Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 • Stúkan i Laugarda] sneysafull. baft kom nokkuft oft fyrir i sumar og er vonandi að framhald verfti á því á komandi sumrum. LjÍ8m Mbl öl K. M. Allt að 40% aukning áhorfenda í sumar! ÍSLANDSMÓTIÐ i knattspyrnu var afar spennandi eins og menn muna. Við lá að 1. deildin skipti um forystulift eftir hverja um- ferð. Allir voru færir um aft vinna alla, óvænt úrslit hrönnuð- ust upp og spennan jókst dag frá degi. Hvort að knattspyrnan sjáif var betri en áður verftur að segjast eins og er, að hún var það varia. Forystulið siðustu ára, Valur og ÍA voru greinilega langt frá sinu besta og þó að önnur lið eins og IBV, KR o.fl. hafi sýnt miklar framfarir, þá hefði fyrri styrkleiki Vals og ÍA öruggiega nægt tii að einoka deildarkeppnina. Það breytir gífurlega miklu að hafa jafn spennandi mót, þó svo því fylgi ekki áberandi betri knattspyrna. íslandsmótið 1978 var t.d. fjarri því að vera spenn- andi. Aðeins þegar Valur og ÍA í kvöld í KVÖLD kl. 20.30 leika Tékkar síöasta leik sinn hér á landi að sinni. Tékkneska landsliðið mætir þá unglingalandsliði Islands sem er á förum í lok mánaðarins til Danmerkur til að taka þátt í áttust við innbyrðis, gátu menn átt von á tilbreytingu frá stein- runnu mótinu. Leikir sem litla þýðingu höfðu voru margir og að sjálfsögðu illa sóttir, enda sjaldn- ast góðir leikir á boðstólum við þau tækifæri. í sumar var mótið jafnt og spennandi eins og áður er sagt og menn muna og áhorfendum fjölg- aði víða gífurlega mikið. Hvergi varð aukningin meiri en í Vestmannaeyjum, enda var þar stór möguleiki á að gera stóra hluti.' ÍBV varð ísiandsmeistari og aukning áhorfenda á heimaleiki liðsins varð eitthvað um 40%, eða 730 manns að meðaltali á leik. Mikil aukning varð einnig í Reykjavík, fleiri „úrslitaleikir" gerðu það að verkum. Ef teknir eru með aukaleikir Vals og ÍA í lok mótsins, varð meðalfjöldi áhorfenda á Laugardalsvellinum í heimsmeistarakeppni unglinga í handknattleik. Leikurinn sem fram fer í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Selfossi ætti að geta orðið spennandi og skemmtilegur, þar sem íslenska liðið hefur æft mjög vel í allt sumar og er í góðri æfingu. Þessi leikur verður um leið nokkur prófsteinn á getu þess, og hvers má af þeim í keppninni í Danmörku. sumar 1037. Það er um 30% aukning frá síðasta ári, en þá var hún líka með minnsta móti. Þarna fóru fram 46 leikir. Það varð alls staðar aukning, mismikil að vísu. í Keflavík komu að meðaltali 821 áhorfandi á hvern leik, sem er aukning frá fyrra ári. Á Akranesi komu að meðaltali 1062 áhorfendur og á Akureyri voru áhorfendur að meðaltali 834. Knattspyrnuáhugi hefur yfir- leitt verið frekar lítill meðal almennings í Hafnarfirði, hvað svo sem veldur, en á Hvaleyrar- holtsvöllinn komu að meðaltali 306 áhorfendur á leik hvern. Það eru náttúrulega til nokkrar góðar skýringar á hinni lágu tölu á Hvaleyrarholtinu. Ein er sú, að völlurinn er malarvöllur og leikir á slíkum velli jafnan leiðinlegir, eða oftast a.m.k. Aðstaða fyrir áhorfendur er einnig léleg, enda kannski aldrei reiknað með því að 1. deildin ætti eftir að koma á völlinn. Þá má minna á, ef nokkur hefur gleymt, að Haukarnir voru frá upphafi keppnistímabilsins í botnbaráttunni og fólk kemur síður að sjá lið sitt tapa, heldur en ef sæmileg von á sigri hefði verið í heimaleikjum liðsins. Leikið á Selfossi ÓVIRKIAÐLR KR4FTLR Það býr mikill kraftur í fossum landsins en hver einstaklingur býr einnig yfir miklum krafti, sem hægt er að virkja betur. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ hefur áratugareynslu í því, að hjálpa fólki að virkja sína hæfileika betur — koma fram af ÖRYGGI, þjálfa MINNIÐ, verða hæfari í SAMRÆÐUM, ná betri tökum á MANNLEGUM SAMSKIPTUM og minni ÁHYGGJUR. Þú vilt vafalaust verða hæfari í daglegu lífi. Því ekki að hringja í síma 8 24 11 og afla upplýsinga hvernig námskeiðið getur hjálpað þér. STJÓRNUNARSKÓLINN 12 leikmenn gengu í Val! Úrvalsdeildarlið Vals fékk fjöl- mennan liðsauka í ieikmannahóp sinn eftir síðasta keppnistímabil. Eigi færri en tólf leikmönnum annarra Iiða leist svo á Val, að þeir vildu sjálfir leika í rauðu peysunni. Guðbrandur Lárusson UMFN, Guðmundur Jóhannsspn KFÍ, Jón Örn Sigurðsson Ármanni, Kristján Elíasson ÍR, Páll Arnar Ármanni, Einar Kristjánsson Ármanni, Einar Matthíasson KFÍ, Guðlaugur Gunnarsson Víkingi Ólafsvík, Jón Oddsson IS, Jón Steingrímsson Ármanni, Logi Úlfljótsson KFÍ og Ómar Torfason KFÍ eru félagarnir sem gengið hafa í Val. Ef skoðaður er listi yfir félagaskipti, má sjá áberandi flótta frá tveimur félögum, Ármanni og KFÍ, en sjö leik- menn hafa yfirgefið fyrrnefnda Hðið, en sex það síðarnefnda. Nokkur félög eru afar rótgróin og leikmenn kjósa heldur að ganga til iiðs við þau en að yfirgefa. T.d. gekk enginn úr KR eða Val og aðeins einn úr ÍR. Evropumotió fer fram 1981 EINS og fram kom á íþróttasið- um blaðsins í gærdag var sam- þykkt á Aiþjóðiegu golfþingi á Spáni um siðustu helgi að Evr- ópumeistaramót unglinga i goifi færi fram hér á landi árið 1981, nánar tiltekið dagana 22. til £6. júlí. Að sögn Konráðs Bjarnasonar er sótti ráðstefn- una á Spáni var þetta samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir að um 90 keppendur sæki mótið. Þótt rætt sé um unglingamót hafa keppendur upp að 22 ára aldri rétt til þátttöku. Sú ieiða vilia slæddist inn i grein okkar í gær að Konráð Bjarnason var sagður forseti Golfsambands íslands. Það er ekki rétt, Páll Ásgeir Tryggvason er forseti golfsambandsins ' þr. Hættir Greenhoff? NÚ stcfnir ailt í það, að gamla kempan Jimmy Greenhoff verði að ieggja knattspyrnuskóna á hiliuna, en hann hefur átt við þrálát meiðsl að striða siðustu mánuðina. Grecnhoff hefur leikið at- vinnuknattspyrnu i 15 ár. með Birmingham, Leeds, Stoke og loks með Manchester Utd. Hann var iöngum talinn einn fremsti sóknarmaður ensku knatt- spyrnunnar, en aldrei betri heldur en siðustu árin með Manchester Utd. Samt lék hann aldrei landsieik fyrir England og þótti það mörgum synd og skömm. Það var síðan á síðasta keppn- istímabili, að hann hlaut slæm meiðsl í náranum. Hann reif sig upp og var markhæsti leikmaður Manchester-liðsins sem tróð sér alla ieiðina í úrslit ensku bikar- keppninnar. Greenhoff skoraði sigurmarkið gegn Liverpool í undanúrslitum keppninnar, eitt af 17 mörkum sínum á vetrinum. En undir lok síðasta vetrar fóru meiðslin versnandi á nýjan leik og er liðið lék æfingaleik í sumar tóku meiðslin sig upp. í Ijós kom, að meiðsli hans voru afar flókin og erfið viður- eignar. Ráðlögðu læknar honum algera hvíld um sinn a.m.k. Bati hefur ekki verið ör síðustu mán- uðina og eru því miður horfur á að þessi litríki sóknarmaður verði að hætta. Segja má að hinn 32 ára gamli Greenhoff hætti þessum leik þá hæst hann stend- ur, því að á síðasta keppnis- tímabili var kempan kosin Ieik- maður ársins hjá Manchester Utd. og var það í fyrsta skiptið á 15 ára ferli að hann hlaut slíkan heiður. „Fór aö ganga þegar ungu mennirnir komu inn á í lokin“ ÉG á ekki skýringar á þeim miklu sveiflum sem voru í leikn- um. Það voru bæði veilur í sóknar- og varnarleiknum í fyrri hálfleiknum og dæmið fór ekki verulega að ganga fyrr en ég skipti fjórum leikmönnum út af í siðari hálfleiknum og lét yngri mennina inn á. Það eru nokkrir leikmenn, sem eru ekki i nægi- lega góðri æfingu, til dæmis ólafur H. Jónsson, sem ég notaði á linuna i þessum leik, þrátt fyrir að hafa sagt að ég liti ekki á hann sem linuspilara. — Þá vantar að æfa betúr þau leikkerfi, sem við höfum undir- búið, þau ganga ekki nægilega vel. Mér fundust dómararnir vera mjög slakir. íslensku áhorfend- urnir voru alls ekki nægilega vel með í leiknum. Það heyrðist að- eins í þeim þegar vel gekk. Mér finnst miklu betra að stjórna landsliðinu á útivelli en hér heima. Þá finnst mér liðið líka leika betur erlendis, sagði Jóhann Ingi að lokum. - br. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.