Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
15
Nýir herrar
til starfa í
nokkrum ráðu-
neytannaígœr
NÝIR herrar mættu til starfa í nokkrum ráðuneyt-
anna í gærmorgun og fengu afhenta lykla að
skrifstofum sínum frá þeim, sem nú hverfa úr
ráðherrastólunum. Ein undantekning var þó á þessu
þar sem Steingrímur Hermannsson hvarf á braut
eftir að hafa afhent Braga Sigurjónssyni eftirmanni
sínum sem landbúnaðarráðherra lyklana að skrif-
stofu ráðherra í landbúnaðarráðuneytinu. Það kom
því í hlut Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra að vísa
Vilmundi Gylfasyni veginn innan dyra dómsmála-
ráðuneytisins.
Koma nýju ráðherr- mundur, Bragi Sigur-
anna í ráðuneytin fór að jónsson og Sighvatur
öðru leyti fram eins og Björgvinsson. Þeir Bene-
venja er til og mátti vart dikt Gröndal, Kjartan Jó-
á milli sjá hvorir voru hannsson og Magnús H.
ánægðari, þeir sem komu Magnússon sátu áður í
eða þeir sem fóru. Talað ráðherrastólum, en bættu
var saman í léttum tón, en nú við sig verkefnum í
þrír nýir menn tóku nú minnihlutastjórn Alþýðu-
við ráðherradómi; Vil- flokksins. „Menn geta
ólafur Jóhannesson fráfarandi forsætisráðherra og Benedikt Gröndal eftirmaður hans í
forsætisráðuneytinu í gærmorgun. (Ljósm.: RAX).
alltaf á sig blómum bætt,“
var haft á orði í gær.
Steingrímur Her-
mannsson afhenti Al-
þýðuflokksmanninum
Braga Sigurjónssyni land-
búnaðarráðherra lyklana
að ráðuneytinu og sagðist
Bragi vonast eftir
ánægjulegum samskipt-
um. Sighvatur tók við
lyklum fjármálaráðuneyt-
isins úr hendi Tómasar
Árnasonar og sagði, að ef
sér lægi mikið á myndi
hann vilja fá að leita ráða
hjá Tómasi.
Tómas Árnason sýnir Sighvati Björgvinssyni lykilinn að fjármálaráðuneytinu.
(Ljósm.: Kristján).
Steingrimur Hermannsson hvarf á braut eftir að hafa boðið Braga Sigurjónsson
velkominn í iandbúnaðarráðuneytið. Hann lét aðra um að taka á móti Vilmundi
Gylfasyni dómsmálaráðherra.
m
Ragnar Arnalds þakkar Birgi Thorlacius samvinnuna í menntamáiaráðuneytinu um
leið og nýr menntamálaráðherra. Vilmundur Gylfason, mætir til leiks.
(Ljósm. RAX).
Baldur Möller og Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra ræða málin í ráðuneytinu
í gærmorgun. (Liósm.: Ó1.K. Mae.).
Nefnd til að fjalla um endur-
menntun og fullorðinsfræðslu
Menntamálaráðuneytið
hefur skipað nefnd til að
fjalla sérstaklega um end-
urmenntun og skipulag
fullorðinsfræðslu í þágu
launafólks. Á nefndin að
athuga þær hugmyndir, til-
lögur og frumvörp um full-
orðinsfræðslu, sem fram
hafa komið í seinni tíð og
með sérstöku tilliti til
þarfa fólks á vinnumarkaði
fyrir endurmenntun og
aðra fræðslu.
I frétt frá menntamálaráðu-
neytinu segir m.a., að nefndinni
beri að athuga hvort ekki væri
nauðsynlegt og hagkvæmt bæði
fyrir fólkið sjálft og atvinnulífið
og þjóðarbú að hver maður ætti
rétt til a.m.k. hálfs árs endur-
menntunar á tíu ára fresti á
föstum launum og hvaða ráðstaf-
anir þyrfti að gera til að koma
því á. Athuga þyrfti í því sam-
bandi hverjir ættu að bera kostn-
aðinn af endurmenntun, að hve
miklu leyti endurmenntun ætti
að fara fram innan framhalds-
skólakerfisins og hvort ekki væri
hægt að nýta þá heimavistar-
skóla sem ónotaðir væru, m.a.
húsmæðraskóla.
I nefndinni eiga sæti: Magnús
Geirsson rafvirki skv. tilnefningu
Alþýðusambands íslands, Páll
Sigurðsson dósent skv. tilnefn-
ingu BHM, Ingólfur Ingólfsson
forseti FFSÍ skv. tilnefningu
þess, Hólmfríður Snæbjörnsdótt-
ir deildarstjóri í félagsmála-
ráðuneyti skv. tilnefningu þess,
Gunnar Guttormsson deildar-
stjóri í iðnaðarráðuneyti skv.
tilnefningu þess, Tryggvi Þór
Aðalsteinsson skv. tilnefningu
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu, Magnús Skúlason við-
skiptafræðingur skv. tilnefningu
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna, Þorsteinn Pálsson
framkvæmdastjóri samkvæmt
tilnefningu VSÍ og Kristín H.
Tryggvadóttir kennari skv. til-
nefningu BHM. Formaður nefnd-
arinnar er Baldur Óskarsson full-
trúi, skipaður án tilnefningar.