Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979 21 Júrí Averbah segir frá 50. þingi FIDE: Aukið vald f orseta FIDE við fram- kvæmd heimsmeistaraeinvígis í viðtali, sem birtist nýlega við sovéska skákmeistarann Júri Averbah, segir hann frá 50. þingi FIDE, sem fram fór á Puerto Rico i byrjun sept- ember. — Þetta er fyrsta þing hins nýja forseta FIDE. Hvernig stendur hann sig í hlutverkinu, að þínum dómi? — Mjög vel. Friðrik Ólafsson er lögfræðingur að mennt og fyrir honum eru lög — lög. Max Euwe var sannarlega mjög góður skákmaður en það kom einstaka sinnum fram, að hann var án allrar lögfræðilegrar þekkingar. í hans augum voru lög og ákvarðanir FIDE ekki alltaf óumbreytanleg. — Skákheimurinn beið með talsverðri óþolinmæði eftir hvað kæmi út úr starfi sérnefndar þeirrar, sem fjallaði um reynsl- una frá Bagío og átti að gefa þinginu meðmæli sitt nýrri til- högun við heimsmeistaraeinvígi. Hver varð úrskurður þingsins? — Ákveðið var að halda óbreyttri tilhögun. Heimsmeist- araeinvígið verður áfram þann- ig, að sá sem fyrst vinnur sex skákir hann ber sigur úr býtum. Leikjafjöldi verður ekki tak- markaður. Tekið var tillit til óska heimsmeistarans, A. Kar- pov, sem var einmitt hlynntur þessari tilhögun. — I Bagío komu oft upp ágreiningsatriði. Að hvaða leyti er höfð hliðsjón af þeirri reynslu, sem þar fékkst? — I Bagío var starfandi áfrýj- unarnefnd sem í voru 7 menn. Hún áttti í stöðugu málavafstri. Hvað viðkemur fyrrverandi for- seta FIDE, þá stóð hann oft hjá sem áhorfandi.í ákvörðun FIDE- þingsins stendur nú: Forseti FIDE á sjálfur að bera ábyrgð á framkvæmd heimsmeistaraein- vígisins og hann á að skipa dómnefnd með þremur mönnum. Þeir, sem í þessari nefnd eru eiga ekki að vera frá þeim löndum, sem keppendur koma frá. Þess skal þó getið, að þetta síðasta gildir ekki, ef þátttak- endur eru frá sama landinu. Forsetinn getur beitt neitunar- valdi á ákvarðanir dómnefndar- innar. í stuttu máli þá er hlutverk forseta FIDE orðið mun meira hvað varðar fram- kvæmd einvígsins. — Nú upp á síðkastið hefur orðið vart nokkurrar áhyggju vegna mikillar fjölgunar á stór- meisturum. 1 fyrra fengu 20 skákmenn titilinn, ef ég man rétt. Hvað hefur þú um þetta mál að segja sem formaður þeirrar nefndar FIDE, sem út- nefnir stórmeistara? — Já, þarna er um nokkurt vandmál að ræða og var komið inn á það á þinginu. Ákveðið var að gera skilyrðin strangari. Nú verða menn að hafa 2450 byrjun- arstig til þess að hljóta titilinn (fyrir meistaratitil 2350) og verða tvisvar að ná stórmeistara „standard", sem samsvarar u.þ.b. 2600 stigum. Á þessu ári hafa aðeins 4 fengið titilinn. Fyrst og fremst snýst málið um framkomu og heiðarleika skák- mannsins og nú getur FIDE, ef því finnst ástæða til, svipt skák- mann titlinum. — Þú munt einnig vera for- maður nefndar, sem sér um hjálp til þróunarlandanna. Ég mintist þess, að í síðustu heim- sókn sinni til Moskvu kom Frið- rik Ólafsson inn á það að þessi þáttur starfsemi FIDE væri sá mikilvægasti. Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar í þessa átt? Friðrik ólaísson. — í þessari nefnd eru tveir formenn, F. Kampomanes og ég. Ég get fullvissað menn um það, að í fyrsta sinn voru nú gerðar á FIDE-þingi mikilvægar sam- þykktir varðandi þessi mál. Lögð hafa verið drög að allsherjar- áætlun til hjálpar þróunarlönd- unum mörg ár fram í tímann. Það fyrsta, sem við gerum, er að athuga hversu langt á veg skák- listin er kpmin í hinum ýmsu löndum, og þó það hljómi ef til vill mótsagnakennt, þá eru flest lönd vanþróuð á því sviði. Tökum t.d. Japan. Háþróað kapitalískt ríki. En í skák hefir það ekki náð langt. Hjálp frá FIDE fer eftir þróun skáklistarinnar í hverju landi og getur orðið mjög mis- munandi. Til eins lands þarf að senda skákmeistara til keppni, til annars kennara til að halda námskeið og í það þriðja nægir ekki einu sinni að senda heila skáksveit. Ákveðið hefur verið að stofna til skákmiðstöðva í löndunum. T.d. hefir Mexikó boðist til þess að taka á móti 50 manns árlega, en æskir í stað þess að fá frá Sovétríkjunum eða Kúbu tvo leiðbeinendur til þess að halda námskeið. Ég vil láta þess getið að FIDE hefur fylgst af áhuga með miklum framförum og starfsemi meðal ungs skákfólks í Mexikó. Þar í landi hefur farið fram heimsmeistaramót ungl- inga og Ólympíuskákmót. 1980 bjóða Mexíkanar unglingum aft- ur til keppni og í ár héldu þeir í fyrsta sinn skákmót fyrir ungl- inga undir 14 ára aldri. FIDE hefur ekki tekið afstöðu til slíkra móta, þó að Puerto Rico hafi ásamt UNESCO haldið eitt hjá sér um leið og þingið starfaði. (APN). Hugmyndin að félagsvísindum Bolungarvík: Góð veiði í upp- hafí rækjuvertíðar BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent Irá sér bókina Hugmyndin að félagsvísindum og tengsl hennar við heimspeki eftir breska heim- spekikennarann Peter Winch. Jónas Ólafsson þýddi. Höfundur er prófessor við King’s College, London. Bók hans kom fyrst út 1958 og hefur verið endur- útgefin margsinnis og vakið miklar umræður og deilur meðal þeirra sem fást við heimspeki. I bókinni eru gagnrýndar vissar ríkjandi hugmyndir um eðli heim- speki og félagsvísinda og þær taldar gefa villandi mynd af sam- bandi félagsvísinda við heimspeki annars vegar og náttúruvísindi hins vegar. Höfundur leiðir í stað- inn til öndvegis hugmyndir sem hann telur sig sækja í heimspeki Wittgensteins. Hugmyndin að félagsvísindum skiptist í fimm aðalkafla, sem heita: Þáttur heimspekinnar, Eðli merkingarbærs atferðis, Samfél- agsfræði sem vísindi, Hugur og samfélag og Hugtök og samfélag. — Aftast er bókaskrá, ennfremur nafnaskrá og listi um óvenjuleg orð. — Þessi bók er hin fyrsta í fyrirhuguðum flokki sem nefnist Heimspekirit og er í umsjá Páls Skúlasonar prófessors. Hún er 128 bls., sett í Odda og prentuð hjá Prenttækni hf. Bolungavík' 16. október. SEX bátar hófu rækjuvertíðina hér s.l. föstudag og fengu alls 14 lestir í fyrstu ferð, þar af fékk rækjubáturinn Páll Helgi 5 lestir. I venjulegu árferði veiðir hver bátur í kringum fimm lestir, þannig að ætla má að nokkuð af rækju sé í Djúpinu að þessu sinni. Rækjan sem veiddist á föstudag er að mati þeirra sem til þekkja mjög þokkaleg. Þá eru bátar hér við Djúpið farnir að fá smokkfisk í fyrsta sinn síðan 1966. Bátarnir hafa fengið allt að 800 kíló yfir nóttina. — Gunnar. AK.I.YSINC VSIMIVN KR: 22480 v_______________________________/ smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Þvottavél til sölu 10 ára gömul, lítiö notuö. Síml 34252 eftir kl. 6. □ HELGAFELL 597910177 VI - 2_________________________ IOOF 7= 16110178V2 =Spila K. Glitnir 59791017= 2. RMR - 17 - 10 - 20 - VS - MT - HT Kristinboössambandið Almenn samkoma veröur í kristinboöshúsinu Betaníu, Lauf- ásvegi 13, í kvöld kl. 20.30. Kristinboösfélagiö Árgeisli sér um samkomuna. Allir eru hjart- anlega veikomnir. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 17.00. Dr. Thompson talar. fundur verður í KR heimilinu í kvöld 17. okt. kl. 8.30. Sýndur veröur hárblástur. Mætiö vel og stundvislega. Stjórnin. A % Leðurvinnukvöld Leðurvinnan hefst miövd. 17. okt. kl. 20. aö Laufasvegi 41. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 11798 og 19533. IOGT Stúkan Einingin nr. 14 fundur í kvöld kl. 20.30 í Templarahöll- inni viö Eiríksgötu. Inntaka mál- efnanefnd annast dagskrá. Sími æðsta templars er 71021. ÆT. Laugardagur 20. okt. kl. 08.00 Þórsmörk. Gist í upphituöu húsi. Farnar gönguferöir um Mörkina. Nánari upplýsingar og farmiöa- sala á skrifstofunni. Feröáfélag islands. Sálarrannsóknarfélag íslands Félagsfundur veröur aö Hallveig- arstööum fimmtudaginn 18. okt- óber n.k. K. 20.30. Ævar Kvaran flyturerindi vandamál sálrænna hæfileika. Stjórnin. radauglýsingar - - raðauglýsingar — raðauglýsingar \ \ til sölu I Til sölu Til sölu er áhöld til viðgerða á hjólbörðum ásamt lager. Tilboð óskast fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 23. október n.k. merkt: „Hjólbarðaverkstæði“. Nánari upplýsingar veitir Einar Pálsson verkstjóri í síma 10700. Mjólkursamsalan Laugaveg 162 Reykjavík sími 10700. húsnæöi óskast Til sölu Ricoh offset 10 10 fjölritari ásamt myndavél og brennara. Einnig handpappírsskuröarhnífur, skuröar- breidd 75 cm. Uppl. í síma 96-21980, eftir kl. 7. Verzlunarhúsnæöi Verzlunarhúsnæði á jarðhæö óskast til leigu, helzt 5—10 ára leigusamningur. Húsnæðið þarf að vera í miöbænum eða við Laugaveg, neöanveröan. Stærö ca. 60—100 ferm. Upplýsingar á lögfræðiskrifstofu Vilhjálms Arnasonar hrl. lönaðarb'ankahúsinu, Lækjar- götu 12, símar 16307 og 24635.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.