Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979
3
Mannfjöldi fagnaði
forsetah j ónunum
Q -------------------------------------------------
BrUsHel 16. október, fré blaöamannl Mornunhlaösins. SlKtryKKÍ SÍKtryKKssynl.
□ -------------------v------------------------——- O
ÍSLENZKU forsetahjónin, Kristján Eidjárn ojj Halldóra Eldjárn. fengu hlýjar móttökur er þau komu til
Briissel i daií. en þar hófst þritttíja daga opinber hcimsókn þeirra til BcIkíu. Mikill mannfjöldi beið þeirra er
komið var til konuntíshallarinnar ok einnig var mikill mannf jöldi á Grand-PIace torginu þegar forsetahjónin
heimsóttu ráðhús Hrussel siðdegis. Veifaði fólkið belgískum og isienzkum fánum.
Flugvél forsetahjónanna og fylg-
darliðs þeirra, Boeing 727-þota frá
Flugleiðum, lenti á Caventem-
flugvelli við Briissel klukkan 11.15.
Á flugvellinum var mikill viðbún-
aður, hermenn gráir fyrir járnum
og lúðrasveit lék þjóðsöngva
íslands og Belgíu. Baldvin konung-
ur Belgíu og Fabíóla drottning
tóku á móti forsetahjónunum á
flugvellinum og síðan heilsuðu
forsetahjónin og fylgdarmenn
þeirra helztu framámönnum
Beigíu, Martens forsætisráðherra
Simonet utanríkisráðherra, þing-
forsetum og fleirum.
í fylgdarliði forsetahjónanna
eru m.a. Hörður Helgason ráðu-
neytisstjóri og frú, Birgir Möller
forsetaritari og frú, og Kristján G.
Gíslason ræðismaður Belgíu á
íslandi og frú. Sendiherra íslands í
Belgíu er Hendrik Sv. Björnsson.
Að lokinni móttökuathöfn á
flugvellinum var ekið til kon-
ungshallarinnar í Brússel. Fjöldi
fólks var saman kominn fyrir
framan höllina með íslenzka og
belgíska fána og lögreglusveitir á
hestum gættu þess að allt væri í
röð og reglu. í konungshöllinni var
stutt viðstaða fyrir hádegisverð og
þar var skipzt á heiðursmerkjum
og gjöfum. Því næst var ekið til
Laeken-hallar, en þar var snæddur
hádegisverður.
Klukkan 15 komu forsetahjónin
og fylgdarlið til ráðhússins við
Grand-Place torgið þar sem T. van
Halteren borgarstjóri og aðrir
framámenn borgarinnar tóku á
móti þeim. Forsetahjónin fengu
fagrar gjafir og rituðu nöfn sín í
Gullnu bókina svonefndu, en þar
rita nöfn sín heiðursgestir borgar-
innar. Borgarstjórinn sýndi
islenzku gestunum ráðhúsið, sem
er glæsileg bygging frá 15. öld,
fagurlega skreytt listaverkum og
rómuðu gestirnir fegurð hússins
jafnt að utan sem að innan.
Næst lá leið gestanna þvert yfir
Grand-Place torgið til safnahúss
þar sem nú stendur yfir sýning á
verkum hins fræga málara Rodier
van der Weyden, en hann var uppi
á fyrri hluta 15. aldar. Skoðuðu
forsetahjónin sýninguna undir
leiðsögn Fabíólu drottningar.
Þarna á torginu voru móttökur
einnig hlýlegar og margt fólk
fylgdist með forsetahjónunum og
Fabíólo drottningu er þau gengu
yfir torgið og var mikið klappað
þegar þau gengu inn í safnahúsið.
I kvöld klukkan 20.30 hófst
veizla belgísku konungshjónanna
til heiðurs forsetahjónunum, dr.
Kristjáni Eldjárn og Halldóru Eld-
járn, í konungshöllinni. Baldvin
Belgíukonungur hélt þar ræðu og
að því loknu var íslenzki þjóðsöng-
urinn leikinn. Kristján Eldjárn
hélt síðan ræðu, en þá var belgíski
þjóðsöngurinn leikinn.
I dag heimsækja forsetahjónin
og . fylgdarlið þeirra borgina
Tournai í suðurhluta Belgíu, en þar
búa um 300 þúsund manns. Þetta
er gömul og sögufræg borg með
Forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, á Grand-Place torginu I Brtlssel I gær, til
vinstri er Fabióla Belgiudrottning og til hægri Fernand Lefere borgarstjóri. (Simamynd AP).
mörgum merkum minjum, þ.á m.
fagurri dómkirkju í gotneskum
stíl. I Tournai munu íslenzku
gestirnir skoða söfn og heimsækja
dómkirkjuna. Þá sitja forsetahjón-
in hádegisverðarboð borgarstjórn-
arinnar, en um kvöldið sitja þau
síðan kvöldverðarboð belgísku
ríkisstjórnarinnar í Egmont-höll
við Brússel og eru Martens forsæt-
isráðherra og frú hans gestgjafar.
Dagskrá heimsóknarinnar lýkur
á fimmtudag. Að morgni þess dags
heimsækir dr. Kristján Eldjárn
forseti Joseph Luns aðalfram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins á skrifstofu hans i Brússel
og ræða þeir saman í 15 mínútur.
Síðan leggja forsetahjónin og
fylgdarlið af stað til borgarinnar
Tongres, sem er ekki langt frá
Liege, um klukkustundarakstur frá
Liege. Þar skoða þau minjar frá
dögum Rómverja. Það mun hug-
mynd Belgiumanna að þessi ferð
verði ekki of formleg og t.d. gefst
forseta Islands tækifæri til að
ræða við fornleifafræðinga.
Klukkan 20 á fimmtudagskvöld
hefst kveðjuboð forseta íslands í
St. Anne-höll í útjaðri Brússel. Þar
verða konungshjónin belgísku,
margt annað þarlendra stórmenna,
Islendingar búsettir í Belgíu og
fleira fólk. Sveit Rutar Ingólfs-
dóttur heldur þar tónleika.
Þessi heimsókn er fyrsta opin-
bera heimsókn íslenzks forseta til
Belgiu. Margt er sameiginlegt með
þessum nálægu Evrópulöndum, en
einnig margt ólíkt. íhúar Belgíu
eru t.d. tæplega 10 milljónir, en
landið aðeins um 30 þúsund fer-
kílómetrar að stærð og mun Belgía
vera þéttbýlasta land Evrópu. Á
hinn bóginn koma íslenzku gest-
irnir frá einu strjálbýlasta landi
Evrópu.
hvilíkur munur
Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax 1 forþvotti.
Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög
viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta-
stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum dfe
blettalausum þvotti. 1
Ajax lágfreyðandi
þvottaefni fyrir allan þvott
skilar tandiirhreinii