Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 32

Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 32
^Síminn á afgreiðslunm er 83033 3W*r0iinbInt>ib SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMvrgunblabib Hafskip vill kaupa þotu til vöruflutninga „HAFSKIP hefur að undanförnu verið að kanna möguleika á því að kaupa þotu til vöruflutninga milli landa og við höfum fengið ýmsa til þess að kanna fyrir okkur málið,“ sagði Björgúlfur Guðmundsson framkvæmdastjóri Hafskips í samtali við Mbl. i gær, „en þetta er eitt af þeim verkefn- um sem við höfum sett okkur að Ijúka við.“ Björgúlfur sagði að starfsmenn hefðu orðið að einbeita sér að skiparekstrinum að undanförnu og því hefði flugvélakaupamálið ekki verið rekið á fullu, en hann kvað stóran hóp viðskiptavina Hafskips hafa hug á að flytja varning heiman og heim með flugvélum og því væru þeir að kanna málið. Játarfjárdrátt GJALDKERI Breiðholtssafnaðar s.l. föstudag er hann var að koma í Reykjavik hefur við yfirheyrslur frá útlöndum. Við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu rikisins hefur hann viðurkennt að hafa játað að hafa dregið sér fé úr dregið sér 2,5 milljónir króna úr sjóðum kirkjunnar. sjóðum kirkjunnar á þessu ári. RLR barst í vikunni kæra frá Rannsókn málsins er á frumstigi safnaðarstjórn og var gjaldkerinn og liggur ekki ljóst fyrir hvert handtekinn á Keflavíkurflugvelli umfang þessa máls er. Kærður fyrir kyn- ferðisafbrot gagn- vart dóttur sinni RANNSÓKNARLÖGREGLA rikisins handtók s.l. föstudag liðlega þritugan Reykviking, sem grunaður er um mjög alvarleg kynferðisafbrot gagnvart dóttur sinni. Maðurinn er kærður fyrir að hafa haft kynferðislegt samband við dóttur sína, sem nú er 12 ára gömul. Hefur þetta samband stað- ið í nokkur ár, samkvæmt fram- burði stúlkunnar. Stöðugar yfirheyrslur hafa far- ið fram yfir manninum síðan hann var handtekinn og síðdegis í gær, þegar Morgunblaðið fór í prentun, hafði Rannsóknarlögregla ríkisins gert um það kröfu til sakadóms Reykjavíkur að maðurinn yrði úrskurðaður í gæzluvarðhald. „Mun tala fyrir áfram- haldandi stjórn- arsam- staríi” unar þingflokks Alþýðuflokksins um stjórnarslit, en Magnús var eini þingmaður flokksins sem greiddi atkvæði gegn stjórnarslit- um. „Ég er algjörlega sammála þing- „ÉG er ekki sammála þingflokki flokknum í þvi að það þurfi að Alþýðuflokksins i afstöðu hans til breyta um kúrs á þjóðarskútunni,“ stjórnarslita að því leyti að ég tel sagði Magnús, „og að breyta þurfi það hafi ekki verið þrautreynt nú um efnahagsstefnu. Ég er einnig i haust hvort samstarfsflokkar sammála þingflokknum í því að okkar séu tilbúnir til þess að taka ástæðan fyrir því hvernig komið er nógu hraustlega á i sambandi við í dag er fyrst og fremst að verðbólguvandann. Ég tel að það samstarfsflokkar okkar voru ekki eigi að reyna meira til þess að tilbúnir á s.l. vetri til nægilega halda stjórninni á fioti og sam- harðra aðgerða í sambandi við ræma kompásstefnuna áður en verðbólguvandann. Það er hins farið er i bátana og fyrir áfram- vegar mitt mat eins og ég sagði haldandi stjórnarsamstarfi mun áðan að ekki hafi nægilega verið ég tala á flokksstjórnarfundi Al- látið reyna á að ná samkomulagi, þýðuflokksins á mánudag,“ sagði en ég vil sem minnstan blaðamat Magnús H. Magnússon félags- gera úr ágreiningsefnum innan málaráðherra i samtali við Mbl. i flokksins á meðan þau eru í gær um afstöðu hans til ákvörð- deiglunni." Bukovsky við komuna til Keflavíkurflugvallar í gær. Ljósm. Mbl. RAX. Bukovsky á Mandi Andófsmaðurinn heimskunni Vladimir Bukovsky kom hingað til lands í gærmorgun. Dvelst hann hér yfir helgina og flytur i dag, sunnudag, erindi á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs, er hefst kl. 14 í Súlnasal Hótel Sögu. Fund- urinn er öllum opinn. Við komuna sagðist Bukovsky vera þreyttur eftir langt ferða- lag frá Vancouver á vestur- strönd Kanada, þar sem hann var á fyrirlestrarferð á vegum háskólans. Áður hafði hann setið nokkra daga á ráðstefnu í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna. Bukovsky stundar nú nám í líffræði við háskólann í Cam- bridge í Bretlandi og heldur þangað eftir dvöl sína hér. Hann sagðist ánægður yfir því að fá tækifæri til að koma hingað og geta kynnt íslending- um brot af lífsreynslu sinni í sovéskum fangelsum og rætt um samskipti austurs og vesturs á liðandi stund. Garðar í Þjórsá til að auka vatn tíl virkjunar Landsvirkjun: „VIÐ REIKNUM með að þessar framkvæmdir geti gefið okkur 10—15 gígawattstundir, sem reiknaðar í olíu þýða 3—500 milljónir króna,“ sagði Jóhann Már Maríusson yfirverkfræð- ingur Landsvirkjunar, er Mbl. spurði hann um fyrirhugaða garða, í Þjórsá ofan Búrfells. Það er fyrirtækið Suðurverk, sem annast framkvæmdir, og verður byrjað á þriðjudaginn. Garðarnir eiga að minnka ísskolunarþörf við Búrfell, en Jó- hann sagði hana kosta 5—700 gígalítra á ári, sem ekki er þá hægt að taka inn til virkjunarinn- ar til rafmagnsframleiðslu. „Framkvæmdir sem þessar hafa ekki komizt á dagskrá meðan við höfum haft nóg vatn. En nú er okkur sárt um hvern dropa og það kemur þá í stað þess að finna meira vatn að losna við ísskolun- ina,“ sagði Jóhann. Áætlaður kostnaður er um 60 milljónir króna. Landsvirkjun hefur athugað möguleika á að veita meira vatni til Þórisvatns en nú er. Jóhann sagði þar bæði um að ræða möguleika á að ná auknu vatni í Köldukvísl og einnig að ná þver- ám, sem renna í Þjórsá, til dæmis Svartá, í Þórisvatn. „Þetta yrði gert með skurðum og stíflum," sagði Jóhann, „og við teljum unnt að gera þetta fyrir veturinn 1980-81. Þarna yrði um að ræða örfáa rúmmetra á sekúndu, en vel að merkja á hverri sekúndu allan ársins hring og höfum við í huga, að þessar framkvæmdir gætu gef- ið okkur um 40 gígawattstundir á ári.“ Sjá erindi Jóhanns: Lands- virkjun og vatnsbúskapur á bls. 14 og 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.