Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 23 Minning: Helga Marteinsdótt- ir veitingakona Fædd 3. mai 1893. Dáin 23. sept. 1979 Fyrstu kynni mín af Helgu Marteinsdóttur, föðursystur minni, sem heima var ávallt köll- uð Helga frænka, voru þegar ég fór mína fyrstu ferð til sjálfrar höfuðborgarinnar, þá 12 ára gam- all. Þá rak Helga veitingastofu að Laugavegi 44 og þar borðaði ég meðan ég dvaldist í Reykjavík. Ég man vandræði mín, að leifa ekki af öllum þeim góða mat, sem frænka vildi að þessi ungi frændi hennar að norðan borðaði til þess að verða stór og sterkur. Sjálf bjó hún, einstæð móðir, með dóttur sinni við sáralítil efni í lítilli og þröngri íbúð. En í veit- ingastofunni sinni gat hún veitt af þeirri rausn og þeim höfðings- skap, sem hún var alþekkt fyrir allt sitt líf. Og nú er hún dáin þessi öðlings- kona á 87. ári eftir langa og stranga starfsævi. Hún fæddist að Burstabrekku í Ólafsfirði 3. maí 1893, dóttir hjónanna Marteins Sigurðssonar bónda þar og Elínar Jóhannes- dóttur. Þar ólst hún upp með foreldrum sínum og fjórum syst- kinum sem öll eru nú dáin. Upp úr aldamótunum verða miklar breytingar í Ólafsfirði, þegar þorp tekur að myndast þar, og útgerð minni vélbáta hefst og með henni mun meiri atvinna en áður. Um þetta leyti flyst Helga með foreldrum sínum niður í þorpið og þar stundar hún þau störf, sem ungum stúlkum þeirra ára buðust. Oft talaði Helga um, hve lánsöm hún var að fá vist hjá þeim merkishjónum Svanhildi Jörunds- dóttur og Páli Bergssyni kaup- manni og útgerðarmanni. Hún naut aldrei annarrar skólafræðslu en nokkurra mánaða farkennslu, en á heimili þeirra hjóna kynntist hún og lærði margt það, sem dugði henni best í harðri og erfiðri lífsbaráttu. Ung að aldri giftist Helga Guð- mundi Sigurðssyni er um skeið rak nokkra útgerð í Ólafsfirði. Eignuðust þau 6 börn. Tveir drengir létust í barnæsku og einn á unglingsárum, en þrjú komust til fullorðinsára. Sigurður, verka- maður, í Reykjavík, kvæntur Akranesi - Fæddur 14. október 1899 Dáinn 20. september 1979 I dag kveðjum við frá Akranes- kirkju mætan borgara þessa bæj- ar, samviskusaman starfsmann, mann fæddan upp úr íslenskri mold sem hann nú hverfur til. Moldar sem Hann unni. Mann sem vildi veg héraðs síns og lands sem mestan og beztan. Mann sem ekki hvikaði frá að fylgja hverju máli fast eftir sem hann taldi rétt. Mann sem góður og réttur mál- staður átti ávallt vissan og örugg- an fylgismann. Jón Magnús var fæddur að skerðingsstöðuip í Reykhólasveit. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson hreppstjóri frá Hjöllum í Gufudalssveit, af svonefndri Eyr- arætt. Af þeirri ætt er margt mætra manna, m.a. Sveinn Björnsson fyrsti forseti íslands. Og kona Kristjáns, Agnes Jóns- dóttir, ættuð úr Strandasýslu. Að henni standa einnig sterkir stofn- ar þar vestra. Þau eignuðust mörg mannvænleg börn og komu þeim til góðs þroska. Það er minning slíkra manna sem þessi þjóð ætti að heiðra því þeir hafa lagt grundvöll þeirrar menningar sem Astrid Guðmundsson, Elín, gift Ragnari Magnússyni verslunar- manni og Njáll. flugmaður, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þau Guðmundur og Helga slitu samvistum og fluttist Helga þá til Akureyrar og hafði ofan fyrir sér og börnum sínum við ýmis störf, en þó einkum með því að selja fólki fæði eins og margar einstæð- ar mæður gerðu á þeim tímum. Átti Helga þá oft í miklum erfiðleikum og varð að tvístra heimilinu, þannig að drengirnir, sem þá voru þrír á lífi voru settir til vinnu hjá vandalausum, nema Sigurður sem var hjá föður sínum. Elín ólst hins vegar alla tíð upp með móður sinni. Árið 1928 tók Helga sig upp og réðst sem ráðskona við sjúkra- skýli, sem Magnús Ágústsson læknir rak að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar leið Helgu vel þótt oft væri annasamt, og minnt- ist hún með ánægju þess tíma, sem hún dvaldist þar. Einkum átti hún góða minningu um hjúkrun- arstörfin og þær stundir, er hún var kvödd til að aðstoða lækninn við uppskurði. Til Reykjavíkur fluttist Helga þegar kreppan var að ganga í garð, með þeim hörmungum, sem henni fylgdu, atvinnuleysi og bjargarleysi hjá alþýðu manna. Til aðstoðar bágstöddu fólki var þá sett á stofn Mötuneyti safnað- anna á Franska spítalanum undir yfirstjórn Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra. Helga var ráðin for- stöðukona fyrir þessu mötuneyti og leysti það vandaverk af hendi með slíkum dugnaði og röggsemi að við var brugðið í blöðum þess tíma. Árið 1934 fær Helga veitinga- leyfi, en hún hafði meira og minna unnið við veitingarekstur og álíka störf allt frá því að hún hóf að selja fæði á Akureyri 1921, og má því segja að Helga hafi rekið veitingasölu í um 50 ár, en 1973 hætti hún að mestu slíkum rekstri vegna veikinda. Það munu ekki margir íslendingar, sem eiga jafn langan feril að baki í því starfi. Fyrsta matsala og veitingastofa Helgu í Reykjavík var að Lauga- vegi 44 og síðan Laugavegi 28, en 1944 flytur hún til Akureyrar og kaupir þar nýbyggt hótel, sem nefnt var Hótel Norðurland (nú Hótel Varðborg). Það rak hún með -Minning þjóð vorri væri fyrir beztu að virða og breyta etir. Á Skerðingsstöðum ólst Jón upp í hópi samhentrar fjölskyldu . Hann unni landinu, sveitinni og þó mest blettinum sínum heima, og heima á Skerðingsstöðum. Hann fór til náms að Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan 1925. Auk menntunar sótti hann þangað það sem hann sagði einu sinni við undirritaðan að væri gæfa lífs síns en það var hans ágæta eiginkona, Sigríður Hjartardóttir frá Grjóteyri. Þau giftust 30. desember 1926. Foreldrar hennar voru Hjörtur Hansson á Grjóteyri og kona hans Gróa Símonardóttir. Sigríður var á unga aldri íþrótta- maður góður. Reyndist hún manni sínum góður samfylgdarmaður langan búskap. Og hann sýndi einnig hver maður hann var þegar hún missti heilsuna og þurfti á umhyggju og alúð að halda. Þar sem leiðir þeirra hjóna lágu fann maður að hér voru ein sál og einn hugur. Þau eignuðust einn son, Hjört kennara, nú í Reykjavík. Þau fluttust. til Akraness 1931 og bjuggu hér æ síðan nú síðast Jaðarsbraut 35. Hann gerðist tengdasyni sínum, Ragnari Magnússyni, um þriggja ára skeið en flytur þá aftur til Reykjavíkur og rekur um sinn veitingastofuna Skeifuna og síðar matstofuna Bjarg innst á Laugaveginum. Síð- an færir hún út kvíarnar og byrjar rekstur í Vetrargarðinum og kaupir loks veitingahúsið Röðul 1959 sem hún rak síðar í samvinnu við Ragnar tengdason sinn eins lengi og heilsan og kraftarnir leyfðu. En kraftar Helgu og dugnaður voru með eindæmum. Á áttugasta aldursári sínu mætti hún enn til vinnu sinnar á Röðli hvern dag, sem opið var, kl. 3 e.h. og fór síðust úr húsinu oft um kl. 3—4 að nóttunni. En þannig hafði hún unnið allt sitt líf og þekkti ekki annað en langan vinnudag. Hún var eldheit sjálfstæðiskona og þótti konur taka alltof lítinn þátt í starfi á opinberum vett- vangi og félagsmálum almennt. Hún gekkst þannig fyrir því með fleiri konum að stofna Húsmæðra- félag Reykjavíkur, og var formað- ur þess um árabil. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenréttindafélagsins og fleiri félögum kvenna. En drýgstan skerf mun hún þó hafa lagt til Hvatar, félags Sjálfstæðis- kvenna, enda var hún ein af stofnendum félagsins og átti sæti í stjórn þess um langt árabil. Helga var ákaflega hreinskiptin kona og talaði gjarna umbúða- laust og vildi, að menn kæmu til dyranna eins og þeir voru klæddir. Hún var vön því frá upphafi að þurfa að leggja hart að sér í lífsbaráttunni og kunni því illa að hafa ekki eitthvað fyrir stafni. Því var það, að ef laus stund gafst greip hún til alls kyns hannyrða og saumaði út slík kynstur af margbreytilegum útsaumi, að ég hef óvíða séð dæmi slíks á heimil- um. Síðustu æfiárin lá Helga frænka rúmföst og fylgdist ekki ávallt með því, sem efst var á baugi bílstjóri 1942 ogvar það til 1969 að hann var komin á aldurmark opinberra starfsmanna. Um þetta aldurstakmark verður ekki rætt hér. En Jón kunni því illa að hafa ekki fast starf til að vinna að. Hann var í eðli sínu starfsmaður. Og slíkir menn þurfa að fá að starfa, en nú er hann fluttur á annað svið. Sigríður kona hans og hann eru á ný sameinuð. Ég þakka þeim góð kynni, sendi syni og systkinum hans kveðju. Það er sárt að kveðja En gott góðs að minnast. Fari hann í friði. Ari Gíslason hverju sinni. En um leið og talið barst að fyrri dögum og heima- byggð okkar beggja, Ólafsfirði, komu minningarnar fram hver á fætur annarri og hver annarri skýrari. Henni þótti vænt um Ólafsfjörð, sem hún þó varð að yfirgefa á unga aldri. Þar hefði líka verið of þröngt 'fyrir athafnasemi hennar á þeim starfsvettvangi sem hun kaus sér. Helga frænka þurfti líka mikið svigrúm og það sópaði að henni hvar sem hún fór. Það jók einnig á reisn hennar að hún klæddist ætíð íslenska búningn- um. En þrátt fyrir allt það sem hún Helga frænka mín áorkaði í félagsmálum og á sviði veitinga- reksturs og annarra umsvifa verð- ur hún samt í minningu minni í dag verður gerð útför vinar míns, Guðsteins Jónssonar, en hann andaðist í Landsíptalanum 20. þ.m. 81 árs að aldri eftir erfið veikindi s.l. ár. Steini á Reykjahvoli var hann ætíð nefndur hér í Mosfellssveit- inni, en á það heimli föðurforeldra minna kom hann um tvítugt, eftir erfið bernsku- og æskuár. Þar naut hann þeirrar hlýju og um- önnunar, sem hann hafði lengi saknað, og var ævinlega þakklátur fyrir. Sú manngerð sem Steini minn hafði til að bera er nú óðum að hverfa úr okkar þjóðlífi. Kröfur þekkti hann engar nema til sjálfs sín, ávallt glaður og léttur á fæti, ef til þurfti að taka, beið hann færis ef hann gæti orðið að liði. Hæverskur og kurteis lét hann í ljós þakklæti sitt og þurfti þá oft ekki mikið til. Tryggur vinur vina sinna var hann og áður fyrr meðan heilsa hans leyfði, var hann það hans bezta skemmtun að skreppa bæjarleið og heimsækja kunningja og góður kaffisopinn sem ávallt var vel þeginn gerði sitt til að auka ánægjuna. Orðvar var hann með afbrigðum og illt umtal þekktist ekki af hans vörum. í eðili sínu var hann glaður og stutt í bros og blik í auga, þegar slegið var á létta strengi. Söngvinn ágætlega og hafði háa og mikla rödd, svo að hljómaði milli bæja meðan sveitin okkar var hljóðlát- ari en hún er í dag. Á jólatrés- skemmtunum okkar barnanna var það venja að hann taldi ekki eftir sér að taka nokkur lög, þá ætt- jarðarlög og ljóð, ungum sem öldnum til gleði og ánægju. Þann- ig var Steini vinur minn sjálfum sér samkvæmur og eðlilegur, aldrei sýndarmenni af neinu tagi, enda ávann hannsér vináttu og hlýhug hvar sem hann fór. Héðan úr Mosfellssveit .fluttist hann að Kalmanstungu í Borgarfirði til Kristófers og fjölskyldu hans. Þar leið honum vel og kjarri vaxið landið minnti hann á Ölfusvatn í Grafningi, þar sem vagga hans stóð. Nú hin síðari ár dvaldi hann að Ási í Hveragerði og Reykja- lundi og naut þar alls hins bezta í umönnun og atlæti. Við þáttaskil þakka ég einstaka tryggð og vináttu við mig og mína alla tíð. í öllu sínu umkomuleysi var hann hinn stóri og góði drengur, sem gott er að minnast og mikið mátti af læra. í sínu stríði eygði hann sífellt nýja von með nýjum degi og allt stóð til bóta. Ékki efa ég að við Steina minn verði sagt er hann heilsar nýjum degi i nýjum heimi: „Gott þú góði ok trúi þjúnn. Yfir litlu varstu trúr. mikið mun óit setja þig. Gakk inn til faKnaðar. herra þins.“ Blessuð sé minning hans. Ingunn Finnbogadóttir. Fæddur 14. apríl 1898. Dáinn 20. september 1979. Hann Steini gamli er iátinn. Svo bárust okkur fréttirnar um að lokið væri ævi Guðsteins Jónsson- umfram allt sú einlæga, hjálp- sama, og greiðvikna höfðingskona, sem ávallt var að hjálpa einhverj- um og gleðja aðra með gjöfum. Það var í rauninni hún sem hjálp- aði mér, bláfátækum skólastrákn- um, í gegnum Menntaskólann á Akureyri þegar hún rak þar Hótel Norðurland, og ég fékk þar ódýrt fæði og húsnæði. Og á fyrstu árunum mínum í Háskólanum naut ég svipaðrar aðstoðar hjá Helgu og hennar fólki í Reykjavík. Og svo var það öll elskusemi hennar og hlýja, sem hún alla tíð sýndi foreldrum mínum og allri fjölskyldu minni. Fyrir það og svo margt, margt fleira gat ég aldrei þakkað eins og vert var. Megi minningin um göfuga og drenglynda konu lifa. Baldvin Tryggvason ar. Aldurinn var orðinn hár, því fæddur var hann 14. apríl 1898. Erfið mun barnæskan hafa ver- ið, umkomuleysið mikið. Hann Steini varð fyrir því sem unglingur að brjóta á sér hægri handlegg. Sá atburður markaði honum að miklu ævina, ekki var hirt um að sækja lækni. Hand- leggurinn varð Steina að mestu ónýtur frá því. Hingað í Kalmanstungu kom Steini vorið 1957, þá kominn undir sextugt. Hér hafði hann viðdvöl í sextán ár á heimili þeirr Kristó- fers ólafssonar, frænda þess er þetta ritar og Lisbetar Zimsen konu hans. Héðan fór hann er þau hjónin brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Steini var þá orðinn mjög þjáður af kölkun í hné og fór á Reykjalund til læknismeðferðar. Hann fékk þar nokkurn bata á sjúkleika sínum og var á Elliheim- ilinu Ási í Hveragerði síðustu árin. Við hér heimsóttum Steina síðast fyrir rúmu ári, leið honum þá vel og undi hag sínum hið bezta. Fljótlega eftir þetta mun þó hafa syrt í álinn um heilsufarið og Steini dó í Landspítalanum 20. september síðastliðinn. Guðsteinn Jónsson var mér og mínu fólki samtíða hér í Kalm- anstungu í rúm sextán ár, margs er því að minnast frá þeim árum, glaðlyndi og hlýlyndi Steina brást aldrei og margan góðan greiðann gerði hann okkur þessi ár. Oft sagði hann söguna af því er Kristófer réð hann til sín og bætti jafnanvið „og hér hefur mér ekki leiðst einn einasta dag.“ Hann Steini var alinn upp í umkomuleysi og lífsstarfið mótað- ist af því. Það er þó trú þess, er þetta ritar, að við aðrar og hægfelldari aðstæður á æskuárum hefði Steini enginn eftirbátur annarra verið. Nú er hann kominn Guðs um geim, þangað sem lífið ei dvín. Þangað er gott að fara gömlum og þreyttum. Við hér í Kalmanstungu minn- umst hans með vinsemd og virð- ingu. Kalman Stefánsson Kalmanstungu. Jón M. Kristjánsson Guðsteinn Jóns- son-Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.