Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
7
BAGBIAÐW&J DAGBIAÐIÐí
ABjýðufloWíurim^J^ UnÍFnHKSYNJUN
t&£r sfforió
Aö lesa
Dagblaöið
öfugt
Síðan Dagblaðið hóf
göngu sína, hefur ritstjóri
þess einlægt verið aö
reyna að auglýsa það
upp, að því væri framar
öðrum blöðum treystandi
í pólitískum efnum, af því
að það væri „óháð“.
Reynslan hefur þó leitt í
Ijós, aö í forystugreinum
þess eru margvíslegir
fordómar, sem einlægt
ganga aftur og byrgja
höfundum þeirra sýn.
Það skal ekkí rakið hér,
enda hefur þaö ekki farið
fram hjá neinum hugs-
andi manni. Pólitískar
klisjur einkenna blaðið
og þeir sem einkum
skrifa greinar í það eru
sömu mennirnir og hafa
myndað eins konar sér-
trúarsöfnuö. Skrifa þeir
að jafnaði sömu greinina
í ýmsum myndum. Þó
slæðist inn í blaðið ein og
ein grein eftir utansafn-
aðarmenn.
j síðustu viku gerðust
margvísleg stórtíðindi í
íslenzkri pólitík. Dag-
blaðið reyndi að vonum
að fylgjast með, en allur
varð fréttaflutningurinn
þó á reiki og margt mis-
sagt í þeim fræðum.
Þannig sló blaðið því upp
á forsíðu í 5 dálka fyrir-
sögn sl. fimmtudag, aö
„Alþýöuflokkurinn vill
ekki mynda minnihluta-
stjórn“. Næsta morgun
skýrði Morgunblaðiö frá
því, að Alþýðuflokkurinn
væri tilbúinn að mynda
minnihlutastjórn, eins og
kom á daginn. Sl. föstu-
dag var 5 dálka fyrirsögn
Dagblaðsins: „Líkur fyrir
synjun sjálfstæðismanna
á minnihlutastjórn Al-
þýöuflokksins". Næsta
morgun skýrði Morgun-
blaðið frá því gagnstæða,
að Sjálfstæðisflokkurinn
væri reiöubúinn til þess
að verja stjórn Alþýðu-
flokksins falli að full-
nægöum ákveðnum skil-
yrðum.
Það er því deginum
Ijósara, að sá maöur, sem
hefur ætlað að fylgjast
með stjórnmálaþróuninni
siðustu daga og einungis
lesið Dagblaðið, hefur
orðið að temja sér þá list
að lesa fréttirnar öfugt, ef
hann á annað borð ætlaði
að verða viðmælandi um
atburði líöandi stundar.
Dagblaðiö er sem sagt
e.k. öfugmælavísa í
íslenzkri dagblaðaútgáful
Pólitísk
„geöklofning"
Staksteinar hafa engan
áhuga á að elta ólar við
Árna Bergmann, enda
virðist hann hafa í nógu
að snúast eftir heimsókn
Búkovskys. En þó verður
að vekja athygli á þeirri
staðreynd, að hann notar
oröið „geðklofning" í æ
ríkari mæli um pólitíska
andstæðinga sína, siðast
í Þjóðviljanum í gær. Þar
segir hann m.a.: „Þessi
geðklofning á vafalaust
eftir að halda áfram með
ýmsum tilbrigðum ...“
Hvaðan skyldi nú þetta
orð vera upprunnið í pól-
itískum umræðum?
Búkovsky hefur sagt
okkur frá því.
Annars hafa stakstein-
ar engan áhuga á því að
karpa við einstaka
blaðamenn eða ritstjóra
Þjóðviljans eða annarra
blaöa, en þó ættu marx-
istarnir á Þjóðviljanum að
íhuga vandlega, hvaöa
orð þeir hjóla með inn í
stjórnmálaumræður hér á
landi. Við höfum nóg af
íslenzkum frösum, þó að
viö sækjum þá ekki í
pólitísk forðabúr erlend-
is.
Þessi ábending er ekki
sett fram af illgirni heldur
nauðsyn og að gefnu til-
efni. Við íslendingar ætt-
um a.m.k. að geta haldið
geðsjúkdómum utan við
pólitískan metnað og
venjulegt dægurþras.
Upphaf
kosningabar-
áttu?
Ólafur Jóhannesson
hefur sagt á fjölmennum
fundi framsóknarmanna
og Tíminn prentað upp
eftir honum eftirfarandi:
„Sjálfstæðisflokkurinn
minnir mig á herramann
sem fyrirverður sig fyrir
ástkonu sína og læðist til
hennar í húmi nætur. Það
væri svo sem hægt að
fletta ofan af þeim í
bólinu með því að kanna
hvort íhaldið vill ekki
veita nýju stjórninni
stuðning á þinginu."
— Kannski slík yfirlýs-
ing sé upphaf kosninga-
baráttu Ólafs Jóhannes-
sonar í næstu forseta-
kosningum?
Auglýst
eftir framboðum
til prófkjörs
í Vestfjarða kjördæmi
Kjörnefnd Sjálfstæöisflokksíns í Vestfjarðakjördæmi hefur ákveðið að
viðhafa prófkjör til undirbúnings framboðs flokksins við væntanlegar
Alþingiskosningar. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti:
a) Gerö skal tillaga til kjörnefndar innan ákveöins framboösfrests sem kjörnefnd
setur. Tillagan er því aöeins gild, að hún sé bundin við einn mann og getur enginn
flokksmaöur staðið aö fleiri en tveim slíkum tillögum. Tillagan skal borin fram af 20
flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viðbótar frambjóöend-
um skv. a-lið eftir því sem þurfa þykir, enda sé þirsvar sinnum fleiri samanlagöur
en fjöldi kjörinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins og uþpbótarþingmanna, sem
síðast hlutu kosningu fyrir kjördæmiö.
Hér meö er auglýst eftir framboðum sbr. a-lið að ofan. Skal framboð vera
bundið viö einstakling og skulu 20 flokksbundnir Sjaífstæðismenn standa aö
hverju framboði. Enginn flokksmaöur getur staðið að fleiri en 2 framboöum.
Framboðum þessum ber að skila til formanns kjörnefndar Einars Odds
Kristjánssonar, Sólbakka, Flateyri, Ön. eigi síðar er kl. 12:00 á hádegi
laugardaginn 20. október 1979.
Kjörnefnd Sjalfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Spóna-
plötur
af ýmsum gerðum
og Þykktum
MJOG HAGSTÆTT VERÐ.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 - SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem gerðu
okkar gullbrúðkaupsdaginn 5. október síðastliöinn
ógleymanlegan, meö gjöfum, blómum, skeytum,
fögrum orðum og hljóöfæraleik.
Megi Guö varðveita ykkur öll um ókomin ár.
Ykkar vinir. Sigurjóna Jóhannsdóttir,
Hannes Gudjónsson
Sigtúni 21. Reykjavík.
Fyrirlestrar
í Norræna húsinu
SVEN-ERIC LIEDMAN frá Gautaborgarháskóla
heldur fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudag
17. október kl. 20:30 og nefnir fyrirlestur sinn
MARXISMEN I SVERIGE.
ATLE KITTANG frá Björgvinjarháskóla heldur
fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudag 18.
október kl. 20:30 og nefnir fyrirlesturinn: „NYARE
REALISTISKE FORFATTARAR I NORGE I DAG.“
Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ
NORRÍNA HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Gólfteppa^
synmg
17.10 rniövikudagur
Ólafsvík, Litabúðin kl. 17—22.
18.10 fimmtudagur
Búðardalur, Félagsheimilið kl. 17—22.
19.10 föstudagur
Hvammstangi, Félagsheimiliö kl. 17—22.
20.10 laugardagur
Blönduós, Félagsheimili kl. 13—19.
21.10 sunnudagur
Sauðárkrókur Framsóknarhús kl. 13—19.
22.10 mánudagur
Siglufjörður Hótel Höfn kl. 17—22.
23.10 þriðjudagur
Ólafsfjörður Félagsheimiliö kl. 17—22.
24.10 miðvikudagur
Dalvík, Félagsheimili kl. 17—22.
25.10 fimmtudagur
Akureyri kl. 17—22.
26.10 föstudagur
Akureyri kl. 17—22.
27.10 laugardagur
Akureyri kl. 13—19.
27.10 laugardagur
Akureyri kl. 13—19. X
28.10 sunnudagur
/ /
/ ^/
' /^ /
/ /
'SF/
lÉPPfíLfíND
/
Grensásvegi 13
Símar 83577 og 83430.