Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 5

Morgunblaðið - 28.09.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979 5 Söltun í Grindavík: Síldin er stærri og betri en var í fyrra „ÞETTA er svipuð síld og í fyrra, jafnvel heldur betri," sagði Ragnar Magnússon verkstjóri hjá Gjögri hf. í Grinda- vík, er Mbl. ræddi við hann í gær, en þá var verið að salta úr Kóp, sem kom með um 750 tunnur í fyrrakvöld. Ragnar sagði, að hjá Gjögri væri búið að salta í rösklega 600 tunnur og Gunnar Tómasson hjá Þorbirni hf. sagði Mbl., að þar væri búið að salta í um 400 tunnur. Fjórar söltunarstöðv- ar verða í Grindavík og er stutt í að söltun hefj- ist hjá Fiskanesi og Hópsnesi. Kópur er einn Gjögurbáta byrjaður, en þeir verða 3, og hjá Þor- birni hafa tveir hafið síldveiðar, en verða fimm. Sildin er stœrri og betri nú en i fyrra. Ljósm. Mbl. Guðfinnur. Saltað hjá Gjögri hf. i Grindavik i gær. Ljósm. Mbl. Guðfinnur. Eggert Jóhannes- son kjörínn formað- ur Þroskahjálpar ANNAÐ landsþing landssam- takanna Þroskahjálpar var haldið á Hótel Loftleiðum 22. og 23. september s.l. Þingið sóttu fulltrúar úr öllum landshlutum Hinn nýkjörni formaður Þroska- hjálpar, Eggert Jóhannesson. en í samtökunum er nú 21 félag með samtals um 7500 meðlimi. Sérstakur gestur þingsins var dr. Peter Mittler prófessor við Manchesterháskólann, varafor- seti alþjóðasamtaka þroska- heftra, og flutti hann erindi um þátttöku forelda i kennslu og þjálfun þroskaheftra barna. Frú Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi, sem gegnt hefur formennsku í landssamtökunum Þroskahjálp undanfarin 2 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún er á förum erlendis í fram- haldsnám. Voru henni færðar þakkir fyrir mikið og fórnfúst starf. Formaður Þroskahjálpar var kjörinn Eggert Jóhannesson, Selfossi, en aðrir í stjórn eru Jón Sævar Alfonsson, Garðabæ, Jó- hann Guðmundsson, Garðabæ, Dúfa Sylvía Einarsdóttir, Kópa- vogi, Bjarni Kristjánsson, Akur- eyri, séra Gunnar Björnsson, Bolungarvík, og Svanhvít Páls- dóttir, Stykkishólmi. í vara- stjórn eru Sigríður Garðarsdótt- ir, Reykjavík, Þórhildur Svan- bergsdóttir, Reykjavík, og séra Davíð Baldursson, Eskifirði. Á landsþinginu voru sam- þykktar ýmsar ályktanir. Lýstu fulltrúar m.a. ánægju sinni með setningu löggjafar um málefni þroskaheftra og þakkaði þingið öllum þeim sem þar hefðu unnið gott og mikið starf. Þingið vakti einnig athygli á því að enn hefur ekki verið stofnuð deild sú í félagsmála- ráðuneytinu sem gert er ráð fyrir í 3. grein laganna og skoraði því á ráðherra félagsmála að vinna að framgangi þessa máls hið fyrsta. Jafnframt yrði þess vænst að fullt samráð verði haft við Þroskahjálp um samningu þeirra reglugerða er leiða af setningu laganna og undirstrikuð var nauðsyn þess að vel yrði til þess vandað þar sem framkvæmd laganna er mjög háð því hversu til tekst um reglugerðarsamn- ingu. í öðru lagi skoraði þingið á fjárveitingarvald og ríkisstjórn að standa að fullu við lagaákvæði um verðtryggingu Fram- kvæmdasjóðs öryrkja og mót- mælti allri skerðingu á framlagi til sjóðsins. Þingið beindi því einig til stjórnar Þroskahjálpar og væntanlegrar stjórnarnefndar að þess verði gætt að fram- kvæmdasjóðum yrði ekki falið að fjármagna þau verkefni sem samkvæmt öðrum lögum eiga að fjármagnast beint úr ríkissjóði. Þá samþykkti þingið að fara þess á leit við yfirvöld trygg- ingamála að þau beiti sér fyrir því að hjálpartæki fyrir þroska- hefta á stofnunum verði greidd af Tryggingastofnun ríkisins. Að lokum lýsti þingið yfir megnri vanþóknun á skilningsleysi stjórnvalda varðandi fjárhags- vanda stofnana fyrir þroska- hefta. Skoraði þingið á stjórn- völd að bæta þegar úr því ófremdarástandi sem ríkt hefur í þessum málum þannig að um stöðnun og afturför í rekstri þessara stofnana verði ekki að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.