Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 19 Sigurdur og Öli Oskars með yfir 11 þúsund tonn Gömlu sidutogararnir Sigurður RE 4 (að ofan) og óli óskars RE 175 (áður Þormóður goði) hafa fengið mestan afla á loðnuvertíðinni. Liðlega 1500 lestum munar á skipunum, en það er i raun litlu meira en sem nemur einum túr hjá þessum stóru skipum. Skimír 5000, Óskar Halldórsson 4990, Arn- arncs 4972. MaKnús 4836, Dagfarl 4681, EFTIR óvenjugott tiðarfar siðastliðnar þrjár vikur og mok- veiði gerði óhagstætt veður á loðnumiðunum rúmar 100 milur norður af Siglufirði siðastliðna nótt. Fá skip tilkynntu þá um afla, en loðnuaflinn á vertíðinni er nú um 310 þúsund tonn. Þau skip sem tilkynntu um afla til Loðnunefndar frá þvi síðdegis á mánudag þar til siðdegis i gær voru: Mánudagur: Grindvikingur 1000 og Skirnir 450 lestir. Þriðju- dagur: Fífill 580, Jón Finnsson 600, Faxi 180. Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd hefur tekið saman afla þeirra 50 báta, sem stunda loðnu- veiðar og eru Sigurður og Óli Óskars efstu skipin eins og verið hefur alla vertíðina. Skipstjórar á Sigurði eru þeir Haraldur Agústs- son og Kristbjörn Árnason. Skip- stjóri á Óla Óskars er Eggert Þorfinnsson. í þeirri upptalningu, sem hér fer á eftir, er síðasti túr nokkurra skipanna áætlaður sam- kvæmt tilkynningu til loðnunefnd- ar þar sem löndun var ekki lokið eða upplýsingar höfðu ekki engist um raunverulegan afla í síðustu veiðiferðinni. Allar tölur eru mið- aðar við miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sigurður 12696, ÓIi Óskars 11055, Bjarni Ólafsson 9942, Börkur %62. Grindvikingur 9470, Vikingur 9034, örn 8371, Jón Kjart- ansson 8211, Súlan 8039, Pétur Jónsson 8025, Hákon 7595. Hilmir 7344, Harpa 7302, Albert 7243, SkarAsvik 7030, Guðmundur 6976, EldborK 6880, Gísli Árni 6738, HelKa Guðmundsdóttir 6583, Júpiter 6357, Svanur 6291, SæbjörK 6259, Loftur Baldvinsson 6233, GullberK 6212, Jón Finnsson 6176, Náttfari 6025. Þórshamar 6021, SÍKurfari 5889, KeflvikinKur 5887, Húnaröst 5801, Kap II 5700. Ljósfari 5483. IIuKÍnn 5369, HelKa II 5366. isleifur 5363, Hrafn 5168, Hrafn 4571, Fifili 4474, BerKur 4112, SæberK 3671, Seley 3242. Faxi 2458. Þórður Jónasson 2356, Stapavik 2096, Ársæll 1290. Mestu hefur verið landað hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði eða tæplega 55 þúsund lestum. Stapafellið á siglingu, en ganghraðinn er 13,6 sjómílur. Nýja Stapafellið komið til landsins Farmdælur eru 3 og samanlögð afköst þeirra 725 rúmmetrar á klst. I frétt frá skipadeildinni segir m.a. að áherzla hafi verið lögð á framangreinda flutninga við hönnun skipsins og vinnusparnað við lestun og losun, hreinsun farmhylkja og umsjón vélarrúms. Er það m.a. búið tvöföldum botni og síðum, veggir farmhylkja slétt- ir að innan og þaktir með sér- stakri polyurethanhúð og er véla- búnaður að miklu leyti sjálfvirk- ur. Þá segir að skipið uppfylli ströngustu kröfur um mengunar- varnir og hefur það verið gert þannig úr garði að það getur tekið 900 tonn af kjölfestu í þar til getð hylki í stað farmhylkja. Skipið er 2.045 tn að burðargetu, rými farmhylkja 2.640 rúmmetrar, iengd 75 m, breidd 13,2 m og djúprista 4,75 m. Aðalvél 3 þúsund hestafla Deutz dísilvéi og er ætlað að brenna svartolíu. Ganghraði skipsins er 13,6 sjómílur og er það búið skiptiskrúfu, bógskrúfu og blöðkustýri. í áhöfn eru 12 menn, skipstjóri Barði Jónsson og yfir- vélstjóri Jón Guðmundsson. STAPAFELL hið nýja skip Skipadeildar Sambandsins og Olíufélagsins hf. kom til landsins í fyrrinótt með fullfermi af ljósaolíu og var hún losuð í Hafnarfirði. Mun Stapafellið hefja síðan olíudreifingu frá Reykjavík út um land og verður þá ekki þörf erlendra leiguskipa eins og verið hefir að undanförnu frá því að Stapafellið eldra var selt úr landi. Skipið er smíðað hjá Skipa- smíðastöð J.G. Hitzler í Lauen- burg í Vestur-Þýzkalandi og var afhent eigendum í síðustu viku. Er það fyrst og fremst ætlað til flutnings og dreifingar olíu hér- lendis en er einnig búið til flutn- inga á lýsi, fljótandi hrásykri, lausu korni og fiskmjöli og getur það flutt 3 farmtegundir í einu. Ljósm. Rax. I brú nýja skipsins, frá vinstri: Barði Jónsson skipstjóri, Axel Gíslason forstjóri skipadeildar SÍS og Jón Guðmundsson yfirvélstjóri. ií'*: ■ ■ -■ Jafngildir heilum lítra af hreinum appelsínusafa frá Florida Mjólkursamsalan í Reykjavík AUGLYSINGASTOFA KRlSTINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.