Morgunblaðið - 28.09.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1979
29
/S
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10—11
FRÁ MANUDEGI
Qmjtfmapfasi'ij if
nokkurn veginn nákvæmlega í
sama umfangi og „málgagnið"
Þjóðviljinn, — á meðan allir aðrir
fjölmiðlar töldu málefnið tæpast
þess virði að minnzt væri á það.
En siðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar, og ekki annað
sjáanlegt en að undanfarin tvö ár
hafi hinir kjörnu stjórnendur
útvarpsins tekið að beita hús-
bóndavaldi sínu. — Það hefur
nefnilega reynzt nokkuð ljóst, að
þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir
umræddrar róttæklingadeildar,
hefur áróðurinn að umfangi og
einnig efnislega verið aðeins svip-
ur hjá sjón, miðað við það sem 1
viðgekkst, þegar mest gekk á.
Það er því talið að umræddri
róttæklingadeild ríkisútvarpsins, |
að ógleymdum SUSÚ þeirra Þjóð-
viljamanna (skýring: Samtök um
sósíalistaáróður í útvarpi), sé nú
meiri vandi á höndum en oftast
endranær, — og er talið að nú um j
nokkurt skeið hafi hrosshausa- og 1
þorskhausalið þessara samtaka
lagt hausa sína kyrfilega í bleyti,
ef vera kynni að heilabúin skiluðu
með þeim hætti einhverjum
óvæntum nothæfum heilafóstrum.
Og viti menn. — Fjallið tók
jóðsótt og fæddist lítil mús. Það
þótti nefnilega talið víst, að nú um
nokkurt skeið hafi verið um nokk-
uð augljóst gat að ræða á framan-
greindum húsbóndaaga í útvarp-
inu gegn róttæklingaáróðri. —
Tekizt hafi nefnilega með alveg
sæmilegum árangri að læða áróð-
ursiðjunni í gegn, með því að
syngja framleiðsluna! — Eyjólfur
er semsagt ekki dauður úr öllum
æðum, — og er nú talið nokkuð
öruggt að útvarpsáætlun liðsins
næstkomandi þrammdag sé eitt-
hvað á þessa leið:
Reynt skal að halda uppi hefð-
bundnum grímuklæddum og
grímulausum gönguáróðri eftir
föngum, en þó verði lögð sérstök
áherzla á að nýta til fullnustu
framangreint andvaraleysi hús-
bændanna, og verði nú sunginn
áróður tvíefldur miðað við það
sem áður hefur tíðkazt. — Verði
teflt fram öllum tiltækum „bar-
áttu“-poppurum sem á plötu hafa
raulað, — og ekki sízt þeim sem
undanfarið hafa stritað við að
koma á skífur splunkunýjum
heimsfrelsunarsöngvum sínum, til
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Philadelphiu fyrr
á þessu ári kom þessi staða upp í
skák Bandaríkjamannanna
Cooleys, sem hafði hvítt og átti
leik, og Redmans.
23. e5!!, (23. Hfl virðist í fljótu
bragði koma að sama gagni, því að
ef 23. - cxb3 þá 24. Hff4! og
vinnur. En svartur á öflugt svar,
23. — e5! og hvítur er kominn í
vandræði). cxb3, 24. Hfl — dxe5,
25. Hff3! Nú sjáum við, að hvítur
hótar 26. Dxh7+ — Rxh7, 27.
Hxh7+ — Kxh7, 28. Hh3 mát.
Svartur er svo aðþrengdur að
hann á ekkert svar við þessari
skemmtilegu hótun. Hann gafst
því upp.
sérstakra nota hinn mikla dag 29.
september n.k.
Við sjáum nú hvað setur,
Velvakandi góður, — og skulum
við nú fylgjast með hvernig rót-
tæklingadeild ríkisútvarpsins og
SUSÚ gengur við iðju sína, þegar
hinn mikli göngudagur rennur
upp.
En blessaður skilaðu til rót-
tæklingadeildarinnar, að hafa nú
ekki af okkur grínið með því að
fara að breyta þessum áætlunum
sínum, — þó á þeim hafi verið
vakin athygli hér.
Og þú gaukar því kannski að
þeim í leiðinni, að á fyrri göngu-
dögum hefur flutningur ljóða og
laga eins og sovétsöngurinn „In-
ternationalinn", „Sjá roðann í
austri" oft þótt fara prýðilega við
sovét-dulurnar rauðu, — og væri
nú kannski ráð að bæta við ljóðinu
með hvatningunni góðu:
„Sovét-ísland, óskalandið, hvenær
kemur þú?“
En jafnframt hafa tilraunir
útvarpsmanna til að gefa göngu-
dögum þjóðhátíðarblæ með leik
venjulegra íslenzkra ættjarðar-
söngva þótt heldur léleg gæra á
rauðúlfinn og hljóma frekar hjá-
rænulega við rauðfánaþramm rót-
tæklinga-gönguliðsins. — En þessi
síðustu heilræði voru nú bara
góðlátlegar ábendingar.
Útvarpshlustandi
• Þakkir
Mætti ég þakka hr. Guðjóni
E. Jónssyni fyrir upplýsingar um.
höfundinn að vísunni „Norður—
loga-ljósin há“ og þá ekki síður
fyrir leiðréttinguna, sem er ef-
laust hárrétt, þar sem um prent-
aða samtímaheimild er að ræða,
samkvæmt upplýsingum hr.
Sveinbjarnar Sigurjónssonar.
Ég get ekki fallist á leiðréttingu
frúarinnar á vísu Látra-Bjargar.
Það var einmitt þessi útgáfa sem
ég var að leiðrétta. Að sjálfsögðu
get ég ekki og frúin ekki heldur,
komið með neinar fullgildar sann-
anir fyrir á hvern veg vísan var,
þar sem hér er um að ræða
„húsgang" sem geymst hefur í
manna minni, en ekki komist á
prent að höfundi lifandi, a.m.k.
ekki svo mér sé kunnugt. Síðasta
hendingin: „Hann er á morgun
gróinn" er beinlínis fáránleg.
Virðingarfyllst
Jón Eiriksson
Kærar þakkir
Konu minni, börnum okkar og barnabörnum, fyrrum
nemendum mínum og öðru vinafólki mínu frá Djúpi
vestur, svo og öllum skyldum sem óskyldum nær og
fjær, er á áttræðisafmæli mínu hinn 6. þ.m. sýndu
mér vinsemd með nærveru sinni, árnaðaróskum og
góðum gjöfum, þakka ég innilega og bið viðkomend-
um allra heilla í nútíð og framtíð.
25. sept. 1979
Jóhann Hjaltason.
Hressingarleikfimi
Kennsla hefst mánudaginn 1. okt. 1979. Kennslu-
staöur: Leikfimisalur Laugarnesskólans. Byrjenda og
framhaldsflokkar kvenna.
Nýttr karlaflokkur — mánudags- og fimmtudags-'
kvöld kl. 21.45.
Fjölbreyttar æfingar allra flokka — músik-slökun.
Veriö meö frá byrjun.
Innritun og upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
Við erum fluttir aö
Fosshálsi 27
(Árbæ)
Pantanasími okkar er