sagði síðan starfi sínu lausu,
um mánaðamótin
ágúst/september sl., vildi
meirihluti skólanefndar setja
starfandi skólastjóra í stöð-
una til eins árs, vegna þess
hve nálægt skólastarfi var
komið, en auglýsa síðan stöð-
una formlega í vor. Þvert á
vilja meirihluta skólanefndar
auglýsir menntamálaráðherra
síðan stöðuna lausa til um-
sóknar með rúmlega viku um-
sóknarfresti, sem er styttri
umsóknarfrestur en lög segja
til um. Tveir umsækjendur
sóttu um stöðuna. Starfandi
skólastjóri, sem hefur full
kennsluréttindi, og var studd-
ur af meirihluta skólanefndar
og hátt í 700 Grindvíkingum,
eða rúmlega 70% atkvæðis-
bærra manna í plássinu, sem
skriflega mæltu með ráðningu
hans. Hinn umsækjandinn
hafði aðeins fimm sjöttu
hluta BA-prófs frá háskóla,
og hafði ekki lokið tilskildu
námi í uppeldisfræðum og því
ekki full kennararéttindi.
Þrátt fyrir það að starfandi
skólastjóri í Grindavík hefur
full kennararéttindi, meðmæli
meirihluta skólanefndar og
þorra Grindvíkinga, gengur
menntamálaráðherra fram
hjá honum og ræður þann
réttindalausa í stöðuna.
Dagblaðið Tíminn segir orð-
rétt í frásögn sinni um þessa
veitingu: „Sagan segir, að
Ragnar hafi, áður en hann tók
þessa ákvörðun sína, tryggt
sér stuðning sinna manna
innan forystuliðs kennara-
samtakanna, svo tryggt væri
að mótmæli yrðu ekki nema
orðin tóm.“ Starfandi skóla-
stjóri, sem menntamálaráð-
herra hefur nú vikið til hliðar,
segir m.a.: „Þessi skipan mála
kom mér mjög á óvart. Og ég
tel hér um hreina valdníðslu
af ráðherra að ræða, að ráða
réttindalausan mann til starf-
ans. Ég mun vissulega leita
réttar míns í þessu máli, og
m.a. láta reyna á það, hvort ég
hefi greitt stéttarfélagsgjald
til samtaka kennara til einsk-
is öll þessi ár.“ En eitt helzta
baráttumál kennarastéttar-
innar hefur verið það, að
réttindamenn gangi fyrir
réttindalausum mönnum við
stöðuveitingar. í ljósi framan-
sagðs verður fróðlegt að sjá
viðbrögð stéttarfélags kenn-
ara í þessu máli, sem hinn
almenni borgari í þjóðfélag-
inu mun áreiðanlega fylgjast
vel með, en Tíminn hefur það
eftir deildarstjóra grunn-
skóladeildar menntamála-
ráðuneytisins, að valkostur
menntamálaráðherra „hafi
ekki tilskilin réttindi til að
gegna stöðu skólastjóra í
grunnskóla".
Vinnubrögð núverandi
ríkisstjórnar hafa ekki styrkt
stöðu hennar í hugum fólksins
í landinu, enda ráða flokks-
sjónarmið og pólitískir stund-
arhagsmunir meiru í verkum
hennar en þjóðarheill. Þess
eru þó fá dæmi að höfuðmál-
gagn forsætisráðherra og
ríkisstjórnarinnar þurfi að
lesa einstökum ráðherra aðra
eins lexíu og dagblaðið Tím-
inn sendi menntamálaráð-
herra í gær. Honum er borið á
brýn „forkastanleg vald-
níðsla", að bola burt réttinda-
manni úr skólastjórastöðu
fyrir réttindalausan jábróður,
ganga þvert á vilja skóla-
nefndar og þorra almennings í
Grindavík, og ofaníkaupið að
„hafa tryggt sér stúðning
sinna manna innan forystu-
liðs kennarasamtakanna" til
sýndarmótmæla. Þessi vinnu-
brögð eru dæmigerð fyrir Al-
þýðubandalagið. Þess afstaða
mótast ekki af málsatvikum,
rökum eða réttlæti, heldur
pólitískum litarhætti viðkom-
enda. Slík misnotkun valds
hlýtur að mæta andstöðu
allra heilbrigt hugsandi
manna í landinu.
Skólastjóraveitingin í Grindavík
MIKIL reiöí og óánægja er meðal Grindvíkinga með þá ráðstöfun menntamálaráðherra, Ragnars Arnalds, að ráða réttindalausan mann í skóla-
stjórastöðu Grunnskólans í Grindavfk og ganga þar með fram hjá umsækjanda, sem gegnt hefur skólastjórastöðunni undanfarin þrjú ár. Morgun-
blaðið ræddi í gær við Grindvíkinga um þessa stöðuveitingu og fara viðtölin hér á eftir.
Bogi Hallgrimsson.
„Fólk finnur
fnykinn af
þessari
afgreiðslu ”
— segir Bogi
Hallgrímsson
„ALÞÝÐUBANDALAGIÐ bauð fyrst
fram í bæjarstjórnarkosningum i
Grindavik i fyrra og það andrúmsloft
sem skapaðist þá og hefur verið hér
síðan var óþekkt hér áður. Ég man
aldrei eftir þvi að menn hafi verið
ósamtaka um málefni bæjarins fyrr cn
eftir þær kosningar.“ Þannig mæltist
Boga Hallgrimssyni þegar blaðamaður
Morgunblaðsins innti hann eftir upp-
tökunum að þeim deilum sem risið hafa
eftir hina umdeildu afgreiðslu Ragnars
Arnalds á skólastjórastöðunni i Grinda-
vik i fyrradag.
Bogi hefur verið starfandi kennari í
Grindavík meira og minna síðan 1951
með nokkrum hléum. Hann starfaði um
nokkurn tíma sem lögreglumaður á
Keflavíkurflugvelli en síðan 1964 hefur
hann samfellt stundað kennslu í Grinda-
vík. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá
Iþróttakennaraskólanum 1946 og handa-
vinnukennaraprófi frá Handíðaskólan-
um 1950.
„Atvikin höguðu því þannig," sagði
Bogi, „að árið 1975 fékk þáverandi
skólastjóri launalaust leyfi og síðan
ársfrí. Það lenti á mínum herðum að
sinna skólastjórastarfinu næstu þrjú
árin þar á eftir í stað hins skipaða
skólastjóra. Öll þessi ár var óvissa með
það hvort sá sem var skipaður skól-
astjóri myndi segja starfi sínu lausu eða
ekki og það var alltaf á síðustu stundu
sem það lenti á mér að sinna stöðunni.
Þetta var eins í sumar og það var ekki
fyrr en um mánaðamótin ágúst-septemb-
er að sá sem verið hefur skipaður
skólastjóri sagði starfi sínu lausu.
Skólanefndin hugðist leysa málið eins
og undanfarin ár til þess að trufla ekki
skólastarfið og höfðum við Halldór
Ingvason, sem verið hefur yfirkennari,
og ég gefið okkar samþykki fyrir því.
Þá var það sem fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í skólanefnd neitaði að styðja
mig og fór fram á aö skólastjórastaðan
yrði auglýst.
Ég og Halldór vorum kallaðir fyrir
skólanefndina og fræðslustjóra Reykja-
nesumdæmis og við spurðir hvort við
vildum taka starfið að okkur að vilja
meirihluta nefndarinnar. Við töldum
engin tormerki á því og héldum að aðeins
væri formsatriði að ganga frá þessum
málum. Þetta fannst víst flestum, nema
Ragnari Arnalds. Hann krafðist þess að
stöðurnar yrðu báðar auglýstar með
rúmlega viku umsóknarfresti, sem er
alltof stuttur. Við höfðum vissu fyrir því
að þeir Alþýðubandalagsmennirnir
myndu ekki auglýsa nema hafa einhvern
mann í pokahorninu og í gær var sem
sagt gengið frá þessu.
Ég er auðvitað stórhneykslaður á
þessari afgreiðslu Ragnars Arnalds og
þau virðast lítils virði þessi samtök
okkar kennara ef öll slagorðin og áhersl-
an á réttindamálin eru eftir allt saman
orðin tóm. Þá held ég að kennarar hafi
fulla ástæðu til þess að hugsa sitt.
Ég vil að lokum hiklaust segja það, að
fólkið hér í Grindavík finnur fnykinn af
þessu máli. Menn vita nú hvar þeir hafa
þessa menn. Þetta er aðeins eitt dæmið
af mörgum um vinnubrögð þessara afla.“
ólína Ragnarsdóttir
„ Vilji fólks-
ins skiptir
þá enguy
nema rétt
fgrirkosn-
ingar”
— segir Olína
Ragnarsdóttir
„FÓLK ÚR öllum þremur lýðræðis-
flokkunum vann að þessari undir-
skriftasöfnun meðal Grindvíkinga og
fólk úr öllum flokkum skrifaði undir,“
sagði ólina Ragnarsdóttir, bæjarfull-
trúi Sjáfstæðisflokksins í Grindavík.
Jafnframt því að vera bæjarfulltrúi er
ólína varamaður í skólanefndinni.
Hún sagði, að í tcxta undirskriftasöfn-
unarinnar hefði verið áskorun á Ragnar
Arnalds, menntamálaráðherra, þess efn-
is að Bogi Hallgrímsson yrði endurráð-
inn í stöðu sína sem skólastjóri í
Grindavík. I áskoruninni sagði ennfrem-
ur að Bogi hefði gegnt stöðu skólastjóra í
Grindavík síðastliðin þrjú ár og verið
afar farsæll í starfi, svo að tilefnislaust
væri nú með öllu að veita öðjum manni
stöðuna.
Ólína sagði, að undir þessa áskorun
hefðu 670 atkvæðisbærir Grindvíkingar
ritað nafn sitt, en það væri um 80%
þeirra sem atkvæðisrétt hefðu í Grinda-
vík. Þetta hefði gerst þrátt fyrir að mjö'g
margir hefðu verið erlendis eða við vinnu
sína úti á sjó.
„Þá vil ég leiðrétta þann misskilning
að verið hafi verið að hnýta í aðra
umsækjendur, þetta var aðeins stuðn-
ingsyfirlýsing við'mann sem sýnt hafði
að hann gæti sinnt starfinu með sóma,“
sagði Ólína ennfremur.
Olína sagði að Ragnar Arnalds hefði
tekið vilja skólanefndarmanna Alþýðu-
bandalagsins fram yfir vilja meirihluta
nefndarinnar og hann hefði gjörsamlega
hundsað undirskriftir 80% atkvæðis-
bærra Grindvíkinga. „Fólk hér í Grinda-
vík er alveg undrandi á þessari af-
greiðslu og þeim ummælum Ragnars
Arnalds að undirskriftir Grindvíkinga
skipti ekki máli. Það er eins og þessum
mönnum komi ekki við hvað fólkið vill
nema rétt fyrir kosningar," sagði Ólína
að lokum.
Ekki mitt
málað
gengið var
framhjá
manni með
réttindi
— segir Hjálmar
r
Arnason
Hjálmar Árnason
„ÞAÐ VAR nánast fyrir tilviljun að ég
heyrði auglýst starf skólastjóra hér í
Grindavík í miðjum september. Mér
datt strax í hug að nú vantaði af
einhverjum sérstökum ástæðum skóla-
stjóra og eftir að hafa rætt þetta við
vini mína og kunningja setti ég mig í
samband við varaformann skólanefnd-
arinnar og fékk þar hvatningu til að
sækja um stöðuna.
Það sem síðar gerist er það að alls
kyns kynjasögur fara að berast um mig
og mína umsókn héðan úr Grindavík.
Eftir því sem mér fór að skiljast var
komin upp mikil deila í skólanefndinni
og ágreiningur meðal fólks hér í Grinda-
vík. Deilan snerist aðallega um það hvort
stækka ætti skólann eða verja peningum,
sem í það áttu að fara, í byggingu
íþróttahúss.
Hvort tveggja virðist nauðsynjamál en
deilan sýndist mér varða forgangsröðina.
Næst heyri ég af undirskriftasöfnun
meðal bæjarbúa og meðal kennara. Mér
er sagt að flestir hafi skrifað undir.
Þegar mér er það ljóst hve deilan er
mögnuð velti ég því fyrir mér að draga
umsókn mína til baka.
Ég tók raunar ákvörðun um að gera
það daginn sem umsóknarfresturinn er
að renna út. En þá gerist það að allt frá
hádegi og fram á kvöld línnti ekki
símhringingum til mín frá fólki í
Grindavík úr ólíkustu flokkum. Allt
þetta fólk skoraði eindregið á mig að láta
umsóknina standa.
Fyrir áeggjan þessa fólks hætti ég við
að draga umsóknina til baka.
Loks gerist það í málinu að ég er settur
í þessa skólastjórastöðu, en fæ að vita
það í ráðuneytinu að skýringin sé sú að í
uppsiglingu séu málaferli sem snúist um
skólastjórann sem hætti fyrir þremur
árum og Bogi Hallgrímsson hefur gegnt
störfum fyrir. Þetta er mér sagt að sé hið
mesta leiðindamál og ráðuneytið kjósi að
hafa utanaðkomandi mann í skólastjóra-
stöðunni þar til þeim málaferlum ljúki."
— Nú vekur það athygli að Alþýðu-
bandalagsmaður setur flokksbróður sinn
í skólastjórastöðu, enda þótt annar hafi
meiri réttindi til að gegna henni en hann.
Hvað vilt þú segja um það atriði og
hvernig lítur það út frá stéttarlegu
sjónarmiði?
„Ég neita því ekki að ég hef verið og er
í Alþýðubandalaginu. Umsókn mín um
þetta starf er þó ekki skyld því á neinn
hátt. Ég hef starfað við kennslu í sjö ár
og hef mikinn áhuga á kennslu- og
uppeldismálum og sæki um semi slíkur.
Hitt er svo annað mál að þannig vill til
að þeir sem mér greiddu atkvæði í
skólanefndinni eru í Alþýðubandalaginu,
en það er að því er ég veit best til alger
tilviljun. Ég held að þetta mál hefði
komið upp alveg án tillits til þess í hvaða
flokki ég væri.
Varðandi síðari spurninguna er að
segja að Bogi Hallgrímsson hefur full
réttindi en ég ekki. í því sambandi
verður þó að gæta þess að hér er einungis
um setningu að ræða, ekki skipun. Mér
finnst skiljanlegt að fordæmt sé að
gengið sé framhjá manni með réttindi,
en það er mál ráðuneytisins en ekki mitt.
Það er þó ákveðið sjónarmið ráðuneytis-
ins að hér verði utanaðkomandi maður á
meðan fyrrnefnd málaferli standa yfir.
Ég harma vissulega að skilyrðin til að
taka við þessu starfi séu jafn slæm og
raun ber vitni, en ég vona að hagsmunir
skólans verði látnir sitja í fyrirrúmi.“
„Pólitískt
brjálœði”
— segir Gunnlaugur
r
Dan Olafsson
„Undirskriftalistarnir meðal kennar-
anna voru fyrst og fremst til stuðnings
þeim vilja meirihluta skólanefndarinn-
ar, að Bogi Hallgrímsson og Halldór
Ingvason yrðu áfram settir í sín fyrri
störf. Við tókum ekki afstöðu til um-
sækjenda, enda var undirskriftunum
safnað, áður en vitað var hverjir sæktu
um stöðuna,“ sagði Gunnlaugur Dan
ólafsson, kennari við Grunnskóla
Grindavíkur. Gunnlaugur var einn
þeirra kennara sem stóðu fyrir undir-
skriftasöfnuninni meðal kennaranna.
Hann sagði að um 20 kennarar væru við
þennan 450 nemenda skóla, 14 hefðu
skrifað undir en ekki hefði náðst í alla.
„Mitt mat á þessu máli er annars það,“
sagði Gunnlaugur, „að þetta sé pólitískt
brjálæði. Ég hefi setið fundi í skóla-
nefndinni sem fulltrúi kennara og því
haft aðstöðu til að fylgjast vel með því
sem hefur verið að gerast.
Gunnlaugur Dan ólafsson
í stuttu máli er það í rauninni það, að
maður sem ekki hefur full réttindi sækir
um starf gegn manni sem hefur langa
starfsreynslu og suk þess full réttindi,"
sagði Gunnlaugur. „Við eðlilegar kring-
umstæður hefði það átt að vera ljóst
hvor fengi stöðuna."
Gunnlaugur sagði að allur sá dráttur
sem verið hefði á því að skólinn tæki til
starfa yrði að skrifast á reikning ráðu-
neytisins. „Það er hætt við að þetta geti
komið niður á nemendum einkum í
níunda bekk sem tekur sitt samræmda
grunnskólapróf í janúar eða febrúar. Þau
mega vart við því að missa þetta mikinn
tíma úr.“
„Lög skipta
þessa menn
engumáli”
— segir Bjarni
Gunnarsson
„ÉG GET ekki séð annað en að tvö
lagabrot hafi verið framin í sambandi
við þessa stöðuveitingu. í fyrsta lagi
hefur Hjálmar Árnason ekki sömu
réttindi og Bogi Hallgrímsson og í öðru
lagi var fresturinn til að sækja um
stöðuna, allt of lítill, hann á að vera
fjórar vikur,“ sagði Bjarni Gunnarsson
sem sæti á i skólanefnd Grunnskólans í
Grindavik. Bjarni er varabæjarfulltrúi
fyrir framsóknarmenn i Grindavik.
Bjarni Gunnarsson.
Hann sagði að það hefði sýnt sig við
afgreiðslu þessa máls að baráttuaðferðir
alþýðubandalagsmanna væru þær sömu
og tíðkuðust fyrir austan járntjald. „Lög
skipta þá engu máli,“ sagði Bjarni. „Það
hefur sýnt sig að þá varðar yfirleitt lítið
um vilja meirihlutans, þessa heiðurs-
menn, hvort sem það er í nefndum eða
meðal fólksins."
Bjarni sagðist halda að það yrði
afskaplega erfitt fyrir hinn nýja skóla-
stjóra að taka við starfinu við þessar
kringumstæður, enda væri afgreiðsla
málsins í óþökk þorra Grindvíkinga.
Hann sagðist þó óska honum alls góðs í
starfi, það skipti mestu máli úr því sem
komið væri, að skólinn tæki sem fyrst til
starfa.
„Ranglega
að undir-
skriftasöfn-
unnistaðið”
— segir Guðrún
Matthíasdóttir
Guðrún Matthiasdóttir.
„ÉG TEL að Hjálmar Árnason hafi
miklu meiri menntun en Bogi Hall-
grimsson og af þvi að svona litið vantar
upp á að hann hafi full réttindi tel ég að
hann hafi meiri rétt til stöðunnar. Það
er ástæðan fyrir því að ég greiddi
honum mitt atkvæði,“ sagði Guðrún
Matthiasdóttir, annar fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í skólanefndinni. Hún var
spurð hvort það væri ekki einkennileg
tilviljun að alþýðubandalagsmaður í
skólanefndinni færi fram á að staðan
yrði auglýst og síðan setti alþýðubanda-
lagsráðherra alþýðubandalagsmann i
skólastjórastöðuna.
Guðrún var þá spurð að því hvort
fresturinn sem gefinn var í auglýsing-
unni hefði ekki verið í stysta lagi. Hún
svaraði því til að hún hefði mælt með því
að yfirkennarinn, Halldór Ingvason, yrði
settur áfram en skólastjórastaðan hins
vegar auglýst með löglegum fjögurra
vikna fyrirvara og að skólastjóri yrði
skipaður í stöðuna svo ekki þyrfti að
koma til auglýsinga næsta vor. Þannig
hefði mátt koma skólastarfinu í gang
með setningu yfirkennarans.
— Skiptir það engu máli i þessu
sambandi að um 80% atkvæðisbærra
manna í Grindavík skoruðu á mennta-
málaráðherra að endurráða Boga Hall-
grímsson?
„Ég tel það skipta einhverju máli. En
ég tel að það hafi verið ranglega að
undirskriftasöfnuninni staðið. Það var
ekki vitað hverjir myndu sækja um
stöðuna og fólki sem skrifaði undir var
sagt að með því að skrifa undir með Boga
yrði friður um skólann en annars
ófriður. Eftir að vitað var hverjir myndu
sækja um stöðuna hringdi fólk í Hjálmar
Árnason, héðan úr plássinu, og tók það
fram að enda þótt það hefði skrifað undir
væri það alls ekki á móti honum."
— En varðandi það hvort pólitík sé í
spilinu?
„Ég vil sem sagt ekkert meira um
málið segja.“
Jón Gröndal.
„Máliðá
upptök sín
íherbúðum
Alþgðu-
bandalags-
ins”
— segir Jón Gröndal
„AÐDRAGANDI máísins er allur hinn
sóðalegasti og sprottinn af einstakl-
ingsbundnum ástæðum. Málið á upptök
sín í herbúðum Alþýðubandalagsins,“
sagði Jón Gröndal sem sæti á í skóla-
nefnd Grunnskólans í Grindavík fyrir
Alþýðuflokkinn. Jón er einnig kennari
við grunnskólann.
Hann sagði að annar handleggur
málsins sneri síðan að kennarasamtök-
unum í landinu þegar réttindi manna
væru einskis virt, eins og nú hefði átt sér
stað. „Það hefur verið eitt helsta bar-
áttumál kennarasamtakanna undanfarin
ár að réttindalausir menn séu ekki settir
eða skipaðir í stöður í skólum landsins,
þegar völ er á mönnum með full eða
jafnvel margföld réttindi. Menntamála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, bítur höfuðið
af skömminni með því að setja réttinda-
lausan flokksbróður sinn í embætti og
skera um leið mann sem hefur verið
farsæll í starfi og nýtur stuðnings
meirihluta bæjarbúa," sagði Jón Grön-
dal.
Hann sagðist einnig vilja taka það
fram að nú væri að hefjast annar kafli
þessa máls, sá sem sneri að skólastarfinu
og því að veita börnunum þá kennslu sem
þau ættu rétt á. „Þó að ég telji að sækja
eigi málið með stöðuveitinguna eins
langt og unnt er, þá verða menn að snúa
bökum saman með hagsmuni skólans og
nemendanna að leiðarljósi," sagði Jón
Gröndal að lokum.