Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 220. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rekinn af þingi Seoul, 6 okt. AP. Reuter. HELSTI stjórnarandstöðu- flokkurinn í S-Kóreu hefur hætt þátttöku í störfum þingsins eftir að Kim Young-Sam, leiðtogi flokksins var rekinn úr þinginu. Og í dag svipti dómstóll í Seoul Young-Sam stöðu leiðtoga flokksins og lýsti kosningu hans sem leið- toga flokksins í maí ómerka. Kim Young-Sam, leiðtogi Nýja demókrataflokksins (NDP), hvatti Bandaríkin til að hætta stuðningi sínum við Park Chung Hee, forseta landsins. Park svaraði með því að láta reka Young-Sam af þingi og síðan svipta hann leiðtogastöðu flokksins. Bandaríski sendiherrann í Seoul var í dag kallaður heim til Washington. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins kallaði aðgerðir stjórnarinnar í Seoul í „ósamræmi við þingræðis- legar hefðir." Leiðtogar 1 A-Berlín Austur-Berlín, 6.október. AP.Reuter LEIÐTOGAR austur-evrópskra ríkja flykktust i gær til Austur- Berlinar til að vera viðstaddir hátiðahöld i sambandi við 30 ára fullveldi Austur-Þýzkalands. Hátiðahöldin ná hámarki á morg- un, sunnudag, er haldin verður mikil hersýning í A-Berlín. Brezhnev forseti Sovétríkjanna heldur í dag ræðu í tilefni afmæl- isins í Lýðveldishöllinni, sem er stórhýsi úr marmara og grágrýti á bökkum árinnar Spree. Búist er við að Brezhnev muni einkum beina spjótum sínum að Carter Bandaríkjaforseta vegna ummæla og aðgerða Carters í sambandi við sovézku hersveitirnar á Kúbu. Ráðherrar og íorystumenn Alþýðubandalagsins komu saman til sérstaks skyndifundar í Þórshamri i gær hjá Lúðvík Jósepssyni, en þeir vildu ekkert segja við blaðamenn að loknum fundi. Lúðvik kvaðst hins vegar hafa boðað þingflokk og framkvæmdastjórn til fundar síðdegis ígær. Hér sjást nokkrir forystumannanna skeggræða undir garðvegg Alþingishússins að loknum skyndifundi igær, en frá vinstri eru þarna Hjörleifur Guttormsson, ólafur Ragnar Grímsson, Kjartan ölafsson, Geir Gunnarsson, Ragnar Arnalds og Einar Karl Haraldsson. Sjá frétt á bls. 2. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. Norska fjárlagafrumvarpið: Endurgreiðsiur erlendra lána hæsti útgialdaliðurinn 1980 Frá fréttaritara Mbl Ósló, 6 október. Jan-Erik Lauré. PER KLEPPE fráfarandi fjármálaráðherra lagði í dag fram fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Niðurstöðutölur frumvarpsins eru 91,1 milljarður norskra króna (um 7200 milljarðar ísl. króna), sem er 13,8 milljörðum hærri upphæð en í fyrra. Gert er ráð fyrir að halli verði á fjárlögum um 19,6 milljarða og er fyrirhugað að fjármagna hann mað lánum. Hörð gagnrýni á páfa: „Karlmenn líta á sig sem átrúnaðargoð” New York, 6. okt. AP. Reuter. ANDÚÐ Jóhannesar Páls páfa á getnaðarvörnum, fóstureyð- ingum og kvenprestum hefur orðið kreddulausum kaþólikk- um tilefni til harðrar gagnrýni á páfa og kirkju. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að 73% kaþólskra Banda- rikjamanna eru samþykkir getnaðarvörnum og 21% fylgj- andi löglegum fóstureyðingum. í ræðu sem páfi hélt í gær frammi fyrir 1,5 milljónum áhorfenda á grasbala við Michigan-vatn kvað hann fóst- ureyðingar „óumræðilegan glæp“. Samtök kaþólikka, er nefna sig „kaþólskt valfrelsi", hafa keypt hálfrar síðu auglýsingu í sunnudagsútgáfu Washington Post þar sem birtist bréf til páfa, en hann kemur til Washington á morgun. Þar segir að þótt kaþólskir áskilji sér rétt til meira frelsis í barneignamál- um hafi þeir ekki hörfað frá trúnni, heldur hafi kirkjan fjar- lægst mannfólkið. Einnig hafa samtök 1.750 presta, er aðhyllast jafnrétti kynjanna til prestskapar, gagn- rýnt harðlega þau ummæli páfa að hin hefðbundna afstaða kirkj- unnar til prestsskapar kvenna væri ekki mannréttindamál. Þá samþykktu samtök bandarískra nunna, er telja um 1.800 með- limi, ályktun þar sem gagnrýnt er að aldagömul hefð gegn prestsskap kvenna skuli gert hærra undir höfði en meginregl- ur kirkjunnar er kveða á um réttlæti og jafnrétti. Systir Margaret Ellen Traxler, sem verið hefur nunna í 35 ár, lét þau orð falla að karlmenn í kirkjunni hefðu komið sér upp falsguði er væri þeirra eigin karlmennska. „Þeir tilbiðja sjálfa sig sem átrúnaðargoð." Stærsti útgjaldaþáttur fjárlag- anna er afborganir og vextir af erlendum lánum, samtals 14,7 milljarðar norskra króna. Gert er ráð fyrir ýmsum nýjum sköttum, m.a. auknum benzín- og bílaskött- um. Fargjöld með almenningsfar- artækjum, lestum, langferðabíl- um, skipum og flugvélum verða hækkuð og sama er að segja um afnotagjöld síma, sjónvarps og rafmagns. Áfengi og tóbak verður ekki hækkað í verði eins og yfirleitt hefur verið gert árlega með nýjum fjárlögum. Nokkur lækkun verður á bein- um sköttum samkvæmt frumvarp- inu, en þó mun minni en borgara- flokkarnir hafa lagt til. Barna- bætur verða sömuleiðis auknar og einnig ellilífeyrir. Per Kleppe fjármálaráðherra sagði í dag í þinginu, að stjórn Verkamannaflokksins vildi með frumvarpinu leita eftir stuðningi borgaraflokkanna við að leysa hin efnahagslegu vandamál, sem að steðjuðu. Ráðherrann sagði, að stjórnin legði eftir sem áður mesta áherzlu á að halda atvinnu í Noregi, en samstarf allra þeirra, sem málið snerti, væri nauðsyn- legt til að ná því markmiði. Óvænt Smith til Salisbury Lundúnum. 6. október, AP. Reuter. IAN Smith, fyrrum forsætisráð- herra Rhódesiu, hélt skyndilega til Salisbury i dag til að ræða við ýmsa helstu leiðtoga hvita minnihlutans í iandinu. Brottför Ian Smith frá Lundúnum kom á óvart og hann fór aðeins klukkustund eítir að Abel Muzorewa, forsætisráðherra Zimb- abwe Rhódesiu, féllst á skilyrði Breta að nýrri stjórnarskrá í land- inu. Eftir fjögurra vikna viðræður setti Carrington lávarður utanríkis- ráðherra deiluaðilum úrslitakosti — annað hvort að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá eins og Bretar hafa sett hana fram, eða hafna. Muzorewa féllst síðan á öll skilyrði Breta en hann sagði að einn nefnd- armanna sinna hefði verið andvígur. í tillögum Breta er gert ráð fyrir að hvíti minnihlutinn missi neitunar- vald sitt í þinginu og að nýjar kosningar fari fram í landinu. Orð- rómur er uppi um, að hann hyggist reyna að koma í veg fyrir hinar nýju tillögur. Hvítir menn hafa enn neitunarvald í þinginu. Muzorewa sagðist í dag ekki eiga von á því að Ian Smith myndi beita sér gegn samkomulagi um Rhódesíu- deiluna, þó hvíti minnihlutinn missti neitunarvald sitt á þinginu í Salis- bury.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.