Morgunblaðið - 16.11.1979, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1979, Page 3
i MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER1979 3 Stjórn SÍNE: Otrúleg sjálfsumgleði Alþýðubandalags, rangfærslur og tílhæfuleus þvættíngur STJÓRN Sambands íslenzkra námsmanna erlendis hefur slitið samvinnu þeirri við Alþýðu- bandalagið, sem stjórnin sam- þykkti að hafa varðandi kjör- skrármál námsmanna. Hér fer á eftir samþykkt stjórnar SÍNE um þetta: „Stjórn SÍNE hefur borist bréf Alþýðubandalags til námsmanna erlendis og gerir með hliðsjón af því eftirfarandi samþykkt. Bréf Alþýðubandalagsins til íslenzkra námsmanna erlendis er fullt af staðhæfingum, sem því miður eru að miklu leyti rangar og sums staðar tilhæfulaus þvættingur. Mun þetta nú verða rakið að nokkru leyti lið fyrir lið. 1. „Baráttan fyrir jafnrétti er grundvallarþáttur í stefnu Al- þýðubandalagsins." Þetta er kannski rétt að því leyti, að þetta mun standa í stefnuskrá flokksins. Hins vegar sýnir raunveruleg stefna allt ann- að og nægir þar að nefna nokkur einföld dæmi: Hvað eru margir þingmenn flokksins kvenkyns? Hefur launajafnrétti milli kynja aukist í stjórnartíð bandalagsins? Hefur launajafnrétti aukist yfir- leitt í stjórnartíð þess? Þrjú önnur stefnuskráratriði: Er her- inn farinn? Er ísland farið úr NATO? Ræður ekki auðmagnið enn atvinnulífinu? 2. „Fyrir Alþingiskosningarnar 1978 ítrekaði Alþýðubandalagið þá afstöðu sína að breyta bæði lögunum um Lánasjóð íslenskra námsmanna frá 1976 í samræmi við þá meginstefnu, sem náms- mannahreyfingin hafði sett fram." Allt frá árinu 1967 hefur það verið ein meginkrafa námsmanna, að námslán brúi framfærslu- kostnað þeirra. Enn nær þessi brúun aðeins 85% og reglurnar eru nú þannig úr garði gerðar að ekki er einu sinni hægt að vinna fyrir mismuninum. Alþýðubanda- lagið hefur stutt þessa kröfu fyrir allar þingkosningar fram að þessu, en þessi sjálfsagða krafa hefur enn ekki fengið náð fyrir augum ríkisvaldsins. Sat þó Al- þýðubandalagið líka í ríkisstjórn 1971—1974. Einnig er rétt, að það komi fram að mat Lánasjóðs á framfærslukostnaði er nú innan við 200000 krónur á mánuði, en eins og Magnús Kjartansson segir í Þjóðviljanum 11. nóvember „eru 300—400 þúsund á mánuði algjört lágmark til lífsframfæris“. 3. „Það var eitt fyrsta verk Ragnars Arnalds, menntamála- ráðherra, að fela stjórn sjóðsins að hefja endurskoðun á úthlutun- arreglunum." Þess ber að geta, að þá var nýfallinn dómur, sem úrskurðaði úthlutunarreglur Lánasj óðs, sett- ar í stjórnartíð íhalds og Fram- sóknar, í bága við lög og því var ekki hægt að úthluta eftir þeim lengur. 4. „Fulltrúar namsmanna gagnrýndu þó ýmislegt í nýju reglunum." Þess er að geta, að við gerð nýrra úthlutunarregla kom sú meginhugsun fram hjá full- trúum ríkisvaldsins, að breyt- ingarnar máttu helst ekki kosta neitt. Þannig var um að ræða lækkun lána hjá vissum hópi námsmanna og lítilsháttar hækk- un hjá öðrum. Þetta má kannski kalla pólitískt refspil gagnvart námsmönnum og tilraun til að sundra þeim. 5. „Endurskoðun laganna lauk svo í vor og náðist full samstaða meðal fulltrúa námsmanna og menntamálaráðherra.“ Fulltrúar námsmanna lýstu stuðningi sínum við, að í frumvarpinu var gert ráð fyrir að lán myndu brúa 100% framfærslukostnaðar en voru hins vegar á móti því að einnig var gert ráð fyrir verulega auknum endurgreiðslum af lánun- um. (Þarf að minna á, að lánin eru að fullu vísitölutryggð.) Einnig má gagnrýna þá staðreynd, að menntamálaráðherrann fyrrver- andi virðist lítið eða ekkert hafa gert til að fá stuðning fjárveit- ingarvaldsins við frumvarpið, enda fór það svo, að frumvarpið var lagt í salt (nefnd) skömmu eftir að það kom fram síðastliðið vor. 6. „Stefna Alþýðubandalagsins í málefnum Lánasjóðsins er að- eins • eitt dæmi um stuðning flokksins við hagsmunabaráttu námsmanna." Önnur dæmi myndu þá væntanlega taka upp stórfelldan niðurskurð á fjárveit- ingum til Háskóla íslands, sem hefur í för með sér minni kennslu og meira álag á jafnt nemendur sem kennara. 7. „Námsmenn geta treyst á Alþýðubandalagið til að tryggja framgang hagsmunamála sinna." Þetta hljóta námsmenn að gera upp við sig, og taka þá mið af bæði stefnu og framkvæmd flokksins í lánamálum sem öðrum baráttumálum sósíalista. 8. „Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir því, nú sem fyrr, að allir námsmenn erlendis verði teknir inn á kjörskrá." Það er nú þannig með þetta mál, að stjórnir SÍNE hafa farið þess á leit við Alþýðubandalagið að njóta að- stoðar þeirra við að kæra náms- menn erlendis inn á kjörskrá. En þar sem bandalagið hefur nú kosið að gera þetta að kosningam- áli og heldur ef til vill að námsmenn kjósi það af einskæru þakklæti fyrir að fá að nota þennan rétt, hefur stjórn SÍNE ákveðið, einnig með hliðsjón af því, sem ofan er talið, að nota ekki þessa aðstoð Alþýðubandalagsins, heldur sjá sjálf um þessi kærumál og koma þannig í veg fyrir hugsanlega mismunun eftir yfir- lýstum skoðunum. Að lokum: Af bréfi Alþýðu- bandalags má skilja, að grund- vallarbreyting hafi átt sér stað í viðskiptum námsmanna og ríkis- valdsins, þegar Ragnar Arnalds tók við sæti menntamálaráðherra, en það er nú með það eins og svo mörg önnur kosningaloforð að fyrirheitin eru fögur en efndirnar litlar. Samþykkt þessi er orðin til vegna hinnar ótrúlegu sjálfum- gleði, sem lýsir sér í bréfi Alþýðu- bandalagsins til námsmanna er- lendis, en flokkurinn má þó njóta þess, að hafa heldur meiri skiln- ing á málefnum námsmanna en aðrir stjórnmálaflokkar, sem full- trúa eiga á Alþingi." hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum (^g blettalausum þvotti. \ ■ - i 111 ■ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.