Tíminn - 29.06.1965, Side 2
BORGIN MJÓLKURLAUS
TÍMINN
ÞRBDJUDAGUR 29. júní 1965
Mánudagur 28. júní.
NTB-Kaupmannahöfn.
Samningurinn rnn afhendingu
íslenzku handrltanna verður
undirritaður í Kaupmannahöfn
á fimmtudagsmorgun, en eins
og kunugt er hefur þingið sam
þykkí samninginn en Áirnasafns
nefndin hefur hins vegar höfð-
að mál gegn ríkinu til að fá
lögunum um afhendinguna
hnekkt.
NTB-Algeirsborg.
Fréttamenn segja, að byltlngar
ráðið í Alsír undir forsæti
Boumedienne, hershöfðingja,
hafi nú traust tök á stjórn
landsins, enda þótt frestun ráð
stefnu Afríku- og Asíuríkja
hafi verið áfall fyrir ráðið. 40
—50 manns hafa farizt í óeirð
unum undanfarið, en frétta-
menn segja, að allar mótmæla-
aðgerðir til stuðnings Ben
Bella hafi runnið út í sandinn.
NTB-Brussel.
Alþjóðasamband blaðamanna
sendi í dag mótmæli til stjóm
ar S-Vietnam vegna áætlana
hennar um að banna öll 36
blöð landsins allan júlímánuð.
Mótmælin eru gerð fyrir hönd
54.000 blaðamanna liins frjálsa
helms, sem aðild eiga að al-
þjóðasambandinu og segir í mót
mælaorðsendingunni, að áætlan
ir stjórnarinar muni aðeins
skaða málstað S-Vietnam.
NTB-Lundúnum.
Alþjóða hvalaveiðimálastofnun
in hóf í dag 17. ráðstefnu sína
í Lundúnum og munu fulltrúar
hinna 17 aðildarlanda ræða fyr
Ir luktum dyrum alla næstu
viku, hugsanlegar frekari tak
markanir á hvalveiðum í því
augnamiði að vernda hvala-
stofninn.
NTB-Haag.
Júlíana Hollandsdrottning
skýrði frá því opinberlega í
dag, að Beatrix, krónprinsessa
hefði trúlofast vestur-þýzka
diplómatlnum Claus von Ams
berg, sem á stríðsárunum var
í unglingahersveitum Hitlers.
Beatrix sagði eftir þessa til-
kynningu, að ef hollenzka
stjórnin hefði ekki samþykkt
ráðahag henar, hefði hún hætt
við þessi giftingaráform sín.
En við vonum, að með tíman
um muni fólk fá trú á okkur,
sagði krónprinsessan í blaða-
viðtali. Holandsdrottning sagði
í tilkynningu sinni, að þau
hjónin væru algerlega sam-
þykk ráðahagnum.
NTB-Leopoldville.
Frá því var skýrt í Leopold
ville í dag, að upreisnarmenn í
Kongó hefðu barið og höggvið
í hel 30 belgiska og hollenska
trúboða í Buta í Norður-Kongó
og síðan látið þá sem eftir lifðu
safna saman líkamshlutunum
og bera brott. f dag komu
stjórnarhermenn með 19 Evr
ópumenn þar á meðal 15 nunn
ur, sem bjargað hafi verið úr
klóm upreisnarmanna, eftir 11
mánaða fangelsisvist. Sögurnar,
sero fangarnir sögðu voru hrylll
legar, svo sem sagt er hér að
framan. Enn er leitað 19 evr
ópskra manna, sem taldir eru
vera i fangelsum uppreisnar-
manna.
TK-Reykjavík, mánudag.
Mjólkurlaust mun verða í
Reykjavík á morgun, þriðjudag,
og fram á miðjan miðvikudag
vegna verkfalls Dagsbrúnarmanna
í þjónustu Mjólkursamsölunnar,
sem hefst á miðnætti í nótt og
stendur fram til kl. 7 á miðvlku
dagsmorgun.
Blaðið átti tal við Odd Helga
son, sölustjóra hjá Mjólkursamsöl
unní í Reykjavík, síðdegis í dag
og spurðist fyrir um dreifingu
mjóVkur í Reykjavík í tilefni I
verikfallinu, sem hefst á miðnætti
í nótt hjá Dagsbrúnarmönnum hjá
Mjólkursamsölunni, en þegar hef
ur orðið vart erfiðleika við mjólk
urdreífinguna undanfama daga
vegna eftirvinnubannsins, sem ver
ið faefur í gildi.
Oddur Helgason sagði, að vegna
eftirvinnuibannsins hefði dreifing
mjólkurinnar slltnað í sundur og
orðið mjólkurlaust í mörgum búð-
um um stimd fyrir hádegi, en
ræzt úr þegar liðið faefur á dag
inn og ætíð verið næg mjólk til
sölu síðdegis. Búðimar myndu
liggja með nokkrar bírgðir í
kvöld, en öll mjólk selzt áreiðan
lega upp á morgun. Á miðvikudag
verður mjólfcuriaust fram á dag-
inn og yrði fólk þá að búa að
þeim birgðum, er það aflaði sér í
dag og á morgun.
KJ).
Það munu vera um 60—80
menn, sem leggja niður vinnu við
mjólkurdreifingu á morgun.
Tíminn kannaði ástandið í nokkr
um mjólkurbúðum rétt fyrir lokun
í kvöld. Var þá mjólk uppseld með
öllu í flestum búðum og engin
mjólk verður þar til sölu á morg
un.
Vestmannaeyjabátum líka lagt
KJ—Reykjavík, mánudag
Um tuttugu bátar hafa að und
anförnu stundað síldveiðar frá
Vestmannaeyjum, og eru það
mestmegnis bátar sem ekki eru
taldir orðnir samkeppnisfærir til
síldveíða fyrir Norður- og Austur
landi. Hefur afli verið góður hjá
þessum bátum, og þeir hæstu
komnir með um 17 þúsund mál.
Blaðið átti í kvöld tal við
Jóhann Pálsson skipstjóra, for-
mann Útvegsbændafélags Vest
mannaeyja. Jóhann sagðist vera
nýkominn frá Reykjavík þar sem
hann átti viðræður við L. í. Ú.
um síldarverðið í Vestmannaeyj
um. Ekki sagðist Jóhann geta gef
ið upp það verð sem þeir vildu
fá fyrir síldina, en við viljum fá
það mikið fyrir hana að eðlilegur
rekstrargrundvöllur skapizt fyrir
þessum veiðum.
Stefán Stefánsson á Halkion frá
Vestmannaeyjum sagði að þeir
hefðu verið fyrir austan á síld-
veiðum nú í um hálfan mánuð og
komnir með 7000 mál, og hér við
Vestmannaeyjar væru þeir búnir
að vera í nokkra daga og væru
komnir með 4000 tunnur. Stefán
sagði að illt hljóð væri í mönn
l |um í Eyjum, og allar skipshafnir
.............. iíwi
Mvndin var tekin á fluo
vellinum og eru á henni Nilson
ásamt konu slnnl. (Timamynd—
Utanríkisráðherra Svía kominn
GB—Reykjavík, mánudag.
Um hálffimmleytið í dag lenti
Sólfaxix á Reykjavíkurvelli og
hafði seinkað nokkuð vegna
mikils mótvinds, en meðal far
þega voru utaeríkisráðh. Svía
og kona hans, með fylgdarliði
úr sænska útanríkisráðuneyt-
into, Leif Beifrage ráðuneytis
stjóra, Hichens-Bergström
deildarstjóra og Par A. Kettis
fulltrúa, sem koma hingað í
opinbera heimsókn.
Á flugvellinum tóku á móti
gestunum utanríkisráðherra
Guðmundur í. Guðmundsson,
Agnar Kl. Jónsson ráðuneytis
stjóiri, Augus-t H. von Hart-
mansforff sendiherra Svia á
íslandi, Gunnar Rocksén vara
ræðismaður Svía, og Árni
Tryggvason sendiherra íslands
í Stokkhólmi, svo og konur
þeirra. Var þessi mynd tekin,
er hinir opinberu gestir stigu
úr flugvélinni og voru boðnir
velkomnir, en síðan farið með
þá til gististaðar.
stæðu einhuga á bak við þessar
mótmælaaðgerðir. Ekkert þýddi
að semja í Vestmannaeyjum á
meðan ekki næðist samstaða
annarsstaðar, og væri því bezt að
bíða og sjá hverju fram yndi.
Það hefði viðgengizt allt of oft
að farið væri á veiðar áður en
búið væri að ákveða síldarverðið,
og mætti líkja því við að verka
menn færu að vinna án þess að
þeir væru búnir að gera samninga
um kaup. Þess vegna væri ekki
róið núna, þegar verðið væri ó-
komið.
Verkfall hjá málm-
og skipsmiðum
TK—Reykjavík, mánudag.
Á miðnætti hefst sólarhrings-
verkfall hjá málm- og skipasmið
um í landinu einns og boðað hefur
verið. Sátu félagar í Sambandi
málm- og skipasmiða á fundi í
kvöld og verður nánar sagt frá
þeim fundi síðar.
A þriBja þúsund í Skógarhólum
(.m
JHM-Reykjavík, mánudag.
í gær, sunnudag, fóru fram
kappreiðar hestamannafélaganna í
Jeppi á
Blönduósi
Reykjavík, mánudag.
,iJeppaflokkurinn“ hafði frum
sýningu á Blönduósi i gæi á
Jeppa á fjalli, og var húsfyllir,
eða eins o g mögulegt var að
troða í húsið. Bíll sá sem flokkur
inn lagði af stað með. héðan úr
Reykjavík bilaði á leiðinni. og síð
an hafa þeir eins og vera ber
með „jeppaflokkinn“ verið á
jeppa, og riðu á honum ( hlað
á Blönduósi Flokurinn sýnir á
Sauðárkróki í kvöld.
Skógarhólum við Þingvefli og sóttu
mótið á þriðja þúsund manns.
Þarna voru saman komnir margir
af beztu gæðingum landsins, auk
hundruð annarra hesta.Hestamenn
fóru að streyma á Þingvöll strax
á föstudagskvöldið, en flestir
komu þó á laugardag.
Blaðið hafði tal af Guðmundi
Þorlákssyni bónda á Seljabrekku
og skýrði hann svo frá, að mótið
hafi tekizt sérlega vel, enda var
veður gott mestallan tímann og
mikil stemning var meðal fólks-
ins. Hann sagði, að engin fyrstu
verðlaun hafi verið veitt. nema í
300 metra stökki.
Jón bóndi Guðmundsson á
Reykjum sýndi kerruhláup með
léttikerru, sem hann hafði fengið
frá Noregi Sjálft mótið hófst
klukkan 1 e. h. á sunnudag með
hópreið fulltrúanna frá hesta-
mannafélögunum átta. sem sáu um
mótið. Það var hestamannafélagið
Sleipnir á Selfossi, sem fékk 1.
verðlaun fyrir t'allega eið
mennsku og beztu knapana. Sveit-
ir frá hestamannafélögunum
Loga og Trausta sigruðu naglaboð
hlaupskeppnina.
250 m skeið:
1. Logi Jóns í Varmadal á 24,4 sek.
2. Hrollur Sigurðar í Laugarnesi
á 24,5 sek. 3. Neisti Einars Magn-
ússonar á 24,6 sek.
300 m stökk:
1. Þytur Sveins K. Sveinssonar á
21,4 sek. sem er nýtt met. 2.
Dreyri Guðna á Skarði á 23,0 sek.
3. Áki Guðbjartar Pálssonar á
23,1 sek.
600 m brokk:
1. Gustur Einars í Heiðarbæ á
1,30,6 mín. 2. Sleipnir Guðbjartar
Pálssonar á 1,36,8 mín. 3. Höttur
Hreins á Laugabóli á 1,37,8 mín.
800 m stökk:
1. Logi Sigurðar Sigurðssonar á
70.3 sek 2. Gustur Baldurs Berg-
steinssonar á 71.0 sek 3. Þröstur
Ólafs Þórarinssonar á 71,2 sek.
VERKFALL
SELFOSSI
A
ÓJ-Selfossi, mánudag.
Sólarhringsverkfall hefst hér á
miðnætti hjá öllum félagsbundn-
um konum og körlum í Verkalýðs-
félaginu. Bílstjórar og mjólkur-
fræðingar, sem eru í öðrum stétt-
arfélögum leggja þó ekki niður
vinnu og verður mjólkin sótt á
morgun heim á bæina. Ágreining-
ur er um skilin milli verksviðs
mjólkurfræðinga og starfsmanna í
verkalýðsfélaginu við móttöku
mjólkurinnar og er ekki vitað enn
þá, hvort reynt verður að veita ,
mjólkinni viðtöku í mjólkurbúinu.
Eftir sólarhringsverkfallið hefst
3ja daga eftirvinnustöðvun, sem
tekur þó aðeins til Mjólkurbús
Flóamanna.
Framkvæmdastjóri Mjólkurbús-
ins sat á samningafundum með
fulltrúum verkalýðsfélagsins í
kvöld. Munu hin óglöggu skil
milli starfa mjólkurfræðinga og
verkamanna við mjólkurbúið aðal
lega hafa verið til umræðu.
Umferðaslys
KJ-Reykjavík, laugardag.
í nótt varð alvarlegt umferðar-
slys á Miklubraut rétt innan við
veitingahúsið Lídó. Jón Sigurðs-
son, 16 ára piltur, til heimilis að
Ásgarði 73, ók á skellinöðru aft-
an á kyrrstæðan bíl, sem stóð á
vinstri götuhelmingi. Lenti skelli-
naðran á miðjum „stuðaranum",
en Jón skall á efri brún afturglugg
ans á bifreiðinni, sem er „station“
bíll af Wartburg gerð. Aðkoman
á slysstað var ljót, því blóðlæk- J
irnir runnu eftir götunni, og kom
í ljós, að Jón hafði kjálkabrotnað
og hlotið önnur meiðsli. Var farið
með hann í Slysavarðstofuna en j
þaðan á Landakot og síðan á |
Landsspítalann, þar sem mun \
vera sérfræðingur, er gerir að I
slikum meiðslum.