Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 31 ísland vann upp sex marka forskot Tékkanna! ÍSLENDINGAR haía eitthvert tak á Tékkum í hand- knattleiknum, a.m.k. mætti ætla það miðað við hve illa þeim gengur að sigra íslendinga í handknattleik. í gærkvöldi varð eitt enn jafnteflið í landsleik gegn Tékkum, 17—17. Eins og fyrri leikurinn bauð þessi upp á fádæma spennu undir lok leiksins, en aðeins 4 sekúndur voru til leiksloka þegar Páll Björgvinsson skoraði jöfnunarmark íslands með góðu skoti utan af velli. Það mátti ekki tæpara standa, Tékkum gafst vart tími til að hefja leikinn á ný, jafntefli, sanngjörn úrslit, var í höfn. Góð byrjun Tékka • Páll Björgvinsson reynir hér linusendingu á ólaf H. Jónsson. Páll skoraði jöfnunarmark íslands í gærkvöldi á siðustu sekúndum leiksins. Ljósm. Emilia. í STUTTU MÁLI: Landsleikur í handknattleik, ísland — Tékkóslóvakia: 17—17 (6-9). MÖRK íslands: Páll Björgvinsson 5 (2 víti), Bjarni Guðmundsson 4, Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson og Sigurður Gunn- arsson tvö hver, Olafur H. Jonsson og Þorbergur Aðalsteinsson eitt hvor. MÖRK Tékka: Gruea 5, Polivka 4. Homolka, Papiernik og Simek 2 hver, Cernv eitt mark. BROTTREKSTRAR: Papiernik og Homolka í 2 mínútur hvor. KK 17 mörk í 39 sóknarlotum SÓKNIR íslcnska landsliðsins i gærkvöldi voru 39 og gáfu þær 17 mörk sem er um 40% nvting. Nýtingin í fyrri hálfleik var mun lakari en i þeim síðari. í fyrri hálfleik voru sóknirnar 18 en mörkin aðeins sex. í þeim siðari sótti liðið 21 sinni en gerði 11 mörk. Jens Einarsson markvörður varði mjög vel i fyrri hálfleiknum eða sjö skot og tvö i þeim siðari, en þá skipti hann út af um miðbik hálfleiks- ins og Kristján Sigmundsson kom inn á. Kristján varði 4 skot og stóð sig með prýði. Páll Björgvinsson skoraði flest mörk eða 5 úr 8 skotum, þar af tvö vitaköst. Bjarni Guð- mundsson skoraði 4 mörk með 10 skotum. Páll glataði boltan- um tvivegis. Nýting leikmanna í islenska liðinu var þessi: ólafur H. Jónsson 1 skot, ekkert mark, fiskaði eitt víti. Ólafur Jonsson 3 skot, 1 mark, tapaði boltanum 2. Þorbjörn Guðmundsson 3 skot, tvö mörk. Steindór Gunnarsson 2 skot, tvö mörk, 100% nýting. Þorbergur Aðalsteinsson 4 skot, 1 mark, tapaði boltanum 2. Sigurður Gunnarsson 5 skot og 2 mörk, tapaði bolta 2. Hörður Harðarson 2 skot, ekk- ert mark, tapaði boltanum 2. Stefán Gunnarsson tapaði boltanum einu sinni. - þr. Tékkar hófu leikinn af miklum krafti, komust umsvifalaust í 4— 1. íslendingar réttu hins vegar úr kútnum og jöfnuðu við góðar undirtektir frekar fárra áhorfenda. Það fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik og Tékkarnir skoruðu 5 mörk gegn 2 það sem eftir var fyrri hálfleiks, staðan 9—6 fyrir Tékka. Haldið í horfinu Fyrstu 10 mínútur síðari hálf- leiks eða svo tíkst íslenska liðinu það sem nýja ríkisstjórnin ætlar að gera næstu vikurnar, þ.e.a.s. að halda í horfinu og verjast skakka- föllum. Hélst þriggja marka mun- ur allt upp í 12—9. Ekki haldið í horfinu En þá kom alveg hreint voða- legur leikkafli hjá íslenska liðinu, Tékkar skoruðu þrjú mörk í röð, á sama tíma og íslendingar klúðr- uðu vítakasti og dæmd var á þá töf í sóknarleiknum. Hugguleg staða, 6 marka munur og tæplega hálfur • Slgurður Gunnarsson æðir inn i vörn Tékka. LjÓHm. Emllla. síðari hálfleikur til leiksloka. Tékkar með unninn leik. Frábær leikkafli íslendingar voru þó ekki af baki dottnir, Steindór skoraði fallega af línunni og braut ísinn. Var þá orðið æði langt síðan íslensk sókn hafði gengið upp. Mark Steindórs gaf tóninn, Sigurður Gunnarsson bætti öðru við, síðan Þorbjörn og Bjarni tveimur, munurinn allt í einu bara eitt mark og 8 mínútur til leiksloka! Homolka skoraði loks fyrir Tékka, 16—14, en Þorbjörn minnkaði strax muninn. Tékkar misstu boltann, en Bjarni skaut yfir markið úr hraðaupphlaupi. Cerny skoraði sautjánda mark Tékka þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og fagnaði ógur- lega, taldi sig greinilega hafa innsiglað sigur sinna manna. ísland—T ékkóslóvakía 17—17 Þáttur Páls Það virtist vera lítil von, en dálítil þó þegar ísland fékk víti þegar um tvær mínútur voru til leiksloka. Páll skoraði af öryggi, en Tékkar fengu hins vegar bolt- ann. Tíminn leið og þegar ein mínúta og sjö sekúndur voru eftir, var réttilega dæmd töf á Tékkana og þótt fyrr hefði verið! íslensku leikmennirnir reyndu að fara sér að engu óðslega, leituðu að holum en engin virtist ætla að finnast þrátt fyrir dugmikla leit, þangað til Pall fann loks holuna góðu 4 sekúndum fyrir leikslok, sann- gjarnt jafntefli í höfn. Sveiflur landans Islenska liðið lék leik þennan eitt kortérið eins og samansafn af klaufum, en það næsta eins og lið á heimsmælikvarða, sbr. síðasta stundarfjórðunginn. Vörnin var í heild mjög góð. Hún opnaðist í fáeinum tilfellum fyrir skyttum Tékka, en það kemur fyrir bestu varnir. Fast var tekið á Tékkunum í vörninni og ekkert gefið eftir. Papiernik var í sérstakri gæslu lengst af með þeim ágæta árangri að hann skoraði aðeins tvö mörk í leiknum. Þegar hans naut ekki við í sókninni, varð leikur tékkneska liðsins stundum stefnulítill og gerræðislegur. En þess á milli lék liðið betur, annars hefði það tapað. Markvarsla íslenska liðsins var með ágætum. Jens stóð í markinu lengst af og varði 10 skot. Hann dapraðist undir lokin og kom þá Kristján Sigmundsson í hans stað og varði með ágætum. Það sama varð uppi á teningn- um í sóknarleiknum nú og í fyrrakvöld, villurnar voru allt of margar. Þá var grátlegt að sjá á nýjan leik mýgrút dauðafæra fara í vaskinn. Hirner varði nú 17 skot. Að vísu var við engan venjulegan markvörð að etja, en samt... í þessu felst veikleiki íslenska liðs- ins, hver hefði trúað því að það væri sóknarleikurinn eftir allt? Bestu menn? Það er erfitt að henda reiður á hverjir stóðu sig best. Flestir gerðu góða hluti, en slæma þess á milli, t.d. Bjarni sem skoraði fjögur glæsileg mörk, en lét verja frá sér annað eins. Jens, Kristjan, Páll, Þorbjörn og Steindór komust ágætlega frá leiknum, en allir stóðu fyrir sínu. Tékkneska liðið leikur hraðan og harðan handknattleik. Leik- menn liðsins eru allir færir um að lyfta sér upp þegar síst varir og skora, allir eru harðari en blágrýti í vörninni. Þeir eru snillingar í að tefja þegar mikið liggur við og fádæma góðir leikarar, sem sagt stórhættulegir mótherjar og vandsigraðir. Þetta var mikill átakaleikur, harka og hraði í fyrirrúminu og eins og fyrri dag- inn réðu hinir norsku dómarar ekki neitt við neitt. Vítaköst voru helst ekki dæmd og um ruðning höfðu hinir norsku flautuberar aldrei heyrt talað. Sem betur fer hagnaðist hvorugt liðið á dóm- gæslunni. Ahorfendur Það vakti mikla athygli, að aðeins um 1000 áhorfendur mættu til að hvetja landsliðið. Það er mörgum hundruðum færra heldur en horfðu á fyrri leikinn. Þetta eru þakkirnar sem landsliðið fær fyrir að sýna fádæma góða haustleiki. gg • Bjarni Guðmundsson gnæfir yfir vörn Tékkanna, cn Bjarni skoraði fjögur mörk i leiknum i gærkvöldi. LjÓNm. Emilia. Unglingamót SUNNUDAGINN 28. október verður haldið á vegum unglinga- ráðs T.B.R. opið unglingamót í badminton í T.B.R. húsinu. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik eftirtalinna flokka. Piltar — Stúlkur (1961 — 1962) Drengir — Telpur (1963—1964) Sveinar — Meyjar (1965—1966) Hnokkar — Tátur (1967 og síðar) TBR Mótið hefst stundvíslega kl. 1.50 e.h. Þátttökugjöld verða eftirfar- andi: I flokki pilta og stúlkna 2000 kr. í hvorri grein, í flokki drengja. telpna, sveina og meyja 1500 kr. í hvorri grein og \ hnokka- og tátuflokki kr. 1000 í hvorri grein. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist unglingaráði T.B.R. fvrir miðvikudaginn 21. október n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 228. tölublað (17.10.1979)
https://timarit.is/issue/117617

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

228. tölublað (17.10.1979)

Aðgerðir: